Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Allir saman nú! Þess vegna skulum við öll trúa með ís- lenskum ráðamönnum. (Ekki vera að þrasa þetta!) Efvið trúum því öll nógu staðfastlega þá hlýtur það að vera satt. Hvað kemur til, að íslenskir ráða- menn - forsætis- ráðherra og utan- ríkisráðherra fremstir í flokki - láta sem ekk- ert sé þegar bandarískir fræði- menn halda því fram að Banda- ríkjastjórn hafi geymt kjarna- vopn á Islandi á dögum kalda stríðsins? íslenskir framámenn vitna í bandaríska embættis- menn því til svokallaðrar stað- festingar að ekkert sé hæft í því að kjarnavopn hafí verið á Is- landi. Og hafa Bandaríkjamenn þó lýst því yfir að það sé stefna þeirra að játa því hvorki né neita að VIÐHORF kjarnavopn _ —— _ _ hafi verið Eftir Kristján G. a-eymd víða Arngrímsson \ . um heim a dögum stríðs- ins. En þeir víkja að sjálfsögðu frá þessari algildu reglu þegar mister Asgrímsson hringir og krefst svara. Eða var kannski aldrei krafist svara? Var bara ákveðið, að úr því grein bandarísku fræðing- anna í Fréttaskoti kjarnorku- fræðinga sannaði ekki með af- gerandi hætti að hér hefðu verið kjamavopn, væri einfaldast að gera eins og bandarískir sígar- ettuframleiðendur gerðu hvað lengst, segja að ekkert væri sannað? Reyndar gengu ráða- menn á Islandi lengra og fóru nærri því að fullyrða að úr því að ekki væri beinlínis sannað að hér hefðu verið vopn þá væri slíkt þar með afsannað. Ekki að spyrja að rökvísinni á þeim bænum. Staðhæfíng bandarísku fræð- inganna var byggð á fræðileg- um forsendum, ekki pólitískum. Svar íslenskra ráðamanna var að öllu leyti á pólitískum for- sendum, og þar af leiðandi í rauninni ekkert svar. I umfjöllun Morgunblaðsins um málið kom hins vegar fram, að fræðingarnir bandarísku höfðu ályktað sem svo, að Is- land væri á lista yfir lönd utan NATO, þótt eðlilegra mætti teljast að það myndi vera á lista yfir NATO-ríki. Þetta ósam- ræmi drægi úr áreiðanleika meginályktunarinnar. Þetta var málefnaleg og fræðileg mótbái-a, enda tók einn fræðinganna hana skilyrðislaust til greina þegar hún var borin undir hann. Að vísu sagði hann ýmis önnur gögn renna frekari stoðum undir ályktunina. Alyktun fræðinganna er ekki í sjálfu sér pólitísk, þótt hún hafi tvímælalaust pólitísk áhrif. Orðspor Islands sem kjarnorku- vopnalauss lands er allt í einu í hættu. Erlendir fjölmiðlar full- yrða að á Islandi hafi verið kjarnorkuvopn og íslensk stjómvöld hafi ekki vitað af því. Þetta gerir líka íslenska stjóm- málamenn svolítið kjánalega. Svo er miklu þægilegra fyrir núverandi ríkisstjórn að neita þessu bara. Annað væri tómt vesen. Það þyrfti að fara að vera með allskonar kröfur og hávaða - og það við sjálfa Bandaríkjamenn - um rann- sóknir og afléttingu skjala- leyndar og hver veit hvað. Raunsætt fólk gerir sér grein fyrir því, að maður gerir ekki kröfur til Bandaríkjanna - mað- ur bara lýtur þeim. Sérstaklega þegar vitað er fyrirfram að það kæmi ekkert út úr þessum hávaða nema það sem þegar er vitað: Að við mun- um aldrei fá að vita fyrir víst hvort Bandaríkjamenn geymdu hér kjarnavopn eður ei. (Og hvaða máli skiptir það svo sem núorðið?) Þeir hafa búið svo um hnútana, að um þetta mál verð- ur ekki meira gert en velt vöng- um. Því verður vart neitað, að ályktun bandarísku fræðimann- anna er fullgild og er vísbend- ing um að hér hafi verið geymd kjarnorkuvopn. Hún er ekki sönnun þess. Slíka sönnun er ekki hægt að fá. En það er rangt af íslenskum stjórnvöld- um að neita því að vísbendingar um þetta hafi komið fram. Is- lenskir ráðamenn eiga að gera eins og aðrir, sem velta þessu máli fyrir sér: Viðurkenna að ef- inn sé eina svarið. En efi virkar ekki í stjórnmálum, þótt hann sé yfirleitt það svar sem fræði- menn verða að búa við. Isienskir ráðamenn hafa valið að trúa orðum bandarískra ráðamanna eins og nýju neti, þótt stutt sé um liðið síðan sjálf- ur forseti Bandaríkjanna varð uppvís að lygum, og bandarískir fjölmiðlar séu yfirleitt fullir efa- semda um heilindi þarlendra stjómmálamanna. En Islendingum er boðið upp á það, að ekki sé nokkur ástæða til að efast um að undirmenn Bills Clintons segi satt. Ein- hverntima var sagt að eftir höfðinu dönsuðu limirnir, en ef marka má íslenska ráðamenn er það alls ekki endilega rétt. Þetta er í rauninni svo fráleitt, að það er ástæða til að efast stórlega um að íslenskir ráða- menn trúi í raun og veru orðum bandarískra embættismanna, þótt þeir segi íslensku þjóðinni að trúa þeim. Ástæða þess að íslenskir ráðamenn, og sumir íslenskir fjölmiðlar, hafa ákveðið að vera ekki með uppsteyt heldur gera eins og Bandaríkjamenn segja þeim er ekki sú, að fræðingarnir fari augljóslega með rangt mál. Ástæðan er einfaldlega pólitísk. Það er miklu hagkvæmara og auðveldara að segja bara já og amen. Og fyrst ekkert hefur verið endanlega sannað gæti hið gagnstæða alveg eins verið satt, og því þá ekki að láta sem svo sé, íyrst það er hentugra? Þess vegna skulum við öll trúa með íslenskum ráðamönnum. (Ekki vera að þrasa þetta!) Ef við trú- um því öll nógu staðfastlega þá hlýtur það að vera satt. Það er þó huggun harmi gegn, að allar upplýsingar um málið eru aðgengilegar í fjöl- miðlum og á internetinu, og þess vegna skiptir það á endan- um engu máli hvað Davíð Odds- son segir vera satt og rétt í mál- inu. INGÞÓR HARALDSSON + Ingþór Haralds- son kaupniaður fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1932. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 26. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Sigurjóns- dóttir úr Hafnar- firði og Haraldur S veinbj arnarson, kaupmaður í Reykjavík. Þau skildu. Seinni maður Halldóru var Óli J. Sigmundsson kaup- maður og húsasmiður á Isafirði. Sambýliskona Haraldar var Petra Guðmundsdóttir. Ingþór kvæntist Þorbjörgu Daníelsdóttur árið 1957. Þeirra böm era Haraldur Arnar, f. 1958, kvæntur Guðlaugu Sigurð- ardóttur. Þeirra böra eru Araa Sigrún og Ingþór; Daníel Örn, f. 1960, kvæntur Sólveigu Skúla- dóttur, þeirra synir eru Skúli Þór og Óli Halldór; Gréta, f. 1966, í sambúð með Gísla Hjart- arsyni, þeirra börn eru Baldvin Hugi og Emma Katrín; Halldóra, f. 1967, gift Carlos Cabrera. Ingþór ólst upp í Reykjavík Það eru aðeins þrír mánuðh' síðan ég hitti vin minn Ingþór Haraldsson síðast í verslun hans. Var hann þá ekki eins hress og hann átti vanda til, en kvartaði þó ekki. Var þá ekki búið að greina sjúkdóm þann, sem dregið hefur hann til dauða á örfáum vikum. Eg kynntist Ingþóri árið 1957 þeg- ar hann og Þorbjörg hófu búskap á Snorrabraut 22, en Þorbjörg hafði verið vinnufélagi minn á Heiðarfjalli árið áður. Mynduðust þegar góð tengsl milli okkar, við áttum mörg sameiginleg hugðarefni og áhuga- mál. Þessi vinátta hefur haldist allar götur síðan og höfum við saman átt margar ánægjustundir hér í bænum og ekki síður á ýmsum ferðum okkar. Eg kynntist foreldrum hans Haraldi og Halldóru, einnig stjúpföðurnum Óla sem var fjölskyldu Ingþórs mjög kær. Ég hef líka fylgst með börnun- um þeirra fjórum vaxa úr grasi og verða góðir þjóðfélagsþegnar sem hafa stofnað fjölskyldur og eignast yndisleg börn, augasteina afa og ömmu. Ógleymanlegar eru allar ferðimar okkar austur í Vatnsholt, við veiði- skap og útiveru og síðar þegar þau byggðu fyrri bústaðinn sinn á vatns- bakkanum. Einnig höfum við Ásta átt góðar stundir með þeim og fjöl- skyldu þeirra í nýja bústaðnum sem var sérstakt áhugamál Ingþórs, en þangað fór hann hvenær sem hann hafði tækifæri til. Var hann stöðugt að endurbæta bústaðinn og fegra og rækta umhverfi hans. Aldrei mun ég heldur gleyma þeirri aðstoð sem Ingþór veitti mér og Hafnarfirði þar sem hann gekk í Flensborgarskóla og tók þaðan gagn- fræðapróf. Hann kom fram sem munnhörpuleikari, bæði sem einleikari og með tríóum sín- um, um árabil. Hann vann í fyrir- tæki föður síns, Haraldi Sveinbjarn- arsyni lif., 1949-53 og 1956-60, var skrifstofustjóri hjá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli 1953-55, inn- flutningsstjóri hjá Verslanasam- bandi Islands 1960-66 og starf- rækti fyrirtæki í eigin nafni upp frá því. Ingþór var félagi í Lionsklúbbnum Frey og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn og alþjóðahreyfingu Lions. Hann var m.a. unglinga- skiptastjóri Lions-hreyfingar- innar í tíu ár. Utför Ingþórs fer fram frá Digraneskirkju á morgun, mánudaginn 1. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 15.30. Hann verður jarðsettur í Garða- kirkjugarði. 1967 þegar ég var að basla við að inn- rétta mér íbúð, þá vann hann með mér hvert kvöld og oft langt fram á nótt í þrjár vikur meðan verið var að gera íbúðina íbúðarhæfa. Ingþór var mjög lagtækur og útsjónarsamur og átti alltaf góð verkfæri. Fyrstu starfsár sín vann hann við verslun föður síns, en síðar varð hann innkaupastjóri hjá Verslana- sambandinu allt þar til hann stofnaði eigið fyrirtæki, Ingþór Haraldsson hf. Rak hann það fyrirtæki fyrst á Snorrabraut 22 en síðustu árin í Kópavogi. Þetta fyrirtæki var alltaf vel þekkt meðal iðnaðarmanna í Reykjavík og víðar fyrir góðar og vandaðar vörur og sérstaklega fyrir lipurð og sérþekkingu hans á öllu sem varðaði verkfæri fyrir bifreiða- viðgerðir. Einnig var verslunin lengi aðalverslunin með toppgi’indur fyrir bíla. Síðari árin lagði Ingþór aðalá- herslu á verkfæri og efni til föndur- vinnu og var stöðugur straumur við- skiptavina til að kaupa tæki og efni til útskurðar og slíkrar vinnu. Sjálfur var hann mjög fjölhæfur, hann var vel hagmæltur og átti gott með að setja saman vísur. Einnig var hann listaskrifari, skrautritari og mjög góður ljósmyndari, átti góðar myndavélar og vann sínar myndir sjálfur af sinni alkunnu smekkvísi. Naut hann þess að skipuleggja myndasafn sitt og hafa reglu á því. Árið 1972 gerðist hann félagi í Lionsklúbbnum Frey og áttum við þar sameiginleg hugðarefni. Var hann í mörg ár virkur félagi klúbbs- ins og tók mikinn þátt í starfi hans við fjáröflun og merkingar á slóðum á hálendinu og brúm víðsvegar um landið. Á vegum klúbbsins tók hann einnig að sér að vera unglingaskipta- stjóri Lionshreyfingarinnar, ekki að- eins í eitt ár eins og tíðkast hafði, heldur sinnti hann því starfi um tíu ára skeið ásamt fjölmörgum öðram störfum fyi'ir hreyfinguna. Sat hann mörg þing Lionshreyfingarinnar inn- anlands og utan og hlaut ýmsar við- urkenningar fyrir þessi störf sín, m.a. æðstu viðurkenningu alþjóða- forsetans. Hafði hann brennandi áhuga á stai'finu og hjálpaði honum mikið málakunnátta hans, en hann var ótrúlega fljótur að tileinka sér erlend tungumál og ýmis blæbrigði þeirra. En Ingþór var ekki einn, hann átti Þorbjörgu sína, sem stóð sem klettur við hlið hans. Vora þau hjón góðir og glæsilegir fulltrúai' hreyfingarinnar, tóku vel á móti gestum sínum og hýstu iðulega ung- linga sem komu til landsins í ung- lingaskiptum. Eignuðust þau þannig mjög trygga vini víðsvegar um heim- inn og heimsóttu þá gjarnan á ferð- um sínum erlendis. Á yngi’i árum var Ingþór þekktur sem þesti munnhörpuleikari landsins og kom iðulega fram á skemmtunum með munnhörputríói sínu og einnig sem einleikari. Brást það sjaldan að Ingþór hefði hljóðfærið með sér á ferðum sínum og var þá oft glatt á hjalla. Að leiðarlokum kveðjum við þig, kæi'i vinur og félagi. Minningar um þig og samverastundir okkar munum við varðveita að eilífu. Elsku Þorbjörg, börnin ykkar, tengdabörn og barnabörn, við vitum að Ingþórs verður sárt saknað, ekki síst af barnabörnunum, en þau voru gjarnan á ferð með afa sínum og ömmu þegar þau fór austur í Vatns- holt. Hverju sem ár og ókomnir dagar aómérvíkja, er ekkert betra en eiga vini, sem aldrei svíkja. (Davíð Stef.) Megi Guð gefa ykkur styrk og hjálpa ykkur til að varðveita minn- inguna um góðan dreng. Ásta og Jón R. Sigurjónssori. Mánudaginn 1. nóvember verður borinn til grafar vinur okkar, Ingþór Haraldsson, kaupmaður í Kópavogi. Hann lést eftir stutt en hörð veik- indi. Hann hafði svo mikla lífsorku, áður en hann veiktist, og virtist eiga svo miklu ólokið. En enginn veit sína ævina, fyrr en hún er öll. Ingþór rak verkfæraverslun um áratuga skeið, fyrst í Reykjavík og síðar í Kópavogi. Fyrir nokkrum ár- um söðlaði hann um, hætti að selja verkfæri en sneri sér að föndurvör- um, bæði fyrir unga og gamla. Hafði hann byggt upp mikil og góð við- skipti á því sviði. Fyrir um þremur vikum heimsótti ég Ingþór í verslun hans í Kópavogi. Hann átti erfitt með gang, en hann gekk fram í búðina og tók í hönd mér og sagði: „Nú hefi ég fengið minn AUÐUR AUÐUNS + Auður J. Auð- uns fæddist á ísafirði 18. febrúar 1911. Hún lést á Droplaugarstöðum 19. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 26. október. Við fráfall Auðar Auð- uns er farin ein af merk- ustu konum Islands á þessari öld. Hún var meðal fyrstu kvenna sem luku langskólanámi og fyrst kvenna á íslandi til að ljúka embætt> isprófi í lögfræði. Hún var einn af þeim einstaklingum sem ruddu braut- ina fyrir konur á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Hún fylgdi ætíð stefnu Sjálfstæðisflokksins og komst þar til æðstu metorða. Hún var kjörin á þing árið 1959 og átti þar sæti til ársins 1974. Þá var hún kjörin borg- arstjóri Reykjavíkur um tíma. Auður Auðuns varð dóms- og kirku- málaráðherra í ráðu- neyti Jóhanns Hafstein. Er ferill þessarai' ein- stöku konu er skoðaður er það hreint ótrúlegt hverju hún áorkaði því hafa ber í huga tíðar- andann sem þá ríkti í ís- lensku samfélagi og hversu erfitt uppdráttar konur áttu á þessum tím- um. Konur hafa náð langt í baráttu sinni um jafnan rétt. Þökk sé Auði Auðuns. Hið mikla brautryðjenda- staiT er hún innti af hendi á sínum lífsferli hefur hvatt konur áfram og sýnt fram á að konur eiga greiða leið í allar átth'. Auður var sjálfstæðismað- ur í raun og kom það vel í ljós í störf- um hennai' hjá hinum ýmsu félaga- samtökum. Má þar nefna setu hennai' í Kvenréttindafélagi íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Zonta- klúbbinn sem henni var annt um. Hún var kjörin í Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur árið 1939 fyrir hönd Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og starfaði óslitið fyrir nefndina í 50 ár. Að starfa fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í hálfa öld lýsir vel hversu annt henni var um nefndina og skjólstæðinga hennar. Hún var kosin í nefndina árið 1939 og árið eftir, það er 1940, byrjaði hún að veita lögfræðiþjónustu á sviði sifjarétttar hjá nefndinni endur- gjaldslaust og gerði það allt til ársins 1960. Þetta óeigingjama starf hennar í þágu þeirra er minna máttu sín í þjóðfélaginu, sem aðallega vora ein- stæðar mæður, ekkjur og öiyi'kjar er ómetanlegt. Ef maður skoðar þá þjóðfélagsgerð sem á Islandi var í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.