Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 11 • • Sá árangur sem við höfum náó er alltof mikilvægur til að hann megi koðna niður í höndunum á okkur.lí ^ Morgunblaðið/Kristinn Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Islands. um að landssamböndin hefðu haft forræði samninganna í umboði að- ildarfélaganna með höndum að langstærstum hluta. Síðan hefðu alltaf verið eitthvað um það að ein- staka félög færu sjálf með sín mál. Dæmi um það væri Verslunar- mannafélag Reykjavíkur, en oftast hefði það þó verið í fullu samráði við landssambandið. í síðustu samningum hefðu auk þessa Dagsbrún og Framsókn verið sér, en þó í ákveðnu samráði við Verkamannasambandið, auk þess sem sérsamningar hefðu verið gerðir á Vestfjörðum. „Þetta munstur er búið að vera æði lengi fyrir hendi og mér finnst of mikið gert úr því, nú í aðdrag- anda kjarasamninga, að þetta fyr- irkomulag sé eitthvað alveg nýtt. I aðalatriðum er þetta endurtekning á því formi sem hefur verið á samningum undanfarin ár og er velþekkt frá nágrannalöndum okkar. Hins vegar hefur það verið reglan, ef hreyfmgin hefur verið með einhverjar sameiginlegar kröfur sem snúa að stjórnvöldum, að þá hafa þær verið á sameigin- legu borði. Það á hins vegar eftir að koma í ljós núna hvort að um slíkt verður að ræða og sömuleiðis á eftir að koma í ljóshver áherslan verður í kröfugerðinni. Þegar við erum að spjalla saman er nýhafið Verkamannasambandsþing og mér þykir líklegt að þar verði mót- aðar kröfur um hvernig félögin og sambandið vilji halda á kröfugerð- inni,“ sagði Grétar ennfremur. Hann bætti því við að mikið væri talað um Flóabandalagið núna, en það hefði líka verið fyrir hendi áður í það minnsta eitt skipti og oft þess utan í umræð- unni. Um ákveðið samráð hefði allraf verið að ræða við Verka- mannasambandið í þeim tilvikum, að hans mati. Núna hefði þetta gerst fyrir opnum tjöldum og eng- in undirmál í þeim efnum. Það skipti mjög miklu máli og hann hefði engar efasemdir um að þeg- ar á hólminn væri komið yrði um töluvert samráð að ræða milli þeirra þriggja félaga, sem mynd- uðu Flóabandalagið, og Verka- mannsambandsins. Aðspurður sagði hann að það segði ekkert til um veikleika eða styrkleika verkalýðshreyfmgarinn- ar hvort hún gengi í einni fylkingu til samningaviðræðna eða ekki. I því sambandi skipti höfuðmáli að verkalýðshreyfingin væri samstiga og hefði samráð um þau meginat- riði sem leggja bæri áherslu á. Nú væri mjög mikilvægt að fórna ekki þeim árangri sem náðst hefði hvað kaupmáttinn varðaði. Afar mikil- vægt væri að reyna tryggja hann °g byggja ofan á þann gi-unn sem lagður hefði verið. í því sambandi væri verðlagsþróunin að undan- förnu mikið áhyggjuefni. Einkum væri bent á tvo þætti, annars veg- ar fasteignaverð hér á höfuðborg- arsvæðinu, sem hefði hækkað mjög mikið á stuttum tíma, og hins vegar hækkun á bensíni og olíu, en því miður væri það miklu fleira sem væri að hækka. Sérstaklega ætti það við um síðustu einn til tvo mánuðina, að það væri eins og hreyfing væri komin á flesta út- gjaldaliði. Það væri einmitt þetta sem hann hefði óttast. „Eg geri mér grein fyrir að það er nokkuð til í því sem sumir segja að það þurfi að fara varlega í um- ræðu um verðbólguna vegna þess að það sé hægt að „tala hana upp“, eins og það er orðað. Það kann að vera nokkuð til í því, en það er engin leið við þessar aðstæður önnur en að láta í ljósi opinberlega áhyggjur sínar af þessari þróun. Stjórnvöld hefðu þurft að grípa í taumana miklu fyrr. Þau hefðu þurft að taka rösklegar á við síð- ustu fjárlagagerð. Þá voru ákveðin teikn á lofti, Seðlabanki íslands benti mjög ákveðið á hættumerki í haustskýrslu sinni 1998, Þjóðhags- stofnun varaði einnig við og þetta var mjög mikið í umræðunni í tengslum við frágang fjárlaga í kringum áramótin,“ sagði Grétar. FASTUR LIÐUR í AÐDRAGANDA SAMNINGA Hann sagði að við fjárlagagerð- ina nú teldu stjórnvöld sig vera að axla þessa ábyrgð og það væri auðvitað ánægjulegt. Það hefði ekki mátt seinna vera og væri í raun og veru fullseint gripið í taumana, þó ekki tjáði að velta sér upp úr því. „Ríkisstjórnin hefur heldur ekki axlað ábyrgð sína á stöðugleikan; um hvað hagstjórnina varðar. í rauninni stöndum við frammi fyrir svipaðri stöðu nú og við upphaf samninganna 1990. Þá þurftum við þjóðarsátt um að ná verðbólgunni niður og það tókst. Nú þarf þjóð- arsátt gegn því að verðbólgan fari upp aftur. Ég tel að það sé þörf á svipuðu sameiginlegu átaki til að beisla verðhækkanir og tryggja stöðugleikann. Það þarf augljós- lega að veita stjórnvöldum mun meira aðhald og það sama gildir um fyrirtækin í landinu. Mér finnst æskilegt að ákveðið breitt samkomulag um þetta verði gert í tengslum við næstu samnings- gerð. Sá árangur sem við höfum náð er alltof mikilvægur til að hann megi koðna niður í höndun- um á okkur,“ sagði Grétar. „Síðan er hún auðvitað líka mjög undarleg þessi umræða um að það þurfi að fara varlega og að það séu miklar hættur í spilunum. Þessi umræða er eins og náttúrulögmál þegai- samningsgerð nálgast. Ég er ekki að segja þetta til þess að gera lítið úr vandamálunum, en það er nauðsynlegt að vera sér meðvitandi um þessa staðreynd þegar maður metur stöðuna. Sem betur fer er það svo að það sem hefur heyrst af afkomu fyrii-tækja er undantekningalítið í þá veru að um umtalsverðan hagnað sé að ræða, alla vega á okkar mæli- kvarða. Það er fagnaðarefni, því það er auðvitað lykillinn að því að hægt sé að greiða viðunandi laun. Þannig að þrátt fyrir að við þurf- um að taka alvarlega þessa þróun sem er í gangi varðandi verðlags- málin, þá held ég að við þurfum líka að hafa í huga að þessi um- ræða er svona fastur liður í að- draganda samninga,“ sagði Grétar. Hann sagði ástæðu til þess að óttast að komið væri los á þau að- haldsviðhorf sem hefðu verið við lýði varðandi verðlagshækkanir í þjóðfélaginu frá því þjóðarsáttar- samningarnir voru gerðir í upp- hafi þessa áratugar. Hins vegar mætti heldur ekki gleyma því að sinn þátt í því hvernig til tókst á fyrri hiuta samningstímans ætti að erlent verðlag hefði farið lækk- andi, en það hefði haft þau áhrif að vísitalan breyttist óverulega þótt innlendir liðir hækkuðu eitthvað. „Núna er komið alltof mikið los á þetta. Það er full ástæða til þess að hafa af því áhyggjur og umfram allt að bregðast við. í sambandi við vöruverðið veltir maður því óneit- anlega íyrir sér að þessarar hækk- unartilhneigingar verður vart á sama tíma og matvöruverslunin til dæmis er að færast á færri hendur. Ég hef svo sem ekkert á hendinni í augnablikinu til þess að fullyrða að það sé samhengi þar á milli, en auðvitað staldrai’ maður við þegar þetta ber upp á sama tíma,“ sagði Grétar. Hann sagði að við ættum að nýta okkur reynsluna frá upp- gangsárunum á miðjum níunda áratugnum og niðursveiflunni sem hefði fylgt í kjölfarið. Það yi’ði að gera allt sem hægt væri til að koma í veg fyrir niðursveiflu nú í líkingu við það sem hefði orðið þá. Margt benti til að nú drægi úr hag- vexti en með réttum viðbrögðum ætti að vera hægt að afstýra niður- sveiflu. I því sambandi væri mikil- vægt að ríki og sveitarfélög ynnu gegn sveiflum í efnahagslífinu og ykju þær ekki með því að halda að sé höndum þegar uppgangur væri og auka framkvæmdii- í niður- sveiflu. A því hefði orðið misbrest- m- nú og hallaðist ekki á um fram- kvæmir á vegum einkaaðila og hins opinbera. „Það er mjög erfitt að eiga við almenna markaðinn og það var í raun og veru mjög eðli- legt og æskilegt í framhaldi af nið- ursveiflunni framan af þessum áratug að þar yrði tekið til hend- inni. En það endurtók sig núna rétt einu sinni að bæði sveitarfé- lögin og ríkið juku mjög verulega allar framkvæmdir í stað þess að draga úr þeim og auka þær svo aftur þegar verr áraði til þess að jafna út sveiflurnar. Við ætlum seint að læra. Ég geri mér að vísu grein fyrir því að hluti útgjalda sveitarfélaga er lögbundinn og að bæði þau og ríkið beita fram- kvæmdum á landsbyggðinni til að halda uppi viðunandi atvinnustigi. Það er ekki gagnrýniefni þegar um er að ræða framkvæmdir sem eru nauðsynlegar. Hins vegar hefði til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þessi spenna hefur verið hvað mest, verið hægt að fara fram af miklu meiri skynsemi hvað þetta varðar,“ sagði Grétar. VERÐMÆTASKÖPUNIN LÖGÐ TIL GRUNDVALLAR Hann sagði að auk þess megin- viðfangsefnis kjarasamninganna sem framundan væru að varðveita þann árangur sem náðst hefði, væri afar mikilvægt að leiðrétta kjör þeirra hópa sem hefðu orðið útundan á samningstímanum og ekki notið kaupmáttaraukningar í sama mæli og aðrir. Þar væri um að ræða fólk sem þyrfti að búa við það að vera á umsömdum lág- markstöxtum og það ætti einnig við um öryrkja og að hluta til aldr- aða. Sama gilti um ungt fólk með börn sem væri að koma sér upp þaki yfir höfuðið. „Það er að mínu viti alveg óhjákvæmilegt að tekið verði til hendinni til þess að rétta hlut þessa fólks í þeim viðræðum sem framundan ei'u. Það að þessir hópar hafa borið skarðan hlut frá borði á sér líka skýringar í skatt- kerfinu og kannski ekki hvað minnstar. Þar er mikil þörf á að bæta úr og gæti skipt miklu máli fyrir þessa hópa,“ sagði Grétar. Hann sagði aðspurður að það gæfi augaleið að verðmætasköpun- in í þjóðfélaginu hlyti að verða lögð til grundvallar þegar menn gengju til kjarasamninga og það væri ekki raunhæft að jafnmikil kaupmáttar- aukning og átt hefði sér stað á síð- ustu árum hérlendis gæti haldið áfram um ókomna framtíð. „Það er hins vegar engin spurning að það er hægt að bæta verulega hlut þeirra sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Þeir eiga kröfu til þess og í því sambandi hljótum við líka að horfa til skattkerfisins, bamabót- anna og þess til dæmis að skatt- leysismörk og viðmiðunarmörk í sambandi við barnabæturnar hafa ekki fylgt launaþróun,“ sagði Grét- ar. Hann sagði að 70 þúsund króna lágmarkslaun væru auðvitað alveg óviðunandi og það væri mikilvægt að ná fram hækkunum á þeim. Það mætti hins vegar ekki van- meta þann árangur sem náðst hefði í að hækka þau. Þannig hefðu líklega átt sér stað meiri breytingar á þessum lágmarks- töxtum á síðustu árum eða frá því í ársbyrjun 1995, hvort sem væri hlutfalislega eða í krónutölu og þar með í kaupmætti, heldur en nokkru sinni í sögunni. Hann bætti því við að þegar litið væri upp frá hinum daglegu vandamálum og horft til framtíðar væri aukin menntun grundvallar- atriði í því að bæta kjörin til langs tíma litið. „Þegar maður horfir til framtíðar upp frá hinu daglega amstri þá er lykillinn að bættum kjörum aukin menntun og aftur aukin menntun, hvort sem við er- um að tala um starfsmenntun, endurmenntun eða símenntun og það á ekki síst við um fólkið, sem er á lægstu laununum. Við viljum auðvitað sjá það gerast sem fyrst að það verði engin láglaunastörf til, að það verði engin störf til sem kalli ekki á sérþekkingu og mennt- un og þar með hærri og betri laun,“ sagði Grétar Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.