Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 23 SKJÖLIN UM FJÁRSTUÐNINGINN VIÐ NORRÆNA SÓSlALISTA „FOND 89" vera komin ástæða fyrir því að geta þeirra ekki á flokkalistanum. Um þetta atriði geta þeir aðeins dæmt sem þekkja sögu flokksins á íslandi." Norski sagnfræðingurinn segir að fjárstuðningurinn hafí oft bland- ast inn í flokksdeflur sósíalista á Norðurlöndum. „Þessi tengsl við tiltekna arma eða fylkingar innan flokkanna koma iðulega fram í heimildum og það á ekki einungis við stuðninginn sem Sovétmenn veittu heldur einnig Austur-Þjóð- verjar og önnur ríki í Austur-Evr- ópu. Kommúnistar í Austur-Evr- ópu notuðu gjarnan fjármagnið til að styrkja þá arma eða fylkingar innan flokkanna sem þeim voru þóknanlegar." Staðlað orðalag Orðalag þeirra skjala er lúta að fjárstuðningnum er lítið sem ekk- ert breytt á milli ára. Slíkur stuðn- ingur var ákveðinn einu sinni á ári og var þá heildarupphæðin tiltekin í aðalskjalinu. I viðauka var síðan tekið fram hversu mikla peninga hver flokkur eða hreyfíng ætti að fá það árið. Utnefningin fór form- lega fram í nafni íyrirbrigðis er nefndist „Sjóður til styrktar vinstrisinnuðum verkalýðshreyf- ingum“ en þessi stofnun, sem var notuð sem leppur fyrir aðstoðina, hafði aðsetur í Búkarest í Rúmen- íu. I skjalinu frá 6. desember 1956 sem ber yflrskriftina „stuðningur við erlenda kommúnistaflokka" segir t.a.m: „Akveðið hefur verið að heildarframlag Kommúnista- flokks Sovétríkjanna i sjóðinn verði 3.150.000 Bandaríkjadalir, sem þjóðbanki Sovétríkjanna, Gos- bank, mun greiða alþjóðadeild mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna. Alþjóðadeildin mun upp- lýsa þá flokka í Austur-Evrópu sem hlut eiga að máli og mun í samráði við þá ákveða að heildar- upphæðin fyrir árið 1957 verði 5.500.000 dalir. Öryggisstofnun ríkisins (KGB, innskot Morgun- blaðið) mun sjá um að koma fjár- veitingunum til skila. Fulltrúar Öryggisstofnunar ríkisins eiga að gera viðtakendum grein fyrir að þessir peningar komi frá Sjóði til styrktar vinstrisinnuðum verka- lýðshreyfingum sem tengdur sé miðstjórn rúmenska kommúnista- flokksins." í viðauka var síðan að fínna hversu mikla fjármuni hver flokkur ætti að fá og var reglan jafnan sú að ítalskir kommúnistar fengu mest. Til samanburðar má nefna að þetta ár, 1956, var ákveðið að danskir kommúnistar fengju 25.000 dali, 5.000 dölum meira en félagar þeirra á Islandi, sænskir kommúnistar fengu 70.000 dali og finnski flokkurinn fékk 500.000 dali. Styrktir á þriggja ára fresti Norski sagnfæðingurinn telur skjölin sýna að fjárveiting hafi ver- ið ákveðin til íslenska flokksins á þriggja ára fresti. Flokkurinn hafí verið lítill og fjárþörfin hafi ekki verið talin sú sama og í tilfellum stærri flokka sem fengu greiðslur á hverju ári. „Vera kann að ákvarð- anir um viðbótarstuðning til að mynda til flokksblaðsins hafi verið ákveðnar en það kemur ekki fram í þeim tilteknu skjölum sem ég hef rannsakað. Skjöl í þá veru geta verið til en um það vitum við ekk- ert.“ Hafi frekari beinar greiðslur til Sameiningarflokks alþýðu-Sósí- alistaflokksins, þ.e.a.s. fyrir 1956 og eftir 1966, farið fram segir Holtsmark að margvíslegar skýr- ingar komi til greina á því að þeirra er ekki getið í skjölunum sem hann hefur unnið úr. „Vera kann að þetta skýrist einfaldlega með tilliti til flokkunarkerfisins í skjalasöfnunum. Hafa ber í huga að hér ræðir alls um tæplega 8.000 skjöl sem valin voru til að styðja mál saksóknarans gegn sovéska kommúnistaflokknum árið 1992. Þar var m.ö.o. valið úr skjalasöfn- um flokksins og það verður tæp- SKJÖL þau sem norski sagn- fræðingurinn Sven G. Holts- mark hefur rannsakað og leiða m.a. í ljós að flokkur íslenskra sósíalista fékk beinar fjárveit- ingar frá Sovétríkjunum á árun- um 1956-1966 tilheyra svo- nefndum „Fond 89“. „Fond 89“ samanstendur af skjölum úr söfnum Koinmúnistaflokks Sov- étríkjanna og sovéska ríkisins sem gerð voru opinber árið 1992 þegar Borís Jeltsín Rúss- landsforseti ákvað að fram skyldu fara réttarhöld yfír kommúnistaflokknum sem þá hafði verið leystur upp. Efnt var til þessara réttarhalda á marg- víslegum forsendum, m.a. þeim að flokkurinn hefði með óleyfi- Iegum hætti yfirtekið hlutverk og starfsemi ríkisvaldsins í Sov- étríkjunum. Að auki voru mann- réttindabrot sovéskra kommún- ista m.a. tiltekin. Akveðin skjöl sem valin höfðu verið úr hinum gríðar- lega komið auga á að eitthvert ákveðið kerfi hafi verið notað. Tek- in voru ákveðin plögg varðandi Noreg, önnur sem snertu Banda- ríkin o.s.frv. En þessir listar, þ.e.a.s. skjölin þar sem upphæðim- ar voru tilteknar frá ári til árs, eru til, um það er ég sannfærður. Margvíslegir listar voru geymdir víða í kerfinu og tilteknir háttsettir embættismenn héldu t.d. utan um kvittanirnar sem bárust fyrir greiðslunum.“ Holtsmark segir að vitanlega geti menn dregið í efa að greiðslur þessar hafi verið inntar af hendi í reiðufé og í Bandaríkjadollurum allt þar til kvittanir finnist með undirskriftum viðtakenda. „Auðvit- að er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að einhver innan KGB hafi stungið peningunum í vasann og síðan sagt yfirmönnm sínum í Moskvu að hann hafi komið þeim til skila en ég tel að það megi teljast heldur ólík- legt enda hefði áhættan fyrir við- komandi verið gífurleg." Norski sagnfræðingurinn segist engin dæmi þekkja um það frá síðari hluta aldarinnar að peningum hafi verið stungið undan en það hafi gerst sérstaklega í Þýskaland á upphafsárum fjárstuðningsins. „Til eru kvittanir kommúnistaleiðtoga á Norðurlöndum fyrir þessum fjár- veitingum og ég tel afar ólíklegt að peningunum hafi verið stungið undan.“ Vert er að taka fram að í skjölum þessum er jafnan kveðið á um að fulltrúar KGB afhendi pen- ingana. Hamslaus leyndarhyggja „Almenna reglan var sú að sem mest leynd átti að hvfla yfir stuðn- ingi þessum. Það átti bæði við um þá sem gáfu peningana og þá sem við þeim tóku. Því færri sem vissu af þessu því betra, var það viðmið sem viðtekið var. Menn geta því séð fyrir sér flokksleiðtogann fara á fund KGB-mannsins í sendiráði Sovétríkjanna í viðtökulandinu. Reglan var sú að þar fór afhend- ingin fram og t.a.m. hefur fyrrum yfirmaður KGB í Kaupmannahöfn lýst því ítarlega í viðtali við danska sjónvarpið hvernig greiðslurnar voru inntar af hendi. Fleiri heim- ildir frá öðrum löndum eru einnig til um þetta.“ Skjölin sem hér ræðir um eru engin skemmtilesning, þetta eru þurrar skýrslur sem eingöngu vísa til fjárveitinganna sem ákveðnar hafi verið. Engar upplýsingar er þar að finna um til hvaða verkefna peningarnir voru notaðir, forsend- ur Sovétmanna fyrir aðstoðinni eru ekki tíundaðar og engin nöfn eru nefnd. Engin kvöð hvfldi á viðtak- legu söfnum Kommúnistaflokks Sovétríkjanna voru lögð fram í þessum réttarhöldum. Þau eru því engan veginn tæmandi og alls ekki er unnt að ganga að því sem vísu að þar sé að finna tæmandi yfirlit yfir þann stuðn- ing sem erlendir bræðraflokkar sovéskra kommúnista þáðu. Skjölin sem alls eru um 3.000 og taka yfir tæpar 10.000 blað- síður ná yfir tímabilið frá 1919 til 1990 en þau eru engan veg- inn tæmandi. Fræðimenn hafa getað rannsakað þessi skjöl frá árinu 1994. Gerður var samningur milli Ríkisskjalasafns Rúss- lands og bresks fyrirtækis er nefnist Chadwyck-Healey. Breska fyrirtækið tók að sér að koma þeim skjölum, sem gerð voru opinber vegna réttarhald- anna, á míkrófilmur. Þann grunn ásamt ítarlegu efnisyfir- liti er unnt að fá keyptan. I þennan grunn hefur Sven G. Holtsmark sótt heimildir sínar en hann hefur einnig stuðst við aðrar heimildir í rannsóknum sínum á tengslum norskra kommúnista við Sovétríkin og Austur-Þýskaland. í „Fond 89“ er aðaflega um að ræða skýrsl- ur og minnisblöð til miðstjórn- ar Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna. Þennan grunn, þ.e. „Fond 89“ (nafnið er alþjóðlegt, ekki norskt), er unnt að nálgast m.a. í Nóbelsstofnuninni í Osló. Sven G. Holtsmark kveðst hafa efa- semdir um að innan hans sé að finna frekari gögn um íjár- stuðning Sovétmanna við ís- lenska sósíalista. Þau kunni að vera að finna í öðrum skjala- söfnum Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna sem leynd hafi verið létt af en þá sé um að ræða margra ára fræðilega vinnu til að finna þau skjöl og rannsaka þau. Þau munu öll vera á rúss- neskri tungu. endum um að þeim bæri að skila inn skýrslum um það hvernig fjár- magninu hefði verið varið og eftir- lit var ekki stundað. Viðbragða við- takenda er ekki getið. „Þetta voru almennar fjárveitingar til að halda uppi flokksskipulaginu. Flokksleið- toginn ákvað hvernig peningarnir voru notaðir,“ segir Holtsmark. Hins vegar segir hann að í tilfelli norska kommúnistaflokksins séu til skjöl um sérstakar fjárveitingar til ákveðinna verkefna, m.a. til að halda úti blaðaútgáfu. Efasemdir í alþjóðadeild Holtsmark segir athyglisvert að til séu skjöl frá árunum er Míkhaíl S. Gorbatsjov var við völd í Sovét- ríkjunum, þ.e. frá 1985 til 1991, þar sem raktar séu umræður um stuðninginn við erlendu félagana. Þær fóru fram innan alþjóðadeild- ar Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna og sýna skjölin að þekktir menn á borð við Anatólíj Dobrynín, sendiherra Sovétríkjanna í Banda- ríkjunum til margra ára og síðar yfirmaður alþjóðadeildai’innar, og Valentín Falín, sem tók við al- þjóðadeildinni af honum, voru alls ekki sáttir við fjárveitingarnar. „Þeir vildu leita nýrra leiða og sú hugmynd kom fram að stuðningur- inn færi fram eftir viðskiptalegum leiðum í stað beinna framlaga. Flestir kommúnistaflokkar áttu fyrirtæki sem m.a. voru notuð til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.