Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 Kópavogur: Nýr leikskóli 1 Austurbænum I FYRRADAG, var kynntur nýr leikskóli f Kópavogi, sem tók til starfa f gær. Hægt verður að taka á móti 80 börnum, en fyrst um sinn verður byrjað með 40 og sfðan bætt við jafnt og þétt. Með þessu nýja húsnæði er nú aðstaða fyrir 188 börn á leikskólum og 38 á dagheimilum. Þessi leikskóli, sem er við Þverbrekku í austur hluta bæjarins, er þriðji leikskólinn sem starfræktur er f Kópavoginum, en einn er þó hvort tveggja leikskóli og dagheimili. Að sögn Stefnis Helgasonar, formanns félagsmálaráðs Kópa- vogsbæjar, eru tvö ár liðin sfðan hafizt var handa við byggingu hins nýja leikskóla en hann er 254 fermetrar að stærð, auk kjallara. Tafir urðu þó við verkið, þar sem upphaflegur verktaki lauk því ekki og varð því að fá annan til. Sagði Stefnir að byggingarkostn- aður væri komin í um 40 millj- ónir, og enn ætti sú tala eftir að hækka þar sem ýmislegt smávegis væri enn óklárað. Þá sagði Stefnir f viðtali við Mbl., að reksturs- kostnaður leikskóla sem þessa mundi vera f kringum 10 millj- ónir, en sá kostnaður er að % hlutum borinn af foreldrum og að 'á hluta af bæjarfélaginu. Að sögn Astu Jónsdóttur, for- stöðukonu leikskólans, þá er að- staða öll í húsnæðinu mjög góð. í öllum herbergjum hefur verið komið fyrir leiktækjum, þá væri og sérstakt, ,,sullu“ herbergi þar sem börnum gefst kostur á að fleyta bátum, sfnum og þá er einnig sérstakt smíðaherbergi. Sagði Ásta, að að þvf væri stefnt að starfsemin hefði sem mest upp- eldislegt og þroskandi gildi fyrir börnin og að hún fullnægði sem bezt félagslegri þörf þeirra, en börnin sem verða í leikskólanum verða flest á leikskólaaldri þ.e. 2—6 ára. Með Astu munu starfa þrjár fóstrur, ein í fullu starfi og tvær í hálfu. Þá verða henni og til aðstoðar aukakraftar aðrir. Leik- skólinn tók formlega til starfa f gær, sem fyrr sagði. Skólabörn f á viðurkenn- ingu hjá Rafmagnsveitunum I SKAMMDEGINU er þörfin fyr- ir góða götulýsingu brýnni en á öðrum árstímum. Einnig fara í hönd annir og aukin umferð vegna jólanna. Götulýsing kemur ekki að fullum notum nema hún sé samfelld. Sums staðar á orku- veitusvæðinu hafa nú, eins og oft áður, verið talsverð brögð að skemmdarverkum á götuljósum. Þetta hefur í för með sér bæði verulegan kostnað og slysahættu. Hér er ekki eingöngu um að ræða þátt einstakra barna og unglinga vegna gáleysis. Fullorðnir eiga líka hlut að máli. T.d. er mjög algengt að menn aki af gáleysi á götuljósastólpa. Verulegar skemmdir eru einnig af völdum kranabfla, þar sem stjórnendur þeirra gæti ekki að sér, einkum á beygjum. Fyrir um ári var gerð tilraun til að meta það tjón, sem rafmagns- veitan verður árlega fyrir vegna skemmda á götuljósakerfinu. Þær tölur voru birtar í fjölmiðlum og vöktu talsverða athygli. Menn ræddu um, hverjar orsakirnar væru. Hafin var vfðtæk kynning í skólunum á kerfi Rafmagnsveit- unnar og þó sérstaklega gildi götulýsingar og kostnaði við hana. Að lokum var efnt til ritgerðar- samkeppni með afmörkuðu úr- lausnarefni fyrir hvern aldurs- flokk. I hverjum skóla, sem þátt tók í þessari samkeppni, voru valdar beztu úrlausnirnar og þær sendar Rafmagnsveitunni til frek- ari meðferðar. Sérstök dómnefnd valdi beztu úrlausnina fyrir hvern aldursflokk. Þeir átta nem- endur, sem að dómi nefndarinnar skiluðu beztum ritgerðum, fengu við uppsögn skólanna f vor afhent verðlaun. Auk þess var höfundum beztu úrlausnanna úr hverjum skóla boðið að koma f kynnisferð til Rafmagnsveitunnar. Þetta voru um 60 nemendur úr öllum aldursflokkum skyldu- námsstigsins og vfðs vegar að af orkuveitusvæðinu, allt ofan af Kjarlarnesi og suður í Garðabæ. Af hálfu Rafmagnsveitunnar var lagt kapp á að kynnisferðin gæti orðið nemendum bæði til fróð- leiks og ánægju. Farið var í Ellíðaárstöðina, aðveitustöðina á Hnoðraholti og 130 kV aðveitu- stöðina við Lækjarteig. Að lokum skoðuðu gestirnir hina nýju bæki- stöð Rafmagnsveitunnar að Ár- múla 31 og þágu þar veitingar. Börnin sýndu ótrúlega mikinn áhuga. Margir tóku myndir og skrifuðu hjá sér upplýsingar. Af þeim mörgu spurningum, sem fram komu í skoðunarferðinni, var augljóst, að skólarnir veita góða undirstöðufræðslu á raf- magnssviðinu. Þeir áhugasömu nemendur, sem komu í þessa heimsókn, virtust hafa af því mikla ánægju að kynnast rafveitu örlítið af eigin raun. Skólabörn ásamt nokkrum heimamönnum og skólastjórum í borðsal Rafmangsveitunnar að Ármúla 31. Haukur Gunnarsson, leikstjóri. sprang Eftír Arna Johnsen Hjá Leikfélagi Skagafjarðar: Að stuðla að menn- ingu og skemmtan Q Leikfélag Skagafjarðar var stofnað haustið 1 968 og siðan hefur það tekið fyrir leikrit á hverju ári með góðum árangri. Fyrsta verkefnið var Maður og kona, en meðal annarra verk- efna má nefna Lukkuriddar- ann, Hart i bak, Ævintýri á gönguför, Konu á morgun- slopp og Atómstöðina auk Allir í verkfall. Þaðvarstór hópur sem stofnaði leikfélagið, en hann hefur nú nokkuð þrengst eins og geógur, því menn hafa misjafna aðstöðu og áhuga til lengdar og að auki er margt sem kallará i blómlegu félags- starfi á svæðinu. Ávallt hafa sýningar Leik- félagsins verið vel sóttar og oft hefur verið farið i sýningarferð- ir til annarra byggðarlaga, Dal- víkur, Sauðárkróks, Blönduóss og Akureyrar. Þeir sem hafa starfað í felaginu hafa sýnt mikinn áhuga og lengst að hafa menn sótt æfingar allt að 45 mín. aksturfrá Gilsbakka. S.l. árvar leiklistarnámskeið í Skagafirð- inum og um þessar mundir er verið að æfa barnaleikritið Litli Kláus og Stóri Kláus undir leik- stjórn Hauks Gunnarssonar. Við litum inn á æfingu eitt kvöldið í félagsheimilinu Mið- garði. Það var verið að taka stök atriði fyrir, aftur og aftur eins og verða vill í upphafi æfinga, en það fór ekkert á milli mála að það var leikglatt fólk og listrænt á ferðinni. Þetta er fyrsta barnaleikritið sem leikfélagið tekur fyrir, en þó má segja að verkið sé fyrii— fólk á öllum aldri. Víða um landið eru starfandi leikfélög sem halda uppi snöru menningarlífi og skemmtan sem fólk hlakkar til á hverju ári. Að þessu starfi er mikill fengur og ekki sízt fyrir það að mikið leikhæfileikafólk er ávallt í fremstu viglínu þessa starfs. Það voru frumleg leikæfinga- tækin á þessum fyrstu æf- ingum á Litla Kláusi og Stóra Kláusi, leikfimidýnur og stökk- bretti ásamt borð og stól, en fólk sem ætlar sér hlutina lætur ekki deigan síga, það nær settu marki og einmitt um eða upp úr áramótunum verður tjaldið dregið frá. Við birtum hér nokkrar myndir frá þessari æfingu, en þar var aðeins hluti leikaranna mættur. Stefán málaöi handa forsetanum STEFÁN Jónsson list- málari frá Möðrudal, heimsótti Morgunblaðið fyrir stuttu, með málverk meðferðis sem hann hefur nú gefið forseta íslands, herra Kristjáni Eldjárn í afmælisgjöf. Málverkið kallar Stefán, „Það logar í Öskju“, málað í haust eftir teikningum, sem Stefán var búinn að draga upp fyrir mörgum árum. Sagði Stefán að hann hefði haft forseta í huga við gerð málversins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.