Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 31 kostnaðarsamt verkefni að ræða. Þessi heildarupphæð er lagt til að skiptist þannig, að á launalið komi 8 millj. kr., önnur rekstrar- gjöld 3 millj. kr. og gjaldfærður stofnkostnaður 4 millj. kr. Þessu næst koma 2 breytingar- tillögur um nýjar manna- ráðningar við sýslumannsembætt- ið í Stykkishólmi og við sýslu- mannsembættið á Patreksfirði. Er gert ráð fyrir að ráða einn fulltrúa á hvorn stað og er heildarkostnaður 3 millj. kr. Við sýslumannsembættið á Selfossi er lagt til að fjárveiting hækki um 25 millj. kr. en ástæða til þess er sú að þegar gengið var frá fjárlagafrumvarpi lágu ekki fyrir upplýsingar eða tillögur frá viðkomandi ráðuneyti um nauðsynlegar breytingar til hækkunar á hinum ýmsu kostn- aðarliðum. Hér er því nánast um óbreytta upphæð að ræða I frum- varpinu svo sem er í fjárlögum yfirstandandi árs. Varðandi hækkanir sem lagt er til að komi á hina ýmsu kostnaðarliði við embættið vísast til þess sem fram kemur á þingskjalinu, en hér er sem sagt um upphæð að ræða til hækkunar sem nemur 25 millj. kr. LANDHELGIS- GÆZLA Næst er breytingartillaga við Landhelgisgæslu. Lagt er til að liðurinn 07 landhelgissjóður hækki um tæplega 77 millj. kr. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að lánagreiðslur eru fluttar af almennum lánagreiðslum ríkis- sjóðs yfir á landhelgissjóð SNJÓFLÓÐA- RANNSÓKNIR Til Almannavarna er breytingar- tillaga til hækkunar um 1 millj. kr. en sú upphæð er ætluð til að standa undir kostnaði við snjóflóðarannsóknir. STYRKT ARS J ÓÐUR VANGEFINNA EFLDUR Þá er lagt til að liðurinn, Styrktarsjóður vangefinna, hækki úr 40 millj. kr. I 105 millj. kr. Svo sem kunnugt er voru I gildi lög um markaðan tekjustofn, svokallað tappagjald, til fjáröfl- unar fyrir þennan sjóð. Ríkis- stjórnin hefur nú ákveðið að flutt verði frumvarp til laga um fram- lengingu á þessum markaða tekjustofni og þá um leið ákveðið að hækka gjaldið til samræmis við breytt verðlag. Mun ætlunin að gjaldið verði 7 kr. á hverja flösku og þessi upphæð er miðuð við að svo verði. JAFNRÉTTISRAÐ, ÖRYRKJABANDALAG OG FERLIVISTAR- NEFND Þá er lagt til að liðurinn jafn- réttisráð hækki um 1100 þús. kr. en það er til leiðréttingar svo að unnt verði að standa undir kostn- aði við framkvæmd laga sem hér um ræðir. Til öryrkjabandalags íslands kemur nýr liður að upphæð 1 millj. kr. Þá er lagt til að inn verði tekinn annar nýr liður til ferlivistar- nefndar fatlaðra, 200 þús. kr. BREYTT FRAMLÖG TIL HEILBRIGÐISMÁLA Þá er lagt til að liðurinn Trygg- ingastofnun ríkisins hækki um 1510 millj. króna og verður þá samtals fjárveiting til Trygginga- stofnunar rfkisins 21 milljarður 691 millj. 500 þús. kr. Er þessi hækkun eins og ég hef áður greint frá vegna breyttra for- sendna varðandi kaupgjalds- og verðlagsmál. Þá koma nokkrar breytingartil- lögur varðandi Landspítalann, Fæðingardeild Landspítalans, Kleppsspftalann, Vífilsstaðaspít- ala og Kópavogshælið. Þær breyt- ingar sem hér er um að ræða eru gerðar vegna endurskoðunar sem átt hefur sér stað á rekstri þess- ara stofnana innbyrðis og hefur ekki i heild áhrif til hækkunar eða lækkunar á niðurstöður fjár- lagafrumvarpsins. Um einstaka liði varðandi þess- ar breytingar sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða en vísa til þess sem fram kemur á þingskjalinu. Við liðinn til sjúkrahúsa og læknabústaða er lagt til að inn sé tekinn nýr liður við læknabú- staði, Fáskrúðsfjörður, að upp- hæð 2 millj. króna. Hér er um leiðréttingu að ræða sem féll nið- ur við fyrri afgreiðslu. Þá er lagt til að liðurinn héraðs- læknar og heilsugæslustöðvar hækki um 29 millj. 160 þús. krón- ur. Er þessi hækkun vegna ráðn- ingar 4 lækna fyrir heilsugæslu- stöðvar, þar af 2 i Árbæ, 10 hjúkrunarkvenna og 2 ljósmæðra. ÝMIS UTG JÖLD Lagt til að til Stórstúku íslands hækki fjárveiting um 400 þús. og verði þá samtals 2,4 millj. kr. Við liðina styrktarfé og ýmis eftirlaun embættismanna og lið- inn styrktarfé og ýmis eftirlaun, ekkjur, eru tillögur um hækkun sem nemur samt. 8.586 þús. kr. Um einstakar fjárveitingar á þessum liðum vísast til þess sem fram kemur á þingskjalinu. Þá er lagt til að inn sé tekinn nýr liður, 989, vegna launa og verðlagsmála. Þar er launaliður sem nemur 1,464 millj. kr. og önn- ur rekstrargjöld 543 millj. kr. eða samtals 2.007 millj. kr. Þessar breytingartillögur eru byggðar á forsendum þeirra breytinga sem leiðir af endurskoðun á þjóðarbú- skapnum sem nú hefur farið fram. Við liðinn óviss útgjöld er lagt til að upphæðin lækki um 100 millj. kr. VEGAGERÐ, HAFNAGERÐ, HAFRANNSÓKNIR Vegagerð ríkisins. Gert er ráð fyrir að tekjur hækki um 250 millj. kr. sem skiptist þannig að 100 millj. kr. eru lán og hækkun á mörkuðum tekjustofnum nemur 150 millj. kr. Um vegaáætlun er annars það að segja að hún mun bíða af- greiðslu Alþingis þar til þing kemur saman að loknu jólafrfi. Það skal einnig tekið fram, að fjárveitingarnefnd hefur ekki tekið afstöðu til fjárfestingarliða svo sem kaupa á tölvu sem rætt mun hafa verið um af hendi Vega- málaskrifstofunnar. Til vita- og hafnarmála hækkar liðurinn um 300 millj. króna, er það í samræmi við lánsfjáráætlun og er upphæðinni ætlað að mæta kostnaði við kaup á nýju dýpkunarskipi eða þar til gerðum pramma með tækjum sem ætlað er að koma í staðinn fyrir dýpkunarskipið Gretti, sem nú hefur verið dæmt ónýtt. Til hafnarrannsókna er lagt til að fjárveiting hækki um 2,5 millj. kr. og verður þá samtals 15 millj. kr. eru þar m.a. hafðar í huga hafnarrannsóknir við suður- ströndina eins og nýlega kom fram í umræðum hér á Alþingi. Liður um ferjubryggjur er lagt til að hækki um 7 millj. kr. en um skiptingu á heildarfjárupphæð- inni vísast til þess sem fram kem- ur á sérstökum lista. HAFNARBÓTASJÓÐUR, LANDSHAFNIR Til hafnarbótasjóðs hækkar fjárveiting um 9,8 millj. kr. og er það í samræmi við lagaákvæði og með hliðsjón af hækkaðri fjár- veitingu til hafnarframkvæmda. Til sjóvarnargarða er lagt til að fjárveiting hækki um 25 millj. kr. þar af 15 millj. til Eyrarbakka, að öðru leyti vísast til yfirlits um skiptingu á upphæðinni til ein- stakra framkvæmda eins og fram kemur á þingskjalinu. Þá eru breytingartillögur við liðinn hafnarmál. Inn kemur nýr liður sem verður 09, landshöfn í Þorlákshöfn, 95 millj. kr., og við liðinn hafnarframkvæmdir við Grundartanga er lagt til að fjár- veiting lækki úr 450 millj. kr. í 150 millj. kr. Sú breyting sem hér er um að ræða mun vera vegna þess að framkvæmdum við hafn- argerðina mun eiga að seinka miðað við það sem áður var fyrir- hugað. ÖRYGGISTÆKI AFLUGVELLI Næst kemur breytingartillaga við liðinn flugmálastjórn, en þar hækkar fjárveiting um 76 millj. kr., og er það í samræmi við láns- fjáráætlun, en upphæðinni verð- ur varið til kaupa á öryggis- tækjum og búnaði fyrir flugvell- ina. Um skiptingu á heildarfjár- veitingu vísast til þess sem fram kemur á sérstöku yfirliti. Þá er lagt til að fjárveiting til flugbjörgunarsveita hækki um 200 þús. kr. Næst kemur liður um ferðamál, en þar hækkar fjárveiting um 11 millj. 833 þús. kr. og er þeirri upphæð ætlað að standa undir kostnaði af störfum ferðamála- ráðs, en þessi liður hafði fallið niður úr frumvarpinu. RAFORKA OG JARÐVARMI Næst koma breytingartillögur varðandi iðnaðarráðuneytið. Er þar fyrst breytingartillaga varð- andi Orkustofnun. Þar er lagt til að liðurinn önnur rekstrargjöld hækki um 50 millj. kr. og liðurinn sértekjur er lagt til að hækki um 90 millj. kr. Þá eru tillögur fjárveitinga- nefndar um skiptingu á fjárupp- hæð orkusjóðs að upphæð samtals 1725 millj. kr. Þar er gert ráð fyrir að verðjöfnunargjald verði 725 millj. kr., framlag til orku- rannsókna verði 150 millj. kr., framlag til styrkingar dreifikerfi i sveitum verði 63 millj. kr„ fram- lag til lánagreiðslna 136 millj. 400 þús kr„ lán til jarðhitaleitar verði 350 millj. 600 þús. kr. og lán til hitaveituframkvæmda verði 300 millj. kr. HÆKKUN A OLÍUSTYRK Þá kemur ein breytingartillaga verðandi viðskiptaráðuneytið. En það er liðurinn styrkur vegna olíunotkunar til húsahitunar. Lagt er til að fjárveiting hækki um 98 millj. kr. og verður alls 698 millj. kr. Lagt er til að fyrirsögn liðarins orðist svo: Styrkur vegna olíunotkunar samkvæmt reglum er lög nr. 9 1976 ákváðu. OLlUSTYRKUR 1. M.v. áætlaðar mannfjölda- tölur á miðju ári 1976 má iauslega áætla, að fólki, sem býr við hitaveitu, fjölgi um 9.000 frá miðju ári 1976 til jafnlengdar 1977. Samkvæmt þessu byggju um 127.700 manns við hitaveitu, 22.500 manns við rafmagnskynd- ingu og um 70.000 manns við olíu- kyndingu. Fólki, sem býr við olíu- kyndingu, gæti því fækkað um 8.000 eða 10—11%. Athuga ber, 2. Áætlaður kostnaður ( des. 1976 við upphitun rúmm. íbúðarhús- næðis: 1. Hitaveita 2.15 tonn á 50,00 kr. = 107,50 33,1% 2. Rafmagn 71 kwst. á 2,30 kr. = 163.30 50,3% 3. Olía 12 1. á 27,05 kr. = 324,60 100,0% 3. Innheimta oliugjalds i ár er talin nema 1.300 m.kr. Styrk- greiðslur til einstaklinga tima- bilið desember 1976 — nóvember 1976 eru taldar verða um 700 m.kr., sem er talsvert hærri fjár- hæð en reiknað var með í haust. M.v. óbreytta styrkfjárhæð og fækkun styrkþega um 10—11% gætu greiðslur styrkja til ein- staklinga numið um 630 m.kr. 1977. 4. Frá þvf stykrfjárhæðir voru sfðast ákvarðaðar i febrúar 1976 hefur olíuverð pr. 1 hækkað úr kr. 24,20 f kr. 27,05 eða um tæðlega 12%, en þetta er mun minni hækkun en á almennu verðlagi. Væri styrkurinn hækkaður frá áramótum sem þessu næma (styrkur nú 9.500 kr. yrði 10.600 kr.), gætu heildargreiðslur til ein- staklinga numið 700 m.kr. 1977. Þá er breytingartillaga við Fjár- laga- og hagsýslustofnun. Lagt er til að launaliður hækki um 3 millj. kr. og er það vegna ráðn- ingar eins ritara og fulltrúa en það er starfsmaður fjárveitinga- nefndar sem jafnframt er ætlað að vinna við fjárlagagerð á vegum stofnunarinnar. Framhald á bls. 33 að hér er um grófar áætlanir að ræða. Jólapenni allt árið Ein fallegasta og nytsamasta jólagjöf, sem hægt er að hugsa sér, er penni; — fallegur penni frá Pennanum; jólapenni, sem endist allt árið, mörg ár. Skoðið úrvalið í verzlunum okkar. HAFNARSTRÆTI 8 HALLARMÚLA 2 LAUGAVEGI 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.