Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 3 Dresden-postulín annað hvort frá 17. eða 18. öld, að sögn seljanda Jóhanns M. Kristjánssonar „Hafið þið nokkurn tfma séð eitthvað þessu lfkt?“ spurði Jóhann um leið og hann sýndi okkur Ijósakrónuna. listmuna. Hann kvaðst tregur til að tjá sig mikið um sölu og sögu dýrgripanna, en sagðist þó ófeiminn við að játa að fimm milljónir væru langt frá þvf að vera of hátt verð. Sagði hann að hér væri eiginlega um að ræða kjörgripi á útsöluverði. Hafa honum þegar verið greiddar 2,4 milljónir og skal afgangur greiddur á sjö árum. Listmuni þessa keypti Jóhann á listmunasýningu í New York árið 1946. Bæði ljósa- krónan og spegillinn eru úr Dresden-postulíni. Aldur dýr- gripanna er óviss, en talið er að þeir séu annaðhvort frá þvi skömmu eftir 1700 eða 1800. Sagði hann að dýrgripir þess- ir væru hiklaust á heimsmæli- kvarða og það gætu allir sér- fróðir menn dæmt um. Jóhann, sem búsettur var lengi erlendis, hefur safnað miklu af listmunum i gegnum árin, eins og heimili hans f Skerjafirði ber gott vitni um. Sagði Jóhann að enginn vafi léki á því, að aðeins ljósakrón- an eða spegillinn einn væru helmingi meira virði, heldur en allir aðrir listmunir hans til samans. Þess má geta að litmyndir af mununum verða birtar hér i blaðinu eftir jól. Kvað Jóhann að þeir kæmu eflaust til með að prýða Höfða. Aðspurður um ástæðuna fyr- ir sölu slíkra listmuna, sagði Jóhann, að ekki vildi hann barma sér en fjárþröng væri meginástæðan. Þó sagðist hann ekki láta munina frá sér sárs- aukalaust, það eð þeir hefðu verið lengi í sinni umsjá, en bætti um leið við hlæjandi, að ekki væri æskilegt að binda um of trúss sitt við veraldlega hluti, hversu fallegir og verð- mætir sem þeir annars væru. Eins og fram kom hér 1 blaó- inu í gær, hafa sprottið upp miklar deilur innan borgar- stjórnar Reykjavíkur, vegna kaupa á ljósakrónu og spegli að andvirði fimm milljónir króna. I tilefni þessa sneri Morgun- blaðið sér f gær, til seljanda dýrgripa þessara og innti hann nánar eftir málsatvikum. Það er Jóhann M. Krist jánsson, sem er fyrrverandi eigandi þessara Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins sóttu Jóhann M. Kristjánsson heim f gær og skoðuðu hina dýrmætu muni. Á myndinni sést spegillinn, sem er tveir metrar á hæð. Snjóflóðanefnd Neskaupstaðar; Byggð ekki leyfð á hættusvæðunum nema varnarmannvirki verði reist SNJÓFLÓÐANEFND, sem bæjar- stjórn Neskaupstaðar skipaði f september 1975 til að vinna að rannsóknum á snjóflóðum og vörnum gegn þeim, hefur lokið störfum og skilaði skýrslu 1 lok októher s.l. til bæjarstjórnar og almannavarna t Neskaupstað. Á vegum nefndarinnar var leitað ráðgjafar hjá snjóflóðadeild Jarð- fræðistofnunar Noregs (Norges geoteknisk institutt, NGI) og komu sérfræðingar þaðan til Nes- kaupstaðar haustið 1975. Sl. mánudag, þegar tvö ár voru liðin frá snjóflóðunum I Neskaup- stað, en sem kunnugt er fórust 11 manns i snjóflóði þar þann 20. des. 1974, barst Morgunblaðinu í hendur álit snjóflóðanefndar Nes- kaupstaðar frá þvi í október s.l. og samþykkt bæjarstjórnarinnar þar 10. desembér s.l. í áliti snjóflóðanefndarinnar segir m.a.: „Ekki verði bætt við byggð á slíkum svæðum (hættusvæðum) frá því sem nú er, nema reist verði varnarmannvirki sem rétt- læta endurmat á flokkun slíkra svæða. Heimilað verði viðhald núver- andi mannvirkja, íbúðar- og at- vinnuhúsnæðis, að þvf tilskildu að slíkt leiði ekki til að fleiri dvelji að jafnaði á viðkomandi svæði. Jafnframt verði eigendum fasteigna á snjóflóðasvæðum veitt ráð um æskilega styrkingu mann- virkja og breytingar, er veitt gætu aukið öryggi gagnvart snjó- flóðum. Þegar atvinnufyrirtæki á snjó- flóðasvæðum eiga i hlut, er sér- stök nauðsyn að réttir aðilar (skipulags- og bygginganefnd) horfist í augu við vaxtarþörf þeirra í fyrirsjáanlegri framtíð, áður en meiriháttar viðhald eða viðbyggingar eru heimiluð. Kem- ur þá til álita að stuðla að flutn- ingi slikra fyrirtækja og reisa varnarvirki, er réttlæti áfram- haldandi uppbyggingu þeirra á sama stað. 1 samþykkt bæjarstjórnar Nes- kaupstaðar frá 10. desember segir m.a. a) Að athugunarmaður snjó- flóða i Neskaupstað starfi áfram þar til annað verði ákveðið. b) Að skipulagðar varúðarráð- stafanir verði í höndum almanna- varnanefndar og mælist bæjar- stjórn til við almannavarnanefnd Neskaupstaðar, að eflt verði sam- starf við almannavarnanefndir á Austurlandi. c) Að bæjarstjóra verði falið að láta gera tillögu að eðlilegum byggðarmörkum innan núverandi lögsagnarumdæmis. Ennfremur, að svæðið innan byggðarmarka verði flokkað með tilliti til snjóflóðahættu og gerðar verði tillögur um reglur varðandi byggingar á áður óbyggðum svæð- um og snjóflóðasvæðum, þar sem þegar er komin byggð. d) Að fela bæjarverkfræðingi gerð frumáætlunar fyrir jarð- tæknilega könnun ofna byggðar í Neskaupstað. Pétur hjá írankeisara HINN 21. desmber 1976 afhenti Pétur Thorsteinsson keisara Ir- ans, Mohammad Reza Pahlavi Aryamehr, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands I Iran. Sumar- og haust- loðnuafl- inn orð- innllO þús. tonn Loðnuskipin hafa nú öll hætt veiðum fyrir jól, og samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur fengið, er sumar- og haust- afli loðnu orðinn á milli 110 og 120 þúsund tonn. Veiðarnar f sumar hófust f byrjun júlf með þvf að Sigurður RE fékk 200 lest- ir f tveimur köstum. Sfðan má heita að um samfelldar veiðar hafi verið að ræða. Að þvi er bezt er vitað munu loðnuskipin ekki hefja veiðar á ný fyrr en eftir áramót. Fyrstu dagana má búast við, að þau haldi sig úti fyrir Norðurlandi, en er liður á janúar má búast við að veiðin byrji fyrir alvöru úti fyrir Austfjörðum og færist siðan suð- ur og vestur á bóginn eftir því sem liður á vertiðina. ÁTVR fylgir almennum verzlunartíma Lokunartími verzlana ÁTVR mun fylgja almennum verzlunum í dag og á morgun. Neskaupstaður: Bræðslan tilbúin til móttöku Neskaupstað, 22. desember EINSTÖK veðurblfða hefur verið hér að undanförnu, alla sfðustu viku var algjört logn, heiðskfrt og 3—4 stiga frost. Enginn snjór er á láglendi og er fært yfir Odds- skarð eins og að sumarlagi. Sem stendur er útlit fyrir sama veður yfir jólin. Búið er að setja upp jólaskreyt- ingu á flest ibúðarhús í bænum, en öðru máli gegnir með verzlan- irnar. Aðeins verzlun Höskuldar Stefánssonar er skreytt. . Skuttogarinn Bjartur kom inn i morgun og Barði kemur annað kvöld, og munu þeir ekki fara til veiða fyrr en eftir áramót. Loðnubræðslan er tilbúin til móttöku á loðnu og vonast menn til að loðnan komi sem fyrst eftir áramótin. Ef svo verður mun hún lyfta upp frekar daufu atvinnulifi hjá verkafólki. Asgeir. Hestaalmanak Iceland Review komið út HESTAALMANAK Iceland Re- view sem sagt var frá f Mbl. ekki alls fyrir löngu, er nú komið á markað, en það fæst hérlendis á skrifstofu Iceland Review. Almanakinu er dreift viða um Evrópu f samvinnu við Evrópu- samband hestamannafélaga sem eiga islenzka hesta. Myndirnar 12 eru litprentaðar í stóru broti, en þær eru af islenzka hestinum á öllum árstimum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.