Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ BAKSVIÐ SKOÐANAKANNANIR í Ástralíu benda nú til þess að andstæðingar tillögunnar um lýðveldi séu fleiri en stuðningsmennirnir; svo gæti því farið að konungdæmið ynni óvæntan sigur en lengi var talið að lýðveldið fengi afgerandi meirihluta. Ekki er þó allt sem sýnist í þessum efnum og aðrar kannan- ir sýna að allt að 65% þjóðarinnar vilja frem- ur lýðveldi en margir eru ósáttir við að for- setinn verði ekki þjóðkjörinn. Nýlendutímabilinu lauk formlega í Ástral- íu árið 1901 þegar stofnað var sambandsríki sem minnir að uppbyggingu á Kanada. Landið hefur á tuttugustu öld orðið sjálf- stætt í öllu sem máli skiptir, tengslin við konungdæmið breska eru því aðeins tákn- ræn. Nær helmingur landsmanna á ættir að rekja til annarra landa en Bretlands og á því erfitt með að skilja tUfinningar þeirra sem hylla bresk, söguleg gildi. ERLENT WANTED The Monarchy. MISSING IN ACTION IN THE Republic Debate. IF FOUND, CALL THE MONARCHISTS AND LET THEM KNOW. TELEPHONE 1800 822 229. Reuters Skipverjar á ástralska herskipinu HMAS Adelaide greiða atkvæði utankjörstaðar í vikunni í þjóðaratkvæðinu um stofnun lýðveldis, en kosningarnar verða 6. nóvember. Skipið var statt í Hong Kong. Lýðveldissinnar segja að stuðningsmenn konungdæmis hafi ekki viljað hampa konungs- fjölskyldunni í kosningabaráttunni vegna þess að hún njóti orðið lftillar virðingar í Ástralíu. Hér lýsa þeir eftir Elísabetu drottningu og Karli ríkisarfa á veggspjaldi. Sérstakt stjórnlagaþing, sem samdi tillög- una um lýðveldisstofnun í Canberra í fyrra, ákvað að forsetinn yrði kosinn á þingi og yrði að fá þar tvo þriðju hluta atkvæða. Þetta hafa margir gagnrýnt harkalega og hefur því myndast undarlegt bandalag. Annars vegar eru þeir sem vilja einfaldlega ekki breyta neinu og hins vegar þeir sem eru hundóá- nægðir með að við drottningu taki það sem kallað hefur verið niðrandi „forseti pólitíkus- anna“. Hinir síðarnefndu vilja fella hug- myndina í von um að borin verði upp síðar tillaga þar sem komið verði lengi'a til móts við óskir þeirra. Hinir fyrrnefndu vona að falli tillagan muni hugmyndin verða gleymd næstu áratugina. Hægt er að stinga upp á hverjum sem er til að gegna embættinu en forsætisráðherra og leiðtogi stjórnarandstöðu munu ákveða hverjir verða í framboði. Forsætisráðherra getur hvenær sem er vikið forsetanum ef hann telur þjóðarhag krefjast þess; hinn síðarnefndi verður því svo háður ríkis- stjórninni að hann verður ekkert annað en kjölturakki hennar, segja þeir sem vilja fella tillöguna. Hvað verður um stöðugleik- ann í embætti þjóðhöfðingjans, spyrja menn, og hvaða aðhald mun hann veita ráðamönnum ef svona er í pottinn búið? Þetta sé ekki lýðveldi heldui- „eins og að leika fótbolta án bolta“. Þegar spurt var hvers vegna ekki mætti leyfa þjóðinni að kjósa forsetann beinni kosningu var svarað að þá gæti komið upp stjórnarfarskreppa. Forsætisráðherra, sem ekki er þjóðkjörinn, myndi hugsanlega hafa minni myndugleika en þjóðkjörinn forseti ef þeir yrðu ósammála. Lýðveldissinnar eru margir sárreiðir og segja að Howard og menn hans hafi ráðið því hvemig tillagan var orðuð. Nú sé búið að þvinga þá til að mæla með hugmynd sem þjóðin sé ekki hrifin af. Niðurstaðan gæti orðið sú að í reynd verði frestað að taka ákvörðun sem líklegt er að memhlutinn vilji, þ.e. að afnema konungdæmið. Ónnur niðurstaða kemur einnig til gi-eina. Ef tillagan verður samþykkt gætu stuðn- ingsmenn hennar reynt að fá þingið til að breyta ákvæðun- um um forsetakjör þannig að hann yi-ði þjóðkjörinn. Athyglisvert er að drott- ingin og konungsfjölskyldan voru lengst af ekki dregin inn í áróður fylkinga, þegjandi samkomulag var um að forð- ast það. Umræðumar sner- ust fyrst og fremst um for- setaembættið og hvemig kjósa ætti til þess. Nú hafa stuðningsmenn lýðveldis skyndilega skipt um gír. „Við ætlum ekki lengur að taka á þessu með silkihönsk- um,“ sagði framkvæmda- stjóri kosningabaráttu lýð- veldissinna. „Fólk á eftir að heyra heilmikið frá okkur um möguleikann á því að Karl konungur III og Camilla drottning taki við.“ Birt eru spjöld með mynd drottningar og „lýst eftir“ konungdæm- inu, stuðningsmenn þess þannig hæddir fyifr að hampa ekki Elísabetu og syni hennar. Konungssinnar svör- uðu með því að fordæma and- stæðingana fyrir að draga deilurnar niður í svaðið með persónulegri illgirni. Leikarar og íþróttakappar Stjórnmálaskýrendur em sumir á því að þorri Ástrala sé löngu búinn að fá nóg af bresku konungsfjölskyldunni. Uppákomumar í herbúðum Windsor-ættar- innar á síðari árum, hjónabandserfiðleikar Karls og annama barna Elísabetar, framhjá- haldssögur og fleira hafi valdið mikilli þreytu og fólk vilji innlendan þjóðhöfðingja. Þótt drottning sé sjálf vinsæl dugi það ekki til. En hver á að verða forseti? Breska blaðið The Sunday Telegraph segir að í könnunum um málið í Ástralíu beri mest á nöfnum þekktra kvikmyndaleikara og íþróttamanna. Má nefna Bryan Brown, Pat Rafter, Cate Blanchett og, af minni alvöru, píanóleikar- ann David Helfgott, sem frægur varð vegna kvikmyndarinnar Shine um ævi hans. „Ég myndi aldrei sætta mig við að Kylie Minogue [þekkt dægurlagasöngkona og leik- kona] yrði forseti Ástralíu,“ segir Kay Masters, einn af talsmönnum lýðveldis. „Eða einhver önnur fjölmiðlastjarna. Við yrðum aðhlátursefni. En breska konungsfjölskyldan er hreinasta háðung. Mér er sama hvað ger- ist ef við bara losnum við hana.“ Deilan um lýðveldisstofnun í Ástralíu vek- ur áhuga þeirra Breta sem vilja afnema kon- ungdæmið og segjast þeir geta lært mikið af þeim. Einkum að ekki megi falla í þá gryfju að láta umræðumar um eftirleikinn stýra öllu. Mikilvægast sé að fá því framgengt að konungdæmið hverfi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafi ratað á réttu leiðina í hliðstæðu máh er hann fékk í gegn breytingar á lávarðadeild- inni sem í reynd verða til þess að erfðaréttur til þingsætanna leggst niður. Hann hafi lagt áherslu á að fækka erfðaþingsætunum. Hvað síðar verði gert við deildina skipti minna máli. WANTED AUSTRALIA S NEXT KING MISSING IN ACTION IN THE REPUBLIC Debate. If found. call the monarchists AND LET THEM KNOW. TELEPHONE 1800 622 229. Ef ekkert er að ... „Ef ekkert er að hvers vegna þá að laga það?“ spyrja samt margir Ástralar. Þeir eiga við að tengslin við breska konung- dæmið hafi undanfama ára- tugi ekki verið nema til góðs. Óþarfi sé að taka áhættuna og vitlegra að hugsa sig um tvisvar. Bent er á að Ástral- inn sir William Deane er landstjóri sem er embættis- heiti æðsta fulltrúa drottn- ingar og sagt að hann gegni í reynd embætti þjóðhöfð- ingja. Þjóðhöfðinginn sé því Ástrali. En á móti er spurt hvers vegna John Howard forsætisráðherra ætli þá að setja Ólympíuleikana í Sydn- ey á næsta ári en ekki sir William. Hefð er fyrir því að leikana setji þjóðhöfðingi gestgjafanna. Rök þeirra sem vilja binda enda á tengslin era meðal annars þau að erfðaréttur tfl embættis þjóðhöfðingja sé ekkert annað en úreltar mið- aldaleifar. Þessi skipan mála sé auk þess í engu samræmi við nútímalega jafnræðis- hyggju Ástrala og þótt þeh njóti í reynd fulls sjálfstæðis sé kominn tími tfl að taka skrefið til fulls. Lýðveldis- stofnun sl „hugmynd sem orðin er tímabær, ekki með því að efna til uppþota eða uppreisnar heldur vegna gild- is hennar sem slíkrar", sagði í leiðara dagblaðsins Sydney Morning Herald nýlega. Enn aðrir benda á að Ástralar hafi aðal- lega hagsmuna að gæta í samskiptum við Asíulönd; margir spá því að Austur-Asía verði þungamiðjan í efnahagsmálum heims- ins á næstu öld. Eðlilegt sé að hrista af sér síðustu hlekkina sem tengi landið við gamla kúgunarstefnu sem margir Asíumenn geti enn ekki fyrirgefið. Ástralía eigi ekki að verða útvörður löngu dauðs heimsveldis. Frjálslyndi flokkurinn, sem er til hægri í Ástralíu, er við völd en deilurnar ganga þvert á flokksbönd. Þannig era ráðherrar ríkisstjórnar Johns Howards ýmist með til- lögunni eða á móti. Sjálfur lýsti forsætisráð- herrann í vikunni yfir eindreginni andstöðu sinni við að gerðar yrðu breytingar á kerfi sem reynst hefði vel og stuðlað að stöðug- leika. Verkamannaflokkurinn er í stjórnar- andstöðu og forystumaður hans, Kim Be- azley, vill lýðveldi. Howard hafði áður tekið undir með Be- azley og beðið samþingmenn sína að halda málinu utan við flokkapólitík. Frjálslyndir yrðu að gera það upp við eigin samvisku hvernig þeir greiddu atkvæði. Hefur yfirlýs- ing hans í vikunni því valdið írafári, ekki síst í ríkisstjórninni og flokknum vegna þess að Howard er greinilega að reyna á síðustu stundu að hafa úrslitaáhrif á niðurstöðuna í trausti þess að vaxandi líkur séu á að mjótt geti orðið á mununum. Klofningur í röðum lýðveldissinna Verði tillagan samþykkt er ekki búið að svara öllum spurningum um framhaldið og á því hamra stuðningsmenn konungdæmisins. Og klofningur í röðum lýðveldissinna hefur átt mikinn þátt í að snúa taflinu við í barátt- unni. Kosið um lýðveldi 1 Astralíu Ognað með Karli III og Camillu drottningu * Astralar munu um næstu helgi halda þjóðaratkvæða- greiðslu þar sem ákveðið verður hvort stjórnarfarsleg tengsl við Bretland verði rofín, Elísabetu drottningu þakkað fyrir vel unnin störf og stofnað lýðveldi. Ekki er gert ráð fyrir forseta með raunveruleg völd, hann verður aðeins þjóðartákn og kosinn af þingmönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.