Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 35 vegna mun eg aðallega halda mig við þau kynni sem eg hafði af honum Jacob var fæddur 9. febrúar 1925 á Suður Jótlandi. Faðir hans var bóndi þar en er nú dáinn. Móðir hans er enn á lífi, og mun hún hafa þráð mjög að taka á móti syni sinum og tengdadóttur nú um jólin. Samkvæmt viðtölum þeim sem ég átti við Jacob, hefur hann verið unglingur þegar hann fór að heiman, og vann þá á ýmsum bændabýlum í Danmörku. Oft sagði hann mér frá þeim kröf- um sem gerðar voru til afkasta við þessi störf, og kom í ljós að hann hefur fljótlega öðlast þrek og hörku, sem krafist var við danskan landbúnað á þeim tima. Hann mun fljótlega hafa kynnst því að þeir sem ekki stóðu sig, gátu ekki staðið á eigin fótum í lífsbaráttunni. Jacob var feikna- duglegur og ábyggilegur starfs- kraftur og nutu margir góðs af því. Nú á síðustu árum starfaði hann talsvert að félagsmálum, var m.a. I stjórn Sjálfstæðisfélagsins Ingólfur, og nú gjaldkeri í Lions- klúbb Hveragerðis. Að þeim málum starfaði Jacob af dugnaði og áhuga. Það lék enginn vafi á að .hann hafði mikla ánægju af að starfa. Oft minntist Jacob á það við mig að hann langaði mikið til að ég kæmi einhvern tíma með sér til Danmerkur, til þess að hann gæti sýnt mér það umhverfi sem hann var alinn upp í, og fann ég þá hve sterkum böndum hann var tengdur fósturjörð sinni. Héðan af verður þessi ferð ekki farin, en minningin um góðan vin og kunningja lifir. Jacob hafði búið hér á landi í tuttugu og átta ár. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast honum og konu hans Margréti fyrir tuttugu árum síðan, er þau fluttust að öxnalæk f ölfusi, þar sem þau bjuggu þar til ibúðarhús þeirra brann. Þá fluttust þau hingað til Hvera- gerðis og hafa búið hér sfðan. Mörg síðustu árin vann Jacob f ullarþvottastöð Sambands íslenskra samvinnufélaga f Hveragerði. Með Jacobi kveðjum við góðan dreng, sem var sannur vinúr öllum sem hann þekktu. Við hjónin vottum eftirlifandi eigin- konu og börnum okkar dýpstu samúð. Haligrfmur Egilsson. Nokkrar jóla- messur BERGÞÓRSHVOLSPRESTA- KALL. Jóladagur: Messa í Krosskirkju kl. 2 siöd. Annar i jólum: Messa i Akureyrarkirkju kl. 2 siðd. 27. desember: Barna- messa i Krosskirkju kl. 8,30 siðdegis. 28. desember: Barna- messa i Akureyrarkirkju kl. I siðd. Séra Páll Pálsson. KELDNAKIRKJA Annar jóla- dagur: Hátiðarguðþjónusta kl. 2 siód. Séra Stefán Lárusson. MIKLAHOLTSPRESTA- KALL. Fáskrúóarbakkakirkja. Jóladagur: Messa kl. 2 siðd. Staðarhraunskirkja. Jóladagur: Messa kl. 4.30 siðd. Rauðamels- kirkja. Annar i jólum: Messa kl. 2 síðd. Kolbeinsstaðakirkja. Annar i jólum: Messa kl. 4 siðd. Séra Einar Jónsson. ODDAKIRKJA Jóladagur: Hátiðarguðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Stefán Lárusson. SIGLUFJARÐARKIRKJA Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6 siðd. Jóladagur: Hátiðarguð- þjónusla kl. 2 siðd. Guðþjónusta i Sjúkrahúsinu kl. 4.30 síðd. Ann- ar jóladagur: Skirnarmessa kl. 2 siðd. Séra Vigfús Þór Árnason. AKíl.YSINí.A. SÍMINN ER: 22480 Nýkomið Mikið úrval af gjafakössum frá Elizabeth Arden. Einnig vönduð, falleg burstasett, speglar á fæti, skaftspeglar og töskuspeglar frá Regent of London. Úrval af ilmvötnum, þar á meðal hið eftirspurða Vivre. Leiðin liggur að Laugavegi 17, þar er Sápuhúsið Lv;' ' Sími 13155 heimilistæki sf Sætúni 8 -15655 Hafnarstræti 3 - 20455 PHILIPS kanntökinátækninni Næg bílastæði í Sætúni 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.