Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fjórstuðninqur Kommúnistaflokks Sovétríkjanna við norræna sósíalista Gullið streymdi frá Moskvu allt til endalokanna Ljósmynd/Bjorn Sigurson/Scanpix Norski sagTifræðingurinn Sven G. Holtsmark gluggar / skjölin sem varpa ljósi á Qárstuðning Sovétríkjanna við norræna skoðanabræður. Norski sagnfræðingur- inn Sven G. Holtsmark hefur kannað beinan fjárhagslegan stuðning sem flokkar kommún- ista og sósíalista á Norðurlöndum fengu -------------------7— frá Sovétríkjunum. I þeim gögnum kemur m.a. fram að íslenskir sósíalistar fengu slíkar greiðslur frá 1956 til -------?------------- 1966. Asgeir Sverns- son ræddi við Sven G. Holtsmark í Osló. RÁTT fyrir að efnahags- hrun væri fyrirsjáanlegt og pólitísk spenna færi dag- vaxandi töldu leiðtogar sov- éska kommúnistaflokksins og skoðanabræður þeirra í Austur- Þýskalandi nauðsynlegt að halda áfram fjárhagslegum stuðningi við erlenda bræðraflokka. Kommún- istaflokkar á Norðuriöndum voru þar ekki undanskildir. Þetta kemur fram í skjölum Kommúnistaflokks Sovétríkjanna sem fræðimenn hafa haft aðgang að um nokkurt skeið. í þessum plöggum sem norski sagn- fræðingurinn Sven G. Holtsmark hefur rannsakað með sérstöku til- liti til samskipta norskra og sov- éskra kommúnista kemur einnig fram að Kommúnistaílokkur Sov- étríkjanna studdi hinn íslenska Sa- meiningarflokk alþýðu-Sósíalista- flokkinn,: með beinum fjárframlög- um á árunum 1956 til 1966. Aðstoð- ar við íslensku félagana fyrir eða eftir þann tíma er ekki getið í skjölum þessum og engin nöfn á ís- lenskum viðtakendum eða fulltrú- um er að finna í þeim. Hún lætur ekki mikið yfir sér byggingin við Tollbugata 10 í mið- borg Ósló en þar er Varnarmála- stofnun Noregs til húsa. Gesturinn hugsar með sér að ekki þyrfti öfl- uga sprengjuhleðslu til þess að byggingin hryndi til grunna og þegar inn er komið er stigið eins létt til jarðar og líkamshulstrið leyfir. Stofnunin er enda að flytja tímabundið á meðan byggingin sem er mjög falleg verður lagfærð, segir Sven G. Holtsmark, fertugur norskur fræðimaður sem rannsak- að hefur samskipti sovéskra kommúnista og sósíalískra stjórn- málaflokka á Norðurlöndum. „Þú verður að afsaka, skrifstofan er eins og Berlín í stríðslok," segir Holtsmark. „Hér hafa menn greinilega ekki verið að bruðla," svarar gesturinn, og leggur kaffi- bollann varlega frá sér af tillits- semi við Ósló-borg. Sven G. Holtsmark segir að sér komi ánægjulega á óvart sá mikli áhugi sem íslendingar sýni- störf- um hans en fréttastofa Stöðvar 2 var fyrst íslenskra fjölmiðla til að greina frá skjölum þeim sem norski sagnfræðingurinn hefur undir höndum og varða m.a. stuðn- ing sem kommúnistar eystra veittu hinum íslenska Sameiningarflokki alþýðu-Sósíalistaflokknum á árun- um 1956 til 1966. „Þessi áhugi ekki aðeins á ís- landi heldur einnig hérna í Noregi hefur komið mér mjög á óvart vegna þess að hér er um að ræða skjöl sem allir hafa getað nálgast um langt skeið. Hér er heldur ekki algjörlega um nýjar upplýsingar að ræða,“ segir Holtsmark og vísar m.a. til fyi-irferðarmikils frétta- flutnings í Rússlandi af aðstoð sov- éskra kommúnista við erlenda bræðraflokka auk þess sem þrá- faldlega hafi verið vikið að þessu í öðrum sovéskum/rússneskum heimildum. „Ég get nefnt að norskir fjölmiðlar fengu skyndilega mikinn áhuga á málinu nú síðsum- ars þegar stofnunin gaf út rit eftir mig sem nefnist „Gullet fra Moskva. Sovjetisk pengestötte til norske kommunister 1917-1990“ (Gullið frá Moskvu. Fjárstuðningur Sovétmanna við norska kommún- ista 1917-1990). Margt af því sem þar kemur fram hafði ég birt áður m.a. í stórri blaðagrein í Verdens Gang. Mér finnst þessi áhugi einnig undarlegur sökum þess að allir þeir sem vildu hafa lengi vitað af þessum fjárhagslega stuðningi. Um hann eru til miklar heimildir og helstu útlínur þessa máls hafa verið að skýrast mjög á undanliðn- um árum.“ Kunnátta í rússnesku skilyrði Holtsmark kveðst hafa unnið að þessum rannsóknum í tæp tíu ár en sérsvið hans er saga diplómatískra samskipta Noregs og Sovétríkj- anna. Holtsmark talar reiprenn- andi rússnesku líkt og sannast þeg- ar kunningi frá Rússlandi hringir en þá tungumálakunnáttu segir hann algjöra forsendu fyrir rann- sóknum af þessu tagi. „Ég hef unn- ið í rússneskum og austur-evrópsk- um skjalsöfnum frá því í byrjun þessa áratugar. Það starf hóf ég þegar aðgangur var veittur að þessum söfnum eftir hrun komm- únismans í Austur-Evrópu, m.a. í Moskvu. En ég hef aðallega verið að kanna skjöl sovéska utanríkis- ráðuneytisins þar.“ Hann kveðst upphaflega ekki hafa sérhæft sig í málefnum sov- éska kommúnistaflokksins eða samskiptunum við erlendu skoð- anabræðurna. „Ég vissi auðvitað að þessi gögn voru til og segja má að fyrir tilviljun hafi ég fundið at- hyglisverðar upplýsingar á því sviði. Ég fékk síðan tækifæri til að taka saman þessar upplýsingar sem ég hafði viðað að mér,“ segir Holtsmark en hann hefur nýlokið við ritun bókar um samskipti aust- ur-þýskra og norskra kommúnista er nefnist „Avmaktens diplomati, DDR i Norge 1949-1973“ (útg. Den Norske Historiske Forening). „Rannsóknirnar á stuðningnum við norsku og norrænu félagana er því hliðarspor á mínum ferli ef svo má segja." Forsendur heimilda til rannsókna Þau gögn sem Holtsmark hefur notað við rannsóknir sínar á hinum beina fjárhagslega stuðningi voru gerð opinber árið 1994 eftir að fram höfðu farið réttarhöld árið 1992 að fyrirskipun Borís Jeltsíns Rússlandsforseta yfir sovéska kommúnistaflokknum (sjá ramma- grein). Til eru mörg önnur skjala- söfn eystra, m.a. þau sem tilheyrðu sovésku öryggislögreglunni/leyni- þjónustunni KGB og leyniþjónustu hersins, GRU, en því hefur löngum verið haldið fram að síðastnefnda stofnunin hafi einkum haldið uppi njósnum á íslandi. „Aðgangurinn að þessum skjalasöfnum er mjög takmarkaður og ég hef ekki reynt að komast í þau. Væri slíkur að- Almennt má því segja að hafi samskipti ís- lensku sósíalist- anna og kommún- ista í Moskvu ver- ið í lagi er engin ástæða til að ætla að þeir hafi ekki fengið áfram fjár- veitingar gangur veittur væri hann algjör- lega á forsendum þeirra sem þeim stjórna. Menn gætu aldrei fengið að starfa sjálfstætt og samkvæmt fræðilegum viðmiðum sínum. Þeir myndu velja gögnin sem þeir vildu sýna af einhverjum tilteknum ástæðum.“ íslensku félögunum hjálpað Holtsmark hefur líkt og frétta- stofa Stöðvar 2 greindi fyrst ís- lenskra fjölmiðla frá fundið gögn sem sýna að Sameingarflokkur al- þýðu-Sósíalistaflokkurinn fékk fjórum sinnum fjárveitingu frá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna á árunum 1956-1966. Þessi gögn hafa verið öllum opin frá árinu 1994. í þeim kemur fram að íslenski flokk- urinn fékk 20.000 Bandaríkjadali í aðstoð árið 1956. Þremur árum síð- ar var ákveðið að styrkja flokkinn um 30.000 dali. Árið 1963 var fram- lagið til íslensku félaganna 25.000 dollarar og 1966 bættust við 25.000 dollarar. Framreiknað til núvirðis var aðstoðin 1956 upp á 4,8 milljón- ir króna, fjárveitingin 1959 svarar til 6,4 milljóna króna, sú sem veitt var 1963 jafngildir 10,5 milljónum króna og sú síðasta sem skjölin geta um árið 1966 svarar til 7,5 milljóna króna. Alls fengu því ís- lenskir sósíalistar 29,2 milljónir króna að núvirði í formi beinna fjárframlaga frá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna á þessum tíu árum. „Ég þekki ekki sögu íslenskra kommúnista og sósíalista og hvem- ig samskiptum þeirra við ráða- menn í Moskvu var háttað en það er vel hugsanlegt auðvitað að um frekari fjárveitingar hafi verið að ræða,“ segir Holtsmark. Hann vís- ar til aðstoðarinnar sem Sovét- menn veittu skoðanabræðrum sín- um á öðrum Norðurlöndum og til- tekur að samskiptin við norsku og sænsku flokkana hafi verið erfið á tímabili en um miðjan áttunda ára- tuginn hafi þeirri misklíð sýnilega verið eytt og sambandið hafi á ný gengið snurðrulaust m.a. eftir klofning í Kommúnistaflokki Nor- egs þar sem hluti félaganna kaus að fylgja áfram Moskvu-línunni. „Til eru skjöl sem sýna að fjár- stuðningnum við þessa flokka var fram haldið frá 1978 til 1990,“ segir Holtsmark. „Þetta kerfi fjárveitinga hélt velli allt til endalokanna. Fjöldi þeirra flokka og hreyfínga sem fékk þessa aðstoð breytist lítið sem ekkert á þessu tímabili, þ.e. þeir voru í kringum hundraðið. Al- mennt má því segja að hafi sam- skipti íslensku sósíalistanna og kommúnista í Moskvu verið í lagi er engin ástæða til að ætla að þeir hafi ekki fengið áfram fjárveiting- ar. Hafi samskiptin verið slæm eða hafi íslendingarnir t.d. lagt áherslu á hugmyndafræðilega samleið með Evrópukommúnismanum kann að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.