Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 15 ÍÞRÓTTIR Reuters Ciriaco Sforza, fyrirliði Ka- iserslautern og svissneska landsliðsins. Reuters Jens Nowotny, fyrirliði Bayern Leverkusen (t.h) í baráttu við Don Hutchison í landsleik Þýskalands og Skotlands. Nowotny var líka gerður að gjald- kera fyrir leikmannasjóðinn og þess vegna oft þurft að berja í borðið þegar verið að pókera með bónusa fyrir leikmenn. „Eg hef fengið mikla reynslu af þessu hlutverki og það hefur gert mig að betri leikmanni," segir Nowotny. En er lýðræðið fótum troðið þeg- ar þjálfari ákveður hver skuli vera fyrirliði liðsins? „Það er kjaftæði," segir Lorenz-Giinther Köstner, þjálfari Unterhaching. „Áður fyrr voru fyrirliðar valdir af liðinu, en það breytir í raun engu. Fyrirliðinn er fulltrúi beggja og hann verður að hafa trúnað beggja." Wemer Lorant, þjálfari 1860 Miinchen, valdi Bernard Winkler sem fyrirliða og segir að það sé alltaf leikmaður sem hefur örugga stöðu í liðinu og þar með eitthvað að segja. „Ég man ekki eftir leik- manni, sem ekki var með fast sæti, sem fyrirliða." Þó var Andreas Fischer, sem val- inn var af leikmönnum hjá Hamburger, mikið á bekknum vegna meiðsla síðasta tímabil. Þá báru annaðhvort Tony Yeboah eða Bemd Hollerbach fyrirliðabandið. í dag er hinn reyndi Martin Groth fyrirliði liðsins. Skipt um fyririiða hjá Bayern Hjá Bayem Múnchen skipti Ott- mar Hitzfeld sjálfur um fyrirliða, en liðsmenn höfðu valið Oliver Khan markvörð á síðasta tímabili sem fyr- irliða, eftir að fyrirliðabandið var tekið af Lothar Matthaus - þegar hann birti hina frægu dagbók sína í Bild, og gerði allt vitlaust hjá liðinu - einkum og sérílagi voru deilur hans og Klinsmann neyðarlegar fyrir liðið. Hitzfeld valdi Stefan Ef- fenberg og segir að markvörður geti ekki verið fyrirliði vegna stöu sinnar sem aftasti maður. „Það er gott að geta haft miðjumann, sem allt snýst um sem fyrirliða. Það eru allir ánægðii' með Effenberg,“ segir Hitzfeld. „Það er og verður alltaf hlutverk fyrirliða að vera fulltrúi leikmanna og fulltrúi þjálfara,“ segir Effen- berg, sem talar af reynslu en hann bar í þrjú ár fyrirliðabandið hjá Borussia Mönchengladbach. Rekdal er hjá Berlín, Wohlert hjá Duisburg, Thon hjá Schalke, Eilts hjá Bremen og Weber er hjá Frankfurt, þeir eru allir komnir yfir þrítugt og viðurkenndir leiðtogar bæði af þjálfurum og leikmönnum. Bruno Labbadia, sem nýlega kom til Bielefeld, var strax gerður að fyrirliða reynslu sinnar vegna. „Það dettur engum í hug að skipta og all- ir eru ánægðir," segir nýr þjálfari liðsins Hermann Gerland. Volker Finke hjá Freiburg segir að alstaðar á öllum vinnustöðum eigi að ríkja lýðræði og auðvitað í fótboltanum líka. „Hver leikmaður getur greitt þrjú atkvæði og sá sem fær flest er fyrirliði hjá mér,“ segir Finke. „Ég lít á fyrirliðann sem fulltrúa leikmanna, en ekki sem aðstoðar- þjálfara. Hann á að tjá sig um vandamál þeirra og semja um bónusa og ræða við fjölmiðla , það er hans hlutverk. Ég legg mikla áherslu á að fyrirliðinn komi í veg fyrir óróa og hann á strax að grípa inní. Honum ber skylda til að hindra að leikmenn séu með óá- nægju sína á síðum blaðanna, það er gjörsamlega óþolandi. Þess vegna þarf fyrirliðinn að vera góður karakter sem allir bera virðingu fyrir og leikmenn hlusta á þegar hann talar,“ segir Lorant, þjálfari 1860 Múnchen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.