Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR í 1 m dóm, Hrafnkell minn, eins og þú veist. Maður verður að taka því, sem að höndum ber, en ég er í læknis- meðferð.“ Við gengum inn í skrif- stofu hans í búðinni og tókum tal saman. Mér gekk erfiðlega að finna umræðuefni við þessar aðstæður. Sá tvær stórar myndir uppi á vegg af gömlu fólki og spurði, hver þau væru. Hann sagði þetta vera föður- foreldra sína og bætti við: Amma mín var einnig amma hans Sigga Jónu. Það kom einhver inn í búðina, Ingþór staulaðist með erfiðismunum að verslunarborðinu og afgreiddi viðkomandi með þeim þægilegheit- um sem honum var lagið. Eftir það kvaddi ég Ingþór. Þetta var síðasta skiptið, sem ég hitti hann. Við hjónin ætluðum að heimsækja hann fyrir 10 dögum síðan, ég talaði við hann í síma, en hann bað okkur að koma síðar, hann væri svo veikur. Það er varla meira en svo, að ég átti mig á því, að þessi sterki og þrekmikli maður skuli vera horfinn okkur. Það var bæði hafnfirskt og kaup- mannsblóð í æðum Ingþórs. Faðir hans Haraldur Sveinbjarnarson var lengi umboðsmaður Citroén verk- smiðjanna í Frakklandi, á Islandi. Systir Haraldar, Jóna, bjó í Hafnar- firði. Svo er einnig með son hennar, Sigurð Sigurgeirsson, eða Sigga Jónu, sem var mikill félagi Ingþórs. Móðir Ingþórs, Halldóra Sigurjóns- dóttir, var dóttir Jónfríðar Halldórs- dóttur og Sigurjóns Gunnarssonar, sem bjuggu við Hverfisgötuna í Hafnarfirði. Halldóra var af Gunn- arsbæjarætt. Var mikið listfengi í þeirri ætt, til dæmis voru tveir bræð- ur Halldóru listmálarar í aukastai'fi, annar þeirra einnig kaupmaður, og Halldóra sjálf bjó til ýmis listaverk. Ingþór erfði þessa hæfileika. Ingþór hafði mikið og gott tónlist- areyra. Eg man fyrst eftir honum, er hann á skemmtun lék á munnhörpu á sviði Bæjarbíós. Þar lék enginn vafi á, að listamaður væri á ferð. Eg kynntist síðan Ingþóri Har- aldssyni fyrir tæpum þremur ára- tugum, þegar eiginkona mín, Oddný M. Ragnarsdóttir, og kona Ingþórs, Þorbjörg Daníelsdóttir, kaupkona, ættuð frá Þórshöfn á Langanesi, hófu saman nám í öldungadeild Hamrahlíðarskólans, en það var við upphaf þeirrar kennslu í skólanum. Frá þeim tíma hefur verið mikill vinskapur með fjölskyldum okkar. Þær eru ófáar ferðirnar, sem við fór- um saman, bæði þegar börnin í báð- um fjölskyldum voru ung og síðai'. Eitt skiptið fórum við saman á tveimur bílum umhverfis landið og höfðum aðsetur á Egilsstöðum í vikutíma í boði héraðshöfðingjans Erlings Garðars Jónassonar. I það skipti skoðuðum við Austfirðina vel; í önnur skipti fóru fjölskyldurnar saman í veiði og lágum við þá gjarn- an í tjöldum. Ég sá fljótt, að maður- inn var með afbrigðum veiðinn og þýddi ekkert fyrir mig að etja kapp við hann á því sviði. Félagsmálahlið Ingþórs kynntist ég í Lionshreyfingunni. Ingþór var þar til margra ára unglingaskipta- stjóri á landsvísu. Hann tók á móti unglingum frá útlöndum og skipu- lagði dvöl þeirra hér. Leysti hann byrjun fimmta áratugarins er flestum ljóst að aðgengi að endurgjaldslausri lögfræðiþjónustu var hvergi að fá. Þörfin íýrir samfélagslega þjónustu sem þessa var mjög brýn. Auður var fyrsti lögfræðingur nefndarinnar og þróaði hún starfið á þann veg að í anda hennar hélt starfsemin áfram þai' til fyrir tæpum tveimur árum er breyting varð á, enda þjóðfélagsgerð- in önnur en hún var á fimmta ára- tugnum. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur var stofnuð árið 1928 í kjölfar hræði- legs sjóslyss þegar togarinn Jón for- seti strandaði út af Stafnesi. Fimm- tán skipverjar drukknuðu en tíu komust af. Voru þá hugir almennings opnir fyi'ir því að koma ekkjum og mörgum _ föðurlausum börnum til hjálpar. A þessum tíma áttu ekkjur og fráskildar konur engan rétt á hjálp af opinberu fé nema sveitar- styi'k. Réttarstaða þessara hópa var alla tíð hjartans mál Auðar Auðuns. Það sýnir best hversu framsýnar þær konur voru með stofnun Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur. í dag er mikil þörf á nefndinni þó á annan þetta verk með afbrigðum vel. Þótt Ingþór væri ekki langskólagenginn talaði hann reiprennandi ensku, norðurlandamál og þýsku. Eitt skipti varð ein þýsk stúlka „afgangs“. Eitt- hvað hafði gerst hjá þeim Lions- manni, sem ætlaði að taka á móti stúlkunni. Við hjónin tókum hana að okkur og ferðuðumst m.a. með hana ásamt Þorbjörgu og Ingþóri. Hvenær sem ég hefi heyrt í stúlkunni síðan hefur hún spurt frétta af Kaufmann Haraldsson. Segir það sína sögu. Ingþór eignaðist eftir föður sinn meginhluta jarðarinnar Vatnsholt við Apavatn. Hann byggði sér þar fallegt, tvílyft hús á vatnsbakkanum. Það var unun að horfa á hann þar fyrir austan við iðnaðarvinnu, hvort sem hann var með hamar eða skrúflykil í hendi, öll slík vinna lék í höndum hans. Síðustu árin eyddi hann megninu af frítíma sínum þar fyrir austan. Hann var þai' sívinn- andi við framkvæmdir, oft á tíðum var frændi hans Siggi Jónu, tré- smíðameistari, sem einnig á sumar- hús þai-na fyrir austan, að hjálpa honum. Hvenær sem við hjónin kom- um í Vatnsholt var fagnandi tekið á móti okkur með mikilli rausn, hvort sem okkur hafði verið sérstaklega boðið eða við „droppuðum inn“. í minningu minni lifir Ingþór sem góður og hjálplegur félagi. Við hjónin vottum Þorbjörgu og börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bæði voru þau hjónin mjög trúuð og veit ég að það mun hjálpa þeim, sem eftir lifa, að takast á við sorgina, því að minning- in um góðan dreng mun lifa. Hrafnkell Ásgeirsson. Kveðja frá félögmm í Lionsklúbbnum Frey Fyrrum félagi okkar Ingþór Har- aldsson í Lionsklúbbnum Frey er fallinn frá. Þar er genginn góður fé- lagi sem Lionshreyfingin á Islandi á margt að þakka. Ingþór gegndi mörgum ábyrgðarstöðum innan hreyfingarinnar á þeim árum sem hann starfaði. Hann var félagi í Frey frá ái'inu 1972. Hann gegndi embætti ung- lingaskiptastjóra í tíu ár samfleytt 1981 til 1990 eða lengur en nokkur annar. I unglingaskiptunum naut hann dyggrar aðstoðar eiginkonu sinnar Þorbjargar Daníelsdóttur. Arið 1990 var hann sæmdur Mel- vyn Jones orðunni sem er æðsta við- urkenning sem klúbbur getur veitt félaga sínum fyrir störf. Á Lionsþingi 1991 var hann sæmdur æðstu viðurkenningu al- þjóðahreyfingarinnar sem alþjóða- forseti Lions veitir. Ingþór sat í und- irbúningsnefnd vegna Lionsþings 1975 til 1976, umdæmisritari 1978 til 1979 og fulltrúi á N.R.S þingi 1987. Við félagar í Frey þökkum góðum félaga samfylgdina og vottum eftir- lifandi eiginkonu, Þorbjörgu Daní- elsdóttur, og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Freys, Ottó V. Guðjónsson, formaður. hátt sé því enn eru skjólstæðingar nefndarinnar ekkjur, einstæðar mæður og öryrkjar. Auður lét af starfi sínu sem lögfræðingur fyrir nefndina árið 1960 en vai’ kjörin sama ár í stjórn Mæðrastyrksnefnd- ar Reykjavíkur. Hún starfaði í stjórn nefndarinnar allt til ársins 1990 er hún lét af störfum að eigin ósk. I starfi sínu fyrir nefndina í hálfa öld öðlaðist hún mikilsverða þekkingu á aðstæðum kvenna og barna þeirra. Þar fór því saman trú hennar á ein- staklingsfrelsi og jafnrétti auk þekk- ingar hennar á aðstæðum þeirra er minna máttu sín í samfélaginu. Nú- verandi og fyrrverandi nefndarkonur Mæðrastyi'ksnefndai' Reykjavíkur þakka henni af alhug hennar mikla og góða starf í þágu nefndarinnar í fimm áratugi. Börnum hennar og öðrum aðstandendum eru sendar ein- lægar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Auðar Auð- uns. Fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður. SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 35 Hmbl.is -ALLTAf= £=l7~rH\/ALD A/ÝT7 Á næstunni verður frumsýnd kvikmyndin Bardagaklúbburinn (Fight Club), þar sem Brad Pitt og Edward Norton fara með aðalhlutverkin. Kvikmyndin fjallar um tvo félaga sem stofna með sér bardagaklúbb. Klúbburinn nær miklum vinsældum en hlutirnir taka óvænta stefnu þegar stúlka að nafni Marla, leikin af Helenu Bonham Carter, kemur til leiks. Þá er slagurinn hafinn Heppinn þátttakandi, , sem svarar léttum spurningum á mbl.ÍS getur unnið: ► Þriggja mánaða kort frá World Class >10.000 kr. fataúttekt frá Adidas s Miða fyrir tvo á myndina Bardagaklúbburinn (Fight Club) • Fight Club tösku og bol frá Skífunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.