Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ! að taka við peningum frá Sovét- ríkjunum. Sumir flokkar treystu á þessa aðstoð, án hennar hefðu mai'gir þeirra ekki haldið velli. Sovétmenn gátu því ekki hætt að- stoðinni, henni lauk ekki fyrr en Sovétríkin hrundu og kommúnista- flokkurinn var leystur upp. Síðustu peningagreiðslurnar voru inntar af hendi árið 1990. Menn eins og Dobrynín og Falín vildu einfald- lega að peningarnir væru notaðir til annars enda var efnahagsá- standið slæmt. Hér var kannski ekki um gífurlegar upphæðir að ræða; 20 milljónir dala, var ekki há upphæð í hagkerfi Sovétríkjanna árið 1987 en auðvitað hefði munað um þessa peninga.“ í skjölunum sem lúta að þessum umræðum innan alþjóðadeildarinn- ar kemur fram að erlendu ilokk- amir töldu sig ekki geta haldið velli án beinna fjárframlaga frá Sovétríkjunum. Raunar vildu þeir að hún yrði aukin og tiltóku kostn- aðarhækkanir á ýmsum sviðum, t.a.m á sviði útgáfumála. „Sovét- menn höfðu því áhuga á að hætta stuðningi í formi beinna fjárfram- laga en gátu það ekki þar sem þeir töldu áhættuna of mikla,“ segir Sven G. Holtsmark. Að auki er þess getið í þessum skjölum sem merkt voru sem ríkisleyndarmál að fyrirtæki í eigu kommúnistaflokka séu upp til hópa mjög veikburða og starfsemi þeirra takmörkuð. Stuðningnr við fyrirtæki Holtsmark segir fjölmargar heimildir hafa komið fram um að Sovétmenn hafi stutt fyrirtæki í eigu erlendra sósíalista fjárhags- lega. Tekið skal fram að þetta á ekki við þau skjöl sem hér hefur verið fjallað um og snerta ísland. Slík aðstoð hafi t.a.m. verið um- fangsmikil í Noregi. „Ein aðferðin var einfaldlega sú að panta tiltek- inn fjölda af ákveðnu sósíalísku dagblaði til Sovétríkjanna þar sem auðvitað enginn las það. Að auki var pöntunum beint til dæmis til prentfyrirtækja í eigu flokkanna og borgað vel, búnaður var gefinn o.s.frv. Þetta fór að stórum hluta fram í gegnum blöðin sem þessir erlendu flokkar gáfu út. Austur- Þjóðverjar virðst hafa sérhæft sig 1 bókaútgáfu, allar þær bækur sem ég þekki sem norski kommúnista- flokkurinn lét vinna voru gefnar út í Austur-Þýskalandi og sú þjónusta var vitanlega ókeypis. Austur- Þjóðverjarnir voru mjög rausnar- legir.“ Sambandið við Austur-Þýskaland Holtsmark segir að samskipti kommúnista í Austur-Þýskalandi og norrænna félaga þeirra hafi jafnan verið mjög góð. Norrænir félagar hafi flykkst á Eystra- saltsvikuna svonefndu, sem var eins konar alþjóðamót kommún- ista, og eins og fram hafi komið hafi íslenskir og norskir sósíalistar sótt þær samkundur. Norrænum félögum hafi verið gert kleift að stunda nám við skóla austur-þýska kommúnistaflokksins. Þannig séu til austur-þýsk skjöl þess efnis að 30 íslenskir félagar hafi sótt Eystrasaltsvikuna árið 1960 og að viðkomandi hafi átt þess kost að sækja fjögurra vikna námskeið í Austur-Þýskalandi undir hand- leiðslu íslenskra og austur-þýskra kennara. Holtsmark segir engan vafa leika á að Austur-Þjóðverjar hafi rekið ákveðna stefnu gagnvart ís- landi. Hann telur að austur-þýski flokkurinn hafí að verulegu leyti verið gerður ábyrgur fyrir sam- skiptunum við Norðurlönd. „Al- mennt má segja að Austur-Þjóð- verjarnir hafi aukið umsvif sín á Norðurlöndum á seinni hluta sjötta áratugarins og það var liður í ákveðinni sókn á vettvangi utan- ríkismála. Von þeirra var sú að þeim tækist að koma á pólitísku samstarfi við þessa flokka en í skjölum frá Austur-Þýskalandi kemur fram að þeir töldu sig ekki ná miklum árangri. Austur-Þjóð- verjarnir voru mun nákvæmari Aðstoð við konur í þróunarlöndum miðar að fjárhagslegu öryggi Brýnt að koma á sjálfbærum samfélögum Noeleen Heyzer, framkvæmdastjóri Þró- unarsjóðs SÞ fyrir konur í þróunarlöndum (UNIFEM), segir UNIFEM leggja höftUT áherslu á að virkja konur í þróunarlöndum til góðra verka. Heyzer var hér á landi um síðustu helgi í þeim tilgangi að ávarpa 10 ára afmælisfund UNIFEM á Islandi. Skjölin eru engin skemmtilesning heldur þurrar skýrslur Sumir flokkar treystu á þessa aðstoð, án hennar hefðu margir þeirra ekki haldið velli. Sovétmenn gátu því ekki hætt aðstoðinni, henni lauk ekki fyrr en Sovétríkin hrundu og kommúnista- flokkurinn var leystur upp hvað varðaði raunverulegan til- gang og markmið þessarar starf- semi. Þeir vildu fá þessa flokka til að taka aukið tillit til stefnu aust- ur-þýskra stjórnvalda varðandi skiptingu Þýskalands og utanríkis- mál almennt. Hvað samskiptin við norska flokkinn varðar kemur ít- rekað fram að Austur-Þjóð- verjarnir voru alltaf mjög óánægð- ir með þær undirtektir sem þeir fengu. Þeir töldu sig ávallt vera að styðja þessa flokka en fá ekkert í staðinn. Hvað Norðmennina varð- ar var þetta mat þeirra rétt, hér fengu þeir lítinn stuðning og tak- markaða athygli.“ Holtsmark segir að fjölmargir leiðtogar austur-þýskra kommún- ista hafi dvalist á Norðurlöndunum á ái-um síðari heimsstyrjaldarinn- ar, aðallega í Svíþjóð. Þessir menn hafí því haft sterk persónuleg tengsl við skoðanabræður sína í þessum heimshluta. Norðurlönd hafi þvi ávallt verið talin mikilvæg á vettvangi austur-þýskrar utan- ríkisstefnu. Ekki sé ástæða til að ætla annað en að aðstoðinni við norrænu flokkana hafi verið haldið áfram allt fram undir það er Berlínarmúrinn féll og Austur- Þýskaland leið undir lok. Til dæmis sé til skjal frá 15. apríl 1988 er leiði í ljós að ákveðið var að styrkja flokksblað danskra kommúnista, Folk og land. „Hins vegar eru eng- ar heimildir til um að Austur-Þjóð- verjar hafi veitt þessum flokkum beinan fjárstuðning. Þar var frekar um tækjabúnað til útgáfu og þvílíkt að ræða,“ segir Holtsmark. Ekkert rætt um rannsóknarnefndir Að sögn Sven G. Holtsmark hef- ur ekki komið til þess á Norður- löndum að skipaðar hafi verið op- inberar nefndir til að rannsaka tengsl norrænna og sovéskra kommúnista og „gullstreymið“ frá Moskvu. Hann ítrekar að fræði- menn á Norðurlöndum hafi búið yfir upplýsingum í þessa veru í nokkur ár og komið þeim á fram- færi. „Hugmynd mín var einfald- lega sú að taka saman og birta þær upplýsingar sem ég hafði viðað að mér og ég hafði áður birt að hluta til. Hins vegar er tæpast unnt að segja að víðtækar rannsóknir í þessa veru fari fram á Norður- löndum þótt vissulega séu fræði- menn i Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi einnig að rannsaka þessi tengsl." Holtsmark kveðst hafa ákveðnar efasemdir um gildi þess að skipa opinberar rannsóknarnefndir til að kanna samskipti sovéskra og nor- rænna kommúnista. Að vísu sé hugsanlegt að slík nefnd gæti feng- ið aðgang að tilteknum gögnum en þá verði að gera þann fyrirvara sem hann nefndi að ofan varðandi þær forsendur sem lægju því til grundvallar að veita slíkan aðgang. Hann víkur að því að opinberar rannsóknamefndir hafi verið skip- aðar á Norðurlöndum til að kanna mannréttindabrot sem norrænar öryggislögreglustofnanir gerðust sekar um á dögum kalda stríðsins gagnvart þekktum vinstrisinnum. „Tengslin við Sovétríkin hafa hins vegar ekki verið rannsökuð með formlegum hætti og segja má að enginn hafi í raun og veru hvatt til þess hér í Noregi eða á hinum Norðurlöndunum. Fyrir þvi er hvorki áhugi né pólitískur vilji. Staðreyndirnar liggja fyrir og til hvers ættu yfirvöld í þessum lönd- um að skipa rannsóknamefndir? Hver einasti vitiborinn maður sér að hér er ekki um neitt það að ræða sem deila þarf um. Almenna viðhorfið er enda það að þessir flokkar hafi verið litlir og hafi haft takmörkuð áhrif. Því beri að leyfa kommúnistunum að hvíla í friði.“ „UNIFEM er ekki góðgerðarstofn- un,“ segir Noeleen Heyzer, fram- kvæmdastjóri alheimssamtaka UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur í þróunarlönd- um, í samtali við Morgunblaðið en hún var stödd hér á landi um síðustu helgi í þeim tilgangi að ávarpa 10 ára afmælisfund UNIFEM á ís- landi. „Við reynum að styrkja konur heima fyrir og hjálpum þeim að skipuleggja og koma um samskipta- neti, tækni og þekkingu til að reka fyrirtæki. Þannig reynir UNIFEM að virkja samfélagið heima í héraði." Heyzer, sem er fædd í Singapúr íýrir ríflega 50 árum, segir UNIFEM leggja mikla áherslu á að koma á fót þeirri gerð fyrirtækja sem hæfa á hverjum stað, fyrirtækj- um sem skapa hæfandi starfsskil- yrði fyrir fólkið, þannig að það þurfi ekki að lifa undir fátækramörkum. „Að þessu leyti er mikilvægt að koma aftur á fót siðrænum ábyrgum viðskiptum, þannig að hnattvæðing- in sem nú er allsráðandi, verði fé- lagslega ábyrg, að viðskipti verði fé- lagslega ábyrg. Að þessu leyti skipta jafnréttismál og sjálfbær þróun höf- uðmáli," segir Heyzer. Heyzer er með doktorsgráðu í fé- lagsfræði frá háskólanum í Cambridge £ Englandi en hefur um árabil, eða í nærfellt 25 ár, gegnt mikilvægu hlutverki í ýmsum verk- efnum á vegum Sameinuðu þjóð- anna sem varða kynferði og þróun- armál, einkum varðandi Austurlönd fjær. Hún hefur nú um fimm ára skeið verið framkvæmdastjóri UNIFEM, eða Þróunarsjóðs SÞ fyrir konur í þróunarlöndum. í máli hennar kemur fram að að- altilgangur UNIFEM-samtakanna, sem stofnuð voru 1976, sé að styrkja konur í þróunarlöndum til sjálfs- bjargar. Það eru um 40 skrifstofur UNIFEM í heiminum og starfsemi samtakanna fer fram í 90 löndum. Samtökin vinna um þessar stundir einkum að þremur málefnum, að sögn Heyzer. Að þróa fjárhagslegt öryggi fyrir konur; uppræta kyn- bundið ofbeldi; og að stuðla að þeirri gerð stjómunar og forystu kvenna, á heimaslóðum, til að vinna gegn of- beldi, fátækt og fjárhagslegum vandamálum. Byggja ekki á miklu skrifræði Oft hefur gengið brösulega að koma fjármagni og aðstoð ýmissa samtaka til skila. Alla leið til þeirra sem þurfa aðstoðarinnar við. Hvern- ig hefur UNIFEM gengið að þessu leyti? „Okkur hefur gengið mjög vel að nýta það fjármagn sem við höfum haft yfir að ráða. Fjölmargar mat- skýrslur hafa lýst okkur á þann hátt að við séum „besta fjárfestingin" af stofnunum SÞ. Einmitt vegna þess að peningarnir komast þangað sem þeim er ætlað. Ástæðan fyrir því er það öfluga samstarfs- og samskipta- net sem við höfum byggt upp. Þau eru mjög víðtæk enda hafa þau verið í smíðum í tvo áratugi. Þessi net eru okkar besta tæki. Þar að auki erum við sú stofnun SÞ sem er hvað minnst undirlögð skrifræði. Við för- Morgunblaðið/Kristinn Dr. Noeleen Heyzer, fram- kvæmdastjóri Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir kon= ur í þróunarlöndum (UNIFEM). um beint til fólksins, beint að rótum vandans." Heyzer segir að margumrædd hnattvæðing hafi ekki eingöngu já- kvæð áhrif í för með sér eins og glaðbeittir „sölumenn" hennar láti í veðri vaka. „Hnattvæðingu fylgja því miður oft mikil umbrot og sundr- ung. Hefðbundnar valdaformgerðir brotna niður og í óheftum viðskipt- um verður einstaklingurinn oft illa úti. Okkar starf snýst gjaman um að þróa fjárhagslegt öryggi fyrir kon- ur; sérstaklega í samhengi hnatt- væðingar. Við reynum að bjóða tækifæri sem samræmast þörfum fátækra kvenna og aðstæðum þeirra. Við reynum einnig að draga úr neikvæð- um áhrifum hnattvæðingar. Mörg verkefnanna, hvað varðar fjármögn- un, snúast um að styrkja konur á staðnum sem vinna heima, tryggja þeim viðurkenningu, og auka gildi kvennastarfa. Og skapa markað fyr- ir framleiðslu þeirra.“ Ný meðvitund að vakna Það þykir undrum sæta hversu ágengt UNIFEM hefur orðið með starfi sínu. Sérstaklega í ljósi þess að sjóður samtakanna er einn sá minnsti innan SÞ. „Nú nýlega kom fram í 2. fastanefnd alsherjarþings- ins yfirlýsing þjóðanna um skilvirkni þróunarhjálpar. Þar kemur fram að áhrif UNIFEM séu langt umfram það sem ætla mætti af stærð sjóðs- ins en sem stendur höfum við 24 milljónir dollara til ráðstöfunar á hverju ári. En með þessum pening- um sinnum við Afríku, Asíu, Suður- Ameríku, auk fleiri landa. Fólk get- ur ekki ímyndað sér hvað okkur hef- ur tekist að áorka með þessar 24 milljónir." Astæðuna fyrir skilvirkni sjóðsins segir Heyzer einkum þá að starfs- menn búi að sannfæringu og vinni að málum af hugsjón og heilindum. „Fólkið okkar keyrir sig bókstaflega út! Ekkert okkar, karlar og konur, eru ekki starfsmenn UNIFEM ein- göngu út af starfinu heldur vegna sannfæringar sinnar og trúar á mál- stað. Framlag þeirra er langt um- fram það sem skyldan krefst af þeim. Þegar svona afl er á ferðinni er hægt að komast langt á litlu fé.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.