Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 21 Portúgalir: Fá að veiða 1 4 ár við Noreg Ósló, 22. desember. NTB. PORTUGALSKIR sjómenn hafa fengið réttindi til að stunda veið- ar f hinu ytra 150 mflna belti norsku efnahagslögsögunnar við Noreg. Samningur um þetta var undirritaður f Lissabon á þriðju- dag að sögn norska utanrfkisráðu- neytisins. Réttindi Portúgala gilda i lög- sögunni allt að 50 milum frá landi fyrir norðan 62. breiddargráðu. í sameiginlegri yfirlýsingu, sem gefin var út eftir að samkomulag- ið hafði verið undirritað segir að löndin muni ráðfæra sig hvort við annað um fiskveiðimál þar sem báðir eiga hagsmuna að gæta. Veiðiheimildir Portúgala gilda til 31. desember 1980. Grípið jólatré- þjófinn! Prag, 22. des.—Reuter ÁRLEGAR jólatrjáaveiðar tékknesku lögreglunnar eru nú f algleymi. Lögreglan situr um ökumenn bifreiða alls staðar f landinu og krefst þess að fá að skoða hvern þann farangur, sem þeir kunna að hafa f fórum sfnum. Sé að finna jólatré með- al þessa, er farið fram á kvittun fyrir greiðslu þess og ef hún er ekki fyrir hendi, er ekki um annað að ræða fyrir ökumann og farþega en að greiða sem svarar 7.500 kr. fslenzkum f sekt á staðnum. Jólatrjáaþjófnaður er f Tékkóslóvakiu fastur liður I þeirri árstímabundnu brjálsemi, sem grípur um sig í desember, þar jafnt og annars staðar. Að mati tékknesku lög- reglunnar prýða um milljónir jólatrjáa á heimili í Tékkósló- vakiu um hátíðarnar, og af þeim gerir lögreglan ráð fyrir að u.þ.b. hálf milljón þeirra séu tekin ófrjálsri hendi árlega. Þjófarnir fella trjáfjölda, sem til samans myndi þekja 70 hekt- ara skóglendi. Þessu veldur ekki skortur á trjám á mark- aðnum. En framboðið virðist hreinlega ekki vera nægilega gott að mati kaupendanna sem vilja hafa sfn tré þéttvaxin og falleg í laginu. Því hverfa þeir á vit náttúrunnar f leit að hinu eina sanna jólatré. Stundum láta þeir sér nægja að saga toppinn af stórum greni- eða furutrjám, en oftast höggva þeir niður smærri tré og taka þau með heim í heilu lagi. Tékkneska landgræðslan vinnur að því að upplýsa þjóf- ana um þann skaða, sem þeir valda, og eins og áður sagði, leggur lögregla landsins alla sína krafta í að hafa upp á þjófum og þýfi. En allt virðist koma fyrir ekki. Stundum er þó eins og æðri máttarvöld taki málið í sfnar hendur í þeirri von að lært verði af reynslunni. Eins og t.d. reynslu einstaklega óheppins þjófs, sem festi bif- reið sina — með jólatréð f skott- inu — í snjóskafli í miðjum skóginum. Þjófurinn varð að ganga 7 km til mannabyggða til að leigja traktor, sem togaði bflinn út úr skaflinum. En traktoreigandinn var jafnframt skógarvörður og hann gerði sér lítið fyrir, gerði tréð upptækt og sektaði þjófinn. Og þegar öll kurl voru til grafar komin, kost- aði þetta tré, sem aldrei varð jólatré, alls tæplega 30.000 ísl. krónur. Skólabflnum bjargað upp úr ánni Rhone. Skyldmenni bera kennsl á lík barna Lyon 22. desember — AP UM 50 skyldmenni gengu með tár í augum í gegnum likhús f Lyon á miðvikudag til að reyna að bera kennsl á lfk þroska- heftra barna sem drukknuðu þegar skólabfll ók af veginum í niðadimmri þoku og út í fskalda Rhoneá. Lögreglan segir að 13 börn og gæzlumaður hafi látist i slysinu en níu aðrir, þar á meðal annar gæzlumaður og bílstjórinn björguðust. Álitið er að helzti sakavaldur slyssins hafi verið þokan, sem var meiri en elztu menn muna. Bílstjórinn var fluttur á sjúkra- hús með taugaáfall og á eftir að yfirheyra hann. Times: Gagnvart íslending- um áorka tollar engu London, 22. desember. AP. NOKKUR brezk dagblöð gerðu fiskveiðiviðræður Efnahagsbandalagsins og íslendinga að umtalsefni í leiðurum sínum á miðviku- dag. The Times segir að neitun íslenzku rlkis- stjórnarinnar um að brezk- ir togarar fái að veiða áfram við ísland sé mikið áfall fyrir brezka sjávarút- veginn, en neitunin þurfi þó ekki að koma neinum á óvart. „Álitið var að hin hagstæðu tollaskilyrði, sem EBE veitir ís- lendingum myndu fá þá til að taka vægari afstöðu gagnvart brezkum fiskveiðum við tsland. Nú virðast þeir ekki vera nægi- lega mikilvægir þeim til að hægt sé að nota þá til að draga úr eldheitum og skiljanlegum áhuga íslendinga á að halda fiskstofnun- um fyrir sjálfa sig.“ „Ekki eru fréttirnar af viðræð- um Breta um fiskveiðar á öðrum vígstöðvum meira uppörvandi. Aðildarlöndum EBE hefur enn mistekist að koma sér saman um tilhögun fiskveiða f eigin 200 mílna fiskveiðilögsögu og Bretar verða að sýna hörku ef þeir eiga ekki að ganga frá þeim samning- um sigraðir.“ The Guardian segir f sínum leiðara að í næturlöngu málþófi J Brússel um fiskveiðiréttindi, fisk- veiðilögsögu, efnahagslögsögu, og hver eigi að gæta þeirra og hafa framkvæmdavald, hafi fiskinum sjálfum ekki verið nægur gaumur gefinn. Það er ekki nóg að gera samkomulag á milli manns og fisks.“ Vill blaðið að vel sé fylgst með ástandi fiskstofna og ákveðnar reglur verði settar um aflamagn. Það sé nauðsynlegra að vernda fiskinn en gefa út einkaleyfi um eyðingu hans. „Næst þegar utanríkisráð- herrarnir tala um fisk í Brussel væri kannski rétt af þeim að hafa fiskifræðinga með sér. Lávarðar um íslendinga: I lávarðadeildinni sagði tals- maður stjórnarandstöðunnar, Campell lávarður, að það væri tfmi til kominn fyrir Breta og EBE að draga fiskútflutning Is- lendinga til Bretlands og EBE inn í samningaviðræðurnar. Væri það mikilvægur markaður fyrir Is- lendinga, sem þeir ættu ekki að líta á sem sjálfsagðan hlut. Mackie lávarður úr Frjálslynda flokknum sagði: „Það er tími til kominn að litlum óþokkum séu kenndar staðreyndur lffsins ekki sfður en þeim stóru. Nú er kom- inn tími til fyrir okkur að hætta að læðast eins og köttur í kringum heitan graut, heldur segja þeim að fara til Rússanna með sinn fisk að selja þeim ef þeir geta ekki sýnt sanngirni." Goronwy-Roberts lávarður og ráðherra, talsmaður stjórnarinn- ar, samsinnti því að ástandið væri óþolandi og sagði að það væri tími til kominn fyrir EBE að sýna ís- lendingum og öðrum ríkjum, sem semja þyrfti við, að spurningin væri um gagnkvæmar viðskipta- heimildir. Sendum þá með sinn fisk til Rússlands London 22. desember. AP. LÁVARÐADEILD þings- ins samþykkti á fimmtudag frumvarp stjórnarinnar um útfærslu brezku fisk- veiðilögsögunnar í 200 míl- ur, en samningaumleitanir ríkasstjórnarinnar um fisk- veiðar við Efnahagsbanda- lagið og íslendinga voru gagnrýndar I báðum deild- um þingsins. Margir þingmenn létu I ljós óþolinmæði með gang viðræðnanna og illur lá- varður sagði að ef íslend- ingar geti ekki verið sann- gjarnir sé réttast að segja þeim að fara til Rússanna og selja þeim sinn fisk. I neðri deild, sem þegar hefur samþykkt 200 mflna frumvarpið, gagnrýndi talsmaður íhalds- flokksins í utanríkismálum, John Davies, þann seinagang sem væri á fiskveiðiviðræðum og sagði hann valda kvíða og óánægju alls staðar. Kvað hann seinaganginn stafa af einstakri vangetu stjórn- arinnar til að ná föstum tökum á málinu. Davies spáði því að ómögulegt yrði að ná samkomu- lagi á einum mánuði og þegar loks eftir langan tíma hugsanlegt sam- komulag hefði náðst yrði togara- ERLENT útgerðin ekki f ástandi til að ganga að skilyrðum þess. David Owen ráðherra talaði fyr- ir hönd ríkisstjórnarinnar og sagði að eftir 1. janúar myndu Bretar hafa full yfirráð yfir 200 mflna fiskveiðilögsögunni. Hann viðurkenndi að ómögulegt hefði reynst að ná samkomulagi við Is- lendinga um veiðar brezkra tog- ara við ísland eftir 1. janúar. Hins vegar myndu viðræður halda áfram og engin ástæða væri til að lfta svo á að þær væru farnar út um þúfur. Innflutningsbann íhaldsþingmaðurinn Walter Clegg, sagði að Efnahagsbanda- lagið ætti að nota öll tiltæk ráð, þar á meðal innflutningsbann, til að ná. samkomulagi við tslend- inga. Owen sagði að ráðherra- fundur EBE hefði gert það ljóst að allt samband Islendinga og EBE ylti á útkomu viðræðnanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.