Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Salan á FBA Tilboðinu tekið EYJÓLFUR Sveinsson, stjórnarfor- maður Orca SA, sagði að ljóst væri að sá hópur fjárfesta, sem Fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu hef- ur boðið að kaupa 51% hlut ríkisins í FBA, myndi ganga að boði nefndar- innar. Það lægi í hlutarins eðli að til- boðinu yrði tekið, ella hefðu þeir að- ilar, sem hyggjast standa saman að kaupunum, ekki sent inn tilkynningu um þátttöku í útboðinu. Eyjólfur sagði að fjárfestarnir myndu svara tilboði einkavæðingar- nefndar á allra næstu dögum. Stað- festi hann jafnframt að upphafleg tilkynning um þátttöku í útboðinu hefði verið gerð að undirlagi þeirra aðila sem mynda Orca-hópinn. Skv. heimildum Morgunblaðsins mun vera um að ræða sjö lífeyrissjóði og hóp annarra fjárfesta. Eyjólfur sagði þó að í framhaldi þess, að ljóst varð að aðeins var um eina þátttökutilkynningu að ræða í útboðinu, hefði myndast breið sam- staða um hvernig að kaupunum skyldi staðið. „Og ég held að það sé samdóma álit stjórnvalda, stjórn- enda, okkar Orcu-manna og hinna fjárfestanna að þarna hafí mjög vel tekist til.“ Morgunblaðið/Ásdís Breytingar á Hafnarfjarðarhöfn HAFNARFJARÐARHÖFN hefur tekið á sig breytta fremur til að flytja flotkvína, sem staðsett er við mynd eftir mikla jarðvegsflutninga, sem átt hafa nyrðri enda hafnarinnar, yfír að nýju uppfylling- sér stað vegna breytinga á höfninni. Stendur enn- unni í vikunni. Ótrúlegar tilviljanir á ferðalagi manns um Norðurland BJARNI F. Einarsson fornleifa- fræðingur varð fyrir þeirri ótrú- legu lífsreynslu að verða vitni að þremur slysum á ferðalagi sínu um Norður- og Norðausturland í vikunni. f þeim fórust samtals fjórir menn. Á ferðalaginu fékk hann auk þess fréttir af því að tveir vinir hans væru látnir. „Eg var á leið norður í land til að vinna verkefni á Norðaustur- landi. Þegar ég kom í Ljósa- vatnsskarð sá ég bíl á hvolfi ut- an vegar. Lögreglan var á staðnum og ég sá að þetta var yfirstaðið og hélt því áfram ferð minni. Þegar ég kom að Mývatni frétti ég að þarna hefði orðið banaslys. Eftir að ég hafði lokið vinnu minni austan við Möðrudalsheið- ina hélt ég heim á hótelið á Mý- vatni, þar sem ég gisti. Á leið- inni hreppti ég brjálað veður. Ég ók í fyrsta gír yiir heiðina frá Jökuldal að Mývatnssveit, al- gjörlega einn í heiminum. Þegar ég kom í Námaskarð ók ég fram á slys þar sem bíll hafði oltið og var gjörónýtur. Þar höfðu þrír slasast en sem betur fer enginn látist. Ég hélt áfram og ákvað að fá mér að borða á hótelinu. Þeg- ar ég er rétt sestur niður koma inn í salinn tveir menn og spyija hvort einhver geti lánað þeim síma, en þeirra sími var úr lagi og símakerfið hrunið. Þeir sögð- ust vera farnir að hafa áhyggjur af vinum sínum sem voru úti á vatninu og vildu komast í síma til að spyrja yfirmenn sma ráða um hvað ætti að gera. Ég var með öflugan NMT-síma sem ég lánaði þeim. Framhaldið þekkja Varð vitni að þremur slysum Bjarni F. Einarsson allir, en þarna fórust þn'r menn í hörmulegu slysi. Mér var hætt að lítast á blik- una yfir öllum þessum slysum. Svo ég ákvað að drífa mig til Akureyrar þó ég ætti ólokið verkefnum. Á Mývatni var fullt af mönnum að leita og dapurleg stemmning. Á Akureyri gisti ég hjá vini mínum, en daginn eftir opnaði ég Morgunblaðið og sá þar að tveir félagar mínir voru látnir, gamall vinur minn og skólabróðir. Maður fyllist auðvitað ónota- tilfinningu og fer ósjálfrátt að spyija sig hvort einhver meining sé með því að láta mann upplifa öll þessi slys. Maður spyr sig hvort þetta séu virkilega allt saman tilviljanir? Ég hef jafnvel staðið sjálfan mig að því að spyrja: Er ég næstur? Ég skil allavegana vel að það er stutt á milli feigs og ófeigs. Og ég veit að ég var auðvitað í hættu á leiðinni heim á hótel í vonda veðrinu. Ein mistök við akstur- inn hefðu getað orðið dýr,“ sagði Bjarni, sem sagðist hafa ákveðið að taka það rólega næstu daga og vera ekki mikið á ferðinni. Morgunsjónvarp Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefst á morgun Á MORGUN hefur morgunsjón- varp Stöðvar 2 og Bylgjunnar göngu sína. Um er að ræða frétta- tengdan sjónvarpsþátt sem einnig verður sendur út á Bylgjunni. Snorri Már Skúlason, einn af stjórnendum þáttarins, segii' að með morgunsjónvarpinu sé verið að brjóta blað í fjölmiðlun á íslandi. „Þetta er velþekkt erlendis og okk- ur þótti að það væri kominn tími til þess að gefa fólki kost á því að fá ferskar sjónvarpsfréttir á morgn- ana og tvinna við þær dægurmála- umræðu. Það að vera með þetta á morgnana býður líka upp á að vera með nýjar myndir af erlendum at- burðum og einnig verður hægt að gera íþróttaviðburðum frá kvöldinu áður betri skil.“ Snorri segir að þátturinn verði ekki byggður upp með það í huga að fólk setjist fyrir framan sjónvarpið og horfi samfleytt í tvo tíma. „Fólk er mikið á ferðinni á morgnana og við sjáum þetta þannig fyrir okkur að það setjist niður fyrir framan skjáinn þegar það heyrir eitthvað sem vekur áhuga þess í útvarpinu." MEÐ Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Míru, „Nýjar leiðir til að njóta lífsins". Útlendingar áforma að hefja búskap í Borgarfirði Setja á stofn hrossa- og sauðfjárræktarbú BANDARIKJAMAÐUR og Sviss- lendingur hafa í samstarfi við Bene- dikt Þorbjörnsson, bónda á Staðar- húsum í Borgarhreppi, fest kaup á jörðinni Eyri í Flókadal með það að markmiði að hefja þar uppbyggingu í hrossa- og sauðfjárrækt. Mun Benedikt halda utan á næstu dög- um með nokkur hross í því skyni að kanna aðstæður og uppbyggingu á búgarði bandarísks samstarfs- manns síns í New York-ríki. Benedikt sagði í samtali við Morgunblaðið að mennii-nii' tveir, Hratch Kaprielian frá Bandaríkjun- um og Svisslendingurinn Vartan ShTnakes, hefðu leitað eftir sam- starfi við sig og að hann hefði slegið til að vel athuguðu máli. Sagði Benedikt að hvorki Kaprielian né Sirmakes gætu talist þekktir í heimi hrossaræktar en að þeir hefðu mik- inn áhuga á íslandi, bæði náttúru og þjóð. Markmið þremenninganna er að byggja upp markað vestanhafs fyi'ir íslenska hestinn og sauðfjárafurðir og í þessu skyni var þegar í sumar hafin uppbygging á jörðinni. Var þar graðhestur í hryssum, að sögn Benedikts, en tamning og þjálfun á hrossunum fer hins vegar fram á Stað hjá Benedikt en hann er fram- kvæmdastjóri verkefnisins og sér um allt varðandi skepnuhald, fóðr- un, tamningu og þjálfun. Benedikt sagði að hugmyndin væri sú að vera með um 10-15 hryssur á Eyri og í kringum 200 fjár. Að vísu gæfi sauðfjárræktin ekki mikið af sér eins og ástandið væri í dag en þeir þremenningar væru einnig að leita fyrir sér er- lendis í þeim málum. Öll væru þessi mál hins vegar á byi'junarreit, of snemmt væri að segja til um hvort þessi viðskipti myndu reynast ábatasöm er fram liðu stundir. Nýja þjóðarsátt þarf gegn verðbólgunni ► Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands segir landsmenn í svipaðri stöðu nú og við kjarasamningana 1990. /10 Guilið streymdi frá Moskvu aiit til loka ► Fjárstuðningur Kommúnista- flokks Sovétrikjanna við norræna sósíalista. /22 Hver á ísland? ► Himinn og haf eru milli krafna ríkisins og Árnesinga í óbyggða- málinu svonefnda. /26 Tækifærin snúast um stöðugar breytingar ►Viðskiptaviðtalið er við Kolbein Kristinsson í Myllunni. /30 ►1-32 í Kísildal ► Þegar ekið er eftir hraðbraut- unum við suðurenda San Francisco-flóa að hjarta tölvuvæð- ingar heimsins er hvergi að finna vegvísi með nafni svæðisins í dag- legu tali fólks um allan heim: Sil- icon Valley. /1&2-4 Heimur á horninu ► Hjá kaupmanninum á horninu í Kjörbúð Reykjavíkur fæst margt fleira en nýlenduvara. /6 Saumaklúbbur sóttur heim ► Af menntun kvenna í Afríkurík- inu Mósambík. /16 CÍ FERÐALÖG ► l-4 Dalur konunganna í Egyptalandi ► Enn ófundin gi'afhýsi á svæð- inu? /2 Nýta sér náttúruna í kring í matseldinni ► í vor geta 45 gestir gist á Efri- Brú í Grímsnesi. /4 D BÍLAR ► l-4 Bílasýningin í Tókíó ► Ný hönnun og fjölbreytileg tækni. /2 Reynsluakstur ►Sprett úr spori á hraðbrautum Ítalíu á Toyota Celica. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Hagstæðara vöruverð til viðskiptavina ► NTC hf. velur Navision Fin- ancials og NaviStore-afgreiðslu- kerfi frá Streng. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l/2Wbak Brids 50 Leiðari 32 Stjörnuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavlkurbréf 32 Fólk í fréttum 54 Viðhorf 34 Utv/sjónv. 52,62 Minningar 34 Dagbók/veður 63 Myndasögui- 48 Skoðun 14b Bréf til blaðsins 48 Mannl.str. 18b ídag 50 Dægurtónl. 30b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.