Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 Þetta eru tilvaldar t- m jólagjafir Nýkomið glæsilegt úrval af töskum fyrir kassettur og átta rása spólur. Einnig fyrirliggj- andi glæsilegt úrval af ódýr- um og góðum stereo heyrnar- tækjum. Næg bilastæði Braun hárburstasett og raf magnsrakvélar. Hljómplötur og kassettur ný komnar. Njálsgötu 22 sími 21377 Ármúla 38, sími 311 33 (Gengið inn frá Selmúla) j\ðd|öDær Æ viminningabók — Menningar- og minning- arsjóðs kvenna ÆVIMINNINGABÓK Menningar- og minningarsjóðs kvenna, fjórða hefti, hefur að geyma greinar um áttatlu og tvær íslenskar konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Ljósmyndir fylgja öllur greinunum. Bókin var gefin út 1973 og sá Torfi Jónsson aug- lýsingateiknari um útlit bókar- innar. Æviminningabókin er bundin í dökkblátt band með gylltum stöfum á kili og forsíðu. Bókin er 185 blaðsíður að stærð. Greinarnar fjalla um látnar konur, alþýðukonur og konur, sem eru þjóðkunnar, m.a. um Ásdísi M. Þorgrímsdóttur, ,,móður“ Hvítárbakkaskólans og móður önnu Sigurðardóttur, Drífu Viðar Thoroddsen rithöf- und og listmálara, Helgu Siguðar- dóttur skólastjóra Húsmæðra- kennaraskóla íslands, Ingibjörgu A. Bjarnason forstöðukonu Kvennaskólans I Reykjavík og jafnframt fyrstu konuna, er sæti átti á Alþingi, Ingibjörgu Jóns- dóttur kennara, Sólveigu Péturs- dóttur Eggerz frá Völlum í Svarf- aðardal, Sigurlaugu Gunnars- dóttur í Ási, er hafði forgöngu um stofnun fyrsta kvenfélags Skaga- fjarðarsýslu, sem einnig er hið fyrsta kvenfélag á Islandi og margar aðrar konur. Höfundar greinanna eru m.a. Anna Sigurðardóttir, Sigrfður J. Magnússon, Svafa Þorleifsdóttir, Gunnar Benediktsson, Vigdfs Steingrímsdóttir, Þóroddur Guðmundsson frá Sandi, Guðmundur Böðvarsson, Halldór Hansen yngri, Gísli Magnússon, Þórunn Magnúsdóttir. Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður af Brfeti Bjarnhéðinsdóttur, og var þetta dánargjöf Bríetar, að upphæð kr. Æ VIM 1N NINGABÓK MENNINOAR. OG MJNNINGARSJÖÐS KVENNA IV REVKJAVÍK 1975 2.000.00. Sjóðurinn starfar sam- kvæmt sérstakri skipulagsskrá, en tilgangur sjóðsins er að styrkja konur til framhaldsnáms innan- lands og utan, til rannsókna og vísindastarfa að námi loknu, og að veita konum styrk til ritstarfa, einkum um þjóðfélagsmál. Styrk- ur úr sjóðnum var fyrst veittur árið 1946, og eru þær ófáar kon- urnar, sem hlotið hafa styrk úr honum til þessa. Menningar- og minningarsjóður kvenna hefur nokkrar tekjur af minningargjöfum, sölu minningarspjalda og ævi- minningabókanna fjögurra, sem gefnar hafa verið út á vegum sjóðsins, en aðaltekjulind sjóðsins hefur hingað til verið hin árlega merkjasala. Sjóðurinn hefur skrifstofu að Hallveigarstöðum við Túngötu. Varaformaður sjóðins er Anna Borg. 0 LlNAN heitir verzlun sem nýlega tók til starfa f hinum nýja miðbæ Kópa- vogs, nánar tiltekið að Hamraborg 3. Að sögn Rögnvalds Oðinssonar Jólagjöfm sem allir reikna með er vasatalva frá Texas verzlunarstjóra hefur Lfn- an á boðstólum vinsælar fslenzkar og erlendar plöt- ur, létt húsgögn, en þar ber mest á úrvali bambushús- gagna frá Italfu, fatnað á 5—12 ára börn svo og blússur peysur og galla- buxur á fullorðna. Línan er eign samnefnds hlutafélags, verzlunar- stjóri er Rögnvaidur Óðinsson, og verzlunin verður opin á venjulegum opnunartfma verzlana. Instruments með Minni, Konstant og Prósentu ÞÖRM SÍMI 81500'ARMÚLAH Rússnesk olíuhækkun Bonn, 21. desember. AP. VERÐ olfunnar sem Rússar selja til Austur-Evrópu hækkar lfklega um 33% á næsta ári að sögn vest- rænna sérfræðinga. Þar með yrði verðið á sovézkri hráolfu um 8.10 dol|arar tunnan eða 170% hærra en það var 1974. Hins vegar verður verðið á olfu frá 11 af 13 aðildarrfkjum OPEC 12.70 dollarar frá 1. janúar. I iok þessa áratugar verður verðið á olíunni sem Rússar selja tirAustur-Evrópu orðið álíka hátt og heimsmarkaðsverðið, að sögn sérfræðinganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.