Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR íslenski hesturinn sjónvarps-. ..... oj/ , öá \|/, 'V/ tQf^Au Mcð 3 x zoom • 2,1 milljón punkta upplausn (1600 x 1200 ) • Með tengi fyrir utanáliggjandi flass • Hægt að tengja við sjónvarp • Hægt að vista sem tiff og jpeg • Fjarstýring fylgir • Tekur 32mb smartmedia kort ( 8mb fylgir mcð) • Getur tekið 45 myndir i röð, 2 á sekúndu • Hægt að fá aukalinsur Alþýðubandalagsfélög í Reykjavík Gengið frá sameiningu Á FRAMHALDSAÐALFUNDI Alþýðubandalagsfélags Reykjavík- ur var gengið frá sameiningu Al- þýðubandalagsfélaganna ABR og Birtingar-Framsýnar en á aðal- fundi Birtingar-Framsýnar sl. mið- vikudag var samþykkt að félagið yrði lagt niður sem stjórnmálafélag en sækti þess í stað um aðild að ABR. Á aðalfundi ABR var kjörin ný stjóm og skipti hún með sér verk- um strax að loknum framhaldsað- alfundinum. Stjómina skipa: Heimir Már Pétursson formaður, Kristinn Karlsson varaformaður, Herbert Hjelm gjaldkeri og Nanna Rögnvaldardóttir ritari. Með- stjórnendur em Helgi Hjörvar, Sjöfn Kristjánsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir. Ný stjóm ABR mun vinna eftir samþykkt félagsins um þátttöku í stofnun samfylkingarfélags í Reykjavík og er sú vinna hafin. Sófar* stólar Sófi Alma Clara 150.000,- kr. Stóll Óskar 28.000,- kr. höfðatúni 12 105 reykjavík sími 552 6200 552 5757 ser Ffus Igögn Dagskrá um Jóhannes úr Kötlum Hundrað ár frá fæðingu skáldsins HINN 4. nóvember nk. eru 100 ár síð- an Jóhannes úr Kötlum fæddist. Það fimmtudagskvöld gang- ast Félag íslenskra fræða, Landsbókasafnið - Háskólabókasafn og Þjóðminjasafnið fyrir dagskrá um skáldið og verk hans í Þjóðarbók- hlöðu og þefst hún klukk- an 20. Armann Jakobs- son er formaður Félags íslenskra fræða, hann var spurður nánar um efni þessarar dagskrár. Hún er mjög marg- þætt, bæði mun Baldvin Halldórsson lesa ljóð eft- ir skáldið, Háskólakórinn undir stjórn Egils Gunn- arssonar mun flytja nokkur lög við ljóð eftir Jóhannes og Eysteinn Þorvaldsson bókmenntafræðing- ur mun halda erindi um skáldið og verk hans. Þá mun fjölskylda Jóhannesar úr Kötlum afhenda gögn um skáldið, svo sem hand- rit hans, myndir og fleira. Árni Björnsson verður kynnir á þess- ari dagskrá. Um leið verður opn- uð sýning um Jóhannes og verk hans í anddyri Þjóðarbókhlöðu. Á þessari sýningu verða alls kyns hlutir úr eigu hans, myndir og munir, handrit og fleira sem ekki hefur komið fyrir augu al- mennings áður. - Hver er staða Ijóðskáldsins Jóhannesar úr Kötlum í íslensk- um bókmenntum? Hún er dálítið þversagnar- kennd. Jóhannes hefur notið mikilla vinsælda og ýmis ljóð hans verið mikið lesin upp og sungin, tónlistarfólk hefur sóst eftir að gera lög við ljóð hans - í bókmenntaheiminum hefur hann hins vegar notið mikillar virðing- ar en lítiilar athygli síðasta ára- tug. Mikilvægustu bókmennta- rannsóknir á verkum hans eru frá áttunda áratugnum. Það sem löngum hefur gert hann athyglis- vert rannsóknarefni er hversu margbrotinn ferill hans var. I fyrstu ljóðabókum sínum var hann nýrómantískt skáld, síðan varð skáldskapur hans opinn og útleitinn, Jóhannes varð þylting- arskáld. Þegar módernisminn kom til Islands urðu hins vegar hvörf á skáldskaparferli hans og hann skipaði sér í flokk með hin- um ungu skáldum þó að sjálfur væri hann mun eldri. Eg tel vert að gefa verkum hans meiri gaum á ný og þá í ljósi ýmissa nýrra strauma í fræðunum. Fyrir nokkru benti Sveinn Skorri Höskuldsson á það að Jóhannes hefði ekki einvörðungu tekið upp módernisma sem form heldur mætti einnig sjá drungalega heimssýn atómskáld- __________ anna í ljóðum hans. Þess má og geta að í nýjasta hefti Mímis, tímarits stúdenta í ís- _____ lenskum fræðum, ~~~ minnist ég Jóhannesar og vek at- hygli á því að hann er mun meiri brautryðjandi í módemískri ljóðagerð en oft er talið, þar sem fyrstu módemísku ljóð hans koma á prent þegar árið 1945 þó að fyrsta módemíska Ijóðabók hans komi ekki út fyrr en 1955. Þá er athyglisverð hvaða aðferð Jóhannes beitti í þessari kúvend- ingu í skáldskap sínum því hann íklæddist dulargervi og var um Ármann Jakobsson ►Ármann Jakobsson fæddist í Reykjavík 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskóian- um við Sund árið 1990, BA-prófi í íslensku sumarið 1993 frá Há- skóla íslands og MA-prófi í ís- lenskum bókmenntum haustið 1996 frá sama skóla. Hann hef- ur verið stundakennari við há- skólann og gagnrýnandi hjá DV síðari ár. Hann er formaður Fé- lags íslenskra fræða. tíma módernískt skáld undir dul- nefni (anonymus) og hefðbundið skáld undir skáldanafni sínu. Þannig má segja að Jóhannes hafi beinlínis haft hamskipti. Þess má geta að í könnun um við- horf stúdenta í íslensku til bók- mennta 20. aldar, sem birt er í sama hefti Mímis, kemur í ljós að Jóhannes er mjög að sækja í sig veðrið meðal stúdenta í íslensku og er næst vinsælasta skáld aid- arinnar á eftir Steini Steinarr. - Stendur fyrir dyrum ný út- gáfa á verkum Jóhannesar úr Kötlum? Ekki svo ég viti. Ljóð skálds- ins voru gefin út í ellefu binda heildarútgáfu á áttunda áratugn- um og munu sum bindin nú upp- seld þannig að kannski er kom- inn tími til þess að fara að huga aftur að útgáfu verka hans. Þess má raunar geta að Mál og menn- ing gaf út Stórbók með úrvali úr verkum Jóhannesar fyrir nokkr- um árum. - Eru Ijóð Jóhannesar úr Kötlum óvenjulega „söngvæn"? Tilfinning hans fyrir hljómi málsins virðist hafa verið óvenju sterk. Það er engu líkara en sum ljóð hans kalli á tónlist. Með þessu móti tekst Jóhannesi ein- hvern veginn að brjóta hömlur listgreinar sinnar og vera líka ------------------- hluti af tónlistarlífi Jóhannes hef- landsmanna. Um leið ur notið mik- held að hann standi illa vinsælda nær alþýðu morg onnur Ijoðskald. - Er Sóleyjarkvæði Jóhannesar ekki talsvert óvenju- legt verk í íslenskum bókmennt- um? Jú, það er það og margir unn- endur Jóhannesar segja mér að það sæki æ meira á eftir því sem það er lesið oftar, ég yrði ekki hissa þó að athygli bókmennta- fræðinga ætti eftir að beinast að því i ríkari mæli á næstu árum og það jafnvel talið eitt helsta stór- virki hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.