Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR 283. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Flugvirki sleppir gíslum San Francisco, 22. des. Reuter. FLUGVIRKI sleppti tveimur gfsl- um og gafst upp f dag, 15 kfukku- tfmum eftir að hann tðk á sitt vald tóma DC8-þotu á flugvellin- um f San Francisco. Flugvirkinn, Pafm Hinnant, særði annan gfslinn með hnffi tif þess að feggja áherzfu á kröfu sfna um að fá áhöfn til þess að fljúga flugvélinni. Gíslinn, Richard Funk, virðist Iftið særð- ur. Skömmu áður en Hinnant gafst upp bað hann um að tveir vinir hans fengju að koma til hans í flugvélina. Þeir töluðust við í nokkrar mínútur og síðan afhenti hann öðrum þeirra skammbyssu sfna og yfirgaf flugvéfina. Aðeins einu skoti var skotið úr skambyssunni meðan Hinnant hafði flugvélina á valdi sínu en engan sakaði. FBI tók Hinnant og báða gísfa hans til yfirheyrslu. Hinnant var starfsmaður Unit- ed Airlines og I veikindafríi. Hon- um var sagt að enga sjálfboðaliða væri hægt að finna til að fljúga flugvélinni. Hinnant sagði aldrei hvert hann vildi fara og óvíst er hvað fyrir honum vakti. Tass: Búkovsky glæpamadur Moskvu, 22. desember. Reuter. HIN opinbera fréttastofa Sovétrfkjanna, Tass, sagði I gærkvöldi að andófsmaðurinn Vladimir Bukovsky, sem fékk frelsið I skiptum fyrir kommúnistaleiðtogann Luis Corvalan um sfðustu helgi, væri „glæpamaður“, sem hefði verið rekinn frá Sovétrfkjun- um. 1 langri umsögn, sem gefin var út I Kreml, var ekkert minnzt á skiptin á Bukovsky og Corvalan, en Bandarfkin og Sviss miðluðu skilaboðum vegna þeirra á milli Moskvu og Santiago. Sagði Tass að erlend blöð og sjónvarpsskermar væru full af myndum af Bukovsky og áróðursvélin starfaði nú af fullum krafti. „Glæpamaðurinn sem var nýlega rekinn frá Sovétrfkjun- um er sagður þurfa að Ifða fyrir andstæðar skoðanir sln- ar. Sannleikurinn var sá að hann hefur játað á sig alvar- lega glæpi gagnvart rfkinu, þar á meðal að hafa komið á fót vopnuðu liði til að berjast gegn Sovétveldinu," sagði Tass. Baska sleppt Madrid, 22. desember. Reuter. IÐNREKANDI af Baskaættum sem var tekinn f gfslingu fyrir tveimur dögum var látinn laus I dag, að þvf er virðist vegna þess að ræningjar hans sannfærðust um að hann væri ekki rfkur. Iðnrekandinn, Ramon Pastor Framhald á bls. 24. Olfuskipið Argo Merchant eftir að það brotnaði I tvennt við Nantucket-eyju Carrillo tekinn Madrid, 22. desember. Reut- er. LEIÐTOGI spænskra komm- únista, Santiago Carrillo, var handtekinn I dag að sögn fréttastofunnar Europa Press og spænsku fréttastofunnar. Carrillo kom úr felum 10. desember til að tilkynna á blaðamannafundi að kommúnistar mundu taka þátt I kosningunum á næsta ári. Þremur dögum sfðar sagði Rodolfo Martin Villa upplýs- ingaráðherra að lögreglan hefði fengið skipun um að finna hann og handtaka hann. Carillo hafði verið i útlegð siðan borgarastríðinu lauk en sagði á blaðamannafundinum að hann hefði dvalizt í Madrid siðan I febrúar. Europa Press sagði að Car- rillo hefði verið handtekinn þegar hann var á gangi í norðurhluta Madrid og að Framhald á bls. 24. Einhver mesti olíu- leki sem um getur Boston, 22. desember. NTB. Reuter. AP. OLlUMENGUNIN undan austurströnd Bandarfkjanna eykst stöðugt. Olfuskipið Argo Merchant brotnaði I marga hluta í dag. Það sem eftir var af um 7,5 milljón gallona (um 34 millj. Iftra) olfufarmi skipsins rann f sjóinn. Olfubrákin nær nú yfir 160 kflómetra svæði frá sandrifinu hjá Natucket-eyju þar sem skipið strandaði fyrir röskri viku og er hér um að ræða einhvern mesta olfuleka sögunnar, og þann mesta sem um getur við Bandarfkin. Skipið brotnaði i tvennt á mánudag og ætlunin var að reyna að koma björgunarsveitum um borð í framhlutann i dag. Hætta varð við tilraunina þar sem fram- hlutinn brotnaði í marga hluta. Um það bil helmingur skipsins sökk á samri stundu. Oliubrákin stækkar stöðugt og berst i átt til einhverra fengsæl- ustu fiskimiða Atlantshafs. Sjó- menn á þessum slóðum hafa þeg- Þrfr fsraelskir hermenn gráir fyrir járnum á verði I Betlehem. tsraelsmenn hafa hert á öryggi á þessum slóðum af ótta við hryðjuverk um jólin.. ar höfðað mál og krafizt um 60 milljón dollara í skaðabætur. Búast má við fleiri slíkum skaða- bótakröfum, einkum ef oliubrák- in berst til kunnra ferðamanna- staða eins og Cape Cod, sem er rétt fyrir norðan slysstaðinn. Bandariska standgæzlan hefur lítið getað gert til að stöðva oliu- lekann. Hætta varð við allar til- raunir til að dæla olíunni úr tönk- um skipsins vegna veðurs. „Við getum ekkert gert,“ sagði Barry Framhald á bls. 24. Menten fluttur til Hollands Ziirich, 22. desember. AP. HOLLENZKA auðjöfrinum Piet- er N. Menten var vfsað úr landi f Sviss I dag og hann var fluttur með sérstakri flugvél til Hollands þar sem hann verður ákærður fyr- ir þátttöku f morðum á hundruð- um pólskra Gyðinga í sfðari heimsstyrjöldinni. Svissnesk yfirvöld beittu i fyrsta skipti leynilegri tilskipun er heimilar brottvisun flótta- manna sem eru grunaðir um striðsglæpi til að reka Menten sem er 77 ára gamall listaverka- safnari og fyrrverandi foringi í SS. Bæði Hollendingar og tsraels- menn hafa lagt fast að Svisslend- ingum að framselja Mentan. Svissneska stjórnin ákvað að visa Menten úr landi þótt hún gerði sér grein fyrir því að það bryti gegn bókstaf laganna að sögn Kurt Furgler dómsmálaráð- herra. Hann sagði hins vegar að Framhald á bls. 24. Peres veitir Rabin keppni Tel Aviv, 22. desember. Reuter. SHIMON Peres landvarnaráð- herra keppir sennilega við Yitzh- ak Rabin forsætisráðherra um stöðu leiðtoga Verkamanna- flokksins f Israel samkvæmt áreiðanlegum heimildum I dag. Moshe Dayan fyrrverandi land- varnaráðherra, neitaði að styðja Rabin þegar hann sagði I útvarps- viðtali: „Ég vil heldur Peres eða jafnvel Eban.“ Rabin sagði af sér I gær að þvf er virðist til að treysta stöðu sfna áður en hugsan- lega verður samið um frið við Araba og þing flokksans verður haldið f febrúarbyrjun. Abba Eban, fyrrverandi utan- rikisráðherra, sagði fyrir nokkr- um vikum að hann mundi gefa kost á sér sem flokksforingja, en stjórnmálasérfræðingar telja að Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.