Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 27 Árni Kolbeinsson ráðuneytisstidri í fiármálaráðuneytinu Kemur á óvart að gerðar séu kröfur um beinan einka- eignarrétt til allra afrétta „VIÐ mótun kröfugerðar okkar var litið til mjög margra atriða og sjónarmiða. Þinglýstar heimildir voru okkar íyrsta gagn og við tók- um tillit til þeiiTa. Þó töldum við landamerkjalýsingar ekki alltaf einhlítt gagn um landamerki nema önnur atriði styddu slíka niður- stöðu, til dæmis viðurkenning þeirra sem rétt áttu til aðliggjandi landsvæða, afnot eða staðhættir," sagði Árni Kolbeinsson, ráðuneyt- isstjóri Fjármálaráðuneytisins þegar Morgunblaðið ræddi við hann um kröfugerð ráðuneytisins. „Við höfum einnig litið til mál- dagabóka, landnota, staðhátta, landnáms og eignatöku að fornu og nýju,“ bætir Arni við og segir að í heild megi segja að stuðst hafi ver- ið við allar tiltækar heimildir við mótun kröfugerðar ríkisins. I annari grein þjóðlendulaganna kemur fram að íslenska ríkið telst eigandi þess lands og þeirra lands- réttinda og hlunninda sem ekki eru háð einkaeignarétti. Samkvæmt 11. grein laganna er fjármálaráð- herra síðan falið fyrirsvar fyrir hönd ríkisins m.a. við úrlausn um hvort land teljist til eignalands eða þjóðlenda. Arni segir ráðuneytið hafa skoðað þá dóma sem gengið hafa hér á landi og varða beint og óbeint eignarréttindi á hálendinu. Þau sjónarmið sem þar komi fram hafi ráðuneytið haft til hliðsjónar þegar kröfugerðin var mótuð. í hverju einstöku tilfelli hefur hún mótast af heildarmati á fyrrgreind- um þáttum. Talsmenn landeigenda hafa gagnrýnt að ríkið virði að vettugi þinglýst landamerki í kröfugerð sinni. Um þá gagnrýni segir Arni: „Það sem fyrst og fremst skiptir máli er gæði þeirra gagna og heim- ilda sem um er að ræða. Mismun- andi sjónarmið ríkja einkum þar sem einhliða landamerkjalýsingar ganga langt inn til heiða. Sums staðar hafa eigendur afréttarnota staðfest mörkin til afrétta, annars staðar er ekki um neitt slíkt að ræða. í þeim tilvikum þegar um einhliða landamerkjalýsingar er að ræða höfum við ekki talið þær ein- hlítt gagn og skiptir í því sambandi ekki máli þótt þær séu þinglýstar. Við höfum ekki haft tækifæri til að kynna okkur gögn að baki kröfu- gerðar landeigenda en ég held að sums staðar, kannski all víða, sé munur á okkar kröfugerð og kröfu- gerð þeirra byggður á misjöfnu mati á þessum einhliða landa- merkjalýsingum.“ Árni var spurður hvort hann teldi sennilegt að umræddar landa- merkjadeilur færu fyrir dómstóla. Hann segir: „Næsta skref er að við förum yfir kröfulýsingar þeirra sem tilkall gera til einkaeignarétt- inda og þau gögn sem þeir leggja fram, og metum þau. Eg get ekki sagt hvað kemur út úr því en nú munum við fara yfir málið á nýjan leik. Við munum skoða kröfur eig- enda einstakra jarða í samanburði við kröfur ríkisins. Sums staðar skeikar ef til vill litlu, og hugsan- lega verður hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvar tiltekin viðmið séu í landinu. Ann- ars staðar munar meiru og ef skoð- un á framlögðum gögnum leiðir ekki til að sjónaimið aðila nálgist þá verður það óbyggðanefndar að skera úr.“ Árni segir það vissulega koma á óvart að landeigendur virðast gera kröfur um beinan eignarétt til allra afrétta. Verði orðið við þeim kröf- um tákni það að hverfandi hluti þess víðfeðma hálendis sem hér sé til umfjöllunar teljist til þjóðlenda. „Aðalágreiningurinn virðist því snúast um þá afstöðu landeigenda að landið sé nánast allt háð eigna- einkarétti og þjóðlendur ekki til nema í undantekningartilvikum annars vegar, og hins vegar þjóð- lendukröfu fjármálaráðuneytisins til alls lands sem telst eðlilegur hluti hálendisins, og menn hafa ekki óyggjandi eignarheimildir fyr- ir.“ Árni segir menn verða að átta sig á því hvernig málið gengur fyr- ir sig í grundvallaratriðum. „Sett eru lög til að fá úr því skorið hvar mörk eignarlanda og þjóðlendna liggja. Aðilum er falið að gera kröf- ur og óbyggðanefnd falið að úr- skurða um þær. Það er eðlilegt að kröfuaðilar fari yfir málið hver frá sínum sjónarhóli og haldi sínum málstað fram eins og þeir telja hann réttastan á grundvelli fyrir- liggjandi gagna. Svo er það úr- skurðaraðilans að skera úr um ágreining. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að þeir sem hafa verið að gagnrýna okkar kröfugerð hafi ekki allir áttað sig á eðli ferilsins og þeim meginsjónar- miðum er að baki búa.“ Árni vildi ekki taka undir það, aðspurður, að ríkið hefði gert ítr- ustu kröfur. „Við höfum farið yfir gögn og gert kröfur sem við teljum vera rök til. En auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að varðandi ýmis landsvæði kunna að koma fram önnur sjónarmið. Þetta gildir reyndar varðandi alla aðila sem kröfur gera fyrir óbyggðanefnd. Síðan er það óbyggðamefndar að komast að niðurstöðu í málum ef ekki næst samkomulag." Morgunblaðið/RAX Páll Lýðsson formaður Afréttamálafélags Flóa og Skeiða Hefur þinglýsing misst gildi sitt? „ÞAÐ sem við lögðum áherslu á var að við fundum landamerki hverrar einstakrar jarðar, tók- um landamerki afréttarins og tókum auk þess út mjög marga fleti sem við teljum alveg tví- mælalaust eign,“ segir Páll Lýðsson, sagnfræðingur og bóndi í Litlu-Sandvík, sem er formaður Afréttamálafélags Flóa og Skeiða, en hann var fenginn til þess að safna gögn- um til að rökstyðja kröfur jarð- eigenda í Árnessýslu. Páll nefnir dæmi um svæði sem hann kallar tvímælalaust eign, en öll lendi innan þjóð- lendnalínunnar, skv. kröfum ríkisins: „Allan afrétt Biskups- tangahrepps fyrir norðan Hvít- árvatn, af því að hann var greinilega keyptur af kirkjun- um í Tungunum 1851. Það gekk svo langt og svo vandlega var unnið að málið fór fyrst fyrir sýslumann, hann sendi kaupa- beiðnina til Trampe greifa, stiftamtmanns, og hann sendi hana áfram til Danemrkur þar sem innanríkisráðherra Dan- merkur samþykkti söluna fyrir sitt leyti. Eftir það fór sala af- réttarins svo í þinglýsingu. Annað mál er það að á Tungna- mannaafrétti fremra er svoköll- uð Tunguheiði og hún er með dómi lögð til Bræðratungu- kirkju. Og þriðja atriðið í Tung- unum er það að jörðin Hólar, feiknastór jörð efst fyrir ofan Haukadal, var keypt af Bisk- upstungnahreppi á okkar tíð.“ Páll segir Hrunamannahrepp líklega fara verst út úr kröfum ríksins, „vegna þess að þar eru mjög margar jarðir bútaðar sundur; helmingurinn fer inn í þjóðlenduna og helmingurinn telst til eignar.“ Hann kveðst ekki viss um hvort ríkisvaldið hafi þann skilning í þessu máli að það sé að taka eignir af fólki. „Um það stendur slagurinn; hvort þinglýsing hefur misst gildi sitt. Og hvar verður þá bor- ið niður? Eg veit ekki betur en þetta séu mjög hæfir lögfræð- ingar í kröfunefnd ríkisins, með góð próf og ágætan embættis- feril, en ég held það hljóti að vera mikill ókunnugleiki hjá þeim á staðháttum hérna sem veldur þessari kröfulínu. Eg veit ekki hvort þeim er ljóst hvernig við rökstyðjum okkar mál en það kemur í ljós. Við verðum al- veg greinilega að herja betur á þetta með því að koma með kaupsamningana og rekja málið aftur, með þessar jarðir sem falla fyrir ofan óbyggðalínu.“ Páll segir að heimamenn séu búnir að leggja tvær og hálfa milljón króna í kostnað vegna málsins. Reyndar sé talað um gjafsókn og sú niðurstaða sé nauðsynleg að hans mati því fólk sé nauðbeygt til að setja fjármuni sína í það að verja land sitt. „Ég vil þakka þeim mönnum sem eru að vinna að gjafsókn í máiinu. Ríkið er með fullar hendur fjár að launa óbyggðanefnd og kröfunefndar- menn og það er svo okkar þegnanna að borga. Þess vegna er ekki hægt að láta fólk borga sjálft fyrir að verja eigið land.“ Páll kveðst telja að málið eigi eftir að kosta þjóðina gífurlega Qármuni og bætir við: „Þjóð sem ekki ræður við fíkniefnavandann fjárhagslega á ekki að vera að svona leikaraskap. Hér er bara verið að eyða peningum. Ég held að fylgst sé með þessu mjög víða um land, maður er mjög mikið spurður, og fólk er hálf kvíðið hvað tekur við þegar kemur að öðrum landshlutum. En aftur á móti finnst inér þörf á að spyrja af hveiju er ekki farið í fjalllönd á Reykjanesskaga. Verður hann frír? Næst á að fara í Rangár- vallasýslu og áfram í kringum landið og seinast verður komið að Reykjanesskaganum og þeg- ar þangað kemur verður búið að selja allt þar!“ fullyrðir Páll. Hann leggur fram spuniinguna hver kaupi og svarar sjálfur að bragði: „Reykjavíkurborg! Það verður búið að selja öll íjalllendi Ölfusinga þegar röðin kemur að þeim!“ Páll segir að hér sé stórmál á ferðinni, ekki síst að fá úr því skorið hvort þinglýsingar dugi eða ekki. „Það er mikill vandi lagður í hendur óbyggðanefnd, en ég treysti henni til góðra verka,“ segir Páll Lýðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.