Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 64
» www.postur.is Tölvueftirlitskerfi sem skilar arangrí <S> nýherji S: 569 7700 MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3010, ÁSKRIFT-AFGREWSIA 5691122, NETFANG: RITSTJ(a MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 31. OKTOBER 1999 VERÐ I LAUSASÓLU 150 KR. MEÐ VSK Islensk könnun á áhrifum ofbeldisefnis í sjónvarpi á börn Stuðlar að árásar- hneigð REKJA má orsakir árásar- hneigðar íslenskra barna og unglinga til áhorfs á ofbeldis-. efni í sjónvarpi. Þetta er nið- urstaða könnunar sem Guð- björg Hildur Kolbeins, lektor í fjölmiðlafræði, gerði í ársbyrj- un 1998 á um 700 íslenskum börnum og unglingum um áhrif ofbeldis í sjónvarpi á of- beldishneigð þeirra. Rann- sóknin var kynnt á málstofu í félagsfræði í Háskóla íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem slík könnun er gerð hér á íslandi. Guðbjörg Hildur sagði greinilega fylgni á milli tengsla unglinganna við foreldra þeirra, áhorfs á ofbeldisefni og ofbeldishneigðar þeirra. Könn- unin hefði einnig leitt í ljós greinilegan mun á milli kynj- anna hvað áhorf á ofbeldisefni varðaði; drengir horfðu meira á ofbeldisefnið en stúlkur, en þó mætti sjá aukningu í áhorfí stúlkna á sjónvarpsofbeldi þar sem ofbeldi í einhverri mynd væri til staðar á heimilinu. Sagði Guðbjörg Hildur að stúlkur notuðu sjónvarpsof- beldi til að flýja veruleikann. Stúlkur afkastameiri við þjófnað Guðbjörg Hildur skipti af- brotum íslenskra unglinga í sex meginflokka, ofbeldi, eit- urlyf, áfengistengd afbrot, skemmdarverk og þjófnaði. Kom fram að piltarnir eru í meirihluta í öllum flokkum nema þeim síðastnefnda, þjófnaði, þar sem stúlkurnar reyndust afkastameiri. At- hygli vakti að tæp 80% allra barnanna og unglinganna sem þátt tóku í könnuninni sögðust hafa beitt einhvers konar of- beldi á undangengnum 12 mánuðum frá því könnunin var lögð fyrir þau. Viðgerð við Akraneshöfn VIÐ AKRANESHÖFN er passað wel upp á að allur búnaður sé í góðu lagi. Þessi iðnaðarmaður var að gera við olíuleiðslu þegar Ijósmyndari var á ferð um höfn- ina í vikunni. Forseti ASI segir að þjóðarsátt þurfí gegn því að verðbólgan fari upp Stjórnvöld og fyrirtæki þurfa mun meira aðhald GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Islands, segir að við stöndum frammi fyrir svip- aðri stöðu nú og fyrir þjóðarsáttarsamningana ár- ið 1990. Þá hafi þurft þjóðarsátt til að ná verð- bólgunni niður og það hafi tekist. „Nú þarf þjóð- arsátt gegn því að verðbólgan fari upp aftur. Ég tel að það sé þörf á svipuðu sameiginlegu átaki til að beisla verðhækkanir og tryggja stöðugleik- ann,“ segir Grétar í samtali í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að ríkisstjórnin hafi ekki axlað ábyrgð sína á hagstjórninni hvað stöðugleikann varðaði. „Það þarf augljóslega að veita stjórnvöld- um mun meira aðhald og það sama gildir um fyr- irtækin í landinu. Mér finnst æskilegt að ákveðið breitt samkomulag um þetta verði gert í tengslum við næstu samningsgerð. Sá árangur sem við höf- um náð er alltof mikilvægur til að hann megi koðna niður í höndunum á okkur,“ sagði Grétar ennfremur. Hann segir að því miður sé það miklu fleira sem hækki heldur en fasteignaverð og bensín og olíur. Sérstaklega eigi það við um síðustu einn til tvo mánuðina, að það sé eins og hreyfing sé komin á flesta útgjaldaliði. Grétar segir að við eigum að nýta okkur reynsl- una frá uppgangsárunum á miðjum níunda ára- tugnum og niðursveiflunni sem hafi fylgt í kjölfar- ið: Það verði að gera allt sem hægt sé til að koma í veg fyrir niðursveiflu nú í líkingu við það sem varð þá. Margt benti til að nú drægi úr hagvexti en með réttum viðbrögðum ætti að vera hægt að afstýra niðursveiflu. Slæm reynsla af síðustu samningum Hann segir að síðustu samningar, sem gerðir voru til þriggja ára, hafi skilað miklum árangri. Að öðru leyti sé reynslan af þeim slæm, því stjórnvöld hafi samið við suma hópa um mun meiri launahækkanir en fólust í samningunum á almennum vinnumarkaði. „Ég á eftir að sjá að það gerist í komandi samningum að okkar fólk á almennum vinnumarkaði taki þátt í samningsgerð sem hefur þessa hættu í för með sér. Það er auð- vitað einfaldlega þannig að það þurfa allir sameig- inlega að axla ábyrgðina í þessu litla samfélagi okkar,“ sagði Grétar. Hann segir að auk þess meginviðfangsefnis kjarasamninganna sem framundan sé að varð- veita þann árangur sem náðst hafi, sé afar mik- ilvægt að leiðrétta kjör þeirra hópa sem hafi orðið útundan á samningstímanum og ekki notið kaupmáttaraukningar í sama mæli og aðrir. Þar væri um að ræða fólk sem þyrfti að búa við það að vera á umsömdum lágmarkstöxtum og það ætti einnig við um öryrkja og að hluta til aldr- aða. Sama gilti um ungt fólk með börn sem væri að koma sér upp þaki yfir höfuðið. „Það er að mínu viti alveg óhjákvæmilegt að tekið verði til hendinni til þess að rétta hlut þessa fólks í þeim viðræðum sem framundan eru. Það að þessir hópar hafa borið skarðan hlut frá borði á sér líka skýringar í skattkerfinu og kannski ekki hvað minnstar. Þar er mikil þörf á að bæta úr og gæti skipt miklu máli fyrir þessa hópa,“ sagði Grétar. ■ Þjóðarsátt þarf/10-11 Morgunblaðið/Golli * Hugsanleg kaup Islendinga í, knattspyrnufélaginu Stoke City Viðræður að hefjast á ný VIÐRÆÐUR eru að hefjast á ný c, 'lnilli forráðamanna enska knatt- spyrnufélagsins Stoke City og full- trúa Kaupþings, fyrir hönd nokk- urra íslenskra fjárfesta, um hugsan- leg kaup íslendinganna á meirihluta í félaginu. Islensku fjárfestarnii- og Stoke höfðu átt í viðræðum í nokla-ar vik- ur en á þriðjudag ákváðu Islending- ^rnir að faila frá tilboði sínu. Tilboð- ið hljóðaði upp á að þeir greiddu um 400 milljónir króna fyrir 51% hlut í félaginu, 115 milljónir áttu að fara til kaupa á nýjum leikmönnum, ann- að eins til gi-eiðslu skulda og rúm- lega 50 milljónir í að byggja upp nýtt æfingasvæði. Fulltrúar Kaupþings skoðuðu bók- hald félagsins gaumgæfilega og kom þá í ljós að fjárhagsstaðan var verri en gefið hafði verið í skyn, og Eng- lendingarnir ljáðu ekki máls á því að lækka söluverð félagsins, sem óform- lega hafði þegar verið samið um. A föstudag kom í ljós að forráða- mönnum Stoke hafði snúist hugur, þegar þeir höfðu samband við Kaupþing og óskuðu eftir því að hefja viðræður á ný. Við því var orð- ið og skv. heimildum Morgunblaðs- ins verður þráðurinn tekinn upp að nýju strax um helgina. Miklar breytingar í viðhorfum Islendinga til afbrota • • Oryggiskennd landsbyggðar- fólks meiri en íbúa Reykjavíkur ÍBÚAR á landsbyggðinni eru mun líklegri til að finna til mikillar ör- yggiskenndar einir á gangi að næt- urlagi í heimabyggð sinni heldur en íbúar í Reykjavík. Kemur fram í nýrri rannsókn á viðhorfum ís- lendinga til afbrota að 67% íbúa landsbyggðarinnar búa yfir mikilli öryggiskennd hvað þetta varðar á meðan sambærileg tala yfir höfuð- borgarbúa er einungis 18%. í erindi sem þau Helgi Gunn- laugsson, dósent í félagsfræði við Háskóla íslands, og Rannveig Þórisdóttir, MA-nemi í félags- fræði og deildarstjóri hjá for- varnadeild lögreglunnar, fluttu á ráðstefnu í Háskólanum síðastlið- inn föstudag kemur fram að mikl- ar breytingar hafa orðið á við- horfum Islendinga til afbrota undanfarin tíu ár. Meðal annars hefur fjöldi þeirra sem telja afbrot mjög mikið vanda- mál í samfélaginu næstum fjór- faldast frá árinu 1989. Litlar breytingar hafa þó orðið á mati Is- lendinga á eigin öryggi og almennt telja þeir sig örugga eina á gangi að næturlagi í sinni heimabyggð. 45% telja afbrot mikið vandamál nú en voru 12% 1989 Niðurstöður þeirra Helga og Rannveigar byggjast á þremur könnunum sem unnar voru í sam- vinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Islands á árunum 1989, 1994 og 1997. Sýna niðurstöðurnar að mun fleiri, eða um 45% Islend- inga, telja nú að afbrot séu mikið vandamál í samfélaginu, á meðan 32% voru á þeirri skoðun árið 1994 og aðeins 12% árið 1989. Athyglisvert er hins vegar að áhyggjur fólks vegna afbrota fara ekki saman við mat þess á eigin ör- yggi og litlar breytingar hafa orðið að þessu leyti, 74% íslendinga telja sig mjög eða frekar örugga í sinni heimabyggð en voru 73% árið 1994 og 75% árið 1989. Hér skiptir þó búseta fólks miklu máli en íbúar Reykjavíkur eru síst líklegir til að telja sig mjög örugga i sínu byggðarlagi, eða ein- ungis 18%. Komi menn frá ná- grannabæjum Reykjavíkur hækk- ar þessi tala í 29% og 67% lands- byggðarfólks telur sig mjög ör- uggt eitt á gangi að næturlagi í sinni heimabyggð. Karlmenn eru jafnframt mun líklegri en konur til að segjast mjög öruggir, eða tæp- lega 49% á móti 28% kvenna og eldra fólk er líklegra til að telja sig mjög óöruggt. Þótt ósamræmi virðist vera í ótta fólks við afbrot annars vegar og hins vegar mati á því hvort af- brot séu talin alvarlegt vandamál í samfélaginu segja þau Helgi og Rannveig að gera þurfi greinar- mun hér á milli. íslendingar virð- ist í vaxandi mæli telja afbrot al- varlegt vandamál í samfélaginu en að enn sem komið er hafi þær áhyggjur ekki náð til fólks per- sónulega og mats þess á eigin ör- yggi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.