Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 * MINNINGAR Guðfínna Jónína Sveins- dóttir var fædd í Hafnarfirði 17. febrúar 1907. Hún andaðist á hjúkrun- ardeild Seljahlíðar 21. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru lijónin Guðlaug Ágústa Guðmundsdóttir, f. 7. ágúst 1882, d. 13. ágúst 1954, og Sveinn Guðmunds- son, f. 23. mars 1875, d. 13. mars 1929. Guðfinna var elst níu systkina. Þau eru Guðmunda, f. 1908 (látin), Þórunn, f. 25. júní 1910 (látin), Guðmundur, f. 22. nóvember 1911 (látinn), Björg, f. 1913, Guðbergur, f. 18. des- ember 1915 (látinn), Jens, f. 1917, Guðlaug, f. 1918, og Sveinn, f. 4. júní 1920. Oss héðan klukkur kalla svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér. Pá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því sem eilíft er. (V. Briem.) Nú hefur Guð kallað til sín elsku- lega tengdamóður mína Guðfinnu Jónínu Sveinsdóttur. Okkar góðu kynni hafa varað í um 38 ár. Guð- finna tók mér strax af hlýju, virð- ingu og innileik, sem hélst allt til hins síðasta. Hún bjó þá búi sínu á Stóra-Kálfalæk á Mýrum ásamt elstu dóttur sinni Ingibjörgu Har- -itildsdóttur, eiginmanni hennar Kon- ráði Gíslasyni og fjölskyldu. Eg á síðan þá margar dýrmætar minn- ingar frá heimsóknunum í sveitina, sem voru famar hvenær sem færi gafst, á hinum ýmsu árstímum. I minningunni glitra myndir af Guðfinna ólst upp í Hafnarfirði. Ung að árum réð hún sig um tíma í vist að Reynis- stað í Skerjafirði en síðar helgaði hún sig uppeldis- og húsmóð- urhlutverkinu. Hinn 21. september 1929 giftist hún Haraldi Runólfssyni, múrara, f. 15. mars 1906, d. 3. nóvember 1964. Börn þeirra: 1) Sveinn Agúst,, f. 28. janúar 1930. 2) Ingi- björg, f. 27. mars 1931, maki Konráð Gislason, f. 1. janúar 1907, látinn. Börn þeirra eru tvö og ljögur barnabörn. 3) Leifur Runólfur, f. 30. júlí 1932, d. 9. janúar 1989, var kvæntur Hjördisi Guðmundsdóttur og áttu þau tvö börn og þrjú barna- börn. Leifur og Hjördfs skildu, seinni sambýliskona hans var vorverkunum, heyskapartímanum, haustverkunum og vetrarstemmn- ingu með kyrrð, stillum, dimmu og stjömuskini. Þá undirstrikaði raf- magnsleysið þessi djúpu áhrif því nútímaþægindi voru þá engin komin en eldri búskaparhættir lögðust smám saman af. Það var ætíð til- hlökkunarefni að heimsækja Guð- finnu og finna þá gestrisni, hlýju og velvild sem ég mætti þar og svo var um fleiri, því oft var þar margt um manninn. Þau voru mörg bömin sem nutu sumardvalar þar og kynntust sveitalífinu. Guðfinna var hógvær kona og hæglát, það einkenndi hana hversu allir báru mikla virðingu fyrir henni. Hún var myndarleg, snyrti- leg og útsjónarsöm húsmóðir sem kunni að gera mikið úr litlu. Hún eldaði mjög lystugan og góðan mat og bakaði af sniild í gömlu „kox“- eldavélinni ofan í allan skarann. I Sigríður Magnúsdóttir. 4) Reynir, f. 12. ágúst 1936, d. í maí 1966. 5) Hulda, f. 13. febr- úar 1940, maki Þorgeir Ólafs- son, f. 5. desember 1935, þau eiga fjögur börn og sjö barna- börn. 6) Hrönn, f. 5. október 1946, maki Trausti L. Jónsson, f. 17. maí 1947, þau eiga fimm börn og fjögur barnabörn. Har- aldur og Guðfinna skildu. Seinni eiginmaður hennar var Jón Oddsson, f. 7. september 1899, d. 21.11. 1954, bóndi. Þau bjuggu á Stóra-Kálfalæk á Mýrum. Þar bjó hún nokkur ár eftir lát Jóns ásamt Ingibjörgu dóttur sinni og fjölskyldu. Fluttist svo til Reykjavíkur og átti heimili hjá Hrönn dóttur sinni og fjölskyldu, að undan- skildum tveimur árum þar sem hún hélt heimili fyrir og annað- ist aldraðan mann, Gunnar Gunnarsson, þar til hann lést. Síðustu tæp fimm árin er heils- unni var tekið að hraka, bjó hún í' Seijahlíð. títför Guðfinnu fer fram frá Grensáskirkju á morgun, mánudaginn 1. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. eldhúsinu stóð hún því oft við dag- inn langan því sveitastörfin út- heimta mikla orku og matmálstímar margir enda var stóra eldhúsið aðal samverustaður heimilisins. Eg og fleiri minnast þessara stunda með þakklæti. Svo höguðu aðstæður því að fljót- lega eftir að ég og Hrönn dóttir hennar giftum okkur og stofnuðum heimili flutti Guðfinna til okkar og bjó þar að undanskildum tveimur árum er hún annaðist Gunnar Gunnarsson, en hann var þá aldrað- ur maður sem var öryrki vegna bílslyss og þurfti mikla aðstoð. Hún lagði sig mjög fram um að honum liði sem best. Eftir lát Gunnars flutti hún aftur til okkar allt þar til hún sökum heilsuleysis þurfti fyrir tæpum fimm árum að flytjast í Seljahlíð, en hún var þá bundin hjólastól. Bömin hennar sýndu henni mikla og fórnfúsa umhyggju með því að vitja hennar og hlúa að henni á allan hátt, það er á engan hallað að nefna Ingibjörgu fyrst, en hún heimsótti hana næstum dag- lega. I Seljahlíð naut hún einstak- lega góðrar umönnunar starfsfólks og vora allir henni góðir. Sérstakt dálæti hafði hún þó á Hrafnhildi Kristinsdóttur sem reyndist henni mjög vel, en öllum starfsmönnum eru hér færðar kærar þakkir. Það varð Guðfinnu erfitt hlut- skipti í lífinu að verða heymarskert vegna veikinda í bamæsku og það setti mark á allt hennar líf og varð henni oft hindran. Það og annað mótlæti lét hún ekki buga sig því hún átti þá sönnu trúarvissu sem lýst er í sálmi Luthers í þýðingu H. Hálfdánarsonar: Vor Guð er borg á bjargi traust, hið besta sverð og verja, hans armi studdir óttalaust, vér árás þolum hverja. Biblíuna, sálmabók og passíu- sálmana hafði hún alltaf nálægt sér og sótti þangað huggun og styrk. Nú er mér éfst í huga söknuður og þakklæti fyrir alla samvera, samfylgd og vináttu í gegnum árin en það einkenndi Guðfinnu hversu trygglynd, vinföst og frændrækin hún var. Einnig þakka ég fyrir að börnin okkar hafi fengið að njóta elskuseminnar og samvistanna við hana en hún var fastur og traustur hluti af tilvera þeirra og okkar allra. Eg vil færa bömum hennar og ástvinum öllum mínar einlægustu samúðaróskir. Veit henni Drottinn, þína eilífu hvfld og lát þitt eilífa ljós lýsa henni. Hún hvíli í þínum friði. Amen. Trausti Laufdal Jónsson. Okkur systkinin langar að skrifa nokkur orð í minningu ömmu okkar Guðfinnu Sveinsdóttur. Eitt af mörgu sem kemur upp í hugann er þegar við voram börn og áttum heima í sveitinni. Amma bjó í Reykjavík og þegar hún sá sér fært að heimsækja okkur varð ætíð hátíð í bæ. Þessi yndislega kona gaf svo mikið af sér og reyndi að gleðja okkur af öllu hjai'ta sem henni fórst einstaklega vel úr hendi. Svo ég tali nú ekki um jólin. Mikil var tilhlökk- un okkar að bíða eftir jólapökkun- um að sunnan því aldrei brást amma. Það voru hennar ær og kýr að gleðja aðra og þannig var hún allt sitt líf. Við höfum reynt að setja okkur í þau spor sem hún þurfti að ganga er hún ól upp allan bamahópinn í mikilli fátækt, húsnæðisbasli og eft- ir að Haraldur afi deyr þá stendur hún ein. Amma var hetja. Það þarf ekki fleiri orð um það. Hún var mjög trúuð kona og reglusöm og við eram viss um að það hefur hjálpað henni að rata hinn gullna meðalveg. Auk þess var hún dugnaðarforkur og ósérhlífin svo orð fór af. Amma var viðkvæm og mátti ekkert aumt sjá, enda voram við mörg gegnum tíðina sem leituðum ráða í blíðu og stríðu hjá ömmu sem hafði lag á að hlusta og leiðbeina. Hún var góður kennari í lífsins ólgusjó. Enda má sjá það á börnum hennar að þau hafa ekki langt að sækja þá mann- kosti sem eiga að prýða hvern mann. Síðan getum við ekki annað en dáðst að þeim mannkærleik sem böm hennar og makar hafa sýnt í hvívetna á langri ævi hennar. Og oft er það svo þegar sorgin kveður dyra að þá langar mann að segja svo margt, enda er þetta aðeins brot, lítið brot um þessa elskulegu konu. Elsku amma, nú ert þú hjá Guði. Megi okkar ljúfa minning um þig verða eilíf. Góði Guð, veit öllum vin- um og ástvinum styrk í sinni sorg. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. (M.Joch.) Gfsli Konráðsson, Guðfinna Konráðsdóttir. Komdu sæl, amma, vorum við vön að segja við þig þegar við heim- sóttum þig í Seljahlíð. Alltaf tókst þú brosandi á móti okkur og faðm- aðir fast að þér. Þú hafðir alltaf mikla þörf fyrir félagsskap og undir þér alltaf best í góðra vina hópi. Ef þig var farið að lengja eftir okkur * * GUÐFINNA JONINA S VEINSDÓTTIR Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. t Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, HALLDÓR GUÐJÓNSSON, Hamrahtíð 11, er látinn. Hildur Halldórsdóttir, Sesselja Halldórsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Örn Ingvarsson, Daði Kolbeinsson, Magnús Gíslason. t Elskuleg systir okkar og mágkona, KRISTÍN SIGRÍÐUR VILHELMSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Jón Vilhelmsson, Halldór Vilhelmsson, Steinunn Gísladóttir, Áslaug B. Ólafsdóttir. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Aðstoðum við skrif minningarrgreina Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is -*/ a ác. -A Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri ANNA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR + Anna Guðrún Árnadóttir fæddist á Akureyri 29. maf 1941. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 8. október siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 21. október. Mig langar að minn- ast konunnar í næsta húsi sem var sko engin venjuleg kona, nei, það var hún Anna og meira að segja Anna hans Gumma, hún var engri lík og þó svo að þungu fargi sé af mörgum létt er hennar sárt, já, sárt saknað af öllum sem til hennar þekktu. Hún hefur barist hetjulega í gegnum veikindi sín sem að lokum yfirbuguðu hana en hún var ekki sú eina sem barðist hetju- lega, nei, þeir voru fleiri og ef ég fengi einhverju um ráðið þá fengi hann Gummi hennar Önnu riddara- kross fyrir elsku sína og dugnað í hennar garð. Hann og bömin öll þrjú og þeirra fjölskyldur vora óþreytandi í að gera henni lífið létt- ara. Það var fyrir tæpum tólf áram sem leiðir okkar lágu aftur saman þegar við hófum öll húsbyggingu í Hlíðarhjallanum en í gamla daga vorum við nágrannar í vesturbæ Kópavogs til margra ára en árin áttu eftir að leiða í ljós að við Gummi eram stórskyld innan gæsalappa. Það var 9. september 1989 sem við fluttumst í húsið okkar (hálfklárað) en það var 23. septem- ber 1989 sem þau fluttust í húsið sitt fullklárað með flísalögn á bflskúrs- gólfinu og hvað eina. Þetta var toppurinn, þarna ætluðu þau að eyða ævikvöldinu, en það entist aðeins í níu ár og jafnvel skemur. Mér er það enn í fersku minni er ég kom inn í Hlíðarhjalla 45 í fyrsta sinn. Það fyrsta sem fyrir augu bar var útsaumuð mynd sem á stóð „Velkomin tfl Önnu og Gumma“. Þetta var bara byrjun- in og var handbragð húsmóðurinn- ar. Þegar innar kom var endalaus hlýja og útgeislun sem mætti manni hvarvetna. Einu sinni var ég úti í garði og þá kom silfurgrár Volvo Y 618 (bfllinn hennar Önnu). Þau hjónin vora að koma úr brúðkaupi. Hann var sennilega bara í sínum jakkafötum en hún var í hvítu plíseraðu pilsi og rauðum jakka, fallega greidd eins og hún var alltaf og vel máluð. Sólin skein og veðrið var yndislegt. Ég leit upp úr moldinni og sá þau og hugsaði: Vá, hún er stórkostlega glæsileg, en ég sennilega bara hugs- aði það, en þessa mynd vil ég geyma. Ég á aldrei eftir að gleyma af- mælisdegi Önnu, því þegar hún varð fimmtug átti ég von á mér þá og þegar og mér finnst hún standa ljóslifandi hér úti á plani þar sem hún hvatti mig til dáða og vildi fá stelpuna í afmælisgjöf. Annað eins gerir maður nú fyrir góða granna, en allt kom fyrir ekki, stelpan lét bíða eftir sér. Við viljum þakka fyrir öll áramót- in sem þau áttu hér með okkur, en það var venja hjá okkur að hittast og gleðjast annaðhvort á gamlársnótt eða á nýársdag, ýmist með góðravinaskál eða kaffisopa eftir því hvað átti við í það og það skipti en síðustu áramótin sem þau áttu hér voru óneitanlega öðravísi og minnast bömin okkar þeirra vel því við trítluðum yfir um nóttina og Anna var heima. Hún lá uppi í rúmi og var að horfa á Billy Smart eða bíómynd þegar ég læddist inn í rám til hennar og ætlaði að hafa allt í ró. Þá sagði hún: „Hvar era Siggi og krakkarnir? Ég vil fá þau líka.“ Svo klappaði hún og kyssti okkur öll eins og hún var vön. Það sem upp úr stendur var í raun hvað hún gladd- ist yfir að fá að hafa okkur öll og snerta. Nokkrum sinnum kom ég til Önnu á Skjól. Ég get ekki og mig langar ekki til að gleyma andliti hennar þegar ég kom og hún sat alltaf fyrir framan lyftuna og beið eftir einhverjum sem hún þekkti. Hún ljómaði eins og tungl í fyllingu og í fyrsta skipti sem ég kom sagði hún: „Erla, hverjum ætlar þú að gefa blóm?“ Og ég sagði: „Þau eru til þín, og ég er að koma til þín.“ Þá táraðist Anna. Hún átti erfitt með að tjá sig en alltaf skildi ég þegar hún sagði: „Hvar er sætasti strák- urinn í götunni?" Og: „Kysstu Sigga og krakkana frá mér.“ Ég skildi líka þegar ég spurði: „Hvemig líður þér, Anna mín?“ Þá svaraði hún: „Mér líður ágætlega. En mér leiðist djöf- ullega." Þetta var Anna. Með þessum orðum langar mig að þakka þér samferðina, elsku Anna. Ég, Siggi, Ragnar Birgir og Ester sendum elsku Gumma, Tótu, Heiðu, Nóna og fjölskyldum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og vonum að algóður Guð styrki ykkur öll og gefi ykkur frið. Erla Alexandersdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.