Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 41 MINNINGAR þá lést þú ævinlega skilaboð út ganga. Ekki fannst þér verra ef við komum með eitthvert smáræði handa þér eins og happaþrennur sem þú hafðir mjög gaman af að skafa. Ef einhver var vinningurinn þá varst þú óðar búin að gefa hann litlu barni því gjafmildi var þitt sér- kenni. I herberginu þínu var margt fallegt enda þú mikið gefm fyrh- fal- lega muni og myndir. Eitt og annað vekur upp gamlar minningar. Ósjaldan baðst þú okk- m- að líta í kommóðuna þína þar sem okkar beið fallega þrykktur dúkur eða nýprjónaðir sokkar sem þú hafðir gert af mikilli natni og vandvirkni. Myndirnar þínar voru þér kærar. Endurspegla þær lífs- hlaup þitt og þreyttist þú aldrei á að sýna okkur þær. Þú átt ríkan þátt í lífi okkar því þú bjóst á heim- ili okkar og við ólumst upp í þinni nærveru. Herbergið þitt heima í Vesturberginu var í daglegu tali nefnt „ömmuherbergi" og ein- kenndist það af snyrtimennsku sem þá var ólíkt okkar eigin. Þú reyndir þó alltaf að miðla okkur af reynslu og visku þinni og leggja okkur lífs- reglurnar. Þú varst alltaf vel til höfð og eltist svo vel, okkur fannst þú alltaf verða sætari og sætari. Það voru forréttindi að hafa þig heima hjá okkur. Alltaf áttir þú stund aflögu til að grípa í spil og spjalla um gamla tíma eða kenna okkur barnaþulur og bænir sem þú varst svo farin að kenna okkar börnum. Ekki var verra að þú lum- aðir alltaf á góðgæti sem þú gafst óspart eða sendir okkur eftir. Þú gættir þess alltaf að eiga „með kaff- inu“ ef gestir litu inn enda varstu mikil fjölskyldukona og vinamörg. Við fundum að fólk virti þig og til þín var gott að leita. Það kom ber- lega í ljós um jólaleytið þegar jóla- kortin og pakkarnir streymdu inn til þín og litum við þig oft öfundar- augum en fórum þó ekki varhluta af gjafmildi þinni, þar sem þú varst mjög örlát. Það sem háði þér hvað mest var heyrnarskerðing þín sem smá versnaði með aldrinum og hlógum við stundum saman að skemmtilegum misskilningi í spjalli okkar. Kannski var heyrnarskerð- ingin ástæða þess að þú hafðir mjög gaman af lestri og var oft notalegt að sitja inni í ömmuher- bergi hjá þér og lesa blöð sem Svenni frændi færði þér iðulega. Já, amma, þú varst stór hluti af lífi okkar og alltaf kvaddirðu okkur svo innilega og baðst fyrir kveðju til allra. Við erum þakklát fyrh- allt það sem þú gafst okkur, kærleika þinn og hlýju. Við söknum þín og kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir okkur: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig og varðveiti. Ömmubörnin x' Vesturbergi, Guðlaug, Linda, Guðfinna, Ægir og Edda. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafi-estur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyi-ir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta bii’tingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR + Sigríður Ásgeirs- dóttir var fædd í Reykjavík 19. janúar 1925. Hún lést 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Sigurðs- son, f. 28.11. 1894, d. 22.9. 1961, skipstjóri á Heklunni og Esj- unni, og Ása Gunn- fríður Kristín Ás- grímsdóttir, f. 14.10. 1899, d. 25.2. 1977. Systkini Sigríðar eni: Sigurður Stefán, f. 17.11.1918, d. 11.2. 1919; Ingibjörg, f. 20.2. 1921, d. 1.10. 1962; Ágrímur, f. 27.3. 1923, d. 5.7. 1985; Asgeir, f. 24.10. 1926, d. 6.6. 1970. Hinn 7. júní 1951 giftist Sigríður Jóhanni Eyjólfssyni málarameist- ara, f. 11.6. 1928. For- eldrar hans voru Eyjólfur Eyjólfsson bifreiðastjói-i, f. 22.11. 1887, d. 10.1. 1963, og Gjaflaug Eyjólfsdóttir, f. 21.2. 1902, d. 14.7. 1973. Börn Sigríðar og Jóhanns eru: 1) Ás- geir, f. 27.2.1951 (mál- ari). Fyrri kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. 14.2. 1956. Þau skildu. Böi'n Ásgeirs og Guð- rúnar eru: a. Sigríður Ása, f. 15.7. 1974; b. Ástríður Elín, f. 23.7. 1976. Seinni kona: Guðnin Axels- dóttir, f. 15.9. 1960. Þau skildu. Börn Ásgeirs og Guðrúnar: a. Ás- geir Örn, f. 1.6. 1980; b. Birgitta Björk, f. 10.4. 1982; c. Axel, f. 2.9. 1990. Ásgeir á Ijögur barnaböm. Látin er mágkona mín, Sigríður Ásgeirsdóttir, eftir langvarandi og erfið veikindi. Ég kynntist henni fyrst árið 1948, er samvistir og síðan hjónaband tókst milli mín og Ásgríms Ásgeirssonar, stýrimanns hjá Land- helgisgæslunni. Þau vora böm hins þjóðkunna skipstjóra Ásgeirs Sig- ui’ðssonar spm tíðast var kenndur við Esjuna og Ásu konu hans. Við Ásgrímur bjuggum í sama húsi og foreldrar þeirra systkina í tíu ái- og urðu kynni okkar Sigiíðar að vin- áttu sem entist til æviloka hennar og aldrei bar skugga á. Sigríður var mikil dugnaðarkona og kjarkui-inn óbilandi enda fór henni allt vel úr hendi sem hún tók að sér. Hún vann um nokkurt skeið í Skíða- skálanum í Hveradölum og gat sér þar orð fyrir myndarskap í öllum vex’kum. Móðh mín, Halldóra Jakobsdóttir, tók við Verslun Benónýs í Tryggva- götu eftir lát föður míns. Þegar heilsa hennar bilaði kom Sigríður okkur til hjálpar og unnum við til skiptis í versluninni þangað til hún hætti, árið 1987. Stóð hún þar vel að verki eins og annars staðar og var ég ævinlega þakklát henni fyrir þá hjálp sem hún veitti okkur. Hún og Jóhann Eyjólfsson, maður hennar, eignuðust fjögur böm, tvær dætur og tvo syni. Mannkostir og myndarskapur þeirra hjóna mótuðu heimili þeha-a. Sigríður var einlæg- lega trúuð og traust hennar á bæn- inni var óhagganlegt. Heilsa hennar bilaði mjög eftir skurðaðgerð sem hún fór í og komst hún aldrei til fullrar heilsu eftir það. Hún var lengst af heima þótt veikind- in þjáðu hana en annað veifið varð hún að vera á Vífilsstöðum. Vini hennar og ættingja granaði þegar á veikindin leið að þau mundu ekki taka enda nema á einn hátt en ég held að hún hafi fram að síðasta skeiði þeirra vonað og trúað að hún OPIÐ HÚS Týsgata 6 77 fm efrí sérhæð í tvíbýli Til sýnis og sölu falleg 3ja-4ra herb. efri hæð ásamt rislofti í góðu steinhúsi. íbúðin heldur óvenjuvel upprunalegum sjarma, meðal annars er fallegur, upprunalegur viður á gólfum. Verð 8,9 millj. Ahv. 4 millj. Jóna Fanney tekur vel á móti gestum í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og 18.00. Brynjólfiir Jónsson fasteignasala, sími 511 1555, gsm 898 9791. TIL SÖLU SKEIÐARÁS 16 GARÐABÆ Húsin eru annars vegar 250 fm steinsteypt hús á einni hæð og hinsvegar sambyggt stálgrindarhús á tveimur hæðum ca 375 fm. Á efri hæðinni eru 9 herbergi, kaffistofa og snyrting með sturtu. Einnig fylgja sökklar undir 312 fm hús á einni hæð. Lóð er ca 3600 fm. Húsin standa niður við sjó i Arnarnesvoginum. Stórkostlegt útsýni. Eignirnar bjóða upp á mikla möguleika. Frekari upplýsingar í síma 896 8888. 2) Eyjólfur, f. 28.6. 1953, málari, kvæntist Guðbjörgn Eddu Karls- dóttur, f. 14.7. 1959. Þau skildu. Barn Eyjólfs og Eddu er Karl Ingi, f. 1.10. 1980. 3) Áslaug, f. 7.4. 1955, starfar x' bókhaldi, eig- inmaður: Sævar Þór Sigurðsson, f. 15.2. 1956. Börn Áslaugar og Sævars: a. Sara Margrét og Harpa Karen, f. 20.10. 1994. 4) Ingibjörg, f. 22.2. 1963 (ritari og tölvukennari), giftist Eyjólfi Ein- ari Eyfells Þórssym, f. 15.2. 1961, d. 4.11. 1988. Börn Ingibjargar og Eyjólfs: a. Jóhann, f. 18.4. 1987; b. Eyrún Harpa, f. 2.2. 1989. Ingibjörg er í sambúð með Thor Olafi Hallgrímssym, f. 25.11. 1955. Barn Ingibjargar og Thors: a. Thor Andri, f. 31.5. 1996. Sigríður var húsmóðir og starf- aði á Hótel Hveragerði og Skíða- skálanum í Hveradölum áður en hún giftist og við verslunarstörf eftir að bömin vom uppkomin. Útför Sigríðar fór fram í kyrr- Þey. næði heilsu á ný. Hún vann heimilis- störf eftir getu allt fram undir ævilok, þótt kraftarnir biluðu, en Jóhann, eiginmaður hennar, vann það sem hún lét eftir honum og annaðist hana svo vel að til var tekið. Henni var alltaf annt um útlit sitt og hún vildi vera hrein og vel klædd þótt líkams- þrekið dvínaði smám saman. Henni hefði ekki komið til hugar að gefast upp og bíða endalokanna liggjandi. Til dæmis um það er að hún fór í hár- liðun fjóram dögum áður en hún kvaddi þennan heim. Mér var ánægja að því að geta lagt henni lið þegar hún þurfti á því að halda enda fór hún eftir því sem ég bað hana, að láta mig vita ef ég gæti gert eitthvað fyrir hana. Á þann hátt fannst mér ég geta endurgoldið henni eitthvað af öllu því sem hún gerði fyr- ir mig. Ég kveð þessa góðu vinkonu mína með söknuði og þökk í huga og flyt eftirlifandi manni hennar, börnum, tengdabörnum og barnabömum ein- lægar samúðarkveðjur mínar. Megi hún hvíla í friði og hið eilífa Ijós lýsa henni. Ólöf Benónýs. Á- Illur grunur læddist að mér þegar Imma frænka hringdi til mín í vinn- una kl. 9 á miðvikudagsmorgun, 20. þ.m. Sá granur var því miður á rök- um reistur. Hún tjáði mér að Sigga frænka væri dáin. Þegar ég hafði jafnað mig um stund, varð mér hugsað til allra góðu stundanna sem ég átti hjá henni. Sigga var systir hans pabba míns og þau vora mjög góðir vinir. Alltaf þeg- ar pabbi kom heim af sjónum leit hann inn til Siggu til að spjalla við hana. Eftfr að pabbi dó hélt Sigga alltaf góðu sambandi við mömmiiV- mína. Sigga var mikið með móður sinni og þegar amma Ása dó, missti Sigga ekki bara móður sína, heldur um leið bestu vinkonu sína. Ég átti heima skammt frá Siggu og fór oft til hennar að leika við Áslaugu dóttur hennar og stundum pössuðum við Immu, systur Áslaugar. Stundum beið ég um stund til að sjá, hvað frænka væri að elda og ef það var eitthvað sem mér þótti gott (sem oftast var), þurfti ég ekkert að flýta mér heim. Þá var bara lagt á borð fyrir mig líka, því ekki munaði um einn munn í viðbót. Elsku Sigga mín, ég man þig alltaf vera að gera eitthvað - sauma, þvo eða þrífa til. Ég var alveg sannfæríL, um að þú værir ofvirk, því að slíkur var krafturinn í þér. Fyrir nokkram ái’um þurftir þú að fara í aðgerð og eftir hana hrakaði þér mjög. Þú varðst ekki söm eftir það. Nú ertu búin að fá hvíldina, þó að við hefðum viljað hafa þig lengur hjá okkur. Elsku Jói minn, ég færi þér og Ás- geiri, Eyjólfi, Áslaugu, Immu og fjöl- skyldum þeirra einlægar samúðar- kveðjur. Megi elsku Sigga okkar hvfla í friði. _ '4 Ása frænka. MARKAÐURINN j ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ Grandavegur - eldri borgarar Nýkomin í sölu vönduð 4ra herb. 115 fm íbúð á 9. hæð ásamt 30 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað. Stórar saml. stofur og 2 herb. Vandað flísal. baðh. Parket. Þvottahús í íbúð. Yfirbyggðar svalir. Stórkostlegt útsýni. Húsvörður. Mikil sameign. Laus strax. Opið hús í dag milli kl. 14-16 Laugalind 12, miðhæð Nýkomin í einkasölu einstaklega falleg 122 fm sérhæð með sérinngangi á þessum frábæra stað. Sérsmíðaðar innrét- tingar, parket og flísar á gólfum. Frábært útsýni. Húsið stendur í enda á botnlanga. Stutt í þjónustu og skóla. Nú er málið að verða ekki of seinl! Verð kr, 13,9 millj. Áhv. 6,7 millj.í húsbr. Auður og Ásbjörn taka vel á móti gestum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.