Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGURÐUR THORLA CIUS * RÖGNVALDSSON i \ i + Sigurður Thor- lacius Rögn- valdsson, jarðeðlis- fræðingur, fæddist í Reykjavík 11. janú- ar 1964. Hann lést af slysförum 25. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Kristín Rann- veig Thorlacius, bókasafnskennari, f. 30. mars 1933, og séra Rögnvaldur Finnbogason, sókn- arprestur, síðast að Staðastað, f. 15. október 1927, d. 3. nóvember 1995. Kristín er dóttir Sigurðar Thorlacius, skólastjóra, f. 4. júlí 1900, d. 17. ágúst 1945, og Ás- laugar Thorlacius, f. 21. nóvem- ber 1911. Foreldrar Rögnvalds voru Finnbogi Jónsson, verka- maður, f. 29. júní 1892, d. 1. nóvember 1974, og Ingibjörg Magnúsdóttir, húsmóðir, f. 20. mars 1893, d. 20. júní 1970. Systkini Sigurðar eru Hildur, , meinatæknir, f. 9. janúar 1953, Þrándur, vélstjóri, f. 31. ágúst 1954, Áslaug, sagnfræðingur, f. 3. júlí 1955, Ingibjörg, bóka- safns- og upplýsingafræðingur, f. 8. febrúar 1961, Ragnhildur, Ieikskólakennari, f. 16. ágúst 1962, Finnbogi, Jarðfræðingur, f. 1. júní 1965, Örnólfur Einar, eðlisfræðingur, f. 27. janúar 1969, og Ólafur, jarðeðlisfræð- ingur, f. 16. maí 1975. Eftirlifandi eiginkona Sigurð- , ar er Nanna Lind Svavarsdóttir, bókasafns- og upp- lýsingafræðingur, f. 16. febrúar 1965. Þau giftu sig 27. maí 1995. Foreldrar Nönnu eru Svavar Fr. Hjaltalín, f. 8. október 1934, og Svanhvít A. Jóseps- dóttir, f. 5. ágúst 1936. Börn Nönnu og Sigurðar eru Svanhvít Sif, f. 22. júní 1988, og Ari, f. 28. febrúar 1995. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1982, B.S.-prófi í jarðeðlis- fræði frá Háskóla Islands árið 1987 og 4. árs verkefni frá Há- skóla Islands árið 1988. Hann fór til Svíþjóðar til framhalds- náms og lauk Fil.lic.-gráðu við Uppsala Universitet árið 1992 og doktorsprófi frá sama há- skóla árið 1994. Doktorsritgerð Sigurðar fjallaði um jarð- skjálfta á Suðurlandi. Að loknu námi vann hann við rannsóknir í jarðskjálftafra'ði við Norrænu eldfjallastöðina í Reykjavik frá 1994 til 1995. Frá árinu 1995 starfaði hann við Jarðeðlissvið Veðurstofu íslands; Á námsár- unum við Háskóla Islands starf- aði hann við mælingar á vegum Orkustofnunar. títför Sigurðar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ á morgun, mánudaginn 1. nóvem- ber, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Drottinn, seg mér hvar þú fólst netið að ég geti fangað hugarfiska mína. (Rögnvaldur Finnbogason) „Getið þið bent mér á hótelið?“ Þetta er elsta minningarbrot sem ég finn í hugarskotinu af okkur Sigga, sennilega þrjátíu ára gömul upplifun úr fjörunni í Seyðisfírði. Þá hafði sjónvarpið haldið innreið sína og andagtugur fréttamaður brugðið sér í morgungöngu til að kanna mannlíf- ið í þessari Mekka sfldarinnar, sem ”*nú var reyndar horfin á braut. Mér skildist á látbragði stórabróður að hér væru mikið í húfi, við bentum hermannlega í átt að hótel Snæfelli og urðum ódauðlegir á hvíta tjaldinu fyrir bragðið. Sigurður Thorlacius Rögnvalds- son hét í höfuðið á afa okkar, yfir nafninu hvíldi goðsagnarkenndur blær, afi okkar hafði verið mikils- metinn á sinni tíð og maður mikilla verka. Ég öfundaði bróður minn af nafninu eins og reyndar svo mörgu öðru sem mér fannst hann hafa fram yfir mig. Siggi varð snemma læs öf- ugt við mig, og las reiðarinnar bísn, nann var sterkur og þekkti lönd og borgir í heimshlutum sem mig óraði 'ékki fyrir að væru til. Þessi öfund var þó meira í ætt við aðdáun og virðingu, við vorum mjög nánir og lékum okkur saman öllum stundum nema þá helst ef Siggi nennti ekki að leika sér af því að hann væri að lesa. Ég man lítið eftir mér á Hofi en sög- urnar eru orðnar að minningum í gegnum árin; pabbi sagaði gifsið af löppinni á Sigga og var næstum bú- inn að saga löppina af í leiðinni; gam- all maður gaf okkur kóngabrjóstsyk- ur; draugur vinnumanns hafðist við í grænum skúr. Á Seyðisfirði vorum viið í þrjú ár en þaðan lá leiðin til Siglufjarðar: Þangað komum við 6 og 7 ára, ég man eftir ævintýralegri férð til Reykjavíkur, við tveir og pabbi á gömlum Willis jeppa á ferð yfir Geldingadraga í myrkri og rign- ingu, þetta fannst okkur ævintýri lífsins. Við komum að Staðastað haustið 19 73, við Siggi fengum að sitja í flutningabflnum írá Siglufirði. Nú vorum við bræðurnir þrír í leikjum, Össi orðinn gjaldgengur nema sér- lega mikið stæði til, og það var nóg að sýsla. Óli kom svo í heiminn tveimur árum eftir að við fluttum vestur, Siggi var honum enn meiri fyrirmynd en mér. Nágrannar okkar á Ölkeldu breyttu gamla fjósinu i fjárhús og við tókum að stunda bústörf eins og kraftar leyfðu, Siggi og stelpumar voru aðallega í gegningunum fyrsta veturinn með þeim Ölkeldubræðrum en veturinn eftir vorum það við bræðurnir sem bárum ábyrgð á nokkrum skjátum og þótti mikið til koma. Kindurnar stóðu á taði og þegar kom að því sumai-ið eftir að stinga út brast okkur afl til að takast á við taðkögglana þó ekki vantaði viljann. Næsti vetur fór í að safna þreki í kapp við taðið sem hlóðst upp undir ánum og færði garðann að mestu á kaf. Ákaflega vorum við stoltir við verklok næsta sumar. Árin liðu, Siggi fór til Reykjavíkur í skóla tveimur árum á undan mér, við skrifuðumst á og honum sóttist námið vel þó stundum leiddist hon- um í Reykjavíkinni og saknaði heimahaganna. Ekki væsti þó um hann og mig seinna í vist hjá Össa og Stellu. Enn liðu árin, við fórum í Há- skólann, vorum á Gamla Garði í par- herbergi og frjálslyndir íbúar Nýja Garðs sáu í þessu pari nýja og breytta tíma í sambýli tveggja ein- staklinga - þangað til kvisaðist út að þetta væru bræður. Veturinn eftir kynntust Siggi og Nanna á Garði, þau fóru utan til Sví- þjóðar, Siggi reyndar einn fyrsta veturinn en Nanna hér heima með frumburðinn Svanhíti Sif. Þau komu heim árið 1993 eftir að Siggi hafði varið doktorsritgerð um skjálftabelti Suðurlands. Ari kom í heiminn fyrir fjórum árum og fyrir tæpum tveim árum settust þau að á Álftanesi í næsta nágrenni við Hildi og Palla. Þar áttu þau sín bestu ár. En engin fær flúið örlög sín. Nanna fer á ráð- stefnu í Brussel og Siggi norður á Flateyjardalsheiði til að velja stað fyrir skjálftamæla ásamt félaga sín- um. Hann og krakkarnir koma við hjá okkur Sæju og mömmu í Borgar- nesi, börnin áttu að vera hjá ömmu Svönu á Akureyri á meðan. Við kveðjumst í dyrunum, það liggur vel á honum, hann veifar hægri hendi í kveðjuskyni. Nýr dagur er kominn að kveldi, haustið læðist, annairi hendi er veif- að. Kæri bróðir og vinur - komin er hinsta kveðjustund. Finnbogi. í janúar 1988 kom að tali við mig á Hótel Loftleiðum ungur maður sem hafði áhuga á að kanna möguleika sína á framhaldsnámi í jarðeðlis- fræði við Uppsalaháskóla. Forsagan var sú að ég hafði beðið Sveinbjöm Bjömsson, sem þá var prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Islands, að benda mér á duglegan námsmann í jarðeðlisfræði sem hefði áhuga á framhaldsnámi erlendis. Sveinbjörn benti mér á Sigurð Th. Rögnvalds- son sem var að ljúka Bsc. Hons,- jarðeðlisfræðiprófi. Sátum við Siggi góða stund uppi á hótelherbergi og ræddum málin og kvaðst Siggi helst hafa áhuga á verkefnum sem tengd- ust bæði jarðskjálftafræði og tölvu- fræði. Varla gat betur farið saman áhugasvið hans og þær þarfir sem vora fyrir hendi í rannsóknarverk- efni því sem hér var um að ræða, en það var hið samnorræna verkefni um jarðskjálftarannsóknir á Islandi. Hið svokallaða SIL (South Iceland Lowland) jarðskjálftakerfi var í upp- byggingu og framundan umfangs- miklar rannsóknir varðandi notkun upplýsinga frá mjög smáum jarð- skjálftum sem gætu haft þýðingu hvað varðaði stærri jarðskjálfta. Siggi sýndi strax áhuga á þessum rannsóknarverkefnum og varð það úr að hann kom til Uppsala til fram- haldsnáms í maí 1988. Þegar ég nú hugsa til baka til fyrstu ára hans hér í Uppsölum undrast ég hvað hann af- kastaði miklu í sínu námi. Það var nefnilega ekki svo að hann væri bara í námi hér, heldur átti hann líka stór- an þátt í að þróa þann tölvuhugbún- að sem er grandvöllur jarðskjálfta- kerfisins á Islandi og nú einnig hér í Svíþjóð. Alltaf var hægt að koma til Sigga með hugmynd og ef honum líkaði við hana leið ekki langur tími þar til hugmyndin var orðin að vera- leika í formi tölvuforrits sem fram- kvæmdi ákveðna reikninga sem margir hverjir era í daglegri notkun í jarðskjálftakerfinu í dag. Við vor- um þrír sem störfuðum saman að þróun kerfisins, auk okkar Sigga einnig Ragnar Slunga prófessor. Á Islandi voru þau Ragnar Stefánsson og Steinunn S. Jakobsdóttir okkar nánustu samstarfsmenn. Aldrei hef ég átt svo ánægjulegar vinnustundir eins og með þessum litla hópi. Siggi lauk sínu námi þrátt iyrir mikla vinnu í sambandi við þróun kerfisins og lauk Fil.Lic. gráðu í jarðeðlis- fræði 1992 og síðan doktorsgráðu í jarðskjálftafræði 1994. Við Ragnar Slunga höfum átt því láni að fagna að vinna áfram með Sigga eftir að hann fluttist til Islands. Niðurstöður þess- arar samvinnu má finna í greinum í alþjóðlegum tímaritum og bættum árangri jarðskjálftanetsins á Islandi. Við sáum fram á áratuga framhald á þessari samvinnu og nú íyrir tveim- ur vikum skrifuðum við Siggi undir samningsdrög við Evrópusambandið um þriggja ára rannsóknarverkefni. Siggi var þá staddur hér í Uppsölum eins og oft áður og voram við að vinna saman að þróun aðferða við greiningu jarðskjálfta, aðallega til þess að auka möguleika jarðskjálfta- netsins að gefa upplýsingar sem tengdar gætu verið íyrirboðum um stæi-ri jarðskjálfta. Hvað gerum við nú? Verður nokkuð gaman að þessu lengur? Hvað allt virðist þýðingar- laust. Það era svona vangaveltur sem þyngja hugann. Siggi var svo sérstaklega góður drengur og svo einstaklega frábær í samvinnu. Við hér á jarðeðlisfræðideildinni við Uppsalaháskóla eram þramu lostin yfir fráfalli hans. Kæra Nanna, þau sem skráð eru hér að neðan hafa beðið mig um að senda þér og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur: Ragnar Slunga, Ari Tryggvason, Einar Tryggvason, Nikiforos Papasikas, Björn Lund, Lena Frenje, Sverker Ólsson, Rol- and Roberts, Christopher Juhlin, Laust B. Pedersen, Dan Dyrelius, Caid-Erik Lund, Hans Palm, Lars Dynesius, Elonio Muiuane, Johann- es Schmidt, Niklas Juhojuntti, Magnus Friberg, Stefan Sandelin, Hossein Shomali, Ota Kulhanek, Ronald Arvidsson, David Gee, Jane Söderström, Ingegerd Olsson, Mehran Garibi, Behrooz Oskooi, Mehrdad Bastani, Peter Hodacs, Martin Engels, Leif Nyberg. Við Ann sendum þér, Sif og Ara ásamt fjölskyldu ykkar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Reynir Böðvarsson. Það er undarlegt að sitja suður í Prag og frétta fráfall kærs vinar. Og maðm- fer ósjálfrátt í búðir og kaupir gull handa börnunum meðan beðið er flugs heim til íslands. í þessari sögufrægu borg. En það er til önnur saga og það er góð saga. Saga vináttu sem staðið hefur í tæpa tvo áratugi. Hún hefst þegar við báðir sóttum nám í jarðeðl- isfræði við Háskólann. Siggi í reka- viðarúlpunni sem einhvern tímann hafði verið blá og rússajeppinn úti á bflastæði. Og hann deildi íbúð með Lárusi frænda sínum á Háaleitis- brautinni, íbúð sem fljótt varð mið- punktur í gildum stærðfræði- og eðl- isfræðinema. Stofnuðum saman Brimlafélag og sóttum fyrirmyndir í Fóstbræðrasögu. Og unnum á sumr- in hjá Orkustofnun. Minnisstæður er tíminn á Nesja- völlum þar sem Siggi var flokkstjóri og leiddi hópinn, við mælingar, ærsl og dárskap. Fór líka vestur á Staða- stað og kynntist þeim Rögnvaldi og Kristínu á æskuheimili Sigurðar, þar sem jökullinn gnæfir við himin, jök- ullinn hans Sigga þótt ég gantaðist með að Eiríksjökull væri betri. Og við héldum með þeim prestssonum niður í ós og sóttum reka og þá skildi ég hvers vegna bláa úlpan leit svona út. Því Siggi var rammur að afli og hlífði sér hvergi. Og hann lyfti Full- sterkum á stall. Svo lá leið mín til náms vestur í Kaliforníu. Hefst þá sá kafli í vin- skap okkar sem ég tel hvað dýr- mætastan. Við tókum að senda bréf. Og það voru ekki stutt bréf heldur mikil að vöxtum sem fjölluðu um garpslega framgöngu í samskiptum okkar við innfædda. Og menn fymtu mál sitt og lásu enn frekar hinar gömlu bækur, ég á nútímamáli en Siggi á samræmdri stafsetningu fornri. Þetta vora viðburðaríkir tímar en gátu líka verið strembnir og þá var gott að grípa til pennans og hleypa á skeið. Og svo er „Nönnu hinni norð- lensku" jafnhattað í einu bréfinu án frekari skýringa og ég vissi hvað klukkan sló. Og tíminn tekur að renna hratt í önnum náms og vinnu, hér heima og í Svíþjóð. Valgerður mín kemur til sögunnar og Siggi greiðir henni heilan Wartburg í heimanmund að loknu fyrsta stefnu- móti. Og hann var minn svaramað- ur. Við stofnum fjölskyldur og eig- um áfram góðar stundir saman, nú í heimboðum hvor að hinum eða í stuttum dagsferðum með krakkana. Og vináttan þróast í nýjan farveg, við fáum báðir áhuga á íslenskri sprungujarðfræði, hann sem braut- ryðjandi í mati á stefnu og halla jarðskjálftasprungna en ég í tengsl- um við heitavatnsleit á Islandi. Og við skrifum skýrslur og mótum sam- an tillögur um eftirlit með borholum á skjálftasvæðum. Því við trúðum báðir og ég trúi enn að þar liggi upplýsingar sem eru að vopni í þeirri vá sem jarðskjálftar era mannkyni öllu. Þannig vai- Siggi sterkur í sinni hugsjón um betri heim öllum til handa. Og í því verki nýhöfnu fór hann sína hinstu för. í dagfari var Sigurður hæglátur maður og íhugull, víðlesinn og snjall í rituðu sem mæltu máli. Hafði gott vald á tungumálum og féll vel þung- arokk. Ó1 okkur marga unga í því fagi. Var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi og laumaði oft glettnum skotum inn í annarra manna tal. Fjölskyldu sinni gaf hann ríkan tíma og sinnti vel. Þau Nönnu var gott heim að sækja. Og svo er komið að óvæntri kveðjustund. Við Valgerður sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fólksins hans Sigga. Og hann vil ég kveðja með er- indi úr Sólarljóðum: Hér vit skiljumk ok hittask munum á feginsdegi fira. Dróttinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. Grímur Björnsson. Á einni nóttu var sem tíminn hætti að vera til. Svo kom gjörn- ingaveður og buldi á gluggum, raf- magnið fór víða og bátar losnuðu við bryggjur. Næsta morgun var allt stillt. Eins og ekkert hefði gerst. Þann dag bankaði annar tími uppá. Ég hugsa um tímann. Tímann, sem líður svo mishratt eftir því hvernig hjartað slær. Við áttum okk- ur oft á afstæði hans þegar eitthvað raskar snögglega reglubundinni hrynjandi - í þessari endalausu hringrás frá morgni til miðnættis. Sólin kemur upp, sólin gengur til viðar og einhvern veginn finnst manni að allir eigi að fá að taka þátt í þessu mikla gangverki langt fram á efri ár. Samt getur ein hélunótt fengið blómin í garðinum til að drúpa. Og þannig getur tíminn einnig frosið og sannleikur orðið lygi þar til dag einn að maður rís upp og áttar sig á því sem gerst hefur. þessir síðustu dagar hafa liðið á undarlegan hátt. Klukkan gengið stjórnlaust í báðar áttir og nálægð og fjarlægð rannið saman í eitt, draumur og veraleiki. Fjöllin orðin hvít. „Karlmaður á fertugsaldri beið bana í bflslysi," segja fréttimar. Og skyndilega er það ekki ókunnugt nafn heldur einn okkar kærasti vin- ur. Hvernig getur tíminn haldið áfram að líða við þannig kringum- stæður? Sólin horfin bak við ský og þjáningin eitt óendanlegt andartak sem leggst yfir okkur og herðir að. Við hlógum saman á laugardags- eftiiTniðdegi. Lífið var bjart og Sig- urður keikur og þeytti rjóma handa gestum sínum meðan Nanna bakaði vöfflur og reiddi fram dýrindis krás- ir. Göntuðumst með sístækkandi hrakkurnar og ræddum h'fið og til- verana við undirleik barnanna. Sig- urður hugði á ferð norður í land dag- inn eftir og Nanna til útlanda. Kvöddumst, ákveðin í að hittast aft- ur sem fyrst. Nokkram dögum seinna söfnumst við saman við kistu Sigurðar, skiln- ingsvana og umkomulaus. Eigum ekkert svar við spurningum okkar, finnst haldbærrar skýringar þörf frá almættinu. Á saknaðargrimmu andartaki veiðum við þó upp úr hugardjúpinu dýrindis krásir, minningar um mæt- an dreng, minningar um dýrmætan tíma. Og hvort sem okkur líkar betur eða verr líður annar tími áfram fyrir utan, hægt eða hratt, eftir hverjum og einum, tími sem okkur er gefínn í eilífri hringrás dags og nætur, til að lifa, gleðjast - og sakna. Valgerður Benediktsdóttir. Það var okkur hjónunum mikið áfall að fá þær fregnir á mánudags- kvöld að einn nánasti vinur okkar til margra ára hefði látist af slysföram fyrr um kvöldið. Vai’ þetta ekki sist áfall þar sem við höfðum verið í heimsókn hjá honum og fjölskyldu hans aðeins tveimur dögum áður við besta yfirlæti. Ég kynntist Sigga vorið 1985 er ég hóf störf hjá Orku- stofnun við viðnámsmælingar en hann hafði þá starfað þar nokkur sumur. Við þessai- mælingar starfaði skemmtilegur hópin' vaskra manna og era minningar frá Nesjavöllum og víðar margar og ómetanlegar. Siggi kunni að meta gæði þung- arokks og vænti þess sama af sam- starfsmönnum sínum. Fyi'ir suma þeirra tók þetta nokkurn tíma en all- ir höfðu þó náð tilætluðum þroska í lok sumars. Við störfuðum hjá Orkustofnun næstu sumur, nær eingöngu í út- höldum í sveitum landsins, og átti það mikinn þátt í að mynda sterka vináttu okkar og síðar fjölskyldna okkar allar götur síðan. Siggi kynnt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.