Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Úr djúpi aldanna Síra Ágúst Sigurðsson: FORN FRÆGÐARSETUR. 308 bls. Utg.: Bðkamiðstöðin. Rvfk 1976. „ÞEIR eru fáir, sem vita teljandi skil á sögu síns gamla kirkjustaðar," segir síra Ágúst Sigurðsson í formála bókar sinnar, Forn frægðarsetur — f ljósi liðinnar sögu. Rétt er það. Astæðan er þó naumast sú að menn vilji ekki vita hvað gerst hefur á jörð þeirri sem þeir standa á eða hafa daglega fyrir augum heldur skortir fróðleik er ganga megi að. Ritaskráin í bók síra Ágústs sýnir hversu víða hann hefur orðið að leita heimilda til að draga saman efnið. Maður les ekki fjörutíu bækur um einn blett landsins nema eitthvað mikið standi til, jafnvel ekki eina heila bók. En þættir sem þessir, sem eru ekki tæmandi en ágætlega greina- góðir, eru að minum dómi svo hæfilegur skammtur fróðleiks, að sá, sem vill vita deili á kirkjustað sfnum, hefur þarna flest sem máli skiptir, en þarf þá ekki heldur að vinsa það úr einhverjum ókjörum sem mað- ur lætur sig lítið varða. Kirkjan var höfuðstaður hverrar sóknar. Og presturinn var bæði andlegur og einnig f mörgum dæmum veraldlegur leiðtogi sinna sóknarbarna. Prestarnir voru, aldirnar í gegnum, nánast eina mennta- stétt landsins. Það féll því f þeirra hlut, öðrum fremur, að varðveita íslenska bókmenning. En meðal svo fjölmennrar stétt- ar hlutu einnig að koma fram kynjakvistir sem urðu þá, stöðu sinnar vegna, þekktari en sam- svarandi einstaklingar meðal alþýðu. Þvf urðu margir þeirra að óþrjótandi þjóðsagnaefni þegar fram liðu stundir. Síra Ágúst rekur frá upphafi til þessa dags sögu nfu prest- setra á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Til Suðurlands nær þessi bók hans ekki. Frá- sögn hans minnir á spjall góðs leiðsögumanns sem rekur í fyrsta lagi það sem sæmilega upplýstur maður þarf að vita en tfnir einnig til smáatriði sem teljast ekki sagnfræðilega merkileg en bregða þó sfnu ljósi yfir efnið og eru umfram allt vænleg til að festa það f minni. Ég ætla ekki að gera upp á milli þáttanna. En fróðlegur þykir mér t.d. þátturinn um Breiðabólstað í Vesturhópi. Enda er þar af ærnu að taka því sá staður á einna merkasta sögu allra íslenskra prestsetra ef biskupsstólar eru undan skild- ir. Á Breiðabólstað voru lög fyrst færð í letur á Islandi. Það gerðist veturinn 1117—18, í upphafi ritaldar hér. Þar var komið fyrir fyrstu prentsmiðju sem til landsins var flutt, um 1530. Ágúst upplýsir að „á þremur Norðurlandanna var ekki prentaður stafur, fyrr en löngu síðar.“ Einnig fræðir hann okkur á því að vestur- húnvetningar hafi orðið nær aldarfjórðungi á undan rússum að prenta. Því til Rússlands hafi prentlistin ekki borist fyrr en 1553, og er það ekki lítið til að guma af þegar öllu er á botninn hvolft. Þá getur hann þess um Hafliða Másson á Breiðabólstað að „hann er eini íslendingurinn, sem sögur fara af fyrir jólahald á 12. öld.“ Nú situr enginn prestur á Breiða- bólstað og leggur sfra Ágúst áherslu á að staðurinnn verði aftur hafinn til reisnar. Ég nefni líka þáttinn um Mælifell í Skagafirði. Þar hafa löngum setið merkisklerkar, þeirra á meðal síra Hjörleifur Einarsson, faðir Einars H. Kvarans, síra Jón Ó, Magnús- son, faðir þeirra Magnúsar prófessors og Þorsteins rithöf- undar (Þóris Bergssonar); síra Tryggvi Kvaran, hálfbróðir Einars; og nú siðast höfundur bókarinnar. Þátturinn um Vallanes er líka athyglisverður. Frægastan hefur gert garðinn þar Stefán Ólafsson skáld, jafnan kenndur við staðinn. Sira Magnús Blönd- al Jónsson, sem sat þar um aldamót, gerðist mestur um- svifamaður presta á sinni tíð, reisti stórhýsi sem mjög var rómað og ræktaði jörðina. Hans son, sfra Pétur, varð einnig prestur, en við hann kannaðist hvert mannsbarn fyrir svo sem aldarfjórðungi vegna blaða- skrifa hans um stjórnmál og fleira. Höfundur er umtalsfrómur, segir eitthvað jákvætt um flesta og mótmælir þvf sem honum þykir hafa verið hallað á stéttarbræður sfna fyrr og síð- ar. Þannig telur hann hafa ver- ið ranglega veist að síra Magnúsi f Vailanesi „þegar til- laga var borin upp á prestafé- lagsfundi norður á Sauðárkróki sumarið 1898 þess efnis, að 3 prestar, nefnilega síra Magnús Blöndal, sfra Björn Þorláksson á Dvergasteini og síra Halldór Bjarnason á Presthólum, verði beðnir um að segja af sér.“ Um sfra Tryggva á Mælifelli segir hann að „hans var sárlea saknað í prestakallinu gagn- stætt þvf, sem ofstækisfull um- mæli í Kirkjuritinu gætu gefið til kynna.“ (Hér hefði höfund- ur átt að tilfæra hin „ofstækis- fullu ummæli“ úr því hann vék að þeim á annað borð þvf fæst- ir, sem lesa, munu hafa hand- bæran þann árgang Kirkjurits- ins sem hann vísar til). Forn frægðarsetur er stór bók með aragrúa nafna, ártala Framhald á bls. 25 „Eins og verða vill” Guðmundur Halldórsson: Haustheimtur. Almenna bókafélagið, Reykja- vfk 1976. í þessari bók Guðmundar Hall- dórssonar eru átta sögur. Sjö þeirra gerast í sveit, og í þeirri áttundu setur sveitin mark sitt á það, sem verður lesandanum eft- irminnilegast. Auðsætt er af þeim öllum, að höfundur þeirra er í órofa og næsta viðkvæmum tengslum við átthaga sfna. En þó eru það engar glæsilýsingar menningarlegs og manndómslegs þroska og fagurra framtfðar- drauma, sem þessar sögur flytja. Það er haustfölvi og hausttregi, en ekki vordýrð og vorgleði, sem mótar þær allar, og þá sjaldan það gerist, að höfundurinn brosi, er spottkennd beiskja í brosinu. Ein af sögunum heitir Eins og verða vill, og þessi orð, sem eru örlög- þrungið viðlag sögunnar, ein- kennir f rauninni það viðhorf, sem fram kemur f þeim öllum. Sögurnar eru misvel gerðar, en það, sem ég hef þegar sagt um þær, sannar það, að höfundur þeirra er gæddur skáldgáfu, því að enginn nema skáld getur mót- að sögur þannig, að þær birti les- andanum sérstæðan og eftir- minnilegan persónuleika höfund- arins um hvað sem hann fjallar. Hitt er svo annað mál, hverjum tökum hann hefur náð á listrænni tækni. Best gerða og eftirminnilegasta sagan er sú, sem höfundur hefur valið hið táknræna heiti Eins og verða vill, og þar eð hún er vand- gerðust allra sagnanna, ber hún þvf glöggt vitni, að skáldið á að geta komizt langt á þeirri bröttu leið, sem liggur til listrænnar heildarmótunar viðfangsefnisins. Hann hefur í þessari sögu skapað tvær persónur, sem mættu verða eftirminnilegar. Hjörleifur á Há- fjallastöðum er hvort tveggja í senn sérkenndur og sjálfstæður einstaklingur og dæmigerður fuli- trúi þeirra afdrifa sem höfundin- um virðast blasa við flestu því verðmæta frá gamla tfmanum, sem nýi tfminn hefði betur til- einkað sér. Og konan, sem við kynnumst þó fyrst og fremst af „afspurn" verður gildur fulltrúi þess rótleysis oog þeirrar ábyrgðarlausu og fölsku lifs- nautnar, sem verður hlutskipti ærið margra, er horfið hafa úr strjálbýlinu í þéttbýlið, heillaðir af prjáli og popptónum, og hafa Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALIN Guðmundur Halldórsson. svo fleygt sér út í Hrunadans klúbbs og kerfis, en birtast siðan við og við f sveitunum f sínum gljáandi grímubúningi og njóta þess að verða eftirsóknarverð tál- beita — eða þá að minnsta kosti að koma fram sem lifandi auglýs- ing þess ævintýraheims, þar sem „allt er selt og allt er keypt og allt er leyft“, svo sem eitt skáldið okk- ar kemst að orði. Þó að ég geri mér aðeins titt um þessa einu sögu f bókinni, er sfður en svo, að hinar séu þess ekki verðar að vera lesnar, og vil ég einkum benda á sögurnar Afhjúp- un og Heimför, sem sýna glögg- lega að þótt höfundurinn horfi i rauninni ávallt sömu augum á líf- ið og tilveruna, þá sjái hann menn og málefni af ólfkum sjónarhæð- um. Guðmundur Gíslason Hagalfn. Snjólaug Bragadóttir: Enginn veit hver annars konu hlýtur. Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavfk 1976. Frá þvf var sagt fyrir nokkru, að Snjólaug Bragadóttir væri nú komin f það sæti hjá íslenzkum lesendum, sem Guðrún Árna- dóttir frá Lundi sat í um langt skeið. En Snjólaug nýtur þó vissu- lega enn meiri vinsælda en hin aldna heiðurskona, því að hún hafði aðeins sent frá sér fjórar skáldsögur, þegar hún komst f öndvegið, en Guðrúnu hlotnaðist ekki sá sess, fyrr en hún hafði komið út fullum tug bóka. „Stfnu leið eins og undinni tusku um morguninn," A þessum orðum hefst seinasti og 17. kaflinn f hinni nýju skáldsögu Snjólaugar, og auk þess er nafnið á bókinni út í hött. En samt sem áður er þetta veigameiri bók en fyrri bækur Snjólaugar. Raunar er hún ekki betur skrifuð, enda verður það ekki af hinum skafið, að frásögnin er gædd fjöri og spennu, og að þvf leyti stendur þessi saga þeim að baki. Eankan- lega eru þeir kaflar óþarflega langdrægir, þar sem skýrt er frá samtfningi húsgagna, áhalda og ýmiss konar hluta, sem eiga að prýða hina svokölluðu Höll. En sagan hefur kosti, sem hinar Snjólaug Bragadóttir. Bðkmennllr eftir GUÐMUND G. HAGALIN sögurnar hafa ekki og sýna að höfundurinn er kominn inn á nýjar brautir. Henni tekst að gera eðlilegt það lffstóm sem í upphafi sögunnar er mein flestra aðalper- sónanna, þó að allt virðist f fljótu bragði leika fyrir þeim í lyndi. Þær finna sér ekki fullnægju í daglegum skyldustörfum, að við- bættu ástaflangsi, þátttöku í „partfum“ og komum á veitinga- staði. Og hallarfyrirtækið, sem er nokkuð sérstætt og kemur undar- lega fyrir f fyrstu, verður allat- hyglisvert í höndum Snjólaugar. Þar lánast henni að sýna, hvernig sjálfboðastrit og samvinna að marki, sem hefur ákveðinn og gagnlegan tilgang, veitir hinum unga og hálfáttavillta hópi lífs- gildi, sem hann hefur ekki áður kynnzt, hvað þá átt, svo að hinn farsæli endir sögunnar verður ekki aðeins álímt sölumerki, svo sem verða vill í flestum skemmti- sögum, sem ekki eiga að hafa sitt aðdráttarafl sem hrollvekjur. 1 fyrstu eru persónurnar svipaðar og þær, sem Snjólaug hefur áður fjallað um og gert f sumra augum spennandi, sveitastúlkan Sigga þá sú eina, sem veigur er í, en smátt og smátt þróast hinar í með- höndlun höfundar og gæðast manngildi, og lýsingin á Ingunni, lffshörmum hennar og ævikvöldi er úr skfrum málmi. Ein er samt sú persóna, sem veldur nokkrum vafa um réttmæti hins farsæla endis. Það er dritfuglinn Hilmar, sem er ólfklegur til að uppfylla heillavonir hinnar alls góðs mak- legu Birnu. Það verður fróðlegt að sjá næstu skáldsögu Snjólaugar Bragadóttur. Guðmundur Gfslason Hagalfn „Allt er gott þegar endirinn...,, Og öldudalirn- ir urðu dýpri Indriði Ulfsson: Eldurinn f Utey, Bjarni Jónsson gerði káputeikningu og myndir. Bókaútgáfan Skjaldborg. Akureyri 1976. ELDURINN í Utey er níunda bók eftir Indriða Ulfsson. Hann vakti strax athygii með fyrstu bók sinni. Þetta er hversdagsleg baráttu- saga þeirra er búa við hafið og eiga lffsbjörg sína þar. Kjarkmikið fólk sem berst oft harðri baráttu fyrir lffi sfnu. Er Bðkmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR raunsætt á lífið, en hjátrú og dul- magnaðar sögur eiga samt greið- an aðgang að hug þess. Og það sveipar gjarnan ævintýrahulu þann sem er fjær og deilir ekki geði sfnu með hinum. I sögunni er Gerður gamla í Utey dæmigerð fyrir það: „Norn- in í Utey kemur með svarta segl- ið.“ Sagan minnir á gamlar færeysk- ar sögur. Og gæti ég trúað að þeir sem komið hafa til Færeyja og séð sig þar um hafi þær meira f huga við lestur bókarinnar, en fslenskt umhverfi. Höfundi tekst vel að lýsa þessu duglega harðgerða fólki sem þekkir betur sorgir en gleði. Finnur samt hamingjuna f þvf að vera sjálfu sér. Þetta er góð saga, vel skrifuð og spennandi. Fólkið í henni minnis- stætt að lestri loknum. Hún er eins og lffið sjálft. Myndir og kápumynd eru eftir Bjarna Jóns- son. Frágangur bókarinnar er góður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.