Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 Mánalind 5 - Kópavogi Höfum fengið í einkasölu í nýja Lindahverfinu í Kópavogi þetta glæsilega ca 200 fm parhús. Húsið er á tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr. Húsið er tilbúið til innréttinga. Gert er ráð fyrir arni í stofu. Húsið er frágengið að utan, en ómálað. Teikningar af innréttingum innanhúsarkitekts fylgja og liggja frammi á skrif- stofu okkar. Húsið er mjög vel staðsett og útsýnið frábært. Verð 16,4 millj. Áhvílandi íbúðalánasjóður kr. 7.344.918. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar í síma 555 1500 eða 897 4788 (Stefán). íf Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Sími 555 1500, bréfsími 565 2644 Netfang: stefanbj@centrum.is. Kripalu-Yoga Byrjendanámskeið hefjast miðvikudaginn 3. nóvember. Kennari: Heiga KRAm HÚ5t& V/Bergstaðastræti. Sími 551 5103. Rannsóknir og þróun í báqu fvrirtækia CRAFT-styrkir ESB Dagskrá námskeiðs á vegum RANNÍS í Húsi iðnaðarins við Hailveigarstíg 4. nóvember 1999 I 10.00-11.00 11.00-11.05 11.05-11.30 11.30-12.00 12.00-13.00 13.00-14.00 14.00-15.30 15.30-16.00 Lítil og meðalstór fyrirtæki í fimmtu rammaáætlun ESB Robert-Jan Smits, ESB Yfirlit námskeiðsins Parkin og Trant, Beta - Technology Könnunar- og samvinnustyrkir Parkin og Trant, Beta - Technology Skipulag verkefna Parkin og Trant, Beta - Technology Að skrifa umsókn um forverkefnastyrk • Verkefnahugmyndin • Eyðublöðin • Ferlið frá umsókn til samnings Parkin og Trant, Beta - Technology Hádegisverður Að skrifa umsókn um verkefnastyrk • Verkefnahugmyndin • Eyðublöðin • Ferlið frá umsókn til samnings Parkin og Trant, Beta - Technology Samantekt og spurningar Námskeiðið er ókeypis. Áhugasamir vinsamlega tilkynnið þátttöku til RANNIS í síma 562 1320 eða með tölvupósti til rannis@rannis.is. Robert-Jan Smits er yfirmaður áætlunar Evrópusambandsins um stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki. Johanne Parkin og Nigel Trant starfa hjá breska ráðgjafafyrirtækinu Beta Technology sem náð hefur frábærum árangri við að aðstoða fyrirtæki til að fá verkefni sín samþykkt í rammaáætlunum Evrópusambandsins. Craft-styrkir erv sérstaklega ætlaðir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Evrópska efnahagssvæðinu til að kaupa rannsókna- og þróunarvinnu. Fyrirtæki af þessari stærð hafa sjaldnast rannsóknaaðstöðu sjálf. Boðið er upp á tvenna styrki. Annars vegar forverkefnastyrki til að standa straum af kostnaði við undirbúning að umsókn um verkefnastyrk. Hins vegar verkefnastyrkir til að greiða rannsóknastofnun/háskóla eða sam- bærilegum aðila fyrir rannsókn í þágu fyrírtækja. MINNINGAR ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR + Þóra Kristjáns- dóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 16. októ- ber síðastliðinn. Heimili hennar var á Skjóli við Kleppsveg. Foreldrar Þóru voru hjónin Margrét Elí- asdóttir ættuð frá Vestmannaeyjum og Kristján Jóhannsson bifreiðarstjóri ættað- ur úr Skagafírði. Þau eru bæði látin. Elsta barn Þóru er Emil Róbert Karlsson, faðir hans Karl Oskarsson flug- vélavirki, látinn. Þóra giftist Einari Árnasyni bifvéla- virkja. Þeirra börn eru Einar Ingvi, f._9. mars 1951, Ásta Ár- ný, f. 18. maí 1953, Eygló Ósk, f. 27. júlí 1957, hún lést í Ástralíu 3. mars 1998. Tvö börn Þóru, Þórólfur og Elín Dóra ólust upp ann- ars staðar. Útför Þóru fór fram í kyrrþey. Hún Þóra systir mín var lífsglöð ung kona, vinsæl og skemmtileg. Hún var mjög sjálfstæð og þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér. Hún vann ýmis verslunar- og þjón- ustustörf og var alls staðar vel lát- in sökum dugnaðar. Þegar hún ung að árum hóf búskap með manni sínum naut hún sín sem húsmóðir. Það var allt svo fínt og fágað hjá henni Þóru. Ég man hvað gott var að koma í heimsókn. Alltaf eitthvað gott sem hún hafði búið til eða bakað. Ástrík móðir með afbrigðum, hugsaði vel um bömin sín sem voru henni svo dýr- mæt. En svo kom tími sem hægt er að segja að ekki gekk allt sem skyldi, skilnaður, viðskilnaður við bömin, áfengisvandi, litla sem enga hjálp að fá og miklir fordóm- ar. Hræðilegt slys og henni vart hugað lengra líf. Síðan álitið að hún yrði rúmliggjandi það sem eft- ir væri. En Þóra hafði sterkan lífs- vilja og eftir langa sjúkrahússlegu fékk hún pláss á Reykjalundi. Með góðri hjálp lækna og þjálfara komst hún þar á fætur aftur og gat gengið óstudd með staf og á spelkuskó. Þetta var ótrúlegur ár- angur á svo skömmum tíma. Enda var Þóra mjög dugleg við æfíng- arnar og ósérhlífin. Einnig æfði hún sig í að skrifa með lömuðu hendinni og fór að halda dagbók. Sjálfsbjargai-við- leitnin var mikil og sjálfstraustið óx. Er hún hafði dvalið u.þ.b. ár á Reykjalundi fékk hún íbúð í Há- túni 10. Því miður gat hún ekki bú- ið þar nema nokkra mánuði. Þrek- ið fór dvínandi því engin þjálfun var til staðar og slæmar byltur tíð- ar. Það sama var að segja um Sjálfsbjargarhúsið sem var næsti dvalarstaður Þóru. Það var þá ný- tekið í notkun og vantaði tæki til þjálfunar lengi vel. Það er sorgleg staðreynd að Þóru fór stöðugt hrakandi á þessum stað. Fötlun hennar var svo fjölþætt, að hún hefði þurft að búa þar sem sér- hæfðir læknar, hjúkrunarfólk og þjálfarar væru til staðar. Þá hefði e.t.v. mátt koma í veg fyrir ýmis áföll og óþægindi sem hún varð fyrir. Þóra var greind kona og lét ekki auðveldlega brjóta sig niður, vildi láta koma fram við sig sem full- gilda manneskju. Hún sætti sig illa við þegar hún fékk ekki nauðsyn- legustu hjálpartæki eins og spelkuskó, á meðan Tryggingarn- ar og Sjálfsbjörg þráttuðu um hvor aðilinn ætti að borga. I árslok 1996 datt Þóra og lærbrotnaði er hún reyndi að komast í hjólastól- inn hjálparlaust með bólginn fót og á ónýtum tveggja ára gömlum skóm. Hún var eftir það á annað ár á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. I fyrstu vart hugað líf, en náði sér brátt og var komin á stjá í fullkomnari hjólastól og á nýjum spelkuskóm sem hún hafði fengið að gjöf frá skósmiðnum sínum. Hún naut þess að geta farið um ganga sjúkra- hússins, hitt fólk og verslað í sjoppunni. Og í Kringluna komst hún til þess að fá sér ný gleraugu. Þóra undi sér vel þarna á öldrun- ardeildinni á meðan hún beið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili. Rétt áður en að því kom missti hún yngri dóttur sína sem búið hafði í Ástralíu. Það var sárt fyrir Þóru. Rétt fyrir 70 ára afmælið henn- ar fékk hún herbergi á Skjóli. Hún hélt upp á það með kaffí og tertum og forstöðumaðurinn sendi henni harmonikuspilara. Þetta var sann- kallaður gleðidagur fyrir alla á þriðju hæðinni og börn og ættingj- ar glöddust með. Þóra sagði að á Skjóli væri hún búin að eignast heimili. Hún eignaðist þar vini. Gat farið sjálf í bankann, verslað í búðinni og farið í snyrtingu og hár- greiðslu. Allt innan veggja heimil- isins. Þegar hún dvaldist í her- bergi sínu hlustaði hún mikið á út- varp og hljóðbækur. Einnig tók hún oft upp músik á kasettur. Þóra gat glaðst af litlu tilefni og var þakklát þeim sem hjálpuðu henni. Hún hafði yndi af börnum og naut þess að gefa þeim gjafír. Síðustu tvær vikurnar var Þóra mikið veik og lá á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Fyrir hönd bama hennar og annarra vandamanna þakka ég starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur og Skjóls fyrir góða umönnun Þóru og hlýtt viðmót við okkur öll. Elsku þóra mín, ég veit að þú ert í góðum höndum. Guð og Jesú eru með þér eins og þú sagðir sjálf að þú værir aldrei ein. Farðu í Guðs friði og hafðu þökk fyrir allt. Þín systir Erla. Hinn 20. október síðastliðinn var merk kona til grafar borin. merk, ekki vegna stórafreka í þjóðmálum íslendinga eða vegna skáldgáfu eða annarra afreka, sem við erum svo gjörn á að meta hvert annað eftir. Nei, Þóra var merkileg mann- eskja fyrir annarra hluta sakir. Hún átti nefnilega æðraleysið, hugrekkið og trúna á Guð og Jesú Krist, trú sem hjálpaði henni til að lifa tiltölulega hamingjusömu lífi þrátt fyrir mikla bæklun í meira en 30 ár. Sem ung kona var Þóra afar glæsileg, en annað er gæfa en gjörvileiki, því líf Þóra var langt FASTEIGN ER FRAMTIÐ FASTEIGNA Siðumúía 11, 2. hæð, 1CS Reykjavík Þór Porgeirsson, sölum. n SIMI 575 8500 MIÐLUN Sverrir Kristiánsson !ðgg. Fasíelgnasa?i Brynjar Fransson Heimasíöa: http://www.fastmidl.is// OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRA KL. 9-18 575 8500 VIÐSKIPTAMENN ATHUGIÐ Við erum flutt í SÍÐUMÚLA 11,2. hæð. Nýtt símanúmer er 575 8500 OKKUR VANTAR ALLAR STÆRÐIR ÍBÚÐA OG HÚSA ÁSÖLUSKRÁ ATVINNUHÚSEIGENDUR, VIÐ HÖFUM KAUPANDA AÐ CA 1.500 TIL 2.500 FM HÚSNÆÐI Á EINNI HÆÐ MEÐ GÓÐRI ÚTIAÐSTÖÐU. OKKUR VANTAR ALLAR STÆRÐIR ATVINNU- HÚSNÆÐIS Á SÖLUSKRÁ. Eínbýiíshús LANGHOLTSVEGUR - EIN- BÝLI Til sölu 148 fm stein- hús, húsið er kjallari og hæð, byggt 1944 ásamt 40 fm bílsk. Húsið og ^arður er fallegt. Hornhús. I húsinu eru 4 svefnh. o.fl. Húsið er mikið endurn. Mjög góð eign. VINDAS 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi ásamt stæði í bílgeymslu. Áhv. 4,5 m. hús- bréf og veðdeild. Verð 9,3 m. BALDURSGATA Til sölu björt og góð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð i steinhúsi rétt við mið- bæinn. Góð gólfefni. NJALSGATA - EINBYLI Til sölu járnvarið einbýlishús sem er mikið endurnýjað. Húsið er 150 fm, kj., hæð og ris með aukaíbúð í kjallara. Áhv. 4,8 m. húsbréf. Verð 15,9 m. 3]a herbergja 4ra herbergja BALDURSGATA 80 fm íbúð á 3ju hæð ásamt herb. og góðu rými í risi. Húsið er snyrtilegt og íbúðin góð með nýlegum og vönduðum gólfefnum. Góð eign rétt við miðbæinn. HÁAGERÐI - RIS 2ja herbergja GRETTISGATA 2ja herb. 37 fm íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi í sexíbúða húsi. (búðin er öll endurnýjuð að innan og einnig allar lagnir. Áhv. 2,6 m. húsbr. og veðd. Verð 4,8 m. Nýbyggingar Vorum að fá i sölu risíbúð á þessum eftirsótta stað. íbúðin skiptist m.a. i stofu tvö góð herbergi og lítið herbergi sem notað er sem barnaherbergi. Ný- leg eldhúsinnrétting. Parket á stofu og herbergi. Stórar suðursvalir. BARÐASTAÐIR - GRAFAR- VOGI Til sölu 4ra herb. 107 fm endaíbúð á 2. hæð í 16 íbúða húsi sem er í byggingu. (búðin verður afhent fullbúin með gól- fefnum þann 15. des. nk. Verð 11,950 Þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.