Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 ^FRJÁLSAR JÓLAMÓT ÍR JÓLAMÓT ÍR verður að venju háð á 2. dag jóla í iR-húsinu við Túngötu. Hefst mótið kl. 14,30 með keppni I langstökki og há- stökki án atrennu. Annars verða keppnisgreinar á mótinu auk ofangreindra, þri- stökk án atrennu og einnig há- stökk með atrennu, ef tfmi gefst til. Keppt verður í öllum greinum í bæði karla-og kvennaflokki. ÍR-ingar verða einnig með jóla- mót fyrir þá yngri, þ.e. keppend- ur á aldrinum 7—14, og verður það einnig í ÍR-húsinu þriðjudag- inn 28. desember og hefst kl. 18.00. Keppnisgreinar verða lang- stökk og þrístökk án atrennu svo og hástökk með atrennu. 1 báðum mótunum eru keppendur beðnir um að vera búnir að láta skrá sig 30 mín fyrir keppni. GÖTUHLAUP Á GAMLÁRSDAG iR-ingar hafa ákveðið að gang- ast fyrir götuhlaupi í Reykjavik á gamlársdag. Upphaf hlaups og endamark verður við ÍR-húsið við Túngötuna, en hlaupið verður alls um 10 kílómetrar að lengd. Hug- myndin er að hlaupið verði frá iR-húsinu um Eiðsgrandann, Sel- tjarnarnesið, Ægissiðu og Suður- götu en hlaupinu mun siðan ljúka á því að hlaupið verður upp Tún- götuna. Hlaupið mun væntanlega hefj- ast kl. 13.30. Öllum er heimil þátt- taka, en aðeins verður hlaupin þessa eina vegalengd og um að- eins eitt hlaup er að ræða. Væntanlegir keppendur eru beðnir um að mæta stundvíslega, en öll búnings aðstaða er til stað- ar í iR-húsinu. EFNILEGIR HÁSTÖKKVARAR VART er komið á keppni I frjáls- um (þróttum öðru vfsi en að Is- landsmet f einhverjum flokkin- Bayern varð „heimsmeistari" VESTUR-þýzka liðið Bayern Miinch- en tryggði sér sigur i hinni óopinberu heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu með þvi að gera jafn- tefli við brasiliska liðið Cruzeiro i leik sem fram fór i Brasiliu í fyrrakvöld. Fyrri leikinn, i Þýzkalandi, hafði Bay- ern hins vegar unnið 2—0. Um sið- ustu helgi lék Bayern við Unter- boihingen i þýzku bikarkeppninni i knattspyrnu og sigraði með 10 mörkum gegn einu. Er Unterboihing- en-liðið eingöngu skipað áhuga mönnum. Það vakti mikla kátinu 10 000 áhorfenda að leik þessum að markvörður Bayern-liðsins Sepp Maier tók lengst af þátt í sókn liðs sins og gerði ákafar tilraunir til þess að komast á blað yfir markaskorara, en tókst það hins vegar ekki. um sjái dagsins ljós, eða þá að aðeins vanti sentimetra eða sekúndubrot til að svo verði. Þannig féll Islandsmet sveina f hástökki á innanféiagsmóti lR f sfðustu viku, og annar nýliði var rétt við piltamestið. Það var Þorsteinn Þórsson, UMSS, sem setti nýtt tslandsmet sveina innanhúss er hann stökk 1,86 f keppninni. Er þetta bezti árangur Þorsteins innanhúss í þessari grein, en hann á 1,87 utan húss frá þvf í sumar. Þorsteinn er ört vaxándi íþróttamaður, sem vafalaust á eftir að láta að sér kveða i framtíðinni. Er hann bróðir Þorvalds Þórssonar, lands- liðsmanns í grindahlaupum. Á þessu móti stökk svo Stefán Þ. Stefánsson, IR, 1,63 m, en það mun vera rétt við piltametið, en Stefán er aðeins 13 ára gamall. Haldi hann sig við þessa grein má búast við góðum árangri hjá hon- um þegar fram lfða stundir. Sigurvegari í hástökkskeppn- inni varð Guðmundur F. Guð- Framhald á bls. 25 I.asse Viren, sem sigraði f 5000 metra hlaupi og 10.000 metra hlaupi á Ólympfuleikunum f Montreal í sumar var kjörinn íþróttamaður ársins 1976 f heimalandi sfnu Finnlandi, en þar er það sérstök nefnd sem stendur að kjörinu og eiga sæti f henni fulltrúar íþróttasamtaka og íþróttablaðamanna. Fékk Viren iangflest stig í kjörinu, og þarf engan að undra slfkt. Viren tók nýlega við þeim verðlaunum sem fylgir sæmdarheitinu og studdist þá við tvær hækjur. Hafði hann meiðst illa á fæti í elgsdýraveiðum, og verður frá æfingum um nokkurt skeið. V_________________________________________________________________ L_"_-J L L glv Aj*! í* e r apjjilL K JfPNfe ^0^1 V IÉBBiiM YBatAglS 1 leikhléi f leik íslands og Danmerkur í handknattleik í Vestmannaeyjum á laugardaginn sýndu nokkrir hressir Eyjapeyjar fimleika undir stjórn Gísla Magnússonar. Var strákum vel tekið, enda hefur hópur Gísla víðar vakið athygli en í Vestmannaeyjum. Fyrir landsleikinn áttust við meist- araflokkslið Týs og Þórs. Var þar um ójafna baráttu að ræða, þar sem Týjar- ar gjörsigruðu andstæðinginn og skor- uðu 29 mörk gegn 15. Það ber þó að taka með f reikninginn að f lið Þórs vantaði þjálfarann og sterkasta leik- mann liðsins, Framarann fyrrverandi Hannes Leifsson. Jan Egil Storholt er hinn nýi Ard Schenk TVÆR mestu skautaþjóðir heims, Noregur og Holland, mætt- ust f Iandskeppni sem fram fór f Hollandi um sfðustu helgi. Urðu úrslit keppninnar þau, að Norð- menn sigruðu með miklum yfir- burðum, hlutu 134 stig gegn 94 stigum HoIIendinga. Hafa Norð- Austurrlska stúlkan Brigitte Habersatter sigraSi I brunkeppni sem fram fór I Zell am See I Austur- rlki I gær, en keppni þessi var liSur I heimsbikarkeppni kvenna ð sklSum. Tók hún þar með forystuna I heims- bikarkeppninni og hefur hún hlotiS alls 93 stig i keppninni. Landa henn- ar Annemarie Pröll Moser er I öðru sæti með 89 stig, en sem kunnugt er hafði Pröll hætt keppni og var hún t.d. ekki með á Olympiuleikunum i Innsbruck [ fyrra. Hún hóf svo aftur menn ekki unnið slfkan yfir- burðasigur á þessum helztu keppinautum sfnum f skauta- fþróttinni fyrr og var að vonum gffurlcgur fögnuður f Noregi með sigurinn og keppnin var sýnd þar f sjónvarpinu frá upphafi til enda. æfingar í sumar og virðist ótrúlega fljót að ná sér á strik. í þriðja sæti i keppninni er nú Hanni Wenzel frá Liechtenstein með 55 stig, en siðan koma Ntcola Spiess frá Austurríki, með 46 stig, Cindy Nelsson frá Bandarikjunum með 41 stig, Claudia Giordani, ítaliu með 34 stig, Elena Matous frá íran með 32 stig, Brigitte Kerscher, Austurriki með 25 stig og Marie Therese Nadig frá Sviss með 24 stig. Hetja þessarar landskeppni var Jan Egil Storholt, sem Norðmenn segja að sé mesti skautahlaupari sem fram hafi komið síðan Hol- lendingurinn Ard Schenk var og hét. Sigraði Storholt með miklum yfirburðum í fjórum greinum í skautalandskeppninni og náði í þeim öllum betri árangri en náðst hefur fyrr á braut sem liggur jafn lágt yfir sjávarmáli og brautin sem keppt var á í Hollandi. Eftir keppnina sagði þó Stor- holt, að hann hefði alls ekki hugs- að um að setja nein heimsmet i þessari keppni heldur fyrst og fremst að sigra. — Heiður norska landsliðsins skipti mig öllu — það Framhald á bls. 25 HABERSATTER(FORYSTU Islenzka liðið sýndi sýnar beztu hliðar í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir og Tennessee vann 84:58 Körfuknattleikslandskiðið fékk skell f leik sfnum við bandarfska háskólaliðið frá Tennessee f fyrrakvöld, en þá mættust liðin f Iþróttasal Hagaskóla. 84—58 fyr- ir Bandarfkjamenn urðu úrslit leiksins, eftir að staðan hafði ver- ið 36—35 f hálfleik. Fyrri hálfleikur þessa leiks var hinn skemmtilegasti og náði þá islenzka landsliðið oft að sýna sfn- ar beztu hliðar. Einkum og sér í lagi var varnarleikur liðsins góð- ur — Tenessee-leikmönnunum var haldið í hæfilegri fjarlægð og hittni þeirra úr langskotum var ekki sérstaklega góð. Þá kræktu islenzku leikmennirnir f fjöldan allan af fráköstum f hálfleiknum, en í þeim tveimur leikjum sem Bandarfkjamennirnir höfðu leik- ið hér fyrir þennan leik, hafði það heyrt til undantekninga ef Islend- ingarnir náðu fráköstunum. Landsliðið hafði yfirleitt foryst- una í fyrri hálfleik og varð munurinn mestur 6 stig er staðan var 22:16. Undir lok hálfleiksins virtist íslenzka liðið fara að gefa heldur eftir og þá náðu Banda- ríkjamennirnir betri tökum á leiknum og höfðu 1 stig yfir í hálfleik. 1 seinni hálfleik kom svo ber- lega I ljós að landsliðsmennirnir höfðu ekki þolað hina miklu „keyrslu" í fyrri hálfleik. Banda- rfkjamennirnir voru allsráðandi á vellinum og tóku strax að breikka bilið. Mesti munur var 81—50, en á iokamfnútunni tókst fslenzka liðinu aðeins að rétta hlut sinn. Beztu menn fslenzka liðsins í þessum leik voru þeir Einar Bollason og Jón Jörundsson, en einnig komst Geir Þorsteinsson, Njarðvákingur, ágætlega frá leiknum. Einar Bollason var slig- hæstur islenzku leikmannanna með 20 stig, en Jón Jörundsson gerði næst flest stig eða 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.