Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 44
Drekkið Demantur M- æðstur eðalsteina - <@ull Sc á>iUtir Laugavegi 35 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 A 15. þúsund manns starfa hjá ríkinu LÁTA mun nærri að á fimmtánda þúsund manns hafi starfað á veg- um hins opinbera f upphafi þessa árs. Samkvæmt nýútkominni starfsmannaskrá miðað við 1. janúar 1976, sem fjármálaráðu- neytið gefur út ásamt f járlaga- og hagsýslustofnun, var fjöidi starfs- manna f lok ársins 1975 alls 11.839 og samkvæmt upplýsing- um sem Morgunblaðið fékk hjá BSRB er áætlað að nú séu um 3200—3300 manns f föstu starfi hjá sveitarfélögunum. Samkvæmt starfsmannaskránni sem áður er getið voru 11.483 starfsmenn hjá ríkinu árið á und- an, þegar leiðrétt hefur verið fyrri starfsmannaskrá þannig að hjá ríkinu hefur starfsmönnum fjölgað um 356 manns á einu ári, eða um 3.1%. Þá kemur fram að samtals hafi verið heimilaðar 198 nýjar stöður hjá ríkinu á árinu 1975, þar af um 60 vegna stofn- unar annars vegar fjölbrautar- skóla i Breiðholti og Flensborg og hins vegar vegna stofnunar drykkjumannahælis á Vífilsstöð- um. Einnig kemur fram að óheimiluðum stöðum fjölgaði um 158 á árinu 1975, en i starfs- mannaskránni segir að I mörgum tilfellum hafi þar verið um að ræða starfsmenn, sem ráðnir hafi verið til skamms tíma en hafi Framhald á bls. 24. Guðbjartsmálið: 24 hafa verið kallaðir fyrir umboðsdómarann Verzlanir eru opnar til kl. 23 í kvöld að vanda á Þorláksmessu, en á morgun eru þær opnar til kl. 12. Sælgætisverzlanir eru þó opnar lengur, en þar er um mismunandi lokunartíma að ræða. Þessi mynd tók Ól. K.M. í einni af verzlunum Reykjavíkur í gær, en þar eins og annars staðar er allt klárt fyrir ösina i dag. Mikið smygl í Vestmannaeyjum: Landróðrabátur flutti smyglvaming að landi SAMFELLDUM yfir- heyrslum í Guðbjartsmál- inu er nú lokið en rannsókninni verður hald- ið áfram og þá beitt öðrum aðferðum en yfirheyrslum fyrir dómi, að því er Stein- grímur Gautur Kristjáns- son, umboðsdómari í mál- Margeir sigraði MAKGEIR Pétursson sigraði Sedat frá Tyrklandi f biðskák þeirra úr fyrstu umferð á heims- meistaramóti skákmanna innan við tvftugt f Groningen f Hollandi f gær. Skák Margeirs og Smiths frá Hollenzku AntiIIu-eyjum f ann- arri umferð fór f bið. Efstir 54 keppenda á mótinu eru Harry Schiissler frá Svfþjóð og Sheldon Wong frá Jamaica sem hafa unnið báðar sfnar skák- ir. inu, tjáði Morgunblaðinu í gær. Kvaðst Steingrímur alls vera búinn að yfir- heyra um 24 manns vegna máls þessa og suma oftar en einu sinni. Meðal þeirra sem kallaðir hafa verið fyrir dóminn hingað til eru bæði Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, og Kristján Pétursson deildarstjóri, sem báðir hófu rannsókn þess máls. Var Haukur yfirheyrður linnulaust f 6 klukku- stundir en það er sá hámarkstími Framhald á bls. 24. LÖGREGLAN og tollgæzlu- menn í Vestmannaeyjum komust yfir mikið af smygli um kaffileytið í gær f báti sem kom til hafnar f Eyjum úr róðri í kjölfarið á öðrum Vestmannaeyjabáti sem var þá að koma til hafnar úr siglingu til Þýzkalands. Var þarna bæði um að ræða smygl á áfengi og heimilistækjum ýmis konar. Það var um miðjan dag í gær að vélbáturinn GÍófaxi kom til Vest- mannaeyja úr söluferð til Þýzka- lands, og eins og vandi er i slfkum tilfellum fóru tollverðir um borð í bátinn í eftirlitsferð. Urðu þeir einskis varir að öðru leyti en því að skipverjar voru með þann toll, sem þeir mega hafa með sér sam- kvæmt lögum. Litlu síðar kom vélbáturinn Emma til hafnar úr róðri, og höfðu löggæzlumenn einnig auga með þeim báti, þar sem þeir höfðu grun um að áður hefði sá leikur. verið leikinn að bátar sem kæmu úr söluferð, létu flytja smyglvarning yfir í báta á miðunum, sem síðan kæmu með smyglið að landi um leið og þeir kæmu inn úr róðri. Löggæzlumenn urðu þess fljót- lega varir að aðstandendur Gló- faxa virtust hafa mikinn áhuga á Emmu, og var þvf ákveðið að leita um borð i þeim báti. Kom þá strax á daginn að mikið af smygli var í lest Emmu og var þar um að ræða margs konar heimilistæki og sjón- vörp auk áfengis, áfengs bjórs og vindlinga. Rannsókn málsins var svo skammt á veg komin í gærdag, að ekki hafði verið gengið úr skugga um, hversu mikið smygl þarna væri um að ræða, en rann- sókninni er haldið áfram. Ríkisstjórnin ræðir tilboð EBE í dag Tilboð það sem Efnahagsbanda- lag Evrópu hefur sent fslenzku rfkisstjórninni varðandi fisk- veiðiheimild f landhelgi rfkja bándalagsins, verður tekið fyrir á rfkisstjórnarfundi f dag, en það verður eitt af mörgum málum sem þar verða rædd f dag. Reikn- að er með að frekari umræðum um málið verði frestað þar til eftir jól. Myndir Sigur- geirs fundnar Litmyndir Sigurgeirs ljósmynd- ara í Vestmannaeyjum, á 2. þús. talsins, sem sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær komu í leitirnar í gærkvöldi. Höfðu þær verið tekn- ar í misgripum á afgreiðslu Flug- félags Island s s.l. mánudags- kvöld. Maður nokkur hafði látið ná í farangur fyrir sig þangað og lá pokinn með myndunum á hans farangri. Þegar eigandinn sá hins vegar farangur sinn fyrst í gær- kvöldi kom í ljós að ekki var allt með felldu og einnig hafði maður- Framhald á bls. 24. Glófaxi mætti furðuhlut á 8000 km hraða yfir landinu „Kom mjög greinDega inn á radarinn í adeins 4ra km fjarlægð,” segir Ingimar Sveinbjörnsson flugstjóri GLÓFAXI Flugfélags ís- lands mætti furðufyrir- bæri á leið sinni frá Akureyri til Reykjavík- ur s.I. laugardagskvöld. Glófaxi flýgur með 500 km hraða á klst. en fyrir- bærið sem vélin mætti fór með 7000—8000 km hraða á klukkustund, eða margfalt hraðar en allt sem vitað er að getur flogið af manna völdum. Hinn þrautreyndi flugstjóri Ingimar Sveinbjörnsson var við stjórn Glófaxa þegar þetta átti sér stað um kl. 19.10 umrætt laugardagskvöld. í samtali við Mbl. f gærkvöldi sagðist honum svo frá: „Við vorum í 18 þús. feta hæð yfir Mælifelli með stefnu á Reykholt í Borgarfirði. Ég var með radarinn stilltan á 100 mílur og skyndilega sá ég fyrirbæriö koma mjög greini- lega inn á radarinn með feiki- legum hraða. Halldór Sigurðs- son aðstoðarflugstjóri og Kristín Bernhöft flugfreyja fylgdust með þessu einnig og við athugun sáum við að hrað- inn á hlutnum var um 3600 mílur á klst. eða 7000—8000 km. Þessi furðuhlutur var á norðurleið og hafði stefnu nær beint á móti okkur og næst hef- ur hann verið f innan við 2 mflna fjarlægð, að öllum líkind- um fyrir neðan okkur. Radar- inn hjá okkur er einhver sá fullkomnasti sem er f flugvél- um nú til dags, en hann er m.a. þannig byggður að þegar ein- hver hlutur kemur innan við 11 gráður frá stefnu vélarinnar, fer blikkljós í gang og á meðan þetta átti sér stað blikkuðu ljós- in stanzlaust. í rúmlega eina mínútu var þessi furðuhlutur á radarnum hjá okkur, en nokkru seinna mætti ég Fokkervél á leið frá Reykjavfk til Akureyr- ar og var hún 6 sinnum minni á radarnum miðað við fjarlægð en furðufyrirbærið sem við höfðum mætt. Fyrirtækið sem hefur umboð fyrir radarinn segir útilokað að um bilun f tækinu hafi verið að ræða, en hins vegar hef ég heyrt um svipað fyrirbæri á flugleið milli Formósu og Hong Kong fyrir nokkrum árum. Þá kom þar inn á radar flugvélar hlutur sem fór.með 50 þús. mflna hraða á klukkustund, svo það var hægfara þetta sem við urðum vitni að þótt okkur fynd- ist það fara nógu hratt. Þá hef ég einnig heyrt um mynd tekna yfir Hofsjökli úr herflugvél, en þar átti eitthvað feiknstórt furðufarartæki að vera í kyrr- stöðu. Það var sannarlega undarlegt að fylgjast með þessu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.