Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MINNINGAR + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR G. HALLDÓRSSON fyrrv. fasteignasali, Selvogsgrunni 22, Reykjavík, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 26. október. Jarðsungið verður frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði þriðjudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Stella Sæberg, Margrét Þórðardóttir, Sigríður Þórðardóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Svala Þórðardóttir, Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir, Kristján Kristjánsson, Árni Sæberg Kristjánsson, Guðmundur J. Hallbergsson, Björgvin Vilmundarson, Árni J. Sigurðsson, Gísli Sveinsson, Skúli Guðmundsson, Valgerður S. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, sonar, bróöur, mágs og frænda, ELÍASAR JÓHANNS LEÓSSONAR. Elías G. Elíasson, Karen J. Elíasdóttir, Bragi V. Elíasson, fris E. Elíasdóttir, Jóhanna Ýr Elíasdóttir, Gíslína J. Jónsdóttir, Hilmar B. Guðmundsson, Jón K. Leósson, Regína Magnúsdóttir, Bjarni Ó. Júlíusson, María Magnúsdóttir, Arnþór Á. Ström, Sigríður Magnúsdóttir, Robert Hansen, Fjóla Hilmarsdóttir, Ásta Hilmarsdóttir, Jóhann Sigurjónsson * og frændsystkin. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR J. ÞÓRARINSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis á Hellissandi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunar- heimilinu Eir og Vífilsstaðaspítala fyrir hlýja og góða umönnun. •* Guð blessi ykkur öll. Sigurjóna Óskarsdóttir, Kristín Ingólfsdóttir, Guðrún Þ. Ingólfsdóttir, Jónína Ingólfsdóttir, Eðvarð Ingólfsson, Inga Ingólfsdóttir, Guðný Úlla Ingólfsdóttir, Birgir Sigurðsson, Vignir J. Jónasson, Agnar B. Jakobsen, Bryndís Sigurjónsdóttir, Stefán S. Svavarsson, Haraldur Lorange, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÓSKARS B. PÉTURSSONAR gullsmiðs, Karlagötu 15, Reykjavík. Ásta B. Óskarsdóttir, Þórður Ág. Henriksson, Sigríður Ósk Óskarsdóttir, Linda Björk Þórðardóttir, Henrik Óskar Þórðarson, Jóhann Davíð Snorrason, Ingvi Pétur Snorrason. Lokað Vegna útfarar dr. SIGURÐAR TH. RÖGNVALDSSONAR, jarð- skjálftfræðings, verður Veðurstofa íslands lokuð eftir hádegi mánudaginn T. nóvember nk. Veðurstofa íslands. STEFÁN JÓNSSON + Stefán Jónsson fæddist á Gests- stöðum í Tungnsveit 3. desember 1921. Hann iést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 25. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru þau Guð- björg Aðalsteins- dóttir, f. 15. mars 1897, d. 21. febrúar 1981, og Jón Níels- son, bóndi á Gests- stöðum og síðar Heiðarbæ í Tungn- sveit, f. 16. júní 1885, d. 10. nóvember 1932. Stefán átti fjögur systkini, þau Aðalbjörgu, f. 15. desember 1916, Ólöfu, f. 3. apríl 1919, Halldór, f. 21. febrúar 1928, Sig- urborgu Ágústu, f. 24. maí 1930, og fóstursystur Sólrúnu Mar- gréti Guðbjartsdóttur, f. 7. janú- ar 1924, d. 25. september 1988. Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Fjóla Guðmundsdóttir, f. 1. september 1925, fyrrverandi talsímavörður á Hólmavik, for- eldrar hennar voru þau Guð- mundur Jónsson, verslunarmað- ur á Hólmavík, f. 17. apríl 1897, d. 28. október 1975, og Sigríður Sigurðardóttir, klæðskeri, f. 17. júlí 1896, d. 13. janúar 1971. Þau hjuggu á Hafnarbraut 17 á Hólmavík þar til 1994 en þá fluttust þau til Reykjavíkur. Stefán og Fjóla eiga einn son, Örn Stefánsson, fulltrúa hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins, f. 25. mars 1954. Örn kvænt- ist Ragnheiði R. S. Þórólfsdóttur, f. 10. júlí 1959. Þau skildu. Börn þeirra eru Þórhildur Yr, f. 12. mars 1979, og Stefán Örn, f. 8. október 1981. Barnsmóðir Arnar er Rósa Ólafsdóttir, f. 6. desember 1970, og dóttir þeirra er Alda Björk, f. 29. júní 1996. Stefán ólst upp að Gestsstöðum þar til 1931 er foreldrar hans fluttust að Heiðarbæ. Vor- ið eftir að faðir hans lést fór hann ásamt móðurömmu sinni Ágústínu og Sigurborgu systur sinni að Heydalsá þar sem hann var um tíma. Eftir fermingu fór hann aftur að Heiðarbæ og var þar vinnumaður hjá ættingjum. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann í Reykholti. Starfaði hann síðar við sjómennsku á Hólmavík og fleiri stöðum og varð síðar verkstjóri hjá Hrað- frystihúsi KSH á Hólmavík þar sem hann starfaði þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Hann aflaði sér réttinda sem fiskmatsmaður. Stefán söng með ýmsum kórum á Hólmavík. Hann hafði áhuga á tafl- mennsku og var lengi í Taflfé- lagi Hólmavíkur. títför Stefáns fer fram frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 1. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku afí minn, þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Hvíl þú í friði. Þín Þórhildur Ýr. Það er alltaf þannig að á kveðju- stund er margt sem rifjast upp og ætla ég ekki að vera með upptaln- ingu í þessum fáu þakkarlínum. En í upprifjun minni um þig er alltaf það sama sem kemur upp hug- ann og það var hversu nærgætinn, orðvar og ljúfur maður þú varst. Það var auðvelt að þykja vænt um þig. Elsku Stefán, ég þakka þér fyrir þær yndislegu samverustundir sem við höfum átt saman frá því að ég kynntist þér fyrir 22 árum og núna aðeins þremur sólarhringum áður en þú sofnaðir, hittumst við í síðasta sinn og náðum aðeins að spjalla sam- an. Mér þótti vænt um það sem þú sagðir við mig þegar ég kvaddi þig. Hví, þín þraut er búin. Burt með hryggð og tár! Launað traust og trúin, talið sérhvert ár. LEGSTEINAR t Manuari lslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýtí Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Atúilegþjónusta sem byggir á langri reynslu S Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com Nú lýkur degi. Sól er sest. Nú svefnfrið þráir jörðin mest. Nú blóm og fuglar blunda rótt og blærinn hvíslar. Góða nótt. Guðs friður sigri foldarann. Guðs friður blessi sérhvern mann. Kom, engill svefnsins, undurhljótt og öllum bjóð þú góða nótt, Hvíl, hjarta rótt. Hvíl höndin þreytt. Þér himins styrk fær svefninn veitt. Hann gefur lúnum þrek og þrótt. 0, þreytti maður, sof þú rótt. (Valdemar V. Snævarr.) Elsku afí minn, hjarta mitt fyllist stolti þegar ég hugsa um hvað þú stóðst þig vel í veikindum þínum. Nú ert þú búinn að fá vel verðskuldaða hvíld og ert kominn á stað þar sem þér líður vel. Ég mun sakna þín sárt, en minningin um yndislegan mann mun ávallt lifa innra með mér og þá minningu mun ég taka með mér hvert sem ég fer. Nú er víst komið að kveðjustund, en ég segi bara bless í bili því ég veit að við hittumst aftur á betri stað. Þangað til veit ég að þú munt fylgjast með mér og það er gott að vita af því. Fögrum vinafundi friðarsunna skín; Hlý að hinsta blundi helgast minning þín. (MMÁ) Kæri vinur, með kveðju. Ragnheiður. Með þakklátum huga kveð ég kæran bróður. Þakka honum hvað hann hefur alltaf reynst mér vel. Mun ég aldrei gleyma um ókomin ár þeim stuðningi sem hann og Fjóla veittu mér eftir þungt áfall í mínu lífí, þegar ég missti manninn minn. Kom þá Stebbi bróðir með sína styrku hjálparhönd og sitt stóra hjarta og hjálpaði mér yfir mörg erf- ið spor. Þegar ég sat með Fjólu uppi á spítala hjá Stebba bróður þessa síð- ustu daga flugu minningarnar fram og við rifjuðum upp svo margt. Þá töluðum við m.a. um daginn sem hún Fjóla sá Stebba fyrst, þá tæpra sext- án ára gömul. Varð henni litið út um gluggann og sá þá ungan, ljóshærð- an, háan og grannan mann ganga framhjá. Hún fann hjartað taka kipp og hugsaði hver þessi fallegi maður væri sem hún hafði aldrei séð fyrr. Fljótlega kynntust þau og voru síðan óaðskiljanleg allt fram á síðasta dag. Húsið þeirra Stefáns og Fjólu á Hólmavík stóð á fallegum stað rétt ofan við sjávarkambinn. Það var fal- legt útsýni úr stofugluggunum út yf- ir Steingrímsfjörðinn, Selströndin á vinstri hönd og Tungusveitin á þá hægri. Dögum saman var kyrrðar- logn svo algert að hægt hefði verið að kveikja á kerti í flæðarmálinu og húsin spegluðust á haffletinum í þessu sérkennilega og fallega lands- lagi þar sem Hólmavík stendur. Þarna leið Stebba vel í faðmi fjöl- skyldu sinnar, hjá Fjólu og Erni syni sínum. Fjóla og Stebbi byggðu hús á móti foreldrum Fjólu sem bjuggu á neðri hæðinni. Umhverfis húsið var fallegur og afar vel hirtur garður sem vegna sérstakrar umhyggju húsráðenda lét ekki á sjá þegar sjór gerðist ókyrr og sjávarlöðrið skvett- ist yfu- garða og hús. Þá var bara gripið til garðslöngunnar, blóm og tré, grasflöt, hús og gluggar þvegnir. Þannig var umgengnin bæði úti og inni, allt í röð og reglu, hver hlutur á sinum stað. Enda heimili þeirra róm- að fyrir snyrtimennsku. Stebbi bróðir minn var einstaklega nákvæmur og handlaginn með allt sem hann snerti á eða kom nærri. I frítímum sínum smíðaða hann og málaði. Hélt öllum hlutum vel við og að kvöldi dags voru svo verkfærin þvegin og pússuð og sett á sinn stað. Hann eyddi ekki tíma í að leita, því hver hlutur var á vísum stað. Það var yndislegt að dvelja hjá þeim hjónum á heimili þeirra. Þau vora svo samhent og svo óaðskiljan- leg. Unnu bókstaflega allt saman. Þegar þau komu heim á kvöldin eftir langan vinnudag unnu þau öll heimil- isstörfín saman. Frítíma sínum eyddu þau oft ein eða með góðum vinum sínum, sem sýndu svo sannar- lega vináttuna þegar á reyndi. Árið 1994 fluttu þau til Reykjavík- ur til að vera nær Erni og barna- börnum sínum. í langri og erfíðri baráttu við krabbameinið, sem hafði að lokum yfírhöndina, stóð Stefán Blómasiofla Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.