Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VIÐUNANDI NIÐURSTAÐA FLEST bendir til þess, að niðurstaða sé fengin í sölu á hlut ríkisins í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. og að sú niðurstaða sé vel viðunandi. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem birtust í Morgunblað- inu í gær, er kominn fram á sjónarsviðið hópur bjóðenda, sem eru tilbúnir til að kaupa hlut ríkisins í bankanum á tæpa tíu milljarða. Frá sjónar- hóli skattgreiðenda, eiganda meirihluta hlutafjár í bankan- um, er það góður kostur. En jafnframt er augljóst, að uppbygging þessa hóps bjóð- enda gefur til kynna, að því grundvallaratriði um dreifða eignaraðild að bankanum, sem Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, lagði mikla áherzlu á í umræðum um málefni bank- ans síðustu tvo mánuði og raunar almennt um banka- kerfíð í samtali við Morgun- blaðið fyi'ir tæpu ári, er full- nægt á þann veg, að enginn einn aðili verður með stærri hlutdeild í bankanum en 4-7%. Það er mikilvægt að sjö líf- eyrissjóðir taka þátt í þessum kaupum, sem tryggir að bank- inn á sér mjög sterkan bak- hjarl í eigendahópnum. Raun- ar má telja nánast fullvíst, að þessi viðskipti hefðu ekki kom- izt á án atbeina lífeyrissjóð- anna. Auk þeirra koma fjöl- margir aðrir aðilar, bæði fyrir- tæki og einstaklingar, að þess- um kaupum. I umræðum um sölu spari- sjóðanna og Kaupþings á hlutabréfum til Orca SA gagn- rýndi Morgunblaðið sparisjóð- ina og Kaupþing fyrir það hvernig þessir aðilar stóðu að sölu hlutabréfanna í FBA og trufluðu þar með áform ríkis- stjórnarinnar um einkavæð- ingu bankanna. Gagnrýni Morgunblaðsins beindist hins vegar ekki að kaupandanum. Forráðamenn Orca SA hafa augljóslega átt mikinn þátt í að finna þá lausn, sem nú ligg- ur fyrir og má búast við, að í framtíðinni komi þeir fram á vettvangi bankans, sem ein- stakir aðilar, sem falli með eðlilegum hætti inn í hluthafa- hóp bankans. Þess vegna má ætla, að gott samstarf geti tekizt á milli þeirra og hinna nýju aðila, sem koma að bank- anum. Það skiptir miklu máli fyrir bankann, að viðunandi niður- staða hefur fengizt. Deilur á borð við þær, sem staðið hafa um hlutabréfín í FBA á und- anförnum mánuðum, hafa truflandi áhrif á rekstur allra fyrirtækja, sem lenda í slíkum deilum. Nú má búast við að stjórnendur bankans geti ein- beitt sér að því verkefni að reka bankann, sem hefur þeg- ar sýnt, að hann getur átt mik- inn þátt í nauðsynlegum breytingum í íslenzku við- skipta- og atvinnulífi. Nú þegar deilum um sölu hlutabréfanna í FBA er vænt- anlega lokið getur ríkisstjórn- in snúið sér að því að huga að öðrum áformum um einkavæð- ingu, sem hafa verið á dagskrá og snúa að Landsbanka og Búnaðarbanka svo og að Landssímanum. Deilurnar um sölu hlutabréfanna í FBA hljóta hins vegar að leiða til þess að stjórnvöld doki við og hugsi vel sinn gang áður en næstu skref verða stigin. Það er nóg að slíkar deilur hafa orðið um sölu eins ríkisbank- anna. Við eigum að læra af þeirri reynslu og halda þannig á málum, að meiri friður verði um næstu áfanga á þessari braut. í þeim efnum er grundvall- aratriði annars vegar að skatt- greiðendur fái sanngjarnt verð fyrir þessi fyrirtæki en hins vegar að reglur verði settar um dreifða eignaraðild að bönkum á eftirmarkaði. Eftir að tekizt hefur að tryggja dreifða eignaraðild að FBA á fyrsta stigi verður að ætla að meiri skilningur muni ríkja á nauðsyn þess, að slíkar reglur verði settar sem tryggi dreifða eignaraðild að bönkunum til frambúðar. Það er jafnframt mikilvægt að ríkisstjórnin hefjist handa um undirbúning að einkavæð- ingu Landssímans. Þróunin á fjarskiptasviðinu er mjög ör og ríkiseignin á Landssíman- um er að byrja að hamla þeirri þróun. Við stjórnarmyndunina komu fram vísbendingar um, að einhver skoðanamunur væri á milli stjórnarflokkanna um þetta mál og að Framsókn- arflokkurinn vildi fara sér hægar en Sjálfstæðisflokkur- inn. Það skiptir máli að úr þeim ágreiningi verði leyst og að hafízt verði handa um einkavæðingu Landssímans á næsta ári. M: Finnst þér við vera að missa þjóðsöguna? G: Það er geysilega vel meitluð og sallafín alheimsintelligensía í fólkinu nú á dögum, og öll fyrirbæri tilver- unnar eru skilin að, sortéruð og tölusett niður í skúffur. Það, sem ekki passar í skúffu, er sett í rusla- tunnuna. Þjóðsagan hæfír yfírleitt ekki neinni skúffu, hún er nefnd hé- gilja, og svo er henni hent. En vera má að skáldum og listamönnum, sem fara eigin götur í smekk og vali, þyki þjóðsagan góð og finni þar lífsreynslu kynslóðanna, og líka list- ina. Þetta undursamlega, fágaða fomhjú, ég vona það tapist ekki. Gott fólk M: Líkaði þér vel á Seyðisfírði, Gunnlaugur? G: A margan hátt, já. Ég hændist mikið að Guðmundi W. Kristjáns- syni, úrsmið, því hann hafði áhuga á alls konar fróðleik, vísindum, trú- arbrögðum, bókmenntum og list- um. Hann hafði mikil og góð áhrif á mig og ég bý að því enn að hafa kynnzt honum á þeim árum, þegar maður var unglingur og var að mót- ast innan í sálinni. Hann var mér ákaflega góður og miðlaði mér af þekkingu sinni. Hann var alveg laus við freðýsuandlit gáfna- ljósanna. Hann gaf mér mynda- bækur með verkum eftir ýmsa enska málara frá síðustu öld. Mér hefur aldrei, hvorki fyrr né síðar, verið gefið neitt, sem mér hefur verið jafn kærkomið. Nú löngu síð- ar finnst mér þessi bókagjöf hafa verið mesti viðburður lífs míns. Ég get ekki far- ið að telja upp fyrir þig alla þessa lista- menn, því þeir eru svo margir. Það mundi fylla heila opnu í bók. Og líklega eru þeir flestir gleymdh- eða réttara sagt geymdir bak við nýjar stefnur. Fæstir þeirra hafa verið mikið þekktir ut- an síns föðurlands. Það er annars eftirtektarvert, hvað tuttugasta öldin hefur verið natin við að troða list nítjándu aldar ofan í jörðina. Mér virðist það vera óhæfa, líkt og að tala um snöru í hengds manns húsi, að minnast á nítjándu aldar list, hvað þá að láta í það skína, að eitthvað markvert hafí gerzt í listum síðustu aldar. Aðeins einn listamann í bókum Guðmundar vil ég nefna, það vai- málarinn Henry Moore. Hann var sem sagt alnafni myndhöggvarans fræga og þykir mér leiðinlegt, að svo vondur myndhöggvari og fræg- ur skuli bera sama nafn og þessi mikli, en gleymdi meistari. Hann málaði landslags- og sjávarmyndir, þær gátu minnt töluvert á fyrstu myndir Monets. Það er heiður fyrir báða. Fyrir austan sá ég Nýjatesta- mentið með myndum frá Grikklandi og Landinu helga eftir málarann Harper. Goðafræði Stolls. Bókina Kristur frelsari vor og Islendinga sögumar með myndum eftir norska málarann Block. Svo voru myndir í heldri manna húsum, þar slæddist maður stundum inn með Guðlaugu, fóstru minni, stundum með leik- bræðrum, sem voru af heldra tag- inu. Þar voru Kristján annar í Sönd- erborgfangelsi eða Orustan við Trafalgar. Ég þekkti strax Ijós- myndir frá öðrum myndum og hafði ekkert gaman af albúmum með mannamyndum. En hápunkturinn var kannski vindlakassar með mynd af manni, sem hét Rembrandt, mér féll hann jafnvel betur í geð en myndimar á ávaxtadósum eða kaffi- bæti. Og svo sá ég myndir eftir Spánverjana í einhverri listaverka- bók, sem ég fékk lánaða í bókasafn- inu á Seyðisfirði. Það var ást við fyrstu sýn. Ég var stundum í sveit á sumrin. Eitt sumar var ég á Hofí í Vopna- firði hjá sr. Einari Jónssyni, pró- fasti. Ég var stundum á engjum langt frá bænum með öðru fólld og þá borðuðum við og/lrukkum kaffi undir berum himni. Ég man eftir að einu sinni fann ég mynd í dagblaði, sem notað hafði verið til innpökkun- ar. Hún var af finnsku málverki og á því var sýnt eitthvað af því sama og umhverfinu, sem ég var í: fólk úti á mörkinni, sem hvfldi sig að lokinni máltíð. Þessi mynd hreif mig mikið. Eitthvert lesmál var með myndinni í blaðinu og þar var kastað fram þeirri spurningu, hvenær íslenzkir listamenn mundu velja sér svona verkefni. Á Hofi var stórt bókasafn og þar voru til myndabækur með verkum eftir stóru meistarana. Þar kynntist ég Titian í fyrsta skipti. M. HELGI spjall REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 30. október FYRIR skömmu var opnuð ný og glæsileg viðbygging við verzlunarmiðstöðina í Kringlunni. Fjárfestingin mun hafa numið á.m.k. tveimur milljörðum króna og kannski verulega hærri upphæð, ef allt er talið. Hér er ekki einungis um að ræða viðbót við Kringluna heldur er augljóst, að samhliða eru verzlanir á þessu svæði að fá á sig nýj- an og nútímalegri svip, sem vafalaust mun hafa áhrif á verzlanir annars staðar og þá ekki sízt við Laugaveginn. Þótt um sé að ræða verulega fjárfest- ingu í nýju verzlunarhúsnæði í Kringlunni er bjartsýni þeirra, sem byggja verzlunar- húsnæði eftir sem áður mikil vegna þess, að framkvæmdir eru hafnar við nýja og enn stærri verzlunarmiðstöð í Kópavogi. Er augljóst, að mikil samkeppni verður á milli þessara tveggja stóru verzlanamið- stöðva og ekki ósennilegt að nýbyggingin við Kringluna eigi að styrkja stöðu hennar í samkeppni við nýja aðila. Þeir sem byggja slíkar verzlunarmiðstöðvar hafa bersýnilega trú á, að tími þeirra sé ekki liðinn, heldur eigi þær þvert á móti mikla framtíð fyrir sér. Ekki eru allir sammála um það. I nýrri bók eftir Lester C. Thurow, heimskunnan prófessor við MIT-háskólann í Bandaríkjunum, sem nefnist „Building Wealth - The New Rules for Individuals, Companies and Nations in a Knowledge- Based Economy" fjallar höfundur á afar at- hyglisverðan hátt um vandamál fyrirtækja, sem starfa á gömlum grunni við að aðlaga sig nýjum aðstæðum og nýrri tækni og bendir á, að stundum geti þau ekki tekið upp nýja tækni og vinnuaðferðir án þess beinlínis að kippa fótunum undan þeirri starfsemi, sem fyrir var. Að þessu leyti hafi ný fyrirtæki ákveðið forskot á þau, sem fyr- ir eru. I þessu sambandi bendir hinn bandaríski prófessor á, að ellefu af tólf stærstu fyrirtækjum í Bandaríkjunum um síðustu aldamót verði ekki til um þessi alda- mót. Eina fyrirtækið, sem hefur lifað öldina af er General Electric. Raunar telur Lester C. Thurow, að hið sama eigi við um ríki. Hann bendir á, að Bretland, sem var mesta stórveldi heims á síðustu öld, bæði pólitískt og efnahagslega, hafi ekki náð að laga sig að breyttum að- stæðum og telur að Japan eigi við svipuð vandamál að stríða nú. Japanir hafi náð mikilli færni í að tileinka sér og hagnýta tækni og vinnubrögð annarrar iðnbylting- arinnar eftir heimsstyrjöldina síðari en það hafi komið skýrlega í ljós á þessum ái'atug að þeiri eigi í erfiðleikum með að laga sig að kröfum þriðju iðnbyltingarinnar, sem standi nú yfir. Ein mesta breytingin, sem leiði af þriðju iðnbyltingunni getur vel orðið að mati pró- fessorsins í smásöluverzlun. Hann bendir á, að fyrsta iðnbyltingin hafí leitt til þess, að þjóðir heims hafí ekki verið eins háðar landbúnaði og þær voru í átta þúsund ár þar á undan og þriðja iðnbyltingin geti vel orðið til þess að breyta þeirri fimm þúsund ára gömlu venju að fara í næstu búð til þess að kaupa nauðsynjar. Netsala hafi tífaldast á hverjum fimm árum. Það verði alltaf ódýrara að kaupa góðar vörur með milli- göngu Netsins heldur en með venjulegum verzlunarferðum vegna þess, að Netið krefjist ekki fjárfestinga í dýru verzlunar- húsnæði, miklum vörubirgðum eða fjölda starfsmanna til þess að þjóna viðskiptavin- inum. Lester C. Thurow segir, að hin nýja tækni auðveldi litlum fyrirtækjum mjög að keppa við risa í smásölu á borð við Wal- Mart verzlunarkeðjuna, sem er hin stærsta í heimi og leggur nú undir sig hverja verzlunarkeðjuna á fætur annarri í Evrópu. Hann bendir á, að það verði ekki hægt að ráða við Wal-Mart með hefð- bundnum aðferðum. Hins vegar hafi það fyrirtæki fjárfest of mikið í þeim verzlun- arháttum til þess að það geti leyft sér að hafa forystu um hina nýju. Viðskiptavinir Wal-Mart yrðu þeir fyrstu til að flytja sig yfir til hinna nýju og ódýrari rafrænu verzlana á Netinu. Verst af öllu fyi-ir Wal- Mart væri þó það, að viðskiptavinunum væri trúandi til að heimsækja verzlanir Wal-Mart, skoða vörurnar en kaupa þær svo á Netinu. Þessi þróun yrði til þess að Wal-Mart yrði að loka þúsundum verzl- ana. Fyrirtækið yrði að taka á sig millj- arða kostnað vegna þeirra lokana. Launa- bónusar starfsmanna mundu hverfa. Ef hins vegar Wal-Mart færi af krafti inn í netverzlun mundi fyrirtækið taka við- skiptavini frá sjálfu sér. Ef fyrirtækið horfi til skemmri tíma hagnist það meir á því að halda sig við hina gömlu verzlunar- hætti. I samræmi við þetta hafi Wal-Mart nýlega sett upp netverzlun en gætt þess að hafa verðlag þar hærra en í hinum hefðbundnu verzlunum. Þó sé alveg ljóst, að forskot netverzlana byggist á því að kostnaður sé minni og þess vegna geti verð verið lægra. Höfundur bókarinnar segist nýlega hafa fengið í hendur skýrslu, þar sem því sé spáð að á næstu tíu árum muni helmingi allra smásöluverzlana í Bandaríkjunum verða lokað. Honum finnst sú spá ganga nokkuð langt en segir að það sé enginn vafi á því, að þróunin stefni í þennan far- veg. Netverzlun er að mati Lester C. Thurow einungis ein af mörgum grundvallarbreyt- ingum, sem eiga eftir að verða í þjóðfélags- háttum okkar vegna hinnar nýju tölvu- og fjarskiptatækni. Alþjóðavæðingin leiði til fleiri viðskiptaferða en fjarfundatæknin dragi úr viðskiptaferðum. Á hvoru sviðinu verða áhrifin meiri? Þurfum við á að halda fleiri eða færri hótelum, flugvöllum, flugfé- lögum, leigubílum? Á hvorn hestinn veðja fjárfestar? Prófessorinn bendir á að samskipti um tölvupóst leiði til grandvallarbreytinga í stjórnun. Það skiptir ekki lengur máli, hvar samstarfsmaðurinn er staðsettur eða staddur. Þörfin fyrir hefðbundnar höfuð- stöðvar fyrirtækja breytist. Fólk geti unnið við tölvu heima hjá sér. Hvaða áhrif hefur það á þörfina fyrir skrifstofuhúsnæði? Hvaða áhrif hefur það á leiguverð atvinnu- húsnæðis? Eða efnahag þeirra, sem eiga fasteignir? En um leið bendir Lester C. Thurow á, að þótt fólk geti unnið heima hjá sér sé ekki víst að það vilji vinna heima hjá sér. Þeir, sem hafi prófað slíkt telji það vera mjög einangrandi. Manneskjan vilji ekki vera einbúi. Fólk vilji starfa saman á vinnustað. I þessu sambandi er ekki úr vegi að geta þess, að Morgunblaðið hefur reynslu af að hafa blaðamenn í fóstu starfi, með aðsetri bæði í Frakklandi og í Bandaríkjunum svo og utan höfuðborgarsvæðisins. Þótt aug- ljóst sé að þeir blaðamenn geta ekki unnið öll verk er reynslan sú, að þeir geta auð- veldlega unnið fjölmörg störf, sem unnin eru á ritstjórn blaðsins, án þess að búsetan skipti þar nokkru máli. Áhrif þessarar þróunar eru margvísleg að dómi hins bandaríska prófessors. Hann bendir á, að útivistarverzlun, sem staðsett sé í dreifbýli í Maine í Bandaríkjunum, L.L.Bean, geti selt útivistarvörur til Japans fyrir mörg hundruð milljónir Bandaríkja- dala án þess að opna nokkru sinni verzlun í Japan. Hin nýja tækni geri fyrirtækinu kleift að komast fram hjá ýmiss konar hindrunum í Japan, svo sem lögum, sem banni stórverzlanir eða þeim vandamálum, sem upp koma við að finna rétta staðsetn- ingu fyrir verzlun þar í landi. Sama tækni leiði til grundvallarbreytinga á öðrum sviðum þjóðlífsins svo sem í menntun. Thurow bendir á, að það sé hæp- ið, að nokkrir háskólar geti skarað fram úr fremstu háskólum heims, Harvard og fleiri. slíkum, í hefðbundnu háskólanámi en hins vegar sé vel hugsanlegt að aðrir geti náð forystunni í fjarkennslu í háum gæðaflokki. Þessar hugleiðingar hins heimskunna prófessors við MIT eru umhugsunarefni íyrir fólk hvar sem er í heiminum og þar á meðal fyrir okkur Islendinga, sem eigum við að stríða vandamál, sem óhjákvæmilega leiða af ýmiss konar breytingum á þjóðfé- lagsháttum en netvæðingin getur átt þátt í að leysa úr. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vetrarlegl við Vífílfell Eru nýjar verzlunar- miðstöðvar fortíðarfyrir- bæri? ÞAÐ ER ALEITIN spurning, þegar sjónarmið Lester C. Thurow eru hug- leidd, hvort bygging nýrra verzlunarmið- stöðva heyri í raun og vera til liðnum tíma. Auðvitað má segja, að það séu nokkr- ar ýkjur, þegar við horfum til líðandi stund- ar, en eru það ýkjur ef við horfum til næstu 10-15 ára? Á örfáum árum hefur þróun Netsins orðið til þess að gjörbreyta sam- skiptaháttum fólks. Tölvupóstkerfið hefur fækkað bæði símtölum og fundum og á eftir að gera í ríkara mæli eftir því, sem fleiri taka þessa tækni í notkun. Þeir sem þegar hafa tekið þessa tækni í notkun munu smátt og smátt læra að nýta hana til fullnustu. Það er alveg augljóst, að bankastarfsemi mun á næstu árum færast í æ ríkara mæli á Netið. Netbankinn, sem Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis opnaði fyrir skömmu, er áreiðanlega framtíðin. Það er miklu þægilegra fyrir fólk að stunda banka- viðskipti sín heima hjá sér heldur en að leggja leið sína í banka. Og það skiptir ekki máli, hvort bankinn er staðsettur á íslandi eða í einhverju öðru landi eins og t.d. á Ca- yman-eyjum, þar sem nú er fimmti öflug- asti bankakjarni í heimi og Islendingar þegar farnir að eiga viðskipti við. Fjarkennslan, sem er að ryðja sér til rúms á öllum skólastigum á eftir að stór- aukast. Fjarfundatæknin á eftir að koma sér vel fyrir okkur Islendinga. Lands- byggðarfólk þarf ekki lengur að leggja á sig dýr og erfið ferðalög til Reykjavíkur. Það getur átt nauðsynleg samskipti við aðra með tölvupósti og fjarfundatækninni. Verzlun landsmanna mun i vaxandi mæli færast á Netið. Það blasir t.d. við, að það er auðvelt að stunda verzlun með margvísleg- an tækjabúnað, heimilistæki, sjónvörp, tölvur og annað slíkt á netinu. Þar er hægt að sýna myndir af vörunni ásamt nákvæm- um upplýsingum um hana af því tagi, sem neytendur þurfa á að halda. Þörfin fyrir stórt verzlunarrými, þar sem þessum vör- um er stillt út hverfur að verulegu leyti. Þannig mætti lengi telja. Þegar hugað er að þessum nýju viðhorf- um fer því fjarri, að sú spurning sé út í hött, hvort hin mikla fjárfesting í verzlunarhús- næði á höfuðborgarsvæðinu, sem nú stend- ur yfir, sé fjárfesting í liðnum tíma og hvort ef til vill hefði verið skynsamlegra fyrir þá fjárfesta að huga að uppbyggingu netverzl- ana í stað hefðbundins verzlunarhúsnæðis. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að fyrirtæki á borð við KEA, sem er að reyna að ná fótfestu á matvörumarkaðnum í Reykjavík, skuli taka ákvörðun um að byggja upp hefðbundnar verzlanir á höfuð- borgarsvæðinu í stað þess að ryðja sér braut í hinum nýju verzlunarháttum og ná þar með hugsanlega ótvíræðu forskoti á keppinauta sína að nokkrum áram liðnum. Það er eftir því tekið, að hvorki Baugur né Kaupás hafa að nokkru marki hafið við- skipti á Netinu og ráða þar vafalaust svipuð sjónarmið og áður var vikið að hjá Wal- Mart. KEA á hins vegar ekki þeirra hags- muna að gæta, alla vega ekki á suðvestur- horni landsins, að með meiri framsýni hefði fyrirtækið getað tekið nýja forystu í verzl- un, sem enginn hefur enn sýnt viðleitni til svo nokkra nemi. Markviss stefna ÞAÐ ER AUG- ljóst, að netvæðingin getur átt mikinn þátt í að leysa úr margvíslegum þjóðfélagslegum vandamál- um, sem lengi hafa hrjáð okkur Islendinga vegna búsetu fámennrar þjóðar í stóra landi. Netvæðingin getur átt mikinn þátt í að jafna búsetuskilyrði í landinu og lífskjör fólks. Netvæðingin getur augljóslega jafnað þann aðstöðumun, sem nú er varðandi menntun eftir því hvar fólk býr á landinu. Með markvissri uppbyggingu fjarkennslu, sem þegar er hafin er hægt að draga mjög úr þessum aðstöðumun. Jafnframt verður framhaldsnám ódýrara fyrir nemendur á landsbyggðinni og gerir þeim kleift að búa áfram í heimahúsum í stað þess að flytjast til annaraa byggðarlaga til þess að geta stundað nám. Það á augljóslega að leggja stóraukna áherzlu á uppbyggingu fjar- kennslu, sem getur orðið lykilatriði í að jafna aðstöðu landsbyggðar gagnvart þétt- býli. Uppbygging netverzlunar getur líka átt mikinn þátt í að jafna búsetuskilyrðin í landinu. Landsbyggðarfólk þarf enn að leita til höfuðborgarsvæðisins um kaup á vöru og þjónustu. Það gefur augaleið að markviss uppbygging netverzlunar dregur mjög úr þörf fólks til þess að ferðast til Reykjavíkur í þessu skyni. Jafnframt má ganga út frá því sem vísu að verðlag verði mun jafnara, þótt alltaf verði einhver mun- ur á flutningskostnaði. Uppbygging fjarskiptatækninnar, sem auðveldar fólki á landsbyggðinni öll sam- skipti við þjónustumiðstöðvar á höfuðborg- arsvæðinu eða í öðru þéttbýli, skiptir líka miklu máli. Netvæðing heimila í hinum dreifðu byggðum og sveitum gjörbreytir aðstöðu fólks til þess að notfæra sér þjón- ustu og afla upplýsinga. Stjórnvöld hafa þegar lagt línur um þessa uppbyggingu en það er ástæða til að leggja stóraukna áherzlu á hana, sem lykil- þátt í nýrri byggðastefnu, sem getur gjör- breytt aðstöðu fólks í hinum dreifðu byggð- um á fyrsta áratug nýrrar aldar. Þau viðhorf, sem Lester C. Thurow hef- ur lýst og hér hefur verið vitnað til, eru umhugsunarefni fyrir forystumenn fyrir- tækja jafnt sem þá stjórnmálamenn, sem til forystu hafa valizt. Við íslendingar er- um einhver tölvuvæddasta og netvæddasta þjóð í heimi. En þróunin á þessu sviði er ótrúlega hröð og það er ekki lengur neitt efamál, að framtíðarhagur þjóðarinnar byggist á því hversu fljótir við verðum að aðlaga okkur nýjum hugsunarhætti og nýrri tækni. „Það er áleitin spurning, þegar sjónarmið Lester C. Thurow eru hugleidd, hvort bygging nýrra verzlunarmið- stöðva heyri í raun og veru til liðnum tíma. Auð- vitað má segja, að það séu nokkrar ýkjur, þegar við horfum til líðandi stundar, en eru það ýkjur ef við horfum til næstu 10-15 ára?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.