Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 17 Og gler- brotin glitruðu Ingebrigt Davik: Mummi og jólin Baldur Pálmason þýddi. Teikningar eftir Ulf Aas. Kápumynd: Bjarni Jónsson. Prentsmiðjan Leiftur h.f. Reykjavfk 1976. Mummi og jólin heitir saga eftir norska útvarpsmanninn Inge- brigt Davik. Hann er einkum þekktur úr barnatímum norska útvarpsins. Þetta er jólasaga falleg og hugljúf. Minnir á gamlar íslenskar sögur. Mummi er sex ára drengur, alinn upp í hlýju rólegu umhverfi og hefur jákvætt viðhorf til þeirra sem hann umgengst. Hann á mömmu sem er á þönum með þvottafat og hrein- gerningaklút fyrir jólin. Pabba sem er á sjónum. Ömmu sem veit allt um fugla. Magga sem hlýtur að vita hvað jólagjafir kosta, er vinkona hans. Hún er farin að ganga í skóla inni í Víkinni. Anton bóndi með hlýju og traustu hendurnar sinar er lika vinur hans. Allt þetta fólk kemur meira og minna við sögu hjá höfundi — ýmist í hugsunum Mumma eða i samfylgd með honum. Það eru fleiri en mennirnir sem Mummi hugsar um. „Uti skalf í frosti lítill fugl á kvisti" Mummi á sparipeninga í Bókmenntlr eftir JENNU JÓNSDÓTTUR krukku. Fyrir þá vill hann kaupa jólagjafir. Hann vill fara ein- sámall inn í Víkina. Og hann fer. En Tröllasteinn er á leiðinni. Stendur við vegarbrúnina: „Sumir sögðu að það færðist líf í hann í myrkri." Mummi hugsar um fleira en Tröllastein: „Stjörnurnar — já hvaðan koma þær? Þær virtust koma -einhvers staðar utan úr buskanum, til þess að skína og glitra fyrir mannfólkið á jörðinni, þegar myrkrið grúfði yfir.“ Dagarnir eru viðburðaríkir og skemmtilegir. Mummi hefur nóg að gera. Höfundur sýnir ljóst áhuga Mumma og gleði er hann velur jólagjafir handa þeim sem honum þykir vænt um, en hugsar lítið um hvað hann fái í staðinn. Það er mörgum hollt að doka við og íhuga þetta. Baldur Pálmason hefur þýtt þessa sögu. Það hefur hann unnið af alúð og vandvirkni. Margar teikningar eftir Ulf Aas prýða bókina, einnig kápumynd eftir Bjarna Jónsson. Frágangur allur er ágætur. Papillon frjáls Henri Charriere: BANCO. Jón O. Edwald fslenskaði. Setberg 1976. BANCO er framhald Papillons sem kom út í fyrra. Bókin hefst á kafla sem nefnist Fyrstu sporin til frelsis og er það nafn táknrænt fyrir sögu Pappillons að þessu sinni. Papillon er látinn laus úr fangelsi I Venezuela ásamt vini sfnum Picólínó og sagan lýsir þvf hvernig þeim reiðir af. Þeim er tekið vel í Venezuela. AUir vilja rétta þeim hjálparhönd. Papillon kynnist gæðum lífsins og nýtur ásta fagurra kvenna. En þrátt fyr- ir velgengnina er hann fullur af hatri í garð þeirra manna f Frakk- landi sem fengu hann dæmdan saklausan til þrettán ára fangels- isvistar. Hann er staðráðinn í að hefna sín á þeim. En að því kem- ur að hann hittir þá konu sem verið hefur draumsjón hans og hún fær hann til að skipta um skoðun. Hann ferðast að lokum frjáls maður til Frakklands, reik- ar um Parfs sem hann hafði þráð svo mikið, rifjar upp æsku sína og þá atburði sem urðu örlagavaldar I lífi hans. Faðir hans er dáinn, en systurnar lifa. Hann nær fundi ættfólks síns og Rita, kona hans, stendur við hlið hans í blíðu og strfðu. Á ferðalagi um Spán kemur Papíllon til Granada og rekst á áletrun með hinum kunnu orðum: Ekkert er ömurlegra en að vera blindur í Granada. Hann hugleið- ir þessi orð: „Jú, annað er ömurlegra en að vera blindur í Granada. Það er að vera tuttugu og fjögurra ára, hraustur og bjartsýnn, að vfsu dá- lítið agalaus og kannski ekki full- komlega heiðarlegur en alls ekki spilltur og að minnsta kosti ekki manndrápari og vera dæmdur til ævilangrar refsingar fyrir glæp annars manns, dæmdur til að hverfa að fullu og öllu án mögu- leika til að áfrýja, dæmdur til að rotna andlega og lfkamlega án þess að fá nokkurt tækifæri til að lyfta höfðinu og verða aftur mað- ur með mönnum. Hversu margir eru ekki þeir menn, sem miskunnarlaust dóms- vald og ómannlegt refsikerfi hef- ir eytt smátt og smátt, er vildu ekki heldur vera blindir f Granada? Ég er einn þeirra." Það er sannkallaður Parísarbúi sem birtist okkur í lýsingu stór- borgarinnar Caracas: „Hvarvetna kvað við flaut í bflum, væl í sjúkrabílum og slökkviliðsbílum, köll götusala og blaðsöludrengja er seldu kvöldblöðin, bremsuvæl, hringingar frá sporvögnum og reiðhjólum. Umferðarniðurinn, hrópin og köllin, komu okkur í eins konar vfmu, það var eins og við værum ölvaðir. Þrotlaus klið- urinn sem spillir taugakerfi margra manna, hafði gagnstæð áhrif á okkur. Hann vakti okkur til meðvitundar um að við værum aftur komnir i hringiðu tæknilífs nútfmans. í stað þess að finna til þreytu, urðum við óumræðilega hamingjusamir". I Caracas voru þeir félagar lausir vað þögnina sem hafði þrúgað þá of lengi. Banco er ekki jafn mögnuð saga og Papillon, en bestu kaflar henn- ar eru með þvi besta sem Charriere hefur samið. Ævintýra- leg og spennandi er frásögnin af fjárhættuspili Pappillons og Jójó la Passe meðal gullgrafara. Charriere nýtur sín vel þegar hann lýsir atburðum sem eru á mörkum þess raunverulega, gætu alveg eins verið hugarfóstur hans. En hann kann að gera sig trúan- legan. Hann hefur greinilega þekkingu á því sem hann talar um og setur hlutina í rétt samhengi við framvindu tímans. Hann fjall- ar til dæmis litillega um stjórn- mál í Venezuela og dregur upp mynd hinna fáránlegu og til- gangslausu byltinga sem ein- kenna Suður-Ameríku. Bestar tel ég lýsingar hans á gömlum félög- um í hópi afbrotamanna. Sumir þeirra hafa tekið upp borgaralega lifnaðarhætti og fundið hamingj- una, aðrir eru samir við sig. Charriere tekst að sýna lesandan- um inn í hugarheim þessara manna. Saga hans er ekki síst óður um lff alþýðufólks í Venezuela. Um þetta fólk og hið áhyggjulausa lff þess skrifar hann með eftirsjá. Útgáfa Bancos á íslensku er hin vandaðasta og þýðing Jóns O. Edwalds er betri en við eigum að venjast þegar metsölubækur eiga í hlut. Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON » 1 ' K'J ~’ JSSl * -J Pi /ISP V j J g -w fc‘.'v 1 2 ÍL4 tj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.