Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 Lánsfé til opinberra framkvæmda: Nær 10 milljarða erlend lántaka RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frum- varp, þar sem leitað er heimildar til að taka lán erlendis vegna opinberra framkvæmda á árinu 1977 að jafnvirði 9.732 m.kr. Þar af fara 6.870 m.kr til opinberra framkvæmda og 2.862 m.kr. verða endur- iánaðar Framkvæmda- sjðði, sem sfðan miðlar lánsfé til fjárfestingar- sjðða, sem kunnugt er. I frumvarpinu er einnig leitað heimildar til að ábyrgjast allt að 700 m.kr. lán vegna orkufram- kvæmda sveitarfélaga, og eru þar fyrst og fremst hafðar í huga hitaveitu- Starfsmannaskrá ríkisins: 11.800 stöðugildi i ríkis- kerfinu t STARFSMANNASKRÁ ríkisins, sem lögð var fram með gögnum fjárlagafrum- varps, eru talin 11.839 stöðu- gildi í ríkiskerfinu (11.483 á árinu 1975) og hafði fjölgað um 356 á yfirstandandi ári. í greinargcrð segir að „fjölgun“ starfsgilda milli ára eigi m.a. rætur í því að skráin 1976 sé fyllri en 1975, auk þess sem stöðuheimildir, sem ekki voru nýttar um sl. áramót, séu sett- ar upp sem óráðnar stöður f sfðari skránni, svo beinn talna- samanburður sé ekki raunhæf- ur. í A-hluta fjárlaga eru talin 3020 starfsgildi á vegum menntamálaráðuneytisins og 463 í B-hluta — eða samtals 3483 (fræðslukerfið). Hjá sam- gönguráðuneyti eru taiin 2.456 starfsgildi og hjá Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti 2.107 (sjúkrakerfið). Hjá örðum þáttum rikiskerfisins eru veru- lega færri starfsmenn. Ef sambærileg skrá um starfsfólk sveitarfélaga f land- inu væri fyrir hendi mætti glöggva sig á, hve stór hluti vinnandi Islendinga starfar á vegum opinberrar stjórnunar og þjónustu. Heiðurs- laun lista- manna 1977 SAMHLIÐA fjárlögunum fyrir árið 1977 samþykkti Alþingi heiðurslaun til 12 listamanna, hinna sömu og þau hlutu á yfir- standandi ári, kr. 500.000.00 f hvers hlut, sem er kr. 150.000.00 hækkun frá fyrra ári. Þeir sem heiðurslaun hlutu eru: Ásmundur Sveinsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Halldór Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, Kristmann Guðmundsson, Rfkharður Jónsson, Snorri Hjartarson, Tómas Guðmundsson, Valur Gfslason, Þorvaldur Skúla- framkvæmdir á Akureyri. Loks er í frumvarpinu leit- að heimildar til að ákveða með reglugerð, að innlend skuldabréfalán, allt að 100 m.kr., sem sveitarfélög kunna að bjóða ót vegna meiri háttar hitaveitu- framkvæmda, skuli hljóta sömu skattlega meðferð og ríkisskuldabréf, skv. l.gr. laga nr. 7/1974. Miðar þetta að að þvf að auðvelda sölu slfkra skuldabréfa. Framangreint kom m.a. fram f ræðu Matthfasar Á. Mathiesen, fjármálaráð- herra, er hann mælti fyrir frumvarpinu. Sú fjárþörf, sem frum- varpið felur í sér, er í sam- ræmi vað niðurstöður láns- fjáráætlunar ríkisins fyrir árið 1977, en skýrsla fjár- málaráðherra þar um var lögð fram á Alþingi sl. laugardag, með og ásamt starfsmannaskrá, sem fram ber að leggja lögum samkvæmt áður en fjár- lagaafgreiðslu lýkur: Þá fylgir frumvarpinu yfirlits- tafla, þar sem lánsfjárþörf er sýnd eftir uppruna fjár- magns ásamt skiptingu á einstakar framkvæmdir. Þar kemur í ljós að áform- aðar lántökur til ríkisfram- kvæmda eru 10.030 m.kr., sem hækkar í 10.280 m.kr., þegar endurlán til sveitar- félaga og vörukaupalán Pósts og síma eru meðtalin. Af þessari fjárhæð er gert ráð fyrir að 3.410 m.kr. verði aflað innan lands, og verður því lántökuþörf er- lendis 6.870 m.kr., eins og fyrr greinir. Samkvæmt því verður þriðjungurinn fjármagnaður með fjáröfl- un innan lands og tveir þriðju hlutar með erlend- um lánum. Fjáröflunar- þörf vegna ríkisfram- kvæmda hefur hækkað um 1.122 m.kr. frá því, sem gert var ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpinu og stafar það einkum af því, að nauð- synlegt þykir að hef ja lagn- ingu línu frá Kröflu- virkjun austur til Eyrar- teigs og verja til þess 500 Framhald á bls. 25 Svipmyndir frá sfðasta þingdegi fyrir jólahlé. Þeir eru hressir og broshýrir eftir vökunótt við þingstörf, menntamálaráðherrann, Vilhjálmur Hjálmarsson, og þingmaðurinn Ellert B. Schram. Myndin er tekin sl. þriðjudag, rétt eftir langvinna atkvæðagreiðslu um f járlög og fjölda breytingartillagna við þau. Forsætisráðherra á Alþingi: Vidlagatrygging tekur vid óleystum verkefn- um Viðlagasjóðs Fyrirspurn frá Guðlaugi Gíslasyni GUÐLAUGUR Gfslason (S) bar fram fyrirspurn á Alþingi til for- sætisráðherra skömmu fyrir þing- hlé, þar sem spurzt var fyrir um, hvort ekki væri öruggt að þau mál, sem eftir kunna að liggja óafgreidd eða ekki fullafgreidd hjá Viðlagasjóði vegna náttúru- hamfaranna f Vestmannaeyjum um n.k. áramót, þegar lög um þann sjóð falla úr gildi, yrðu gerð upp af stjórn Viðlagatryggingar f samræmi við yfirlýsingar stjórn- valda þar um f desember 1975. GEIR Hallgrfmsson, forsætis- ráðherra, svaraði á þessa leið: „Það er rétt, sem kemur fram hjá fyrirspyrjanda, að í 21. gr. laga um Viðlagatryggingu Islands seg- ir: „Viðlagatrygging íslands skal taka við eignum og skuldum Við- lagasjóðs hinn 1. januar 1977, enda falla þann dag úr gildi lög nr. 4 frá 7. febrúar 1973 og lög nr. 5 28 febrúar 1975, svo og öll lög um breytingu á þeim lögum. Nemi skuldir Viðlagasjóðs þann dag meiru en eignir skal ríkissjóð- ur greiða þann mun.“ Ríkisstjórnin hefur fjallað um þá breytingu, sem þessu fylgir nú um áramótin, og álit hennar er, að í þessu lagaákvæði felist að Við- lagatrygging Islands taki við öll- um skuldbindingum Viðlagasjóðs. Þingkjörin stjórn Viðlagasjóðs vinnur nú að því að taka þær Sjúkra- tryggingar: Kostnaðarhlutir ríkis og sveitarfélaga Sjúkratryggingagjald innheimt af ríkissjóði son. SAMÞYKKT hefur verið laga- frumvarp til breytinga á al- mannatryggingalögum um kostn- að við sjúkratryggingar og sjúkratryggingagjald, hið sama sem var á þessu ári, en verður nú innheimt af innheimtumönnum rfkissjóðs f stað sveitarfélaga. Efnisatriði frumvarpsins koma fram f svohljóðandi greinargerð: 1. Heildarkostnaður við sjúkra- tryggingar á árinu 1977 er áætlað- ur að óbreyttum reglum 14 818 m.kr. á verðlagi fjárlagafrum- varps. Samkvæmt gildandi regl- um ber sveitarfélögum að greiða 10% af tilteknum kostnaðarliðum sjúkratrygginganna, en nokkra kostnaðarliði ber ríkið að fullu. Að meðaltali hefur hlutur sveitar- félaganna miðað við heildarkostn- aðinn verið mjög stöðugur á síðari árum, eða 7.4%. Yrði kostnaðar- hluti þeirra á árinu 1977 1097 m.kr. skv. frumvarpsdrögum, en þar er að auki reiknað með þvf, að 1 200 m.rk. af útgjöldum sjúkra- trygginga verði borinn af „sjúkra- gjaldi“ (1% af útsvarsstofni með vissum undanþágum) eða með öðrum hætti í þess stað. Gjaldtaka þessi og raunar fjárhagslegt skipulag sjúkratrygginga hefur sætt gagnrýni af hálfu sveitarfé- laga vegna skorts á samræmi stjórnunaraðildar og fjárhags- legrar ábyrgðar. 2. Þessa gagnrýni má að ýmsu leyti telja eðlilega, og væri til Landhelgistillagan: Vísað til ríkis- stjórnarinnar TILLAGA sú, sem stjórnarand- staðan flutti til þingsályktunar, þess efnis, að Alþingi lýsti því ótvírætt að engar veiðiheamildir erlendra kæmu tal greina innan 200 mílna fiskveiðilandhelgi, var vísað til rfkisstjórnarinnar (að viðhöfðu nafnakalli) með 39 at- kvæðum gegn 17, 1 sat hjá og 3 voru fjarverandi. Umræðna um þessa tillögu verður lauslega get- ið á þingsfðu síðar. mikilla bóta að auka slfkt sam- ræmi. I þessum tilgangi er sett fram sú hugmund, að ríkið beri allan kostnað af þeim stofnunum, sem stjórnað er af ríkisaðilum, og er hér um að ræða ríkisspitalana. Þessar stofnanir myndu færast í A-hluta fjárlaganna og yrðu kost- aðar af beinum fjárveitingum. Féllu þær þannig út úr daggjalda- kerfinu. Annar kostnaður sjúkra- trygginganna yrði borinn sameig- inlega af ríki og sveitarfélögum, en að sjálfsögðu breyttist þátt- tökuhlutfall hvors aðila í þvf, sem þ4 væri eftir. Hlutföllin yrðu 85% fyrir ríkissjóð og 15% fyrir sveit- arfélög. Er hér eingöngu um skipulagsbreytingu að ræða, sem miðar að meiri samræmingu stjórnunarhlutdeildar og fjár- hagslegrar ábyrgðar. 3. Aðstaða landsmanna til að njóta ókeypis þjónustu á ríkis- sjúkrahúsunum er afar misjöfm Rétt þykir að kannað verði nánar, hve mikið þessi aðstöðumunur vegur f kostnaði sjúkrasamlag- Framhald á bls. 25 ákvarðanir, sem hún telur nauð- synlegar til að hún geti lokað reikningum sjóðsins miðað við næstu áramót. I byrjun næsta árs mun stjórnin sfðan vinna að loka- uppgjöri sfnu og semja skýrslu um störf sfn, sem væntanlega verður kynnt hér á Alþingi. Skrifstofa Viðlagasjóðs mun starfa áfram bæði við reiknings- uppgjör á vegum fráfarandi stjórnar og eins að þeim úrlausn- arefnum, sem ólokið kann að verða og þá í umboði stjórnar Viðlagatryggingar. Fyrirspyrjandi spyr „hvort ekki sé öruggt að þau mál, sem eftir kunna að liggja óuppgerð hjá Við- lagasjóði um næstu áramót verði geró upp af stjórn Viðlagatrygg- ingar í samræmi við yfirlýsingu forsætisráðherra frá því í desem- ber 1975.“ Sfðastliðinn föstudag barst mér skeyti frá uppbyggingarnefnd Neskaupstaðar, þar sem þess er eindregið farið á leit „að starf- semi Viðlagasjóðs verði haldið áfram eftir áramót á einhvern þann hátt, sem tryggi að hægt sé að ljúka uppgjöri tjóna með eðli- legu móti.“ Yfirtaka Viðlagatryggingar Is- lands á skuldbindingum Viðlaga- sjóðs felur í sér, að þeir, sem eiga eftir að gera upp mál sfn við sjóð- inn, þegar hann lýkur störfum, geta borið þau upp við stjórn Við- Framhald á bls. 25 „Tappagjald” af gosdrykkjum: Styrktar- sjóður vangef- inna efldur I NYLEGA samþykktum lögum (breyting á lögum um vörugjald) er ríkissjóði gert að greiða til Styrktarsjóðs vangefinna fram- lag, er nemur sjö krónum af hverjum lftrá innlendrar fram- leiðslu, sem fellur undir tiltekin tollskrárnúmer (gosdrykkir). Sjóðurinn er í vörzlu félagsmála- ráðuneytisins. Framlagi ríkis- sjóðs skal varið til að reisa og endurbæta stofnanir fyrir vangef- ið fólk. I umræðu um þetta frum- varp í efri deild Alþingis í gær þakkaði Helgi F. Seljan (ABL) fjármálaráðherra og félagsmála- ráðherra frumkvæði þeirra að framangreindri aðstoð í þágu þessa málefnis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.