Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS SEGIR AÐ VIÐ SÉUM í SVIPAÐRI STÖÐU NÚ OG VIÐ KJARASAMNINGANA 1990 Þaó er nánast eins og náttúrulögmál aó far- ió er aó ræóa um hættumerki og erfióleika í efnahagslífinu þegar kjarasamningar eru í uppsiglingu, aó sögn Grétars Þorsteinsson- ar, forseta Alþýðusambands íslands. í sam- tali viö Hjálmar Jónsson segir hann óraun- sætt aó gera ráó fyrir því aö kaupmáttur geti haldið áfram aö aukast í sama mæli og síðustu ár, en lykilatriði sé aö lagfæra hlut þeirra sem boriö hafi skarðan hlut frá boröi í uppsveiflu síöustu ára. KJARASAMNINGAR eru framundan eftir lengri og samfelldari uppgangs- tíma í efnahagsmálum en dæmi eru um hér á landi. Síðustu kjarasamningar, sem gerðir voru til óvenjulangs tíma eða þriggja ára, syngja sitt síðasta á fyrstu mánuðum nýs árs. Um- hverfið hefur breyst nokkuð frá því sem var fyrir þremur árum, því auk nýrra forsendna sem efna- hagsþróunin á samningstímanum hefur haft í för með sér hefur langstærstur hluti atvinnurekenda í landinu, ef ríki og sveitarfélög eru undanskilin, sameinast í ein- um samtökum. Grétar Þorsteins- son, forseti Alþýðusambands ís- lands, segir að hann sjái ekki að sameining atvinnurekenda í einum samtökum breyti ýkja miklu frá því sem verið hefur fyrst til að byrja með. „Hins vegar er auðvit- að ljóst að þarna hafa sameinast nánast allir atvinnurekendur á al- mennum vinnumarkaði, þannig að þegar fram í sækir verður staða þeirra væntanlega sterkari heldur en verið hefur. Eg sé ekki á þessu augnabliki að það þurfi að vera neikvætt íyrir okkur. Skoðun mín er raunar sú að það sé á sinn hátt mjög mikilvægt að samtök launa- fólks og samtök atvinnurekenda séu sterk og samhent hvor um sig, því ég tel að það skipti máli til að ná árangri," sagði Grétar. Hann sagði að það gilti á öllum sviðum. Þvi sterkari sem samtök á vinnumarkaði væru þeim mun lík- legri væru þau til að hafa áhrif, hvort sem væri gagnvart stjórn- völdum eða að öðru leyti. Að því leytinu til ýtti þessi þróun undir umræður um sameiningu samtaka launafólks, þ.á.m. sameiningu Al- þýðusambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. „Nú er það reyndar svo að það hefur verið mjög mikil gerjun í verkalýðshreyfingunni hyað þetta varðar. Ef við tölum um Alþýðu- sambandið þá er það staðreynd að á síðustu árum hefur í raun verið nokkuð hröð atburðarás í þessum efnum á landsvísu, en ekki bara hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stór verkalýðsfélög hafa verið að sameinast undir merkjum Efl- ingar nú síðast. Þetta hefur verið að gerast mjög víða á landsbyggð- inni og umræðan um sameiningu er eiginlega alls staðar ofarlega á baugi. Ástæðumar eru einfaldlega þær að nútíminn kallar á virkari félög sem sinna meðal annars upp- lýsingagjöf, halda uppi fræðslu- starfi, eiga gott samstarf við önnur félög og halda úti öflugri daglegri þjónustu við félagsmenn. Þeir gera þær kröfur og eiga að gera slíkar kröfur. I dag þarf tiltekna lág- marksstærð til þess að mögulegt sé að halda þjónustunni úti. Öflug dagleg þjónusta og félagsstarf þýðir líka kröftuga aðkomu að kjarasamningum og öllu sem lýtur að baráttu fyrir bættum kjörum í víðum skilningi,“ sagði Grétar. SKOÐAÁFORSENDUR FYRIR SAMEININGU Hann sagði að töluvert hefði einnig verið rætt síðustu árin um ríkari samvinnu samtaka launa- fólks, sem gæti síðan hugsanlega endað með samruna. Það væri raunin síðustu árin að samstarfið hefði verið mun meira, til dæmis við BSRB, en það hefði verið áður. Nú síðast hefðu samtökin átt sam- starf um úttekt á skattkerfinu og að hans mati ætti að skoða for- sendur fyrir sameiningu þessara samtaka af fullri alvöru, þó hann gerði sér fyllilega ljóst að það myndi taka nokkurn tíma. Aðspurður um skipulagsmál AI- þýðusambandsins sjálfs, en þau hafa orðið tilefni harðra deilna að undanförnu, sem kristallast í tog- streitu um það hvort fólk skuli einkum skipa sér í félög og sam- bönd eftir atvinnugreinum, starfs- greinum, menntun eða störfum sem fólk sinnir á vinnumarkaði, sagði Grétar, að skipulagsmálin og umræða um þau hefði í gegnum tíðina verið ofarlega á baugi í verkalýðshreyfingunni. A stundum hefði verið ágreiningur um hvernig að þeim skyldi staðið og þegar hann hefði hafið afskipti af verka- lýðsmálum fyrir margt löngu hefði eitt af því fyrsta sem hann hefði orðið áskynja verið deildar mein- ingar um þau. Umræðan og ágreiningurinn um skipulagsmálin hefði orðið ágengari síðustu árin einfaldlega vegna þess að samfé- lagsbreytingamar hefðu verið svo miklar. Það væri orðið aðkallandi að finna lausn í þeim efnum og að því væri raunar unnið nú. Ekkert launungarmál væri að nokkuð al- varlegur ágreiningur væri innan sambandsins í þessum efnum. Verkalýðsfélögin mörg hver hefðu hins vegar þegar brugðist við þess- um breyttu aðstæðum með breyttu skipulagi starfseminnar, samein- ingu eða til hefðu orðið sameigin- leg þjónustusvæði fyrir nokkur verkalýðsfélög, eins og hann hefði áður vikið að. „Með sama hætti hljóta heildar- samtökin að þurfa að endurskoða hvernig haldið er á málum á þess- um vettvangi. Það erum við að gera núna. I raun er búin að vera í gangi vinna frá síðasta þingi Al- þýðusambandsins fyrir þremur ár- um. Um hálfu ári síðar var svo tekin sú ákvörðun að heimsækja öll aðildarfélög Alþýðusambands- ins og fara yfir skipulagsmálin. Búið er að heimsækja nær öll fé- lögin á landsbyggðinni og að hluta til félögin á höfuðborgarsvæðinu, en ekki þó öll. Ég held að þessi þáttur hafi verið mjög mikilvægur. Fólk er í raun mjög opið fýrir allri umræðu um þessi mál. Núna síð- ustu mánuðina og sérstaklega núna í haust höfum við einbeitt okkur af því að ræða við forustu- menn landssambandanna og stærstu aðildarfélaganna um það hvernig vitlegast sé að reyna að greiða úr þessum málum og ég á von á því að á sambandsstjórnar- fundi ASI, sem haldinn verður í lok nóvember, verði teknar ákvarðanir um að setja þessa um- fjöllun í mjög ákveðinn farveg og hugsanlega verða þar uppi fyrstu hugmyndir um breytingar. Það er ákaflega mikilvægt að fyrir sum- arið verði til tillögur sem sæmileg sátt getur orðið um, og næsta Al- þýðusambandsþing á hausti kom- anda samþykkir. Fyrir þingið verður auðvitað að liggja fyrir hvernig við getum afgreitt skipu- lagsmálin, þannig að allir geti vel við unað,“ sagði Grétar. Hann sagðist engar efasemdir hafa um að lausn fyndist í þessum efnum og að hreyfingin myndi standa mun sterkari eftir en áður. Umræðan öll og ágreiningurinn að undanfornu bæri vitni mjög mikll- ar gerjunar í hreyfingunni í ljósi breyttra þjóðfélagsaðstæðna á til- tölulega skömmum tíma og maður ætti ekki að kvarta yfir því þó ástandið gæti verið erfitt meðan breytingarnar ættu sér stað. „Mér er alveg ljóst að ágrein- ingurinn er nokkuð alvarlegur, en ég sé enga ástæðu til að ætla ann- að en að okkur takist að finna sameiginlega lausn og okkur ber að gera það. Það er ekki flóknara en það. Félagar okkar ætlast til þess,“ sagði Grétar. ÁRANGURINN BETRI EN ÁÆTLANIR GERÐU RÁÐ FYRIR Kjarasamningar eru lausir snemma á næsta ári eftir nær þriggja ára samningstíma, sem er óvenjulangur samningstími á ís- lenskan mælikvarða. Spurður um reynsluna af síðustu kjarasamn- ingum, en kaupmáttur hefur farið jafnt og þétt vaxandi á samnings- timanum og hefur ekki áður verið hærri að meðaltali, segir Grétar að það sé alveg rétt að kaupmátt- araukningin á þessu samnings- tímabili sé líklega einhver sú mesta sem átt hafi sér stað á ekki lengri tíma. Árangurinn sé betri en áætlað hafi verið í forsendum samninganna og það eigi sér fyrst og fremst þær skýringar að hans mati að ytri aðstæður og staða at- vinnulífsins hafi verið betri en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er nokkuð ljóst að svona langur samningur er líklegri til að skila slíkum árangri. Það verður hins vegar að segjast alveg eins og er að reynsla okkar af þessum samningi að öðru leyti er slæm, því, eins og þekkt er, í framhaldi af að nánast öll félög á almennum vinnumarkaði sömdu fyrir hluta árs 1997 tóku við samningar við ýmsa hópa, fyrst og fremst starfs- menn ríkis og sveitarfélaga, þar sem í sumum.tilvikum var samið um allt aðrar og mun meiri launa- breytingar heldur en gerðist á al- mennum vinnumarkaði. Reyndar er rétt að hafa í huga í þessu sam- bandi að stór hluti af aðildarfélög- um BSRB sömdu með svipuðum hætti og gert var á almennum vinnumarkaði, en það á reyndar sérstaklega við um þá hópa sem eru með lægstu launin. Þessi þró- un var undarleg í ljósi þess að stjórnvöld, eins og endranær, voru með mjög afdráttarlaus viðhorf um hvert svigrúmið væri til launa- hækkana og töldu reyndar að við hefðum gengið eins langt og mögulegt væri og jafnvel lengi-a en það. Þessi sami aðili, í raun stærsti atvinnurekandinn í land- inu, semur síðan við hluta af sínu fiólki. um annad og snöggtum meira, en almennt gerðist og þró- unin hefur haldið áfram síðan. Sumir af þessum hópum hafa í krafti hópuppsagna á samnings- tímanum náð verulegum launa- hækkunum til viðbótar og síðan höfum við alla kjaradómana, sem snúa aðallega að embættismönn- um og meðal annars að alþingis- mönnum, þar sem hafa átt sér stað launabreytingar sem eru ekki í nokkru samræmi við það sem gerðist á almennum vinnumark- aði. Ég á eftir að sjá að það gerist í komandi samningum að okkar fólk á almennum vinnumarkaði taki þátt í samningsgerð sem hefur þessa hættu í för með sér. Það er auðvitað einfaldlega þannig að það þurfa allir sameiginlega að axla ábyrgðina í þessu litla samfélagi okkar,“ sagði Grétar. Hann sagði að með þessu væri hann ekki að segja að það gætu ekki verið full rök fyrir því að einn hópur fengi meiri launahækkanir en annar. Auðvitað gæti það verið fullkomlega eðlilegt, en þá þyrfti að vera um það sæmileg sátt og skiln- ingur. Sú reynsla sem fólk hefði af atburðarásinni eftir síðustu samn- inga væri til þess fallin að fæla fólk frá því að gera langtímasamninga, eins og gerðir hefðu verið síðast, nema að það væri nánast með öllu tryggt að þessi atburðarás endur- tæki sig ekki. Það væri mjög miður vegna árangursins af síðustu kjara- samningum, en engu að síður sá veruleiki sem við stæðum frammi fyrir. Þeir hópar sem hrifsuðu til sín meira en aðrir sýndu ábyrgðar- leysi gagnvart heildinni og stefndu í voða efnahagslegum stöðugleika. Sú staðreynd að ekki hefði illa farið á þessu samningstímabili bæri fyrst og fremst að þakka betri ytri aðstæðum en fyrirsjáanlegt hefði verið við gerð samninganna, þótt þær aðstæður séu ef til vill að breytast nú. Þessir hópar tækju meira til sín í trausti þess að al- mennar fosendur í efnahagslífinu stæðust og allar launabreytingai- umfram það sem almennt hefði samist um væru hrein kaupmáttar- aukning fyrir þessa aðila. Áuk þess væru útsvarshækkanir sveitarfé- laga og hækkun þjónustugjalda réttlætt með því að vísa til aukins launakostnaðar, en þessar hækk- anir lækkuðu kaupmáttinn beinlín- is. Menn yrðu að hafa þetta sam- hengi hlutanna í huga. REGLAN AÐ LANDSSAMBÖNDIN HAFI FORRÆÐIÐ Aðspurður hvort þessi þróun á samningstímabilinu sé ástæðan fyrir því að verkalýðshreyfingin gangi ekki sameinuð til þeirra samninga sem framundan eru, sagðist Grétar ekki telja að svo væri. Það hefði verið reglan í mörgum undangengnum samning-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.