Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLA£)IÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 Jólagjöf barnsins Glæsilegt úrval af vönduðum skólaúrum fyrir drengi og stúlk- ur. Öll úrin eru 1 7 steina, vatns og höggvarin. Óslítanleg fjöður. 1 árs ábyrgð. Verð frá 5 600 — 8 000. Úr og skartgripir Jón og Óskar Laugavegi 70 og Verzlanahöllinni. Simar 24910 og 17742. Tiljólagjafa Islenskar jólaplötur Jólastjörnur Björgvin, Gunnar P. Jólalög Halli, Laddi og Ríó. Kristín Lillendahl. Jólin Jólin Svanhildur Jólin hennar ömmu Jakobsdóttir. Guðrún Stephensen og Jólalög telpnakór Melaskólans Guðrún Á. Símonar og Guðmundur Jónsson. Erlendar jólaplötur Chrismas party Ýmsir listamenn. sing-along Chrismas with Nana Mouskori Chrismas album Phil Spector White Chrismas Paul Mauriat A time for Peace Roger Witthaker Chrismas in Europe Ýmsir listamenn Chrismas dancing James Last Chrismas Party Tonny Eyk Quartet Chrismas with The Platters Weihnachten Ýmsir listamenn Chrismas Liberache Chrismas with Kamahl Chrismas carols from Winchester Cathedral Die schönesten Fischer Chore Weihnachtslieder Fröhlichen Weihnacht Mindener Kinderchore Jólakantada Bach Messa di gloria Rossini Og ný Top of the Pops plata. heimilistœki sf Hljómplötudeild Hafnarstrœti 3-20455 Æskulýðsmál rædd 1 borgarstjórn: Raunhæfar tillögur í málefnum unglinga —eða undarlegur tónn í sósíalískum anda? ÆSKULVÐSMÁL í Reykjavík hafa verið mjög í brennidepli undanfarið af ýmsum ástæðum, þó sérstaklega vegna vandræða- ástands, sem skapaðist í Reykja- vik á haustmánuðum. í því sam- bandi var í októbermánuði skipuð samstarfsnefnd æskulýðsráðs og fræðsluráðs til að kanna hvort ekki beri að stefna að því, að unglingar á skyldunámsstigi þyrftu ekki að sækja skemmtanir út fyrir skólahverfi sitt. Nefndin skilaði fyrir skömmu álitsgerð og gerði Elfn Pálmsdðttir borgar- fulltrúi (S), sem var formaður nefndarinnar, grein fyrir málinu á síðasta fundi borgarstjórnar. Lagði nefndin til að allt tóm- stunda- og skemmtanastarf af op- inberri hálfu færi fram í sjálfum hverfunum og í skólunum. Ræddi Elín um nokkra þætti, sem um- rædd nefnd vill að lögð sé áherzla á og fara aðalpunktarnir hér á góðu starfi sé að allt sé unnið I fullri samvinnu við nemendur sjálfa. Unnin verði og gefin út starfsskrá að hausti sem dreift verði til nemenda og heimila. 6. Nauðsynlegt að góðir leiðbeinend- ur verði til handa f tómstunda- starfi og efna þarf til námskeiða fyrir þá. 7. Þá er talið nauösynfegt að allir nemendur 12 ára og eldri fái skólapassa þannig úr garði gerða að illmögulegt sé að breyta þeim, en nú mun vera til staðar tækni er leyfir það. Nefndin gerir sér fulla grein fyrir þvi að aukið tómstunda- og skemmtanastarf í skólum hefur aukinn kostnað í för með sér, en samkvæmt grunn- skólalögum veitir ríkissjóður fé til skipulagðs félagslífs nemenda. Nauðsynlegt er að fjárveitingar aukist í þessu skyni. Nefndin leggur sérstaka áherslu á að fullt samstarf sé milli þeirra aðila, er annist félagslegt framboð fyrir aðra íbúa hverfanna. Fram kom hjá Elínu að sérstaklega gott sam- starf hefði verið í nefndinni. Nefndin hefði haldið marga fundi með skólastjórum í Reykjavfk, samstarf við þá hefði verið mjög gott og frá þeim hefðu fengist gagnlegar upplýsingar og tillögur. Páll Gfslason (S) tók næst til máls og sagði að álitsgerðin væri kannski örlítið í sósíalískum anda. Skipulagið væri mikið, hlut- irnir væru jafnvel of skipulagðir. Taldi hann að unglingavandamál létu mismikið á sér bera. Páll sagði að í álitsgerðinni væru und- arlegur tónn og skýrslan minnti sig á svipuð skjöl frá Póllandi. Hann sagðist ekki vera tilbúinn að taka afstöðu í málinu. Kvað hann það skrýtið að hin frjálsu félög fengju fyrir einhverja náð inni í skólunum á sunnudögum. Skólapassinn sýndi lögreglutón- inn t.a.m. Páll Gfslason lagði til aó Elfn Pálmadóttir Alfreó Þorsteinsson Adda Bára Sigfúsdóttir Páii Gfslason Guómundur Magnússon eftir: 1. Astæða þykir til_að fram- boð á tómstundastarfi færist neð- ar í aldursflokka og hefjist í 10 ára bekkjum og þróist áfram. Til að svo geti orðið þarf að fylgja samfelld áætlun fyrir alla aldurs- flokka sem fyrir liggi í upphafi hvers skólaárs. 2. Mestur áhugi virðist vera hjá unglingum á sam- komuhaldi f vikulok. Nefndin tel- ur fráleitt að leyfa dansskemmt- anir í miðri vinnuviku og hefur þvf augastað á föstudags- og laug- ardagskvöldum til samkomu- halds. 3. Mikill áhugi er fyrir að koma á meira samstarfi foreldra, nemenda og skóla um tómstunda- iðju og því vill nefndin stefna t.d. að laugardagseftirmiðdögum í því skyni. Einnig gætu fleiri íbúar hverfanna tekið þátt í þessu starfi. 4. Nefndin bendir á hina góðu samvinnu við íþróttafélögin um notkun á íþróttahúsum skól- anna og i þvf sambandi er talið rétt að fram fari könnun á nýt- ingu skólahúsnæðis um helgar í því skyni að frjálsum félögum f hverfunum verði veití húsnæðis- aðstaða sem frekast er kostur. 5. Bent er á að grundvallaratriði að unglinga. í máli Elínar Pálma- dóttur kom fram að nýting skóla- húsnæðis er 53% að meðaltali. Vegna nauðsynjar á leiðbeinend- um kæmi það fyrirkomulag til greina að skólar veittu hluta af kennsluskyldu einhvers kennara í þágu unglingastarfs, það fer hins vegar eftir mannahaldi sagði Elín. I máli borgarfulltrúans kom fram að mikil undirbúningsvinna hefur verið innt af hendi. Stór þáttur í æskulýðsmálum er aö sögn Elinar að nemendur fái und- ir leiðsögn að nýta tómstundir og þjálfast í stjórnun og ábyrgð með- an þeir eru yngri, því þannig megi efla félagsþroska þeirra. Framboð á skemmtunum og tóm- stundastarfi virðist yfirdrifið nóg í vinnuvikunni í efri bekkjum grunnskólanna, en þess minna um helgar, frá föstudagskvöldi og er nauðsyn á breytingu þar. Elín Pálmadóttir tók fram að hér væri um mjög raunhæfar tillögur að ræða og auðvitað gerðist ekki allt á einum degi en vert væri að íhuga hversu nauðsynlegt væri að ala nemendur upp til samstarfs við skólana og svo foreldra og umræðu um málið yrði frestað. Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl) sagðist fagna þessari álitsgerð því í henni væri margt sem „við sósíalistar“ hefðum oft hamrað á. Guðmundur Magnússon (A) sagð- ist undrandi yfir vinnubrögðum nefndarinnar því merkja mætti að einhver ótti hefði legið þar að baki. Guðmundur taldi að leggja ætti áherslu á eflingu-frjálsra fé- laga. Elfn Pálmadóttir tók aftur til máls og sagði að sér væri alls- endis ókunnugt um hvernig æsku- lýðsmálum væri háttað í Póllandi, en hins vegar þekkti hún nokkuð til æskulýðsmála á hinum Norður- löndunum, sem reyndar stæðu okkur nær. Sagði hún að efling á starfi hinna frjálsu félaga væri sjálfsögð og rangt væri að æsku- lýðsráð og hin frjálsu félög þyrftu að vera tveir andstæðir pólar. Samvinna frjálsra félaga og æsku- lýðsráðs þyrfti að verða, með því móti væri hægt aö efla æskulýðs- starf. Alltaf hefði verið ætlunin að ræða málið vel. Það væri nú aðeins lagt fram. Alfreð Þor- steinsson (F) tók sfðastur til máls Framhald á bls. 24. Samþykkt borgarstjórnar: Skólamannvirki nýtt til félags- legrar starfsemi A FUNDI borgarstjórnar 16. des. lögðu Ragnar Júlfusson (S) og Davfð Oddsson (S) fram eftirfar- andi tillögu. „Borgarstjórn álykt- ar að æskilegt sé að skólamann- virki f öllum hverfum borgar- innar nýtist til alhliða félagslegr- ar starfsemi. Samþykkir borgar- stjórn að fela fræðsluráði og æskulýðsráði að höfðu samráði við skólastjóra og menntamála- ráðuneytið að gera tillögur um hvernig nýta megi núverandi hús- næði skólanna til félagsstarfsemi nemenda, annarra unglinga og alls almennings f hinum einstöku borgarhverfum. Þá skal kanna hvort æskifegt sé að líta sérstak- lega til þessara þarfa við hönnun nýrra skóla og þá hvort breyt- ingar þurfi aö gera til þess að skólahúsnæðið nýtist sem best fyrir félagsstarf nemenda og al- mennings. I greinargerð með til- lögunni segir; að nýting skólahús- næðis borgarinnar til almennrar félagslegrar starfsemi hafi mjög verið til umræðu að undanförnu. Samstarfsnefnd fræðsluráðs og æskulýðsráðs hefur skilað álits- gerð og tillögum að höfðu samráði við skólamenn um fyrstu aðgerð- ir. Ljóst varðist að stórfelld breyt- ing á nýtingu skólahúsnæðis ger- ist vart án þess að fulltrúar rfkis og borgar hafi að því atbeina ásamt forráðamönnum skólanna. Jafnframt þurfi að athuga hvort breyting verði gerð að óbreyttum lögum og ef svo er ekki hvaða breytingar séu nauðsynlegar í þeim efnum. Enn fremur er ljóst, að skólar eru misvel í stakk búnir til að taka á móti stóraukinni félagslegri starfsemi eftir að hinu almenna skólastarfi lýkur og ekki hefur verið höfð í huga almenn félagsleg starfsemi er nýjir skólar hafa verið hannaðir. Ragnar Júlíusson fylgdi tillögunni úr _ hlaði og gerði ítarlega grein fyrir málsatriðum. Sagði hann að þó álitsgerð fræðsluráðs og æskulýðsráðs lægi fyrir þá væri ætlan sfn og Davfðs Oddssonar að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.