Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ---'— ÍJPPf&i Morgunblaðið/Kristinn MYLUHf TÆKIFÆRIN SNUAST UM STÖÐUGAR BREYTINGAR vmsnm/HVDmuiíF Á SUNNUDEGI ► Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim fjörutíu árum sem liðin eru síðan að hjónin Kristinn Albertsson og Dýrleif Jónsdóttir opnuðu bakarí í Álfheimunum. í dag heitir fyrirtækið Myllan - Brauð hf., sem hefur afar sterka stöðu á /slenskum markaði og er nú að þreifa fyrir sér vestan hafs. Morgunblaðið hitti í vikunni Kolbein Kristinsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og spjallaði við hann um gang máia. Eftir Guðmund Guðjónsson OLBEINN er fæddur í Reykjavík 11. nóvember 1952. Hann er stúdent frá VÍ og fór síðan til við- skiptafræðináms í HÍ, en rak sam- hliða bókaverslun afa síns við hlið Álfheimabakarísins. Árið 1977 hætti Kolbeinn hins vegar með bókaverslunina og hóf að reka bak- arí föður síns ásamt Jóni Alberti bróður sínum. Eiginkona hans er Margrét Waage og eiga þau þrjár stelpur á aldrinum 12 til 23 ára. Fjörutíu ár eru kannski ekki meira en hálf mannsævi, en ótrú- lega miklar breytingar hafa orðið í framleiðslu- og verslunarháttum á Islandi á þeim tíma. Þetta hafa ver- ið umbrotatímar. í þá daga, er for- eldrar Kolbeins stofnuðu fyrirtæk- ið, sá Reykjavíkurborg um að skipta borginni niður í hverfi. Hverju hverfi var ætluð helsta þjónusta og í verslun var um að ræða nýlenduvöruverslun, mjólkur- búð, fiskbúð og bakarí. Þetta var fyrir tíma stórmarkaða og borgar- búar versluðu hver í sínu hverfi. Útsöluverð vöru var ákveðið, þetta var tími svokallaðra vísitöluvara. Það var mikið að gera hjá bökur- um, ekki síst í Álfheimabakaríi, því brauð og kökur seldust eingöngu í bakaríum í þá daga og Álfheimarn- ir voru stórt og mikið hverfi. Kolbeinn segir að faðir hans hafi á margan hátt verið mikill frum- kvöðull. Árið 1965 hafi hann t.d. verið hvatamaður að stofnun fyrir- tækis, ásamt tveimur öðrum bökur- um, sem miðaði að því að baka brauð fyrir bakarí þannig að þau hefðu meiri tíma til að sinna köku- bakstri. „Það skorti bæði tæki og tíma hjá bökurum til að baka kök- ur, en þrátt fyrir það vildu þeir ekki kaupa brauðin af Kristni og félög- um, en hann venti þá sínu kvæði í kross og varð fyrstur til að selja brauð í matvöruverslanir. Þá varð sú bylting sem enn byggir á,‘.‘ segir Kolbeinn. Á þessum árum var fyrirtækið í Auðbrekku í Kópavogi, en árið 1977 var öll starfsemin flutt þaðan og í Skeifuna 11. Árið 1989 flutti fyrir- tækið síðan í Skeifuna 19 og er þar enn. Þá keypti fyrirtækið sína fyrstu „sjálfvirku brauðalínu", sem einnig markaði mikil tímamót hjá því. Kolbeinn segir að fleira sem setji Kristin heitinn á bekk með frum- kvöðlum sé þess virði að minnast á, t.d. hafi hann staðið að því að stuðla að tengslum við bakara á Norður- löndunum. „Með þeim tengslum komu nýjar uppskriftir af brauðum og gömlu vísitölubrauðunum var rutt úr vegi. Þá var Kristinn fyrst- ur til að kaupa sitt hráefni beint að utan og það stuðlaði bæði að betri framleiðslu og lægra verði. Hér var í kjölfarið starfrækt um tíma heild- verslun með hráefni fyrir bakarí.“ Bakað á staðnum Kolbeinn segir að Myllan reki hvorki bakarí né kaffihús, heldur sé framleitt fyrir matvöruverslanir og hótel, sem sagt stærri einingar. Nú til dags snúist flest um að baka vör- una eins seint og kostur er, áður en neytandinn neytii- hennar. Myllan hafði forgöngu um þetta fyrirkomu- lag hérlendis, en það er upprunnið í Evrópu og er að færast yfir á Bandaríkin. Kolbeinn segir stefn- una kallaða „Bake off‘ á ensku. „Við fórum inn í stórmarkaðina með bakaríið upp úr 1980 og í dag eru flestar okkar vörur þar bakaðar á staðnum eins og t.d. í Nýkaupi á Eiðistorgi. Við erum einir með þetta á Islandi og höfum þróað það þannig að við erum nú í fararbroddi í heiminum. Á hinn bóginn er mark- aðurinn á Islandi lítill í samanburði við önnur lönd og við teijumst því afar lítið fyrirtæki í þeim saman- burði. Markaðurinn er svo lítill hérna að iðulega er ekki pláss fyrir nema eitt fyrirtæki til að veita inn- flutningi samkeppni. Það á ekki einungis við um okkar grein, heldur margar greinar. Á sama tíma er stefnan í Evrópu og víðar greinilega í þá veru að fyr- irtækjum fækkar og þau stækka með samruna. Eg spái því að innan fárra ára verði örfá risafyrirtæki ráðandi á matvælaframleiðslu- markaðinum í Evrópu og þaðan mun tæknin berast til Bandaríkj- anna, sem það er raunar þegar byrjað að gera. Þá verður þetta meira og minna í þessum „Bake off‘-stíl. Tæknin er orðin þannig að fram- leidd er fryst óbökuð vara sem sett er í tölvustýrðan ofn sem byrjar á að afþíða og síðan bakar hann vör- una. Baksturinn fer fram á staðn- um þar sem varan er keypt eða hennar er neytt. Þessi ferill tryggir hámarksgæði vörunnar." Hvar standið þið í slíku ölduróti og hvar standa minni bakarar? Ef ég nefni fyrst minni bakarana, þá gætu þeir þurft að breyta eitt- hvað um áherslur og sérhæfa sig og raunar eru þegar nokkur brögð að því. Sumir hafa bætt heitum brauð- mat við þjónustu sína, aðrir hafa farið í konfektgerð og enn aðrir hafa bætt kaffihúsarekstri við sína línu. Menn finna sér þannig ein- hverja sérstöðu til að laða að. Hvað okkur í Myllunni varðar þá höfum við keypt hlut í bandarísku fyrir- tæki sem rekur nokkrar bakaríis- kaffihús í Boston. Það er lítið fyrir- tæki, en ört vaxandi.“ Segðu okkur eitthvað frá þessu fyrirtæki í Boston og markmiðum ykkar þar ytra. „Það heitir Carberry’s og við eig- um nú 30% hlut. Það er með þrjá útsölustaði í Boston og er í örum vexti. Við komum þarna á vettvang með okkar þekkingu og reynslu og staðsetningin býður upp á mikla möguleika. Við erum með þessu að hugsa um að auka heildsöluna þarna og það eru spennandi tæki- færi. Varðandi markmið þá höfum við sett okkur þriggja ára áætlun. Veltan á fyrirtækinu nú er 3,5 millj- ónir dollara, en á þessum þremur árum ætlum við að koma henni yfir 10 milljónir. Hlutir breytast svo fljótt nú orðið að okkur finnst ekki vanta markmið til lengri tíma.“ En hvað með vöxt og viðgang hér heima? „Eins og ég kom inn á áðan, þá er ísland lítill markaður og með því að færa út kvíarnar til Bandaríkj- ana og fá aukið rými líður okkur betur. En tækifærin hér heima snú- ast í kring um þessar stöðugu breytingar sem hafa verið og verða eflaust áfram. Sú nýjasta sem nefna má er vaxandi hlutur bensín- stöðva í sölu matvæla. Þegar öll innlend framleiðsla er skoðuð er Myllan líklega með 45-50% mark- aðshlutdeild. Þegar innflutningur er meðtalinn er talan líklega 40- 45%. Þetta eru þó áætlanir, því nægar upplýsingar um markaðinn liggja ekki fyrir. Hvort við getum aukið þetta fer mest eftir þróun mála.“ Halda sig við matvælafyrirtækin Geta menn ekki verið rórri í mat- vælaframleiðslu en öðru með tilliti til efnahagssveiflna? „Því hefur verið fleygt að menn eigi að halda sig við matvælafram- leiðslu, ástandið verði aldrei svo slæmt að fólk hætti að borða. En hvað er öruggt og hvað ekki? Við erum þrátt fyrir okkar stöðu aðeins með tvo afgerandi viðskiptavini í dag og þetta er aldrei öruggara en svo að ef menn standa sig ekki í stykkinu og bæta sig stöðugt þá verða þeir einfaldlega undir. Dæmi um hvað ástandið getur verið fljótt að breytast er þegar við keyptum Samsölubakaríið. Eins og ég kom inn á áðan þá er stundum aðeins pláss fyrir eitt fyrirtæki til að keppa við innflutning og á sínum tíma voru þarna tvö fyrirtæki sem keppt höfðu óvenju grimmt um markaðinn. Samsölubakaríið fór síðan dálítið halloka og viðræður um kaup okkar á fyrirtækinu fóru í gang. Samningar náðust, en sam- keppnisyfirvöld úrskurðuðu að það mætti ekki eiga sér stað. „Við erum einir með þetta á ís- landi og höf- um þróað það þannig að við erum nú í far- arbroddi í heiminum.“ Þetta var alveg rosalega mikið mál og hefði verið hálfgerður dauðadómur yfir okkur ef slíta hefði átt fyrirtækin í sundur hálfu ári eftir samrunann. Þetta tók næstum úr okkur allan kraft, en á endanum fékk samruninn að standa og flest af því sem ég sagði sam- keppnisyfirvöldum að myndi koma í kjölfarið, m.a. aukinn innflutningur og að minni bakarí myndu taka við sér og eflast, hefur gengið eftir.“ Og hvernig gengur svo núna og hvað ber framtíðin í skauti sér? „Það gengur mjög vel. Þetta er búið að vera mjög gott ár. Veltan í ár nálgast 1,5 milljarð. Það er mikil og góð aukning og hagi’æðingin sem við náðum með samruna við Samsölubakaríið hefur náð að skila sér. Ef ég lít til framtíðar þá er út- litið mjög gott. Þetta hefur alla tíð verið fjölskyldufyrirtæki og nú um stundir á fjölskyldan 86% á móti 14% sem fyrirtæki, hlutabréfa- og lífeyrissjóðir eiga. í framtíðinni er stefnt að því að setja fyrirtækið á hlutabréfamarkað. Líklega á næsta ári.“ fslendingar ekki mikil brauðþjóð Kolbeinn segir að íslendingar séu ekki sérlega mikil brauðþjóð, a.m.k. miðað við margar af ná- grannaþjóðum okkar. Brauð sé ódýr og hollur matur og ætti þess vegna að vera stærri þáttur í okkar neyslu. „Brauðneysla er oft ákveðinn kúltúr. Brauðneysla getur jafnvel tengst trúarbrögðum. ísland er að því leyti sérstakt varðandi brauð- neyslu, að hér hefur ekki verið ræktað korn til brauðgerðar. Er- lendis hefur ætíð, þar til á seinni árum, verið skjaldborg um korn- ræktina og brauðin bökuð úr heimaræktaða korninu. Brauðgæð- in hafa þannig farið eftir skilyrðum á hverjum stað og þannig verið minni eftir því sem norðar hefur dregið á hnettinum. Kannski má segja að okkar gæfa hér í norður- höfum hafi verið að korn var ekki ræktað og því höfum við alltaf get- að keypt inn besta mögulega hrá- efnið til brauðgerðar og þess vegna hafa brauð verið góð á Islandi, betri en víða annars staðar. Þetta er nú að breytast með opn- un markaða í Evrópu og víðar. En vegna skorts á hefð hafa markaðs- málin á íslandi alltaf snúist um að ná hylli neytenda og þar hefur ver- ið samkeppni frá ýmsum aðilum með skyldar vörur. Brauðneysla er nokkuð skorðuð hér á landi, en nýj- ungar sem koma og tengjast breyttum neysluvenjum ganga iðu- lega mjög vel og bætast við neysl- una í stað þess að hún dragist sam- an á öðrum sviðum.“ Sérðu fyrh' þér einhverjai' frek- ari breytingar á neysluvenjum ís- lendinga? „Tilbúinn matur er framtíðin í neysluvenjum hér. íslendingar eru afar nýjungagjamir, ekki síst í matargerð og kúltúr ýmissa þjóða í matargerð býður upp á mikla brauðneyslu. Ég get nefnt ítalska og indverska matargerð sem dæmi, en báðar eiga sér nú áhangendur hér á landi og þeim fer vafalaust fjölgandi. Einn liður í framtíðar- dæminu er að fylgjast grannt með, sem endranær, við höfum allar göt- ur gætt þess að fylgjast vel með straumum og stefnum í þessari grein okkar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.