Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 21 Fimm súmmarar Ljósmyndastofa Reykjavíkur MYMDLIST byður l-innboga Mannosson Ijósmyndara velkominn til starfa Ljósmyndastofa Reykjavíkur Emil Þór og Finnbogi Hverfisgötu 105 Sími 5621166 Opiðio.,7aí(a Vita-A-Kombl andlitslinan Svissneska lækninum og vísindamann- inum dr. Paul Herzog tókst eftir áratuga rannsóknir að binda súrefni í fast form. Eitthvað sem engum öðrum hefur enn tekist að gera. Afraksturinn eru súrefnisvörur Karin Herzog sem byggja á tveimur alheims einkaleyfum, þar sem Vita-A-Kombi andlitskremin eru horn- steinninn. Vita-A-Kombi andlitskremin hafa eigin- leika sem eru óþekktir í öðrum snyrtivörum, því í þeim er sameinað bundið súrefni og hlutlaust A- vítamín sem gefur bylting- pílfc arkenndan árangur í uppbyggingu og vörn húðarinnar. Uppfinn- ji ingar dr. Paul Herzog TCTkiv ■ gteina súrefnisvörur •• 4É Karin Herzog frá öll- jES um öðrum snyrtivör- undir ná sínu a besta fram. ÝMSIR, BLANDAÐ EFNI Safnið er opið frá klukkan 11 til 17 alla daga nema mánudaga. í LISTASAFNI íslands hefur nú verið opnuð sýning á verkum fímm þeirra listamanna sem forð- um tilheyrðu SUM-hópnum, þeirra Jóns Gunnars Arnasonar, Krist- jáns Guðmundssonar, Hreins Frið- finnssonar, Sigurðar Guðmunds- sonar og Magnúsar Tómassonar. A sýningunni má sjá verk frá ýmsum tímum, allt frá verkum sem unnin voru á fyrsta starfsári SUM og að nýjum verkum. Markmiðið með sýningunni er greinilega fyrst og fremst að kynna þessa fímm lista- menn en þó er um leið leitast við að veita nokkra innsýn í þann anda sem ríkti meðal „súmmaranna". SUM, sem staðið getur fyrir Samband ungra listamanna, var stofnað fyrir þrjátíu árum sem sýn- ingar- og samstarfsvettvangur fyr- ir konur og karla sem ekki áttu kannski samleið með eldri lista- mönnum í þeim efnum og vildu kanna nýjar leiðir í listsköpun. Hafði fordæmi Dieters Roth mikið gildi íyrir marga þessara lista- manna, enda flutti hann hingað til lands ýmsar hugmyndir sem Is- lendingar höfðu vart haft aðgang að áður, hugmyndir fiúxus-hreyf- ingarinnar og ýmiss konar hug- mynda- og gjörningalistar. í elstu verkunum á sýningunni má greina sterk áhrif frá slíkum stefnum, meðal annars í verki Kri- stjáns frá 1969, Environmental Sculpture, og í verkinu Drengur eftir Sigurð frá sama ári. I báðum tilfellum farið langt út fýrir ramma þess sem viðurkennt taldist í ís- lenskri höggmyndalist, unnið með hversdagslegt og „ómerkilegt" efni og reynt að vekja merkingu þess í grófri og ágengri samsetningu. En þótt áhrifin frá erlendum listahræringum væru í upphafi sterk fundu þessir listamenn allir fljótlega sitt eigið myndmál og stfl, og óhætt er að segja að list þessara fimm beri afar sterk einstak- lingseinkenni. Jón Gunnar Áma- son, sá eini úr hópnum sem er lát- inn, fór reyndar alltaf sínar eigin leiðir og kemst kannski næst því að geta talist einhvers konar náttúru- barn í listinni. Verk hans voru oft mjög ögrandi og jafnvel stórhættu- leg, búin hnífum og hreyfanlegum örmum, en hann gat líka unnið með fínlegast efni, ljósið sjálft, og virkj- að það í sólvagna og sólför, eins og Reykvíkingar þekkja af sólfarinu stóra sem stendur við sjóinn neðan Skúlagötu. Magnús Tómasson á verk á sýn- ingunni sem sýna vel hvemig hann vinnur úr hugmyndum. Herínn sig- ursæli er heitið á flokki risavaxinna flugna sem ganga með fánabera í fararbroddi og eru vissulega mjög ógnandi. Hins vegar var það kannski fyrst og fremst áhugi Magnúsar á flugi og þar með fljúg- andi dýram sem hefur verið kveikj- an að verkinu því hann átti eftir að vinna mikla röð verka undir heitinu Valsmenn, munið hið árlega herrakvöld félagsins sem haldið verður föstudaginn 5. nóvember nk. í hátíðarsal Vals á Hlíðarenda Húsið opnað kl. 19.00 Skemmtileg dagskrá og góður matur Verð kr. 3.500 Valsmenn fjölmennum Áfram Valur! Blákoma frá 1989 eftir Hrein Friðfinnsson. Saga flugsins, auk þess sem væng- ir og flug birtast enn oft í högg- myndum hans þótt þær séu nú oft- ast gerðar úr grjóti eða eir. Hreinn Friðfinnsson stendur nokkuð sér á báti í hópnum því verk hans byggja umfram allt á fagurfræðinni og eru stundum svo fínleg að þau virðast efnislaus og svífandi. Gott dæmi um það er ný- leg ljósmynd á sýningunni þar sem sjá má listamanninn handfjatla marglitað sólarljósið þar sem þar skín gegnum margstrent gler. En stærsta verkið á sýnigunni er jafn- framt eftir Hrein, veggverkið Blá- koma frá árinu 1989 og þar sést að léttleikinn og hinn fagurfrræðilegi einfaldleiki koma ekki í veg fyrir að hann geti unnið í stóram skala Miðað við þau áhrif sem þessir listamenn urðu fvrir í upphafi er nokkuð sérstakt hve rækilega list þeirra hefur aðgreinst síðar á ferl- inum og það kemur kannski hve gleggst í ljós þegar skoðuð er list þeirra bræðra Sigurðar og Krist- jáns. Kristján hneigðist strax til naumrar framsetningar og má helst kenna verk hans við minimal- isma, en Sigurður fann sinn eigin stíl í hugmynda- og umhverfislist- inni þar sem hann vann gjarnan mjög táknsæ verk í Ijósmyndum og gjörningum. Hin síðari ár hefur hann hins vegar einkum fengist við höggmyndir. Sýningin í Listasafninu er auð- vitað bara lítið ágrip af af list þess- ara fimm listamanna sem allir eru enda vel þekktir og meira að segja hafa nýlega verið haldnar miklar yfirlitssýningar á verkum þeirra Sigurðar og Hreins með tilheyr- andi útgáfu. Enn síður ber að líta sýninguna sem einhvers konar út- tekt á SUM-hópnum og mikilvægi hans, enda er heldur ekki langt síð- an slík sýning var haldin. En hér gefst þó tækifæri til að sjá verk þeirra fimm í góðu rými, í stærsta sal Listasafns Islands, þar sem þau njóta sín vel og sýningin er í alla staði mjög vönduð og falleg og fær- ir jafnframt til samhengið í list þein-a, allt frá upphafinu í SÚM og fram á þennan dag. Jón Proppé Tilboð á Karin Herzog snyrtistofu: 20% afsláttur af súrefnismeðferð fyrir reykingafólk. _ Tímapantanir í síma 698 0799 og 565 6520. Súrefnisvöfur |f «1*111 II , m wm gm m m “§.nn B®fzo9 ..ferskir vindar í umhirðu húðár mam Þriðjudagur 2. nóv. kl. 14—18: Háaleitis Apótek, Hagkaup Akureyri. Miðvikudagur 3. nóv. kl. 14—18: Lyf og heilsa — Apótek — Melhaga, Hagkaup Akureyri. Fimmtudagur 4. nóv. kl. 14—18: Apótek Blönduóss, Blönduósi. Föstudagur 5. nóv. kl. 14—18: Lyf og heilsa — Apótek — Kringlunni, Hagkaup Smáratorgi. Laugardagur 6. nóv. kl. 13—17: Hagkaup Smáratorgi, Lyf og heilsa — Apótek — Kringiunni. / A • SelfoxH Blóðbankinn verður með blóðsöfnun í Grænumörk 5 á Selfossi þriðjudaginn 2. nóvember kl. 10-18. Blóðgjöf er lífgjöf! dlBLÓÐBANKINN ^ - geföu meö hjartanu! Menningar- kvöld Klé- bergsskóla UNGLINGADEILD Klé- bergsskóla stendur fyrir menningakvöldi í tilefni útgáfu ljóðabókar 8., 9. og 10. bekkjar þriðjudagskvöld, kl. 20 í fé- lagsheimilinu Fólkvangi. Skemmtiatriði verða af ýmsum toga, flutt af nemend- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.