Morgunblaðið - 31.10.1999, Side 8

Morgunblaðið - 31.10.1999, Side 8
8 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR íslenski hesturinn sjónvarps-. ..... oj/ , öá \|/, 'V/ tQf^Au Mcð 3 x zoom • 2,1 milljón punkta upplausn (1600 x 1200 ) • Með tengi fyrir utanáliggjandi flass • Hægt að tengja við sjónvarp • Hægt að vista sem tiff og jpeg • Fjarstýring fylgir • Tekur 32mb smartmedia kort ( 8mb fylgir mcð) • Getur tekið 45 myndir i röð, 2 á sekúndu • Hægt að fá aukalinsur Alþýðubandalagsfélög í Reykjavík Gengið frá sameiningu Á FRAMHALDSAÐALFUNDI Alþýðubandalagsfélags Reykjavík- ur var gengið frá sameiningu Al- þýðubandalagsfélaganna ABR og Birtingar-Framsýnar en á aðal- fundi Birtingar-Framsýnar sl. mið- vikudag var samþykkt að félagið yrði lagt niður sem stjórnmálafélag en sækti þess í stað um aðild að ABR. Á aðalfundi ABR var kjörin ný stjóm og skipti hún með sér verk- um strax að loknum framhaldsað- alfundinum. Stjómina skipa: Heimir Már Pétursson formaður, Kristinn Karlsson varaformaður, Herbert Hjelm gjaldkeri og Nanna Rögnvaldardóttir ritari. Með- stjórnendur em Helgi Hjörvar, Sjöfn Kristjánsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir. Ný stjóm ABR mun vinna eftir samþykkt félagsins um þátttöku í stofnun samfylkingarfélags í Reykjavík og er sú vinna hafin. Sófar* stólar Sófi Alma Clara 150.000,- kr. Stóll Óskar 28.000,- kr. höfðatúni 12 105 reykjavík sími 552 6200 552 5757 ser Ffus Igögn Dagskrá um Jóhannes úr Kötlum Hundrað ár frá fæðingu skáldsins HINN 4. nóvember nk. eru 100 ár síð- an Jóhannes úr Kötlum fæddist. Það fimmtudagskvöld gang- ast Félag íslenskra fræða, Landsbókasafnið - Háskólabókasafn og Þjóðminjasafnið fyrir dagskrá um skáldið og verk hans í Þjóðarbók- hlöðu og þefst hún klukk- an 20. Armann Jakobs- son er formaður Félags íslenskra fræða, hann var spurður nánar um efni þessarar dagskrár. Hún er mjög marg- þætt, bæði mun Baldvin Halldórsson lesa ljóð eft- ir skáldið, Háskólakórinn undir stjórn Egils Gunn- arssonar mun flytja nokkur lög við ljóð eftir Jóhannes og Eysteinn Þorvaldsson bókmenntafræðing- ur mun halda erindi um skáldið og verk hans. Þá mun fjölskylda Jóhannesar úr Kötlum afhenda gögn um skáldið, svo sem hand- rit hans, myndir og fleira. Árni Björnsson verður kynnir á þess- ari dagskrá. Um leið verður opn- uð sýning um Jóhannes og verk hans í anddyri Þjóðarbókhlöðu. Á þessari sýningu verða alls kyns hlutir úr eigu hans, myndir og munir, handrit og fleira sem ekki hefur komið fyrir augu al- mennings áður. - Hver er staða Ijóðskáldsins Jóhannesar úr Kötlum í íslensk- um bókmenntum? Hún er dálítið þversagnar- kennd. Jóhannes hefur notið mikilla vinsælda og ýmis ljóð hans verið mikið lesin upp og sungin, tónlistarfólk hefur sóst eftir að gera lög við ljóð hans - í bókmenntaheiminum hefur hann hins vegar notið mikillar virðing- ar en lítiilar athygli síðasta ára- tug. Mikilvægustu bókmennta- rannsóknir á verkum hans eru frá áttunda áratugnum. Það sem löngum hefur gert hann athyglis- vert rannsóknarefni er hversu margbrotinn ferill hans var. I fyrstu ljóðabókum sínum var hann nýrómantískt skáld, síðan varð skáldskapur hans opinn og útleitinn, Jóhannes varð þylting- arskáld. Þegar módernisminn kom til Islands urðu hins vegar hvörf á skáldskaparferli hans og hann skipaði sér í flokk með hin- um ungu skáldum þó að sjálfur væri hann mun eldri. Eg tel vert að gefa verkum hans meiri gaum á ný og þá í ljósi ýmissa nýrra strauma í fræðunum. Fyrir nokkru benti Sveinn Skorri Höskuldsson á það að Jóhannes hefði ekki einvörðungu tekið upp módernisma sem form heldur mætti einnig sjá drungalega heimssýn atómskáld- __________ anna í ljóðum hans. Þess má og geta að í nýjasta hefti Mímis, tímarits stúdenta í ís- _____ lenskum fræðum, ~~~ minnist ég Jóhannesar og vek at- hygli á því að hann er mun meiri brautryðjandi í módemískri ljóðagerð en oft er talið, þar sem fyrstu módemísku ljóð hans koma á prent þegar árið 1945 þó að fyrsta módemíska Ijóðabók hans komi ekki út fyrr en 1955. Þá er athyglisverð hvaða aðferð Jóhannes beitti í þessari kúvend- ingu í skáldskap sínum því hann íklæddist dulargervi og var um Ármann Jakobsson ►Ármann Jakobsson fæddist í Reykjavík 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskóian- um við Sund árið 1990, BA-prófi í íslensku sumarið 1993 frá Há- skóla íslands og MA-prófi í ís- lenskum bókmenntum haustið 1996 frá sama skóla. Hann hef- ur verið stundakennari við há- skólann og gagnrýnandi hjá DV síðari ár. Hann er formaður Fé- lags íslenskra fræða. tíma módernískt skáld undir dul- nefni (anonymus) og hefðbundið skáld undir skáldanafni sínu. Þannig má segja að Jóhannes hafi beinlínis haft hamskipti. Þess má geta að í könnun um við- horf stúdenta í íslensku til bók- mennta 20. aldar, sem birt er í sama hefti Mímis, kemur í ljós að Jóhannes er mjög að sækja í sig veðrið meðal stúdenta í íslensku og er næst vinsælasta skáld aid- arinnar á eftir Steini Steinarr. - Stendur fyrir dyrum ný út- gáfa á verkum Jóhannesar úr Kötlum? Ekki svo ég viti. Ljóð skálds- ins voru gefin út í ellefu binda heildarútgáfu á áttunda áratugn- um og munu sum bindin nú upp- seld þannig að kannski er kom- inn tími til þess að fara að huga aftur að útgáfu verka hans. Þess má raunar geta að Mál og menn- ing gaf út Stórbók með úrvali úr verkum Jóhannesar fyrir nokkr- um árum. - Eru Ijóð Jóhannesar úr Kötlum óvenjulega „söngvæn"? Tilfinning hans fyrir hljómi málsins virðist hafa verið óvenju sterk. Það er engu líkara en sum ljóð hans kalli á tónlist. Með þessu móti tekst Jóhannesi ein- hvern veginn að brjóta hömlur listgreinar sinnar og vera líka ------------------- hluti af tónlistarlífi Jóhannes hef- landsmanna. Um leið ur notið mik- held að hann standi illa vinsælda nær alþýðu morg onnur Ijoðskald. - Er Sóleyjarkvæði Jóhannesar ekki talsvert óvenju- legt verk í íslenskum bókmennt- um? Jú, það er það og margir unn- endur Jóhannesar segja mér að það sæki æ meira á eftir því sem það er lesið oftar, ég yrði ekki hissa þó að athygli bókmennta- fræðinga ætti eftir að beinast að því i ríkari mæli á næstu árum og það jafnvel talið eitt helsta stór- virki hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.