Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 ______Fjárlög 1977:_ Auðveldari og traustari fjármálastjórn ríkisins Hér fer á eftir ræöa Jóns Árnasonar, formanns fjár- veitinganefndar Alþingis, vió 3ju umræðu fjárlaga, þar sem hann gerir grein fyrir þeim breytingum, sem meirihluti fjárveitinganefndar varð sammála um í loka- umfjöllun nefndarinnar. NÝ ÞJÓÐHAGSSPÁ Fjárveitinganefnd hefur á milli umræðna rætt ýmsa þætti fjár- lagafrumvarpsins og tekið ,til nán- ari athugunar erindi sem hjá nefndinni lágu og voru óafgreidd. Þá tók nefndin einnig til athug- unar tillögur þær sem þingmenn fluttu við aðra umræðu og teknar voru aftur til þriðju umræðu. I sumum tilfellum hefur nefnd- in komið á móti óskum þing- manna og tekið upp tillögur um fjárveitingar, þó að fjárupphæðir séu í flestum tilfellum lægri, en farið var fram á. Svo sem ég gat um við aðra umræðu, eru nú fyrir hendi breyttar forsendur fyrir grund- velli fjárlagafrumvarpsins frá því sem var, þegar frumvarpið var samið. Afleiðingar þeirra kaup- og verðlagsbreytinga sem átt hafa sér stað, og séð verður fyrir, í náinni framtíð, hafa raskað veru- lega þeim grundvelli sem fjár- lagafrumvarpið er byggt á. Því hefur Þjóðhagsstofnun og fjárlaga- og hagsýslustofnun nú tekið til endurskoðunar allan þjóðarbúskapinn, og látið fjár- veitingarnefnd í té allar upp- lýsingar um áhrif þessa varðandi fjárlagagerðina. í greinargerð Þjóðhagsstofn- unar kemur meðal annars fram að nú liggi fyrir vitneskja um innheimtu ríkissjóðs á fyrstu 11 mánuðum ársins 1976. Þessi vitneskja er talin vera í samræmi við þá áætlun um rikistekjur á árinu sem fjárlagafrumvarpið var reist á. Þá hefur Þjóðhagsstofnun sett fram nýja þjóðhagsspá fyrir árið 1977. Breytingar, þjóðarútgjalda á næsta ári, samkvæmt þessari nýju spá, eru taldar nema um 'A% til aukningar eða 2'A% í stað 2% sem fjárlagafrumvarpið er byggt á. Innflutningur er talinn aukast á sama hátt um 1 %. Hinsvegar telur Þjóðhagsstofn- un að meginbreytingin, sem áhrif hefur á tekjur og gjöld ríkissjóðs á næsta ári, felist í þeirri þróun kaupgjalds og verðlagsmála, sem eru til hækkunar umfram þær forsendur sem frumvarpið er byggt á. Nú er komin fram 3'A% hækk- un launa og verðlags, og er það talið geta leitt til þess, að meðal- verðlag gæti orðið 6—7% hærra, — og innflutningsverðlag í íslenskum krónum og almennt kauplag 7—8% hærra en reiknað er með f fjárlagafrumvarpinu. Að því er nú stefnt að þessar breyttu forsendur séu að fullu teknar til greina við endanlega afgreiðslu f járlaga. SAMANBURÐUR ÁFJÁRLÖGUM MILLI ÁRA Til þess að auðvelda saman burð á fjárlögum milli ára, verður að byggja á sömu forsendum og áður, það er á desemberverðlagi. Telur Þjóðhagsstofnun að mis- munurinn sem um er að ræða, ef nú væri lagt til grundvallar* desemberverðlag, sé um 6 milljarðar króna, sem fjárlaga- upphæðin yrði lægri en þær for- sendur gefa, sem nú er reiknað með. Hitt er svo annað mál, að með þessum hætti ætti öll fjármála- stjórn rfkisins að geta orðið auð- veldari og traustari en ella. Eins og fram kemur í breytinga- tillögum fjárveitinganefndar, sem ég mun síðar að víkja, er um verulegar útgjaldahækkanir að ræða, sem nefndin hefur látið reikna út og fengið um það upp- lýsingar frá Fjárlaga- og Hagsýslustofnun, nemur þar mestu hækkun til Trygginga- stofnunar rfkisins um 1,510 millj. kr. og vegna launa og verðlags- mála samtals 2,007 millj. króna. Er þessi siðari upphæð tekin inn á einn lið á gjaldabálki frumvarpsins samkvæmt breytingartillögum, en deilist sfð- an, að sjálfsögðu hlutfallslega, út á einstaka gjaldaliði. Með hliðsjón af því sem ég hefi nú greint frá eru tillögur fjár- veitinganefndar og meirihluta fjárveitinganefndar gerðar. Mun ég nú víkja að breytingar- tillögum fjárveitinganefndar á þingskjali nr. 253. ÆÐSTA STJÓRN RÍKISINS Kemur þar fyrst breytingartil- laga við 4. gr. frumvarpsins, embætti forseta íslands. Þar er lagt til að viðhaldsliður lækki um 8 millj. króna, en það er í sam- ræmi við endurskoðaða áætlun sem gerð hefur verið um viðhalds- kostnað á forsetabústaðnum. Við forsætisráðuneytið er lagt til að launaliður hækki um 1,3 millj. króna, en það er vegna ráðningar á næturverði í ráðu- neytishúsinu. BREYTINGAR VARÐANDI MENNTA- MÁLARÁÐUNEYTI Þá koma næst breytingatillögur við menntamálaráðuneytið, aðal- skrifstofa. Lagt er til að launalið- ur hækki um 1,5 millj. króna og er það vegna ráðningar á fulltrúa í ráðuneytið fyrir kennslu afbrigði- legra barna. Við Rannsóknastofnun Háskólans hækkar launaliður um 1,8 millj. króna og þá ráðgert að ráða að stofnuninni jarðskjálfta- fræðing. Er þessi starfsráðning talin óhjákvæmileg með hliðsjón af þeim miklu umsvifum sem nú eiga sér stað á viðtækum rann- sóknum á þessu sviði og er þá sérstaklega haft í huga sú könnun sem nú á sér stað á Suðurlandi. Þá er lagt til að við Rannsókna- ráð ríkisins hækki launaliður um 1,3 millj. króna en það er vegna ráðningar á einum ritara fyrir Rannsóknaráð. Þessu næst er lagt til að inn verði teknir 2 nýir liðir þ.e. til Tónlistarskólans I Garðabæ 500 þús. krónur og til Tónlistar- skólans á Hellissandi 500 þús. krónur. Við liðinn Héraðsskólar, gjald- færður stofnkostnaður, er lagt til að fjárveiting hækki um 15 millj. króna. Um sundurliðun á heildar- upphæðinni vísast til þess sem fram kemur á þingskjalinu. Þá kemur næst breytingartil- laga við grunnskóla. Er þar lagt til að inn verði tekinn nýr liður til Jón Árnason Rœða formanns fjúrveitinga- nefndar við 3ju umrœðu fjárlaga umferðarfræðslu í skólum að upp- hæð 2,150 þús. kr. Af þeirri upp- hæð er gert ráð fyrir að verja þurfi 500 þús. krónum vegna kostnaðar við starfið. Liðurinn framlag til að styrkja munaðarlausa, vanrækta eða fatlaða unglinga til náms er lagt til að hækki um 200 þús. krónur og verður þá heildarliðurinn 500 þús. krónur. Þá er lagt til að fjárveiting vegna samningar á íslensk-enskri orðabók hækki um 300 þús. krónur en þetta verkefni er talið að sé nú komið vel á veg. Til Sambands íslenskra karla- kóra er tillaga um 150 þús. króna fjárveitingu. í ÞRÓTTAS J ÓÐUR OG ÆSKULYÐSMÁL Næst kemur liðurinn íþrótta- sjóður, til bygginga íþróttamann- virkja. Lagt er til að fjárveiting hækki um samtals 30 millj. krónur en skiptingu á heildarfjár- veitingunni vísast til þess er fram kemur á sérstöku yfirliti. Um þennan fjárlagalið er það að segja að fyrir nokkru var gert sérstakt samkomulag við sveitar- félögin um að ljúka greiðslum á þeim skuldahala sem safnast hafði upp um nokkurt árabil. Var þá um það samið að umræddur skuldahali yrði greiddur upp á 4 ára tímabili. Þegar þessi samningur var gerður féllu sveitarfélögin frá kröfu til veru- legrar upphæðar sem þau áttu þá á hendur ríkissjóði. Nú virðist því miður allt sækja I sama horfið I þessum efnum. Ef gert er ráð fyrir að ríkissjóður greiði sinn hluta samkvæmt lögum, þá vantar hér allverulega á að við mótfram- lag ríkissjóðs sé staðið eins og áætlað var. Það er mitt álit að af hendi ríkisins verði að taka þessi mál fastari tökum en gert hefur verið. Því miður hefur það átt sér stað í alltof mörgum tilfellum að sveitarfélög hafa hafið fram- kvæmdir á iþróttamannvirkjum eða fest kaup á dýrum tækjum til íþróttaiðkana án þess að umrædd framkvæmd eða kaup hafi verið tekinn inn með fjárveitingu á fjárlögum. Afleiðing þessa hefur svo orðið að íþróttafulltrúi og íþróttanefnd rikisins hafa að sjálfsögðu þrýst á fjárveitinganefnd um síauknar fjárveitingar í þessu skyni. Að sjálfsögðu ber að viðurkenna að hér er um þýðingarmikið málefni að ræða sem snýr að æsku þjóðar- innar og í mörgum tilfellum er um mikil verðmæti að ræða sem þessir aðilar láta i té í sjálfboða- liðsvinnu á einn eða annan hátt. Staðreyndin er hins vegar sú, að ríkissjóður þarf í mörg horn að líta og þvi þarf að gera sér grein fyrir þessu málefni sem öðrum á sem raunhæfastan hátt. Það er sem sagt mitt álit, að endurskoða þurfi málefni íþróttasjóðs milli þinga og reynt verði að standa að málinu eins og lög gera ráð fyrir. Næst er lagt til að inn séu teknir tveir nýir liðir til KFUM í Vatnaskógi 500 þús. krónur, og til starfsemi KFUK i Vindáshlíð, 100 þús. krónur, en liðurinn KFUM og K, starfstyrkur, lækkar hins vegar um 350 þús. krónur og verður 670 þús. krónur. Sá liður var hækkaður við 2. umræðu sem þessu nemur og verður því þannig um heildarhækkun á fjár- veitingu til starfsemi KFUM og K að ræða sem nemur 650 þús. kr. frá þvi sem er í fjárlagafrum- varpinu. Þá.er lagt til að liðurinn til Frjálsiþróttasambands islands hækki um 100 þús, krónur. SAFNAHtJS OG FRÆÐAFÉLÖG Næst koma tillögur nefndar- innar um fjárveitingar til þriggja náttúrugripasafna, en það er til Náttúrugripasafns Neskaups- staðar, 100 þús, kr. hækkun, til Náttúrugripasafns Vestmanna- eyja, 100 þús. króna hækkun, og til Náttúrugripasafns i Borgar- nesi, 200 þús. króna hækkun. Hér er um byggingarstyrk að ræða eða greiðslu á stofnkostnaði til um- ræddra safna. Til Hins islenska náttúrufræði- félags er lagt til að fjárveiting hækki um 75 þús. krónur, til Tafl- félags Reykjavíkur um 100 þús. krónur og til Dýraverndunar- félags íslands um 50 þús. krónur. Þá er lagt til að inn séu teknir nýir liðir sem hér segir: Til safn- húss á Blönduósi 300 þús. krónur, til safnhúss á Sauðárkróki 300 þús. krónur, til safnhúss á Húsa- vik 300 þús. krónur, til héraðs- skjalasafns á Egilsstöðum 300 þús. krónur. Hér er á sama hátt og áður um fjárveitingu að ræða til að standa straum af stofnkostn- aði. AÐSTOÐ VIÐ ÞRÓUNARLÖND Þá eru tvær breytingartillögur sem varða utanrikisráðuneytið. Kemur þar fyrst tillaga um að launaliður hækki um 20 millj. krónur og liðurinn önnur rekstrargjöld um 9 millj. króna. Hér er einungis um leiðréttingu að ræða sem byggð er á breyttum forsendum vegna gengissigs. Hin tillagan er um að aðstoð við þróunarlöndin hækki um 12 millj. króna og verður þá heildar- upphæðin 25 millj. króna. RANNSÓKN A HEYVERKUNAR- AÐFERÐUM Við landbúnaðarráðuneytið eru nokkrar breytingartillögur. Lagt er til að launaliður aðalskrifstofa hækki um 1,5 millj. króna. Er það til ráðningar á einum nýjum starfsmanni. Liðurinn jarðeignir ríkisins hækkar um 7 miiy. króna, en það er vegna óhjákvæmilegra greiðslna sem jarðeignir ríkisins verða að inna af hendi á næsta ári. Til Búnaðarfélags Islands hækkar launaliður um 1,5 millj. króna sem er vegna ráðningar á tölvufulltrúa. Við Rannsóknastofnun land- búnaðarins er lagt til að inn sé tekinn nýr liður til rannsókna á heyverkunaraðferðum, 3 millj. króna. Hér er talið að um brýnt verkefni sé að ræða og liggja fyrir Alþingi nú þegar þingsályktunar- tillögur sem ganga í þessa átt. Til Landnáms ríkisins er lagt til að liðurinn vextir hækki um 2 millj.^rónur. Til Garðyrkjufélags Islands er tillaga um 60 þús kr. hækkun og til Æðarræktarfélags íslands hækkar fjárveiting um 50. þús. kr. Til Tilraunastöðvar Búnaðar- sambands Suðurlands er lagt til að fjárveiting hækki um 1,5 millj. kr. Loks er svo fjárveiting til fram- kvæmda á laxastiga i Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu að upphæð 75 millj. kr. en upphæð þessi er fjármögnuð með fé samkvæmt lánsfjáráætlun. Hér er um fram- kvæmd að ræða vegna samnings sem gerður var við landeigendur Laxár. HAFRANNSÓKNA- STOFNUN Þessu næst koma breytingartil- lögur sem varða sjávarútvegs- ráðuneytið. Koma þar fyrst breyt- ingartillögur við Hafrannsókna- stofnun, er þar um að ræða léið- réttangar og viðbótarfjárframlög á ýmsum liðum stofnunarinnar varðandi laun, önnur rekstrar- gjöld, viðhald og gjaldfærðan stofnkostnað, samtals er hér um upphæð að ræða sem nemur 45,7 millj. kr. Þar af 700 þús vegna ráðningar 'A starfsmanns við úti- bú stofnunarinnar á Húsavik. Þá koma næst tvær breytingar- tillögur varðandi fiskveiðasjóð og er þar aðeins um orðalagsbreyt- ingu að ræða. Við þetta ráðuneyti er svo lagt til að inn sé tekinn nýr liður, fiskileit, vinnslutilraunir og markaðsölfun, að upphæð 150 millj. króna. RANNSÓKNAR- LÖGREGLA _______RlKISINS_______ Næst koma breytingartillögur sem varða dómsmálaráðuneytið. Þar kemur fyrst að lagt er til að inn sé tekinn nýr liður, ríkislög- regla, 15 millj. króna. Hér er um fjárveitingu að ræða til fram- kvæmda á löggjöf sem A'þingi hefur nýlega samþykkt. Hvort hér er um raunhæfa upphæð að ræða_verður ekki sagt um að svo stöddu og verður reynslan að skera þar úr um hvað hér er um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.