Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Samfylgd sem má ei rofna“ Megi Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þor- steinssonar hljóma sem oftast, segir Stefán Friðbjarnarson, í kirkjum landsins næstu hundrað árin. „BIBLIA Guðbrands biskups, Passíusálma Hallgríms Pétursson- ar, Húspostillu meist- ara Jóns og Hátíða- söngva séra Bjarna má hiklaust telja þær dýrlegustu gjafir, sem guðskristni í landinu hafa verið gefnar. - Mér eru enn í fersku minni áhrif hátíðasöngvanna á mig í fyrsta sinni, er eg heyrði þá sungna í Siglufjarðarkirkju, og sungna ágætavel, bæði af presti og söfnuði. Mér fannst kirkjan stækka og verða að dýrlegu musteri, þar sem var óendanlega hátt til lofts og vítt til veggja. Og mér fannst ég færast nær himninum og að hið mikla tónaflóð endur- ómaði einnig þaðan. Og efalaust var eg ekki einn um þessar til- fínningar. En afburðamenn ein- ir á sviði listarinnar megna að lokka þær fram.“ Þannig komst hinn virti fræðimaður Jón Jóhannesson að orði í bókinni Siglufjarðarprest- ar (Sögufélag Siglufjarðar 1948), þegar hann fjallar um séra Bjarna Þorsteinsson, tón- skáld, þjóðlagasafnara og sókn- arprest í Siglufirði (1888 til 1935), andlegan og veraldlegan leiðtoga Siglfírðinga í tæp 50 ár. Þess var minnst með hátíð í Siglufirði í ágústmánuði síðast- liðnum að 100 ár vóru liðin frá því Hátíðasöngvar séra Bjarna komu út. Hátíðin hófst með flutningi leikverks um ævi og störf sóknarprestsins og tón- skáldsins. Athöfn fór fram við minnisvarða prestshjónanna, séra Bjarna og konu hans Sig- ríðar Blöndal, sem „var ágæt- lega söngvin og lék mjög vel á orgel og píanó; var hún um fjölda ára organleikari í Siglu- fjarðarkirkju", svo enn sé vitnað í Jón fræðimann Jóhannesson. Á sérstakri ráðstefnu á hátíð- inni var og fjallað um möguleika á því að stofna þjóðlagasetur í Siglufirði í minningu sr. Bjarna. Meðal verka séra Bjarna Þor- steinssonar má nefna hið mikla þjóðlagasafn hans, íslenzk þjóð- lög, sem gefið var út í Kaup- mannahöfn 1906-1909. Verkið var um þúsund blaðsíður og hef- ur að geyma mörg hundruð þjóðlög, þar af 250 rímnalög, auk fróðlegrar ritgerðar og söngsögu Islands frá landnámi fram til 1900. Sem og íslenzkir hátíðasöngvar (víxlsöngur prests og safnaðar á stórhátíð- um, nýársdegi, jólanótt, nýársnótt og föstudaginn laga, einnig nýtt tónlag prests og safnaðar), Alþingishátíðar- kantata (14 lög) og fjöldi fag- urra laga við sálma og veraldleg ljóð. Bjarni Þorsteinsson, sóknarprestur, tón- skáld og sveitarstjórnarmaður. Séra Bjarni Þorsteinsson er stundum nefndur „faðir Siglu- fjarðar", enda var hann verald- legur leiðtogi þeirra, sem and- legur, í tæpa hálfa öld, og fyrsti heiðursborgari kaupstaðarins. Forusta hans í framfaramálum Siglufjarðar á fyrri helmingi 20. aldarinnar verður þó ekki rakin hér, en fróðleiksfúsum skal bent á bók Jóns fræðimanns Jóhann- essonar, Siglufjarðarprestar (1948), og bækur Ingólfs rithöf- undar Kristjánssonar, Ómar frá tónskáldsævi (1961) og Siglu- fjörður 1818-1918-1968 (1968). Bæjarmálafrömuðurinn, lista- maðurinn og sóknarpresturinn Bjarni Þorsteinsson mun skipa háan sess í hugum Siglfirðinga og landsmanna allra um ókomna tíð. I bók Sigurbjörns biskups Einarssonar, Haustdreifum, er vitnað til bókar Páls Skúlason- ar, þá prófessors, Pælingar, en þar segir „að listin og trúin séu tvær meginvíddir mannlegrar tilveru, tvær mikilvægustu leiðir manna til þess að gefa lífinu og hlutunum merkingu og tilgang, fínna sjálfa sig í heiminum, - ólíkar leiðir, sem þó renna sam- an og ættu að fara saman í þjóð- félaginu." Síðan segir biskup: „Náin samleið listar og trúar í sögunni er ekki hending. Sú samfylgd má ekki rofna. Listin og kirkjan þurfa að njóta ein- lægrar sambúðar og styðja hvor aðra í því að vekja lotningu, spurula alvöru, glaða, auðmjúka tilbeiðslu fram fyrir því undri að vera maður í veröld Guðs.“ I lífi, persónu og starfí Bjarna tónskálds og sóknarprests Þor- steinssonar áttu listin og trúin einlæga, frjóa samleið og hann vakti með sóknarbörnum sínum og landsmönnum öllum „lotn- ingu, spurula alvöru, glaða, auð- mjúka tilbeiðslu" til höfundar tilverunnar. Megi Hátíðasöngv- ar hans hljóma sem oftast í kirkjum landsmanna á nýrri öld, sem er í hlaðvarpa. jÉgferfrí 156 Ég fer frítt til Los Angeles - Hvað með þig? -1- VELVAKAIVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Víkurskála FYRSTU helgina í októ- ber sl. fórum við systkinin ásamt mökum í helgarferð til Víkur í Mýrdal. Gistum við í iitlum sumarhúsum og borðuðum veislumat í Víkurskáianum á laugar- dagskvöldinu. Oll sú þjón- usta sem við fengum var til fyrirmyndar. Húsin voru snyrtileg og notaleg og þjónustan og maturinn var í alla staði til fyrir- myndar. Á sunnudeginum fórum við í bátssiglingu með hjólabátnum og var sú ferð einnig mjög skemmtileg og ekki skemmdi veðrið fyrir, en við fengum yndislegt veður. Við getum hiklaust mælt með þeirri þjónustu og veitingum sem við fengum og sendum við okkar bestu þakkir fyrir. Átta systkin og makar. Meyjarskemman KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og langaði hana að minna á Meyjar- skemmuna á Laugavegi 18. Hún sagðist hafa farið þarna inn um daginn að kaupa sér veski og fengið alveg frábæra þjónustu. Sagði hún að búðin væri með allt mögulegt á ung- linga og margt fallegt til jólagjafa og verðið væri mjög gott. Óánægður áhorfandi ANNA Júlía hafði sam- band við Velvakanda og vildi hún taka undir grein- ina „Besti þátturinn - langbesti þátturinn" sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 26. október sl. Var hún innilega sam- mála bréfritara að þáttur- inn „Stutt í spunanrí' væri til skammar fyrir Sjón- varpið. Hafði hún aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð jafn leiðinlegan þátt og vit- lausan. Nú dámar mér ekki í ELLEFUFRÉTTUM sjónvarpsins nýlega var rætt við starfsmann síldar- vinnslu og sagði hann að hjá þeim sé „sígandi aukn- ing“. Er aukningin að minnka? I mínum huga er eitthvað sem sígur að minnka. Ef hann hefir átt við að um einhverja aukn- ingu sé að ræða, samgleðst ég þeim, en ef aukningin hefir sigið er ég tilbúinn til að samhryggjast þeim þarna eystra. Hvar í ósköpunum er js- lenskufræðingur RUV þegar svona ambögur sleppa í útsendingu? Ásgeir. SKÁK Umsjtíii IVIargeir Pélur.vson Staðan kom upp á Get2net mótinu í Aars í Danmörku í haust. Norð- maðurinn Berge Ostenstad (2.445) var með hvítt, en Hvít-Rússinn Alexei Fedorov (2.655) hafði svart og átti leik. 16. -Rd4!!17. Bxf8 - Rh3+! 18. gxh3 - Bxf3 19. Dcl - f4 20. h4 - Dxh4 21. h3 - Dg5+ 22. Kh2 - Bxe4! og hvítur gafst upp, því hann á ekki viðunandi vörn við hótuninni 23. - RÍ3+. Byrjunin í skák- inni var kóngsind- versk vörn: 1. d4 - Rf6 2. Rf3 - g6 3. c4 - Bg7 4. Rc3 - d6 5. e4 - 0-0 6. Be2 - e5 7. 0-0 - Rc6 8. d5 - Re7 9. b4 - Rh5 10. Hel - a5 11. Ba3 - Rf4 12. Bfl - Bg4 13. bxa5 - f5 14. Bb4 - c5 15. dxc6 - Rxc6 16. Bxd6? og upp er komin staðan á stöðumyndinni. Fedorov sigraði örugg- lega á mótinu með 7‘/z v. af 9 mögulegum, en næstir komu Danirnir Peter Heine-Nielsen og Steffen Pedersen með 6'/z v. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... YIGFÚS Hallgrímsson, kennari við Hjallaskóla í Kópavogi, heim- sótti bamaskóla á írlandi vorið 1998 og skrifar skemmtilega grein um ferð- ina í októberhefti Fréttabréfs Alþjóða- skrifstofu háskólastigsins. Kennurum standa til boða styrkir vegna slíkra ferða frá menntaáætlun Evrópusam- bandsins (ESB) sem gengur undir nafninu Sókrates, og þannig kom ferð Vigfúsar tíl. Skólinn er í smáþorpinu Portroe, skammt frá bænum Nenagh í Tipperary-héraði í miðvesturhluta ír- lands. Hann segir meðal annars: „Daglega fóru kennari og nemend- ur hans með morgunbænir í upphafi skóladags. Á þeim tíma sem ég var í Irlandi fóru börnin með bænir af meiri alúð en oft áður þar sem einn drengurinn í Scoil Mhurie [en svo nefnist skólinn á gelísku, sem þýðir skóli (heilagrar) Maríu] sagði öllum frá bænheyrslu sem hann hafði orðið fyrir. Hann bað um lottóvinning. Nokkrum dögum áður en ég kom til Irlands hafði stór lottóvinningur komið á miða sem hafði verið seldur í sjoppu í Nenagh. Það reyndist vera vinningur að upphæð 220 milljónir íslenskra króna sem systir drengsins í Scoil Mhurie hafði unnið. Vinningn- um var skipt á milli systkinanna og drengurinn varð 70 milljónum króna ríkari eftir bænir sínar. Engin furða að aðrir nemendur færu að biðja meira.“ XXX IGFÚS fylgdist með kennslu auk þess að kenna. Hann segir búnað skólans frekar frumstæðan miðað við íslenskar aðstæður „og kennsla um margt með því móti sem ég kynntist þejgar ég var nemandi í barnaskóla á Islandi kringum 1970, að undanskilinni tölvu í hverri kennslustofu.“ Hann segist hafa frætt nemendur um Island með margvíslegum hætti. „Ollum nemendum sýndi ég mynd- band um ísland. Krakkarnir voru heillaðir. Yngri nemendum sagði ég íslenskar þjóðsögur um tröll og viðureignir þeirra við menn (Búkolla, Gilitrutt) en eldri nemend- ur fræddi ég um jarðfræði og skýrði út fyrir þeim hvers vegna eldfjöll, hverir og jarðskjálftar væru eðlileg fyrirbæri á Islandi en ekki á Irlandi. Einnig sagði ég þeim frá fyrsta land- námsmanni Islands og tengslum hans við Irland.“ Síðan segir Vigús: „Elstu nemendurnir fengu leið- sögn um handbolta og sáu mynd- band með íslenska landsliðinu. Handbolti er íþrótt sem krakkar á Irlandi þekkja ekki til en þeir voru mjög áhugasamir um að læra hann svo að jafnvel körfuboltinn var lagð- ur á hilluna í nokkra daga. Bömin virtust glöð, með góða einbeitingu og áhugasöm um heimsókn mína sem var þeim tilbreyting frá daglegri kennslu. Þau kvöddu mig með ýms- um góðum gjöfum." XXX KARL Benediktsson, lektor við jarð- og landfræðiskor Háskóla íslands, ritar einnig grein í umrætt hefti fréttabréfs Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Þar segir hann frá vikudvöl í Barcelona á Spáni, þar sem hann var skiptikennari síðast- liðið vor. Karl kveðst hafa komið að tveimur námskeiðum við UAB (Universitat Autonema de Barcelóna); annað snerist um þró- unarlönd og var fyrir landfræði- nema sem staddir eru um miðbik náms síns. „Þar fjallaði ég um breytinguna úr sjálfsþurftabúskap yfir í markaðsfyrirkomulag, sem samfélög flestra þróunarlanda hafa gengið í gegnum, og gi-eindi frá mínum eigin rannsóknum á Papúu Nýju Gíneu. Þrátt fyrir að það kunni að virðast langsótt að fá ís- lending til Katalóníu til að tala um Melanesíu undirstrikaði það skemmtilega í mínum augum hversu alþjóðlegt fræðasamfélagið er og á að vera. Hitt námskeiðið var um auðlindanýtingu og auðlinda- stjórnun, en í því samhengi sagði ég frá fiskveiðistjórnun á Islandi og þeim víðtæku breytingum sem orð- ið hafa á íslenskum sjávarútvegi á undanförnum árum. Spunnust nokkrar umræður um möguleika byggða til að stýra sjálfar nýtingu sameignarauðlinda á borð við fiski- stofna. í ljós kom að í katalónskri sögu eru til athyglisverð dæmi um slíkar stjórnunaraðferðir, til að mynda með samvinnuhópum um fiskveiðar, sem ráða yfir tilteknum hafsvæðum hver og setja sjálfir reglur um nýtingu þeirra.“ XXX IN stutt setning, raunar eitt orð í setningu í grein Karls Bene- diktssonar, vakti athygli Víkverja. Karl segir á einum stað: „En hvað um það. Eg tók jarðlestina á morgn- ana úr miðbænum og...“ Víkverji man satt að segja ekki eftir að hafa heyrt orðið jarðlest áður, en finnst það gott. Oft er talað um neðanjarð- arlest, en er ekki jarðlest bara enn betra og þjálla orð um þetta fyrir- bæri? Hvað segja sérfræðingar í ís- lenskri tungu um það?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.