Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JUU1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL myndagerðarmaöur. Þessi sjálf- menntaði hœfileikamaöur er um þess- ar mundir að leggja síðustu hönd á merka heimildarkvikmynd um fisk- veiðar á togurum og lífið á sjónum. ”Stolt siglir fleyið mitt” mun hún heita og tónlistin verður eftir Gylfa Ægisson. Þrjár heimildarmyndir hefur hann þegar sýnt í sjónvarpinu, eina um eld- gosiö og uppbygginguna í Eyjum, aðra um humarveiðar og svo eina um loðnuognetaveiðar. Heiðar Marteinsson hefur lagt fram alveg ómetanlegan skerf til þjóð- arsögunnar, þvi aö án þessara mynda hefði margt fallið i gleymsku sem kom- andi kynslóðum mun þykja akkur í að vita. Sjómennskan hefur verið lífæð okkar og vitaösgjafi á þessari öld, en nú eru að skipast veður i lofti. Nýjar atvinnugreinar eru að koma fram á sjónarsviöið og þoka hinum fyrrl smám saman út í skuggann. Allt breytist „Fólk i landi heldur að sjómennskan sé alltaf eins,” segir Heiðar. „Það sér skipin láta úr höfn og koma aftur og þaö skilur ekki að alit er að breytast. Þegar ég tek kvikmyndina um loðnu og netaveiðar á árunum 1975—78, þá eru aö byrja að koma þessi yfirbyggðu skip á loðnuveiðamar, en þó var eftir töluvert af opnum skipum. Eg tók myndina alla á opnum skipum, en nú er búið að byggja yfir hvert einasta skip sem stundar loönuveiðar. Það sem hægt er að sjá núna og taka mynd af er þegar þeir kasta nótinni, fíra út dælunni og dæla; siðan hverfur loðnan beint ofan í gímaldið og þú sérð ekki meir. I myndinni sem ég tók sjást öll vinnubrögð á dekkinu — hvert einasta handtak. En þetta er allt horfið á svona skömmum thna. Þegar ég tók mynd- ina af netaveiöunum var grjót notað til þess að sökkva netunum. Það fóru ekki svo fáir út i gegnum tíðina af þvi að lykkjan sem batt netasteininn snerist utan um úlnliðinn á manninum sem var aö henda út grjótinu, og hann sveif út meö trossunni. Þetta varð aö vera mjög öruggur maöur eins og nærri má geta en þó hlutust þarna mörg og hörmuleg slys. Nú er þetta fyrirkomu- lag að hverfa úr sögunni líka og þá er kvikmyndin orðin heimild.” Kvikmyndagerð á vöktum Sú mynd sem Heiðar er að klára núna er tekin í áföngum á þremur ár- um. Það getur enginn tekið slíka mynd sem ekki þekkir vel til vinnubragð- anna um borð, en það er ekki þar meö sagt að kvikmyndagerðarmaðurinn eigi að vera í fullri vinnu samtímis, en því varð Heiðar aö sæta hvort sem hon- um líkaði betur eða verr. Hefðar Martefnsson er sfómeður og gjörþekkfr Ifffð é fískískfpunum. Hann hefur tekið þrjir heimildarkvikm yndir sem allar lúta að sjó og sjávarpláss- um og nú erhanneðleggjasfðustuhðndéþé fjórðu. MyndBH. „Stoft slgllr fíeyið mitt. . . „ kvað Gyffi Ægisson og henn semur alla tónlist vlð nýjustu heimildarkvikmynd Heiðars Merteinssoner. Þessa Ijósmynd af drekkhi&ðnu fiskiskipi á leið til hafnar tók Heiðar fyrir nokkrum árum. Efnahagurinn leyfði honum ekki að fara i túrana frjáls og óbundinn, en það er þó bót i máli að á togurunum er unn- ið á vöktum svo að inn á milli fékk hann næði til þess að athafna sig aö vild með tökuvélina á dekkinu. Þó er ekki því að leyna aö oft bar fyrir ýmis atvik, sem hann heföi kosið að festa um aldur og eilifð á filmu einmitt þeg- ar hann var sjálfur önnum kafinn viö Auk kvikmyndanna hefur Heiðar Marteinsson tekið þúsundir ef ekki tugþúsundir Ijósmynda um borð í hvers kyns fiskiskipum og þessar myndir eru nú margar hverjar stór- merkilegar heimiidir um vinnu- brögö sem eru að hverfa úr sög- unni. skyldustörfin, og sum þessara atvika komu aldrei aftur. Slíkt er súrt i brotiö fyrir jafn- áhugasaman og metnaðarfulian kvik- myndagerðarmann, en það verður eMci við öllu séð. Það er dýrt að búa til kvikmynd og Heiðar hefði trúlega aldrei komið því i verk ef ekki hefðu fáeinir sterkríkir að- ilar haft skilning á þessu mikilvæga menningarstarfi. Fiskimálasjóður og SlF hafa lagt honum lið, Kvikmynda- sjóður sömuleiðis og Frétta- og fræðsludeild sjónvarpsins hefur ævin- lega verið boðin og búin að kaupa verk hans til sýningar og reyndar þegar lát- ið í ljósi áhuga á þeirri mynd sem hann er nú aö ljúka um lífið á togurunum, svo að vonandi verður þess ekki langt að biða að landsmenn allir fái tækifæri til þess að sjá hana á skerminum heima hjá sér og kynnast þannig kjör- um þeirra manna sem um höfin sigla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.