Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 Bæði á sjó og landi hefur björgunarsveil Varnarliðsins komið mönnum til bjargar. Þessi mynd er tekin í júnf 1974 og er verið að hífa upp frá skipi mann sem fengið hafði hjartaáfall, en stundu sfðar var maðurinn á sjúkrahúsi. í nóvember sl. voru liðin 5 ár frá því að Varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli kom á laggirnar fastri björgunarsveit með aðsetri á Keflavíkurflugvelli. Björgunarflug og sjúkraflug voru þó ekki nein nýlunda hjá Varnarliðinu, þvf áður höfðu vélar þess oft lagt sitt af mörkum til að koma veiku og slösuðu fólki fljótt undir læknishendur og að bjarga fólki úr lffsháska. Hin fasta björgunarsveit Varnarliðsins kom til landsins 9. nóvember 1971, þegar hinar þrjár HH-3E „Jolly Green -Giant“ lentu f fyrsta sinn á íslenzkri grund. Akvörðun um að sveit skyldi stofnuð hér hafði verið tekin í maf 1971 og hafist var handa með undir- búning í ágúst. Því hlutverki sem þessari sveit var ætlað að vinna hafði áður verið gegnt af sveitum frá Woodbridge- herstöðinni í Englandi og Lajez-stöðinni á Azor-eyjum. Dvöldu þær hér hálfan mánuð í senn og höfðu sér til brúks Herkúles HC-130 flugvélar og þyrlur af gerðinni H-19 frá flugher og H-34 frá sjóher. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvað fyrri sveitir voru mann- margar eða hvernig búnaði þeirra var háttað en sú fasta- sveit sem nú er til staðar á Keflavíkurflugvelli er skipuð um 45 manns. Er þar allt talið, flugmenn, björgunarmenn, flugvirkjar, sjúkraliðar og læknar. Eignuð112 mannslff Það liggur ekki alveg á hreinu hversu mörgum manns- lífum Varnarliðsmenn hafa bjargað f heild en á þeim fimm starfsárum sveitarinnar sem eru nýliðin, er talið að sveitin hafi bjargað 112 mannslífum. En það koma margir við sögu þegar björgunarsveitin er Þyrlur hafa ekki ýkja mikið flugþol og verða þvf tftt að taka eldsneyti á flugi, en þessi mynd sýnir einmitt slfkt. Stundum verða þyrlurnar og að losa sig við eldsneyti þegar unnið er við erfiðar aðstæður að björgun. Þessi mynd er tekin er björgunarmenn Varnarliðsins unnu frábært björgunarafrek á Gfgjökli í nóvember sl. Læknir úr áhöfninni hangir í spiltaug og er á leið niður til hinna slösuðu. kölluð út, og árangur erfiðisins byggist á samstarfi margra aðila. Sveitin fær sfnar aðstoðar- beiðnir yfirleitt í gegnum Slysavarnafélag Islands (SVFl). Upp frá þeirri stundu að aðstoðarbeiðni berst fer öll stjórnun björgunar i gegnum stjórnstöð á Keflavíkurflug- velli og í gegnum Flugstjórnar- miðstöðina á Reykjavikurflug- velli, en sú miðstöð hefur með að gera alla stjórnun björgunar úr lofti á Islandi og á haf- svæðinu í kring um Island. Þá er haft samráð við Landhelgis- gæsluna og aðrar islenzkar landbjörgunarsveitir, þegar um er að ræða slys á landi. A1 Fechser, sem er yfirmaður sveitarinnar á Keflavíkurflug- velli, hefur sagt svo um sam- starfið við SVFÍ: „Hér er um samhjálp að ræða. Slysavarna- félagið hefur mikla þekkingu á aðstæðum, sem að öðru leyti eru okkur nokkuð framandi." Fechser ber mikið lofsorð á þátt SVFI í björgunum, og þátt Hannesar Hafstein. Um Hannes hefur Fechser sagt: „Eitt sinn bárum við saman þau ráð sem Hannes gaf okkur og tölvuúrvinnslu á tilvika- upplýsingum og voru ráð tölvunnar á sama veg og ráð' Hannesar." 275 ær frá Vestmannaeyjum Fyrsta aðstoðarflug sveitar- innar var á annan dag jóla 1971, en þá var sjúkur drengur, 9 ára gamall, fluttur frá Hellissandi til Reykjavlkur. Var drengur- inn kominn I sjúkrahús aðeins 1 og 'A klst eftir að aðstoðar- beiðni barst til Varnarliðsins. Fyrsta eiginlega björgunin átti sér stað 5. jan. 1972 þegar flug- manni flugvélar er nauðlent hafði á Faxaflóa var bjargað eftir hálftíma volk í köldum sjónum. I þetta sinn gat björgunarsveit Varnarliðsins brugðið sérlega skjótt við, og var þyrla búin að finna flug- vélina aðeins 21 mfnútu eftir að hjálparbeiðnin barst. Upp frá þessari björgun hefur björgunarsveit Varnarliðsins unnið mörg frábær björgunar- afrek. Flest þeirra voru af hendi leyst við mjög erfiðar og breytilegar kringumstæður, og er þar skemmst að minnast björgunar skáta sem slasast höfðu á Gígjökli, en það yrði of mikið verk að tíunda öll afrekin hér. Auk leitar og björgunar hefur sveitin innt af hendi mörg verkefni sem hún hefur verið beðin um aðstoð við. Þannig hafa þyrlur sveitar- innar flutt tæki og útbúnað vísindaleiðangra innlendra og erlendra, á jökla og um fjöll og firnindi. Nixon, fyrrum forseta, var veitt öryggisvarzla úr lofti þegar hann kom hér um árið. Þá var tveimr bjöllum, 900 og 1200 kílóa, lyft upp I turn Líftaugin á niðurleið. Raninn fram úr þyrlunni er tæki til móttöku eldsneytis á flugi. Landakotskirkju, og loks fluttu tveir hinna „glöðu grænu risa“ 275 ær frá Vestmannaeyjum I upphafi gossins þar árið 1973. „Að aðrir fái lifað“ Eins og áður hefur verið greint frá eru það um 45 manns sem að staðaldri eru tengdir sveitinni. Þótt ekki séu þessir menn að björgunarstörfum í hverri viku þá er sveitinni alltaf haldið í góðri þjálfun. I því skyni er alltaf efnt til æfinga og reynt er að láta aðstæður líkjast sem mest aðstæðum I raunveruleikanum. Er efnt til slíkra æfinga reglu- lega á fjórum ákveðnum en mismunandi stöðum, en einnig er að jafnaði efnt til skyndi æfanga, svo menn geti aðlagast ófyrirséðum útköllum. Fluglæknir hugar hér að stúlku sem var með botnlangakast. Þótt venjulega séu það flug- mennirnir og áhöfn hverrar þyrlu sem fá hrósið af heppnaðri björgun, þá gleymist oft það erfiða starf sem flug- virkjar sveitarinnar verða að vinna. Um þá hefur einn úr áhöfinni komist svo að orði: „Þeir sem sjá um viðhald véla- kosts okkar vinna við kaldar og erfiðar aðstæður. Þeir eru alla tíð kámugir og skltugir og vinna mikið verk sem vinna verður. Við fljúgum vélunum, en það eru þeir sem láta okkur I té flughæfar vélar." Flugvirkjarnir sjálfir eru ekkert að telja eftir sér sitt framlag til verks þess sem sveitin leysir af henda, og það sama má reyndar segja um alla aðra meðlimi þessarar björg- unarsveitar. Að sögn hugsa þeir aðeins um það eitt að vinna vel verkefni þau sem þeir eru beðnir um að vinna á sviði björgunar og/eða leitar. Hjá þeim eru ekki til nein landa- mæri eða þjóðernis- og litar- háttarmörk. Þeir sem skipa björgunarsveit Varnarliðsins hafa alla tlð, og munu alla tlð, vinna undir eigin kjörorði: „Að aðrir fái lifað". —ágás 5 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.