Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 13 Þórarinn Þorvaldsson Þórodds- stöðum, ræddi um birgðasöfnun smásöluaðila og neytenda, þegar ljóst væri að verðhækkanir væru fyrir dyrum. Kvað hann sitt álit að fjölmiðlar gerðu sitt til að ýta undir „hamstur" á landbúnaðar- vörum við slfkar aðstæður. - Þá taldi hann að leiðbeiningar- þjónusta við bændur væri mjög vanrækt. Einnig gerði Þórarinn að umræðuefni, hve hinar ýmsu vörur til rekstrar og fjárfestingar væru tollaðar hátt og að auki með söluskatti. Mætti þannig segja að dollarinn væri kominn allt að kr. 600 fsl. á meðan ferðamaður fengi hann á um 190 kr. Jónas Einarsson Borðeyri, fagnaði tillögu um rekstrar- og afurðalán. Sagði hann að slæm efnahagsstaða væri nú hjá bænd- um í Hrútafirði. Benti hann á mismun á greiðslum bænda til Stofnlánadeildar og mætti þar greina á milli á hvaða tfma fjár- festingar hefðu verið mestar hjá hverjum bónda. Sá bóndi sem byggt hefði upp sfn mannvirki fyrir 5—10 árum þyrfti ekki að greiða af lánym nema milli 70—100 þúsund krónur, meðan sá bóndi sem væri með allt nýuppbyggt þyrfti að greiða afborganir og vexti um kr. 500 þús. til 800 þús. þótt búið gæfi svipaðar brúttótekjur. Skapði þetta ástand mjög mikinn aðstöðumun hjá bændum. Þá ræddi hann hvort ekki ætti að auka auglýsingar á landbúnaðar- afurðum og reyna þannig að örva sölu þeirra. Ölafur Óskarsson, Víðidalstungu, gerði að umtals- efni hina ýmsu liði sem falla undir landbúnaðarmál á fjárlög- um, en ekka koma framleiðslumál- um nærri. Óskar E. Levý, Ósum, ræddi um tillögu þá um Stofnlánadeild Landbúnaðarins og benti á að ekki mætti leggja gjöld, umfram þau sem þegar eru, á framleiðendur. Búreikningar eiga ekki að vera viðmiðun við verðlagningu Gunnar Guðbjartsson tók þvf næst til máls og svaraði ýmsum fyrirspurnum sem til hans hafði verið beint. Kom fram hjá honum að búreikningum bænda er ekki ætlað að vera til viðmiðunar við verðlagsgrundvöll landbúnaðar- vara, heldur ættu þeir að vera til viðmiðunar og leiðbeiningar um stjórnun búrekstrar. Þá sagðist Gunnar telja möguleika á að unnið væri, af hálfu stjórnvalda, að því að „svelta út“ hluta af bændum, með fjármagnsaðgerð- um. Ræddi Gunnar um, hve erfitt gæti verið að fá upplýsingar um landbúnað og málefni bænda birtar í fjölmiðlum. Einnig sagði Gunnar að landbúnaður væri óumdeilanlega einn af þýðingarmestu atvinnu- vegum íslenska þjóðfélagsins og sagði að um 20 þúsund manns hefðu beint og óbeint atvinnu af landbúnaði, þar af um 4000 bændur. Að lokum þakkaði Gunnar Guð- bjartsson fundarmönnum gagn- legar umræður og hvatti bændur til að standa vörð um hagsmuna- mál sfn. Aðalbjörn Benediktsson ræddi hin ýmsu mál sem komið höfðu fram á fundinum. Hann vakti m.a. athygli manna á þeirri stað- reynd, að þrátt fyrir viðleitni bænda til aukins afrakstrar af búum sínum, fengju þeir mjög lítið bætt kjör, vegna hinnar miklu stækkunar á grundvallar- búinu. Sigurður Lfndal, fundarstjóri, bar þvf næst upp tillögur og ályktanir þær sem til umræðu höfðu verið og voru þær allar samþykktar. Fundarstjóri þakkaði því næst fundarmönnum fyrir og sleit fundi. — K.S. LJOSMYNDIR SIGFUSAR iftviHijciimiHrA; Um 100 Ijósmyndir af húsum, mannvirkjum og mann- lífi í Reykjavík og út um land. Heillandi fróðleikur í vönduðum myndum um horfið menningarskeið áður en vélöldin gekk í garð. EKKI FÆDDUR í GÆR sjálfsævisaga Guðmundar G. Hagalíns. Gerist á Seyðis- firði og í Reykjavík á árunum 1920—25. Saga verðandi skálds sem er að gefa út sínar fyrstu bækur. Sjóður frábærra mannlýsinga — frægra manna og ekki frægra. LEIKIÐ VIÐ DAUÐANN eftir James Dickey. Æsispennandi bók, seiðmögnuð og raunsæ. Hefst eins og skátaleiðangur, endar eftir magnaða baráttu um líf og dauða bæði við menn og máttarvöld. móþmAlamettir Jóhann Hafstein Þ J ÓÐMALAÞÆTTIR eftir Jóhann Hafstein. Mikilsverð heimild um megin- þætti íslenzkrar þjóðmálasögu síðustu 35 ára — mesta umbrotaskeiðs í atvinnu- og efnahagsmálum sem yfir landið hefur gengið. LJÓÐ JÓNS FRA LJÁRSKÓGUM Skáldið sem bæði orti sig og söng sig inn í hjörtu Islendinga, þó að æviár hans yrðu ekki mörg. Steinþór Gestsson, einn af félögum Jóns í MA-kvertettinum, hefur gert þetta úrval. PLUPP fer til íslands 1 / Þor ÞÓRARINN HELGASON Leikir ogstörf BERNSKUMINNINGAR ÚR LANDBROTI PLÚPP FER TIL ÍSLANDS eftir sænska barnabókahöfundinn Ingu Borg. Bráð- skemmtilegt ævintýri í máli og myndum um sænska huldusveininn Plúpp og þaö sem hann kynnist á Islandi. %% 1 r 1 il. bernskuminningar úr Landbroti eftir Þórarin Helga- son. Einlæg lýsing á tilfinningalífi drengs sem verður fyrir áfalii. Sjór fróðleiks um sveitalíf og sveitabörn í upphafi aldarinnar. Jóhannes Helgi erujöm* gefnar Geinæíifn j(>h<innesar GJAFIR ERU YÐUR GEFNAR eftir Jóhannes Helga. Greinasafn skapríks höfundar sem aldrei hefur skirrzt við að láta skoðanir sínar í ljós tæpitungulaust. Greinar hispursleysis og rökfimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.