Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 39 ---------------------------3 eins og klettur og barðist eins og hetja þar til yfir lauk. Þessa daga sem ég dvaldi á sjúkrahúsinu með mágkonu minni við sjúkrabeð Stef- áns varð ég áskynja þvílíkri um- hyggju og kærleika frá starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur á deild A-4, hjúkrunarfólki, lækni og presti að það verður mér minnisstætt um langa framtíð. Og vil ég færa þessu góða fólki hugheilar þakkir frá mér og fjölskyldu minni. Eftirfarandi visku rak á fjörur mínar og finnst mér vera ákaflega vel við hæfí: Nótt eina dreymdi mann draum. Honum fannst sem hann væri á gangi eftir ströndu með Drottni. I skýjum himins flöktu myndir úr lífi mannsins. Við hverja mynd greindi hann tvenns konar fótspor í sandin- um, önnur sín eigin, hin Drottins. Þegar síðasta myndin birtist fyrir augum hans, leit hann um öxl, á sporin í sandinum. Hann tók eftir því, að víða á leiðinni voru aðeins ein spor. Hann sá einnig að það var á þeim augnablikum lífsins sem hve erfiðust höfðu reynst. Þetta olli honum miklu hugar- angri, og hann tók það ráð að spyrja Drottinn hverju þetta sætti. „Drott- inn, þú sagðir að þegar ég eitt sinn hefði ákveðið að fylgja þér, myndir þú ganga alla leið í fylgd með mér. En ég hef tekið eftir, að meðan á erf- iðustu stundum lífs míns hefur stað- ið, eru bara ein spor í sandinum. Ég get ekki skilið, hvernig þú gast feng- ið af þér að skilja mig eftir einan, þegar ég þarfnaðist þín mest.“ Drottinn svaraði: „Þú dýrmæta barn mitt. Ég elska þig, og myndi aldrei skilja þig eftir eitt. A meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu - þar sem þú sérð ein spor aðeins - var það ég sem bar þig.“ Guð gefi Fjólu, Erni og barnaböm- unum, ættingjum og vinum styrk. Bogga systir. Þær voru langar og strangar þessar síðustu sjö vikur í lífi Stefáns frænda míns. Én styrkur hans og þrek var ótrúlegt. Og allan þann tíma var Fjóla honum við hlið uppi á sjúkrahúsi, dag eftir dag, kvöld eftir kvöld, yfirveguð og æðrulaus. Þessi tími hefur kennt mér margt. Get ég ekki annað en dáðst að því sálar- þreki sem þau sýndu bæði og þeim kærleika sem þau sýndu hvort öðru og gáfu frá sér til þeirra sem lögðu leið sína til þeirra. Frá mínum sjón- arhóli sá ég þarna hjónabandið í sinni fegurstu og dýpstu mynd. Stebbi frændi og Fjóla voru reyndar alltaf samrýmd og eftir því sem ég best veit eyddu þau öilum sínum írítíma í samvistum við hvort annað frá því þau hittust, fyrir tæp- um 60 árum. Ég man enn eftir að fara til Hólmavíkur með ömmu minni Guð- björgu, móður Stefáns. Var ég þá mjög ung, en atvik eins og að fljúga með sjóflugvél og lenda á sjónum við Hólmavík er eitthvað sem ekki gleymist. Seinna fór ég sem ungling- ur ásamt vinkonu minni í ógleyman- lega ferð til Drangsness til Sólrúnar frænku minnar, fóstursystur Stef- áns, og Guðmundar Ragnars sem keyrðu okkur um Strandirnar og kenndu okkur staðhætti og síðar til Stefáns og Fjólu sem tóku ákaflega ve) á móti okkur og fylgdi Öddi frændi okkur þar um holt og hæðir í leit að berjum. Það er þakklæti í huga unglings að fá svona móttökur hjá ættingjum og er eitthvað sem geymist í minningunni um ókomin ár. Þarna fékk ég mína fyrstu raun- verulegu upplifun í fegurð Strand- anna þaðan sem rætur mínar liggja. Nokkru áður en þau fluttu suður vorum við hjónin á ferð fyrir norðan og fengum þá ákaflega góðar mót- tökur. Fannst Gylfa sérstaklega skemmtilegt að kynnast þessum áhugaverða manni og gátu þeir spjallað um margt, enda höfðu þeir ýmis áhugamái sameiginleg. Sýndi Stebbi öllu sem við vorum að gera mikinn áhuga og lagði það á sig að koma og líta á sumarbústaðinn okk- ar uppi í Borgarfirði sem þá var ver- ið að setja upp. Var hann þó orðinn mikið veikur og átti erfitt um gang og aðkoman ekki auðveld á þeim tíma. „Ég treysti Gylfa til að leiða mig upp“, sagði hann og þar við sat og inn komst hann. Þó Stefán og Fjóla hafi búið í Reykjavík síðastliðin 5 ár er erfitt að tengja þau ekki við Hólmavík en þannig vill það vera með fólk sem hefur búið lengi á sama stað. Stefán var hægur og rólegur mað- ur sem gaman var að spjalla við þeg- ar stund gafst. Hann gaf sér tíma til að hlusta og tíma til að tala, það var enginn „æðibunugangur“ hjá honum. Hann minnti mig oft á Hólmavík sjálfa, það var ró og friður yfir hon- um. Að umgangast hann var nóg til að fara að hugsa sig um og hugleiða hvort við værum ekki á allt of hraðri leið, það kom upp einhver þrá að finna meiri ró í þessum sjálfskapaða heimi okkar þar sem við hlaupum um eins og Hérinn með úrið, í sög- unni um Lísu í Undralandi, sem alltaf var of seinn í eitthvað sem hann vissi ekki hvað var. A þessum síðustu vikum sem Stef- án var á sjúkrahúsinu gat hver séð þann kærleik sem hann hafði til son- ar síns Arnar og barnabarna. Það var eins og hann hresstist allur við þegar þau komu inn á sjúkrastofuna og jafnvel á síðustu dögunum var eins og styrkt handtak sonar hans gæfi honum aukinn þrótt. Nokkrar ljóðlínur úr ljóði Steph- ans G. Stephanssonar koma okkur hjónunum í huga þegar við hugsum nú til Stefáns: Yfir heim eða himin Hvort sem hugar þín önd, Skreyta fossar og fjallshlíð 011 þín framtíðar lönd! Fjarst í eilífðar útsæ Vakir eylendan þín: Nóttlaus vor-aldar veröld, Þar sem víðsýnið skín. Stefán dó sáttur við Guð og menn. Við kveðjum hann með þakklæti í huga. Það þyrftu að vera margir fleiri eins og hann nú í þessum hraða heimi til að minna okkur á að gefa okkur tíma til að lifa. Við vottum Fjólu, Erni, Þórhildi, Stefáni og Öldu Björk litlu, systkin- um Stefáns og öðrum ættingjum og vinum samúð okkar. Guðbjörg og Gylfi. Á kveðjustund sem þessari vilja minningar leita upp í hugann. Minn- ingar um ungan myndarlegan mann, rólegan og yfirvegaðan sem hafði gaman af að spjalla um heima og geima og hafði svo margt til brunns að bera. Minningar um eldri mann sem hlakkaði til að geta farið að gefa sér tóm til að sinna hugðarefnum sínum eftir langa starfsævi. Stefán var einstaklega laghentur maður og þótti duglegur til vinnu. En þó leita nú mest á minningar frá okkar æskuárum. Við systkinin höfum stundum kallað þessi ár „týndu árin“, því eftir að faðir okkar dó breyttist líf okkar mikið og við fórum um tíma sitt í hverja áttina og einhvern veginn virtist margt týnast í minningunni frá þessum tíma. En mig langar að að rifja upp örlítil minningarbrot frá þessum æskutíma. Sumarið sem Stebbi bróðir var á sjötta ári gaf pabbi honum lítið orf og ljá; bakkaljá sem þá voru notaðir; og pabbi var að kenna honum að slá. Stebbi minn stóð strax fallega við orfið og var auðséð að pabbi var hreykinn af stráknum sínum. Og sagði þá pabbi við mig, sem var fimm árum eldri en bróðir minn og var búin að „gogga“ (slá) í ein fimm ár: „Sjáðu hvað hann bróðir þinn stendur strax fal- lega við orfið, þú stendur allt of fött.“ Auðvitað öfundaði ég strákinn og man ég þetta eins og það hefði gerst í gær því pabbi var nú ekki alltaf að hæla okkur. Eftir að Stebbi kom aftur sem vinnumaður að Heiðarbæ var ég kaupakona á ýmsum stöðum í sveit- inni. Fór ég þá oft yfir að Heiðarbæ til að hitta mömmu sem var þar á þeim tíma og vann m.a. sem ráðs- kona á vetrum í skólanum á Heydalsá. Stebbi var þá 14 ára og þótti óhemju duglegur og afbragðs sláttumaður. Þessi sumur fengum við Stebbi stundum lánaða reið- hesta og riðum til Hólmavíkur svo ég gæti farið á böllin og kom hann með til að vera mér til fylgdar. Fannst honum þá stundum ég vilja dansa helst til lengi en vildi ekki kvarta og fór og lagði sig hjá hest- unum þar til systir var búin að fá nóg af dansinum. Mig langar að þakka Stebba bróð- ur samfylgdina í gegnum lífið. Hann var alltaf jafn elskulegur og góður drengur. Guð fylgi honum á nýrri leið. Góður Guð styrki Fjólu og Örn og bamabörnin. Aðalbjörg Jónsdóttir. GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR + Guðrún Árna- dóttir fæddist í Vestmannaeyjuni 23. desember 1903. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 24. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjón- in Árni Filippus- son, kennari, f. 17. mars 1856, og Gíslína Jónsdóttir, f. 18. apríl 1871. Systkini Guðrúnar voru Guðmundur, f. 17. október 1898, Filippus, f. 7. júní 1902, og Katrín, f. 12. október 1905. Bróðurdóttir Guðrúnar, Svan- hildur Guðmundsdóttir, f. 29. ágúst 1931, ólst upp á heimili hennar frá átta ára aldri. Guðrún var gift Þorsteini Johnson, kaupmanni, f. 10. ágúst 1884, d. 1959. Foreldrar hans voru Kar- olína Oddsdóttir og Jón Sighvats- son. Guðrún ólst upp í Vestmannaeyjum og dvaldist þar til 1973, þegar hún varð að yfirgefa Eyjarnar vegna eldgossins og sett- ist þá að í Reykja- vík og bjó í Espi- gerði 4 þar til hún fluttist á Hrafnistu fyrir hálfu öðru ári. Guðrún var lærður kjóla- meistari og rak saumastofu og seldi tilbúinn fatnað sem hún framleiddi, ásamt hannyrðum, um árabil. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 1. nóvember, og hefst athöfnin klukkau 13.30. Á hverju ári í meira en tuttugu ár kom Gunna frænka í heimsókn til okkar, hvar sem við bjuggum í heim- inum. Seinasta skiptið sem hún kom, fyrir fjórum árum, var hún alveg að verða 92 ára. I hvert sinn sem við svo komum til íslands gistum við hjá Gunnu í Espigerðinu. Það var alltaf jafn spennandi að koma til hennar, því að hún átti til ýmsa fjársjóði sem gaman var að skoða, til dæmis töl- urnar í litlu kommóðunni í fataher- berginu. Okkur fannst alltaf eins og Gunna væri ein af ömmum okkar. Hún var ætíð fasti punkturinn í til- verunni hvert sem við fórum og okk- ur fannst við vera komnar heim þeg- ar við komum til hennar. Einhvern veginn fannst okkur eins og Gunna myndi lifa að eilífu, hún hefur verið til staðar alla okkar ævi og í okkar augum aldrei breyst. Við áttum mai’gar góðar stundir með Gunnu og munum sakna hennar mjög. Guðrún, María og Kristín. Þegar ég var lítil og var að reyna að ímynda mér hvernig Guð liti út var ég viss um að hann hlyti að líta út eins og Gunna, af því að hún var elsta mann- eskjan í heiminum sem ég þekkti. María. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR, dvalarheimilinu Skjóli, áður til heimilis (Hlíðarhjalla 45, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir sýndan hlýhug og einstaka umönnun. Guðmundur Antonsson, Þórunn Huld Ægisdóttir, Jóhann Bjarnarson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Birgir Sigurðsson, Jón Viðar Guðmundsson, Kristrún Jónsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐFINNU EINARSDÓTTUR frá Bustarfelli í Vestmannaeyjum, Dalbraut 18, Reykjavík. Sigurbergur Hávarðsson, Anna Ragnarsdóttir, Erna Elíasdóttir, Garðar Stefánsson, Einar P. Elíasson, Anna Pálsdóttir, Sigfús Þór Elíasson, Ólafía Ársælsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts hjartkærrar eiginkonu minnar og móður, ELSU STEFÁNSDÓTTUR, Arnartanga 12, Mosfellsbæ. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til félaga í Karlakórnum Stefni og Lárusar Sveinssonar. Garðar Steingrímsson, Stefán Garðarsson. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýnt hafa okkur vináttu, hlýhug og samúð vegna fráfalls og útfarar móður minnar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR PÁLSDÓTTUR, Kópavogsbraut 59, Kópavogi. Ólafur Guðmundsson, Lilja Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson. < t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ÁRMANNS REYNIS TÓMASSONAR, Kársnesbraut 81, Kópavogi. Systkini og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.