Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Frá Nesjum í Hornafirði, um 1912, 34x103 sm. Þ J ÓÐ ARGERSEM AR MYNDLIST LISTASAFIV ÍSLAIVDS VATNSLITAMYNDIR ÚR SKAFTAFELLSSÝSLU ÁSGRÍMUR JÓNSSON Opið alla daga frá 12-17. Lokað mánudaga. Til 28. nóvember. Að- gangur 300 krónur. ÞAÐ er stöðugt að verða degin- um ljósara, hvílíkum fjársjóði frumherjar okkar í sígildum módemisma skiluðu til þjóðarinnar í listsköpun sinni. Skýrist ekki ein- ungis í því, að mun betur er búið að myndverkum þeirra en fyrrum, heldur stórum frekar vegna þess að tækniframfarir og hraðinn í nú- timanum hefur gert þessi verk að ómetanlegri geymd. Sjónrænni sagnfræði af þeirri gráðu, sem fæsta dreymdi um miðbik aldar- innar, vafalítið minnst þá sjálfa. Þá voru fjarlægðimar meiri, fegurðar- matið annað, víðáttumar og kyrrð- in ekki orðin að nær óhöndlanlegri útópíu víðast hvar í heiminum. Tvö atvik á seinni helmningi ald- arinnar gerbreyttu ásýnd heims- ins, hið fyrra er hæsti tindur jarð- ar var klifínn af þeim Englend- ingnum Edmund Hillary og sherp- anum Bhutia Tensing Norgay, hið seinna er mannað geimfar lenti á tunglinu. I báðum tilvikum fóm magnaðir hrollkenndir straumar um sérhvern mann og heimurinn ekki samur. Þessi atburðarás, sögulegu hvörf og yfirgengilegu tækniframfarir er í kjölfarið fylgdu, voru sem vítamínsprauta sem hafði gagnger áhrif á hugsun- arhátt manna svo og allar greinar lista um leið. Sannar svo ekki verð- ur um villst að ytri atburðarás er öflugast þeirra eldsneyta sem knýja andlegar og skapandi hrær- ingar áfram. Það er þannig farið með mig og bersýnilega marga aðra, að eftir því sem hátækninni vex fiskur um hrygg með ógnarhraða, verður fortíðin meiri og dulúðugri galdur. Jafn óhöndlanlegur, dulúðugur og fjarlægur og framtíðin var áður, jafnvel svo að endaskipti hafa orð- Stóralág í Hornafírði, 1912, 41x101 sm. ið á hugtökunum, enda tíminn stöðugt afstæðari og óræðari, veg- ferð mannsins óvissari. Það er eins og forsjónin hafi kallað Asgrím Jónsson til starfa í upphafi aldarinnar til að varðveita þá sýn sem við mönnum hafði blas- að allt frá landnámi, og áður en tækniöld tæki að breyta ásýndinni. Asgrímur þannig verið réttur mað- ur á réttum tima og í þessu tilviki hárréttur. Ekki er hægt að mála slíkar myndir lengur, frekar en þær sem Caspar David Friedrich og margir fleiri gerðu um sína daga, heimurinn annar, forsend- urnar aðrar, andrúmið horfið og menntunargrunnurinn glataður. Það er að öllu samanlögðu þetta sem átt hefur mestan þátt í endur- mati á list gærdagsins og fyrri alda og hér voru það skondið nokk heimsþekktir núlistamenn sem áttu stærstan hlut að máli. Öðru- vísi mér áður brá geta nú ýmsir sagt eftir niðurrifstilburði fyrri kynslóða. A sýningu framrásar róttækra núlista á öldinni í nýja Þjóðlistasafninu í Berlín, og sem nú stendur yfir, eru m.a. tvær myndir eftir nefndan Caspar Da- vid Friedrich, svona sem stikkprufa til samanburðar! Hefði ekki getað gerst fyrir aðeins örfá- um árum. Fegurð og mögn öræfanna eru áþreifanlegar stærðir og viðmið sem allir þykjast geta viðurkennt í dag, en hins vegar skulu menn fara afar varlega í að spá í fegurð- arskyn fortíðar. Islendingar hafa verið flestum öðrum þjóðum iðnari við að valta yfir hið liðna og mis- þyrma landinu, sem sér stað enn þann dag í dag og trúlega betur en nokkru sinni í sögunni. Hér á von- andi sitthvað eftir að koma í ljós, en ekki hefur það fólk verið sneytt fegurðarskyni sem fyrrum hélt til Vesturheims, þráði þó jafnan átt- hagana sem áttu hug þess allan þrátt fyrir fyrrum kulda, vosbúð og kröpp kjör. Og sjálf tungan ber þess vitni að það hefur verið til staðar, því engir varðveita á þenn- an veg máltilfinningu sem ekki eru í tilfinningatengslum við náttúru- sköpin, það segja okkur jafnframt ljóð góðskáldanna um sköp jarðar, glóbreiður og heiðar himinbrautir. Óbyggðirnar, tign og birtumögn landsins, eru dýrustu fjársjóðir þjóðarinnar, þær ólu að vísu með sér hjátrú og drauma en þaðan komu líka árnar og beljandi jökul- fljótin sem fluttu með sér jafnt líf sem dauða. Enginn Islendingur hefur skjalfest þessi birtumögn betur til þessa en Asgrímur Jóns- son í vatnslitamyndum sínum, sem gerir þær að ómetanlegum ger- semum. Hinar kristalstæru vatnslita- myndir Asgríms hafa ekki svo lítið af blæ árdagsins yfir sér, eru laug- aðar óskilgreindum ferskleika sem gagntekur skoðandann, hvort heldur hann sé með báða fætuma í fortíðinni eða er framtíðinni vígður af lífi og sál. Eitt er alveg klárt, að slík list er hafin yfir allan aldur líkt og öll mildl sköpun, er í kjarna sínum jafn fersk núlist og sú er sýningarstjórar austan hafs og vestan rembast eins og rjúpa við staur að kynna heiminum. Yfir- burðirnir sem menn viðurkenna loksins og meira en fúslega, eru þeir að hér er ekki um tilbúna list að ræða heldur sjálfsprottna þörf til tjáningar og eðlisbundna ást á viðfangsefninu. Þessi yfirhafni tærleiki er jafn hreinn, falslaus og laus við tilgerð og naumhyggja nú- tímans eða sú viðleitni að lyfta hvunndeginum á stall. Með einu mikilvægu og gegnumgangandi til viðbótar, sem er þetta dularfulla eitthvað sem enginn fær skilgreint en allir með ratsjána í lagi skynja þó sem hluta allífsins og er í eðli sínu kjarni allrar sköpunar, jafnt í náttúrunni sem mannheimi. Bragi Ásgeirsson BÆKLR Sagnfræði HÁNDSKRIFTSAGENS SAGA - i politisk belysning eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Dönsk þýð. Kim Lem- bek. 408 bls. Odense Universitetsfor- lag. 1999. HANDRITAMÁLINU er end- anlega lokið. Þar með er kominn tími til að skrá sögu þess. Eða sú er ætlan Sigrúnar Davíðsdóttur. Hún hefur skoðað og skyggnt all- ar hliðar málsins í þaula - svo mjög að telja má að verkefnið sé þar með tæmt í eitt skipti fyrir öll. Þetta rit hennar má með réttu kallast stórverk, bæði að inntaki og umfangi. Eftir að forsagan hef- ur verið rakin og málið sjálft kem- ur á dagskrá fjallar bókin bæði um faglega og pólitíska þáttinn en þó mun meira um hinn síðartalda þar sem Islendingar sóttu á en Danir þæfðust fyrir. Deilan var þannig háð á tvennum vígstöðv- um. Stundum leit út fyrir að þetta yrði endalaust þrátefli. Málið mundi aldrei leysast. Saga þess hlaut því að verða í meira lagi langdregin þegar hún loks yrði skráð. Skemmtilestur getur þetta fjög- ur hundruð blaðsíðna rit því tæp- lega kallast. Þetta er fræðirit í orðsins strangasta skilningi. Sig- rún magnar ekki upp neina spennu framar því sem efni standa til. En hún segir líf- lega frá og varpar oft ljósi á mannlegu hlið- amar sem alltént mega sín nokkurs. Jafnvel í hinni hörðu pólitík! Að lestri lokn- um er maður að sjálf- sögðu stórum fróðari um málið sem slíkt, faglegu rökin og til- finningahitann jafnt og pólitísku framvind- una sem fór allt eins fram á bak við tjöldin; ennfremur um fólk það, karla og konur, sem mest kom við sögu. Til að bæta um betur að því leytinu eru í lokin birtar æviskrár nokk- urra „af bogens hovedpersoner". Æviskrámar hefðu að sönnu mátt vera nokkru fyllri úr því farið var að taka þær saman á annað borð. Frá upphafi var litið á handrita- málið sem lokakafla sjálfstæðis- baráttunnar. Skylt er - þegar það hefur nú verið farsællega til lykta leitt - að meta það út frá forsend- um síns tíma. Því vitaskuld hefur margt breyst í hinu menningar- lega og pólitíska um- hverfí frá stríðslokum, sumt meira að segja gerbreyst. Sigrún rek- ur gang málsins ná- kvæmlega frá upphafi til enda en það var nokkuð lengi að þok- ast af stað. Síðan mið- aði því áleiðis, hægt og bítandi, stundum afar hægt, þar til ríkin komu sér að lokum saman um lausn sem flestir, þeir sem létu sig málið á annað borð varða, töldu viðunandi. Frá upphafi var þetta ekki aðeins tilfinningamál heldur líka metnaðarmál. Og ekki varð lausnin auðveldari fyrir vikið! Menntamenn beggja þjóða höfðu sig mjög í frammi. Meðal þekktra Dana, sem studdu málstað Islend- inga, má nefna eðlisfræðinginn heimskunna, Niels Bohr. Stuðn- ingur slíkra manna vegur alltaf þungt. Ennfremur Bent A. Koch, sem var ritstjóri Kristeligt Dag- blad. Hann var sannarlega í hópi traustustu Islandsvina í Dan- mörku, bæði fyrr og síðar. Má þá ekki gleyma að nefna Bodil Beg- trup sem gegndi hér sendiherra- stöðu frá 1949 til 1956 og margir minnast sem þá voru komnir til vits og ára. Andstæðinga megin voru fáir harðskeyttari en Christian Westergárd-Nielsen sem skildi og talaði íslensku og vissi manna best hvers konar verðmæti þarna var um að tefla. Hann hafði áður verið vinsamlegur íslendingum en sneri nú við blaðinu. Handritin gat hann síst hugsað sér að missa! Westergárd-Nielsen og aðrir slík- ir bentu á að afsal löglega feng- inna safngripa tíðkaðist hvergi á byggðu bóli. Þar að auki gæti af- hending handritanna haft ófyrir- sjáanlegt fordæmisgildi; önnur ríki kynnu með sama rétti að leggja fram kröfur á hendur dönskum söfnum. Margur há- skólaborgarinn fylgdi Westergárd-Nielsen að málum. Islenskir stjórnmálamenn fóru með löndum fyrst í stað en hertu róðurinn þegar málið tók að þok- ast í áttina. Áiið 1951 var Sigurður Nordal skipaður sendiherra í Kaup- mannahöfn. Nordal var þá orðinn hálfsjötugur, hafði látið af há- skólakennslu fyrir allnokkrum ár- um og sinnti eingöngu ritstörfum. Hann var kunnugur mönnum og málefnum í Danmörku frá náms- árum sínum þar. Hann naut afar mikillar virðingar, bæði hér heima og erlendis. Hann hafði verið í hópi þeirra Islendinga sem mótmæltu „hraðskilnaði“ 1944. Það var talið mundu styrkja stöðu hans gagnvart Dönum sem enn voru gramir Islendingum vegna aðskilnaðarins „under besættel- sen“. Þar að auki var Nordal gæddur persónutöfrum umfram flesta sína samtíðarmenn eða eins og Bodil Begtrup orðaði það í bréfi „en af de fineste og moi'somste personer, som findes heroppe". Og fullvel kunni Nordal skil á verðmæti þessara fornu gersema ekki síður en Westergárd- Nielsen! Allt um það fékkst málið ekki til lykta leitt í sendiherratíð Nordals. Islending- ar urðu að þreyta Dani nokkur ár í viðbót. En þegar það að lokum leystist og fallist var á að afhenda Islendingum þorra handritanna mátti segja að deilumál Dana og íslendinga teldust endanlega til liðna tímans. Það hefur sannarlega verið þol- inmæðisverk að draga saman efni í rit þetta og raða saman brotun- um svo úr yrði þessi heildstæða og merkilega saga. Höfundurinn og útgefandi geta vel við unað. Erlendur Jónsson Handritin heim Sigrún Davíðsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.