Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Asíski efnahag'srisinn leit- ar leiða upp úr kreppudal Iðnríki heims fylgjast náið með efnahags- og stjórnmálaþróuninni í Japan vegna þess mikla vægis sem þetta annað stærsta hagkerfí heims hefur í alþjóðahagkerfínu. Nú þykir ýmislegt benda til að japanskt efnahagslíf sé að ná sér upp úr öldu- dalnum. Auðunn Arnórsson var í Japan og kynnti sér stöðu mála. ÞEGAR lent er á Narita-al- þjóðaflugvellinum við Tókýó og ekið inn í iðandi stórborgina kemur gestkomandi Vesturlandabúi í fljótu bragði auga á fátt, sem gefur tilefni til að ætla að hér sé kreppa. Bílarnir í endalausum umferðarteppunum eru mjög margir stórir, búnir kraftmiklum vélum og öllum hugsanlegum aukahlutum. í neð- anjarðarlestunum er áberandi að fólkið klæðist dýrum og vönduð- um fötum, merkjavara blasir við hvert sem litið er. Fólk virðist al- mennt ánægt á svip. Ekki er að sjá að verzlunar- eða skrifstofu- húsnæði sé á lausu í miðborginni, eins og oft má sjá í vestrænum stórborgum á samdráttartímum. Glæsilegar nýbyggingar setja sterkan svip á borgarlífið. En þegar betur er að gáð má koma auga á fáeinar vísbendingar um að nú ári ekki eins vel og áður í efnahagsundralandinu. A stöð- um þar sem vegavinna er í gangi - sem eru mjög vel merktir sem slíkir - standa menn með veifur sem hafa því einu hlutverki að gegna að vekja athygli vegfar- enda á því sama og skiltin og merkingarnar eru búin að gera. Þegar inn í banka er komið tekur á móti manni ung og vel til höfð stúlka sem býður góðan daginn og spyr hvert erindið sé og vísar viðskiptavinunum síðan á rétt af- greiðsluborð. Þetta eru tvö dæmi sem vekja athygli manns á því, að atvinnu- leysi hefur aukizt í Japan. Þar í landi er sterk hefð fyrir því að all- ir hafi atvinnu og æviráðning var mjög algeng. Síðustu ár hefur hagvöxtur verið neikvæður, fjár- málafyrirtæki átt í miklum kröggum og iðnrekendur almennt neyðzt til að grípa til róttækrar endurskipulagningar. Nú í októ- ber var tilkynnt að 21.000 starfs- mönnum Nissan-bílaverksmiðj- anna yrði sagt upp og fimm verk- smiðjum lokað, í því skyni að draga úr framleiðslugetunni sem var orðin allt of mikil miðað við sölu. Mestur hefur sölusamdrátt- urinn verið innanlands en mark- aðshlutdeild Nissan á heims- markaði hefur líka minnkað. Skuldir Nissan, annars' stærsta bflaframleiðanda Japans, eru gíf- urlegar en nú hafa tekizt samn- ingar við frönsku Renault-verk- smiðjumar um samstarf, með það að markmiði að koma rekstri Nissan á réttan kjöl. Fjöldauppsagnir sem þessar Morgunblaðið/Auðunn Af lengd umferðarteppanna í Tókýó að dæma er ekki að sjá að kreppa sé í japönsku efnahagslífi. voru þar til fyrir örfáum árum óþekktar í Japan. Þegar þenslu- skeið níunda áratugarins náði há- marki var skortur á vinnuafli og mikið fjárfest í vinnusparandi tækni í iðnaði. Og á árunum eftir lok kalda stríðsins færðu japönsk iðnfyrirtæki æ stærri hluta fram- leiðslu sinnar til láglaunalanda í Asíu. Kreppan í efnahagslífi þess- ara landa - Suður-Kóreu, Taí- vans, Malasíu, Tælands, Indónesíu, svo þau helztu séu nefnd - hefur því lagzt með tvö- földum þunga á efnahagslíf Japans. Goðsögnin um lítið atvinnuleysi Það hefur löngum verið sagt að atvinnuleysishlutfallið í Japan sé mjög lágt í samanburði við það sem gengur og gerist í helztu samkeppnislöndum þess. Sam- kvæmt opinberum tölum er það nú tæplega 5%. En sú tala er vill- andi. Ljóst er að atvinnuleysis- hlutfallið myndi mælast mun meira ef það væri reiknað út með sömu aðferðum og gert er á Vest- urlöndum, en mestu munar í þessu sambandi hve hin hefð- bundna japanska skilgreining á því hver teljist atvinnulaus og hver ekki er ólík því sem gildir til dæmis á Islandi. I japönskum at- vinnuleysistölum er ekki reiknað með þeim mikla fjölda heima- vinnandi fólks, sem „dregur sig í hlé“ frá vinnumarkaðnum, en í þessum hópi eru einkum konur. Tiltölulega hátt hlutfall einyrkja hefur einnig áhrif, sem og sá sið- ur að fólk sem verður atvinnu- laust njóti atvinnuleysisstyrkja aðeins um skamma hríð. Sé því fólki, sem vitað er að gjarnan vildi komast (aftur) út á hinn al- menna vinnumarkað í Japan, bætt við hina opinberu atvinnu- leysistölu fer hlutfallið í um það bil 9,5-10%. Að atvinnuleysi í Japan sé mjög lítið er því þegar nánar er að gáð lítið annað en goðsögn. Launþegum „ýtt“ úr starfí Og horfurnar fyrir launþega á japönskum vinnumarkaði eru ekki bjartar. Sífellt fjölgar fregn- um af því, að launþegum sé „ýtt“ til að segja upp af sjálfsdáðum, Reuters Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, heldur glaðbeittur um stýrið á hraðskreiðum bíl á bflasýningunni í Tókýó. Efnahags- stefna stjórnar hans miðar öll að því að fá hjól efnahagslífsins aft- ur til að snúast. oft með vafasömum aðferðum af hálfu vinnuveitandans. Japönsk löggjöf verndar vel réttindi laun- þega. Til að japanskt fyrirtæki geti sagt starfsmönnum upp þarf það að fullnægja mörgum laga- legum formsatriðum, svo sem að sanna þörfina á að fækka starfs- fólki og sýna fram á að gripið hafi verið til allra mögulegra ráðstaf- ana annarra til að forðast upp- sagnir. Vegna þess hve mikið þarf að hafa fyrir því að segja upp starfs- mönnum með löglegum hætti grípa fyrirtækjastjórnendur í æ ríkari mæli til þess að leggja starfsmenn, sem þeir vilja losna við, í einelti, í þeim tilgangi að fá viðkomandi til að segja upp af sjálfsdáðum. A dögunum kom fram fyrir rétti í Tókýó, að 35 ára gömlum manni, sem áður starfaði hjá Sega-tölvuleikjaframleiðandan- um, hefði áður en hann hætti að vinna þar verið fengið glugga- laust pínulítið herbergi, búið engu öðru en borði, stól og einum síma, og engin verkefni. Mannin- um var ekki leyft að taka neina persónulega muni með sér á vinnustaðinn og var gert að til- kynna til starfsmannahaldsins í hvert sinn sem hann vildi fara út úr herberginu. Talsmenn Sega sögðu í réttinum að herbergið væri ætlað starfsmönnum sem biðu þess að fá ný verkefni innan iyrirtækisins. Það væri ekki til þess ætlað að þvinga menn til að segja upp. En talsmenn verkalýðsfélaga halda því fram að nú þegar japönsk fyrirtæki séu að reyna allt hvað þau geta til að „missa ekki af lest“ efnahagsbatans sem virðist vera komin í gang eftir nokkurra ára stöðnunarskeið, hiki mörg þeirra ekki við að beita lúalegum aðferðum til að knýja starfsmenn til uppsagnar. Þessi nýju vandamál á japönskum vinnumarkaði eru enn eitt dæmið um þær miklu breyt- ingar sem eru að verða á honum. Áratugum saman var árlegur hagvöxtur í Japan hátt í 10% og við þær aðstæður sköpuðust viss- ar hefðir á vinnumarkaðnum sem ekki þekktust annars staðar, svo sem æviráðningarstefnan hjá flestum stærri fyrirtækjum og fleira sem gerði vinnumarkaðinn frekar ósveigjanlegan. Nú þegar ven- árar á þessi ósveigjanleiki sinn þátt í því að hamla efnahags- batanum og því reyna fyrirtækin að hrista af sér þær kvaðir sem hefðir „hagvaxtarundursáranna" eru þeim við þær aðstæður sem þau þurfa að kljást við í alþjóð- legu samkeppnisumhverfi nútím- ans. Víxlverkun efnahagslífs Japans og Asíuríkjanna Hin nánu efnahagslegu tengsl sem byggzt hafa upp á síðustu áratugum milli Japans og „hag- vaxtarríkjanna" í Asíu (nú ,,kreppuríkja“) ollu því að gjald- eyris- og fjármálakreppan sem steyptist yfir þessi lönd kom mjög illa við japanskt efnahagslíf - útflutningur minnkaði, afkoma fyrirtækja sem höfðu fjárfest í Asíuríkjunum versnaði snögg- lega, og háar fjárhæðir sem japönsk fjármálafyrirtæki höfðu veitt aðilum í þessum löndum að láni urðu glatað fé. Þótt ástandið hafi náð vissu jafnvægi á ný þykir mörgum hag- fræðingum of snemmt að vera bjartsýnn á horfumar, þar sem Asíuríkin sem í hlut eiga séu enn í kreppu og fjármálakerfi þeirra enn í molum. En þó er fáein batamerki að sjá. ÚtflutriingUr frá „kreppuríkj- unum“ í Asíu hefur vérið að ná sér aftur á strik, og þar með hafa líkur aukizt á að þær fjárfesting- ar sem japönsk fyrirtæki hafa lagt í iðnað þesspra landa fari að skila arði. Er vonazt til að glæðist útflutningur frá Asíuríkjunum frekar kunni sú þróun að ýta und- ir batamerki í efnahagslífí Japans, með því að útflutningur frá Japan til Asíuríkjanna aukist á ný. Þannig eru bundnar vonir við að þetta samspil efnahagslífs Japans og „fyrrverandi og aftur tilvonandi hagvaxtarríkjanna" í Asíu hjálpi hvert öðru upp úr öldudalnum. Kynt undir efnahagsbatanum með auknum ríkisútgjöldum Japanska viðskipta- og iðnað- arráðuneytið spáir þvi að í nóv- ember aukist iðnframleiðsla í landinu um 3,8%. I september dróst iðnframleiðslan saman um 0,8%. Kauphallarrýnar túlkuðu spána strax sem eina vísbending- una til viðbótar um að hjól efna- hagslífsins séu aftur farin að snú- ast - hún bendi til eftirspumar- aukningar bæði innanlands og ut- an. I vikunni lét Taichi Sakaiya, yfirmaður hinnar áhrifamiídu efnahagsáætlanastofnunar jap- anska ríkisins, svo ummælt að ríkisstjórnin myndi endurskoða hagvaxtarspá sína fyrir yfir- standandi fjárlagaár, sem er 0,5%, þegar hún leggur fram boð- aða stuðningsáætlun við efna- hagslífið um miðjan nóvember. Þegar stokkað var upp í ríkis- stjórninni í byrjun októbermán- aðar ítrekaði fjármálaráðherrann Kiichi Miyazawa að stjórnin væri sannfærð um nauðsyn þess að ríkið héldi áfram að gera það sem það gæti til að smyrja hjól at- hafnalífsins, en í þeim tilgangi hefur stjórnin boðað allt að 10 billjónir jena, andvirði 6.700 milljarða króna, í aukin ríkisút- gjöld fram að lokum fjárlagaárs- ins í marz 2000. Forsætisráðherrann Keizo Obuchi sagði hins vegar í vikunni að of snemmt væri að kætast yfir bjartari horfum í efnahagslífmu. Sagði hann ástandið enn „alvar- legt“ og að eftirspurn í einkageir- anum væri enn mjög lág. „Því miður hefur japanskt efnahagslíf ekki náð sér upp úr því alvarlega ástandi sem lítil eftirspurn í einkageiranum hefur skapað, en fyrir tilstilli ýmissa aðgerða stjórnvalda er það smám saman að ná sér á strik,“ hefur Reuters eftir Obuchi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.