Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 23 „Þegar menn mega ekki orða það, sem þeir hugsa, kemur fgrr eða síðar að því að þeir geta ekki hugsað” GEORGE Faludy er eitthvert mesta Ijóðskáld Ungverja. Hann er líka föðurlandsvinur, sem lætur hvorki nas- ista né kommúnista knésetja sig — og þar af leiðandi er hann að sjálfsögðu handflótta. Bók hans, „Hamingjudagar í helvíti", lýsir meðal annars tilraun þeirra síðarnefndu til þess að eyði- leggja hann sálarlega og likamlega í einum af illræmdustu fangabúðum sín- um. Ein af „yfirsjónum" fangans. Hann neitaði að yrkja lofgerðaróð í tilefni afmælis stalínistans Matyas Rakósis, sem þá var forsætisráðherra Ungverja- lands! — Auk sinna eigin ritverka, hefur George Faludy fengizt mikið við Ijóðaþýðingar og þar á meðal þýtt eitthvað af íslenzkum Ijóðum. reynt að brjóta hann á bak aftur. En sálarþrek hans var slíkt, að pyntingarnar drógu fráleitt úr honum kjark. Kjarkurinn var jafnvel til skiptanna og stappaði Faludy sífellt stálinu í þjáningar- bræður sína er þeir voru í þann veginn að bugast. Hann hélt sam- föngum sínum fyrirlestra, eins og Francis Bull prófessor gerði í fangelsi nasista í Grini í Noregi, um heimspekileg efni, bókmennt- ir og menningarmál yfirleitt Þessa fyrirlestra hélt hann á nótt- unni — og varð að hvísla þá í þokkabót. Á daginn orti hann ljóð. Hann hafði vitanlega engin ritföng við höndina. Því hefði hann ljóðin margsinnis upp til þess að festa sér þau í minni. Reyndi hann að læra einar 50 línur á degi hverjum. Næmleiki hans og viðkvæmni annars vegar en ósveigjanlegt skap hins vegar („hið skilyrðislausa siðaboð“, sem hann kallar viljann) beindust að einu miði og gerðu til hans kröf- ur, sem hann hlaut að sinna, hvað sem í skærist. En frá þessu segir hann í „Hamingjudögum í hel- víti“ Þeirri bók lýkur með frá- sögn af því, er hann var látinn laus úr fangelsinu. Það var árið 1953. gagns samtakanna; það hét „Irodalmi Ujság“, hafði verið mik- ils vert andspyrnuhreyfingu Ung- verja og átt þátt í því að hrinda af stað uppreisninni. Blaðið kom út vikulega í 2000 eintökum. Það var 10—16 siður að stærð. Engar aug- lýsingar voru í því, nema ef telja skyldi’ þær pólitískar „Athuga- semdir“, sem aðstandendurnir skutu inn á milli merkilegra bók- mennta, sem blaðið flutti jafnan. Faludy tók enn til við verk Karen Blixen eftir langt hlé, þýddi og birti brot úr tveimur sögum henn- ar. Faludy byggi sennilega í Lond- on, ef bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði ekki farið að skipta sér af ritstjórn hans. Því gat hann ekki unað. Fluttist hann til Kan- ada og hefur nú búið í Toronto í 10 ár. Þar fékk hann loksins vinnu- frið til frambúðar. En Faludy er nú orðinn 63 ára að aldri. Alltaf að yrkja Eins og áður var sagt er Faludy ljóðskáld fýrst og fremst. Og hann Maðurinn sem þeir megnuðu ekki að buga London og Toronto og iesa þau ungverskir útflytjendur og hafa mikið dálæti á þeim. Ungverjar hafa alla tíð verið hneigðir til skáldskapar og miklir ljóðunnend- ur. Mörg ljóð Faludys hafa og verið þýdd á ensku og hafa það jafnan vcrið ljóðskáld, er þýddu. En af þeim ljóðum má nefna eitt langt, „Ave Luna“, sem Faludy orti í andmælaskyni við tunglferð- ir. Það ljóð hefur verið búið til flutnings í hljóðvarpi og sjónvarpi. „Það er ekki erfitt að yrkja ljóð,“ segir Faludy. „Ég tek oft svo til orða, að ég „fái upphringingu1'. Ég byrja að yrkja um kvöld — og um morguninn eftir er ljóðið búið. Það er þýðingarlaust að spyrja mig, hvernig þetta vilji til.“ Hann ritar líka mikið í lausu máli, frásagnir, ritgerðir og skáld- sögur semur hann á ensku. „Ham- ingjudagar í helvíti" hafa verið þýddar á dönsku, þýzku, frönsku og spænsku. Þá má nefna „Karot- on“, sögulegt skáldverk um tíma Konstantíns mikla; sú bók kom út 1966. Enn fremur hefur Faludy ritað ævisögu Erasmusar frá Rotterdam (1970) og hefur hún verið þýdd á ensku, þýzku og holl- enzku. Upp úr áramótunum næstu er von á síðasta og mesta verki hans um sögu mannúðarstefnu. Það kemur væntanlega út sam- tímis í London, New York og Tor- onto. Um heimspeki hefur Faludy rit- að og rætt talsvert frá þvi hann fluttist vestur. Hann hefur haldið fyrirlestra í ýmsum kanadískum háskólum, og ennfremur i Banda- ríkjunum. í sumar eð var flutti hann fyrirlestra í Kaliforníuhá- skóla um Býzans og Languedoc, tvo mikilsverða þætti evrópskar menningarsögu. Það birtir yfir Ungverjum, þeg- ar þeir eru spurðir, hvort þeir kannist við George Faludy. Falu- dy þekkja allir Ungverjar, sem komnir voru til vits og ára, þegar uppreisnin varð í október árið 1956. George Faludy er allt i senn Ijóðskáld, rithöfundur og heim- spekingur. Hann er ekki aðeins þekktur meðal landa sinna; hann er líka kunnur hér á Norðurlönd- um. Hann kom fyrst til Norður- landa árið 1967, hitti Arnulf skáld Överland i Noregi, gisti PEN- klúbba í Svíþjóð og Danmörku og flutti þar erindi um hugsjóna- grundvöll Ungverjalandsupp- reisnarinnar. Hann fór líka til Is- lands og hélt fyrirlestur um bók- menntir og stjórnmál í háskólan- um þar. Árið 1962 kom hann til Stokkhólms öðru sinni. Þá sat hann þing útlægra rithöfunda og hélt fyrirlestra. Árið 1962 kom líka út bók eftir hann; „My happy days in hell" heitir hún, „Hamingjudagar i hel- viti" og var samin í London. Tveimur árum síðar kom hún út í danskri þýðingu, „Mine lykkelige dage í helvede". 1 dönskum blöð- um hefur varla sézt slíkt lof um bók í annan tíma. Faludy, fyrir sitt leyti, var ekki ókunnugur dönskum bókmenntum. Á árun- um fyrir heimsstyrjöldina síðari þýddi hann „Seven Gothic Tales" eftir Karen Blixen á ungversku. Sú þýðing kom því miður aldrei út. Faludy varð að flýja land og handritið týndist. Síðar þýddi hann verk annarra Norðurlanda- höfunda, en það er önnur saga, sem seinna verður rakin. Til Banda- ríkjanna George Faludy er ljóðskáld fyrst og fremst, og eitthvert mesta Jjóðskáld Ungverja. Hann hefur og þýtt mikið crlendra ljóða á ungversku. Snemma á árum vann hann það sér til frægðar að þýða ljóð franska skáldsins Francois Villon, sem var uppi á 14. öld. Rétt fyrir seinna stríð þýddi hann Ijóð Heinrichs Heine og bakaði sér með því vanþóknun ungverskra nasista. Þegar hann bætti svo gráu ofan á svart og orti níðkvæði um leiðtoga þeirra varð honum óvært í landinu. Hann slapp naumlega við handtöku og komst til Parísar. Þaðan til Marokkó og loks til Banda- ríkjanna í boði Roosevelts forseta, sem bauð honum að vera og vinna þar til striðinu lyki. Faludy var þó annað í huga en sitja um kyrrt og skrifa meðan stríðið geisaði. „Ég mátti ekki til þess hugsa," segir hann, „að stæði í ævisögu minni: I seinni heimsstyrjöldinni bjó George Faludy í New York. Frá þeim árum hafa heyrzt nokkur hugljúf ljóð...“ Og hann bauð sig fram til þjónustu í Bandaríkja- her. Nasistar höfð svipt hann ung- verskum ríkisborgararétti, er hann flúði. Þegar stríðinu lauk og kommúnistar voru teknir við í Ungverjalandi sneri F’aludy heim þrátt fyrir það, að honum hefðu borizt ýmislegar hótanir. Hann varð menningarritstjóri Nepszava, blaðs sósíaldemókrata. En hann kærði sig ekkert um sósílisma firrtan mannúð og hann þverneitaði að haga máli sínu eft- ir forskrift kommúnista. Þegar hann neitaði að yrkja lofgerðaróð í tilefni afmælis stalinistans Matyas Rakósis, sem þá var for- sætisráðherra Ungverjalands, varð honum hætt á nýjan leik. Um þetta leyti var farið að hand- taka menn í stórum stíl. Og Faludy var tekinn. Hann var sendur í AVO-fangabúðirnar í Recsk, alræmdar þrælabúðir. Þar sat hann í hálft fjórða ár. Veggirnir í klefa hans voru gúm- klæddir, gólfið síblautt, en „rúm- ið“ fjalir. Það var svo sem lítið við þægileg húsgögn að gera þarna. Mönnum var nefnilega bannað að setjast niður á daginn. Faludy var nú pyntaður á sál og likama og Norðurlanda- bókmenntir Hann var þá frjáls maður — og atvinnulaus jafnframt —, frjáls að því sem hann vildi — í þjóð- félagi þar, sem allír lágu undir grun. Enginn þorði að ráða hann í vinnu. Rithöfundasamtökin þorðu jafnvel ekki að taka hann aftur í sinn hóp. En þá kom einum vini hans snjallræði í hug. Það varð úr, að forráðamönnum rithöf- undasamtakanna var sagt, að Faludy væri vel að sér í dönsku, norsku, sænsku og íslenzku. Þetta var auðvitað haugalygi. En þann- ig var, að verk nokkurra Norður- landahöfunda höfðu verið þýdd á þýzku. Það er kunnugt, hve ná- kvæmir þýzkir þýðendur eru. Faludy þurfti því einungis að kunna þýzku — og það vill svo til, að hann hefur frábært vald á þýzku. Eftir þetta hafði Faludy i sig og á, en Ungverjar fengu Norðurlandabókmenntir í stærri stíl en þeir höfðu átt að venjast. Faludy þýddi sjálfsævisögu H.C. Andersens, ljóð eftir Johannes Ewald og Bellmann, „Synnöve Solbakken" eftir Björnstjerne Björnson og nokkur íslenzk ljóð. En George Faludy undi þessu náttúrulega ekki, þegar fram í sótti. „Þegar menn mega ekki orða það, sem þeir hugsa, kemur fyrr eða síðar að því að þeir geta ekki hugsað," segir hann. Árið 1956 kom svo til uppreisnar í Ungverja- landi og Faludy og kona hans flúðu land ásamt kvartmilljón annarra. Komst fólkið yfir landa- mærin til Austurríkis og þegar þangað var komið fékk F’aludy boð um fyrirlestrarferð um Suður- ameríkulönd. Hann fór þangað og hélt fyrirlestra um stjórnmála- kenningar og heimspeki. Um sama leyti lét Janos Kadar, sem þá var .orðinn forsætisráðherra Ungverja- lands, svipta hann ríkisborgara- rétti og hreinsa verzlanir og söfn vandlega af öllum bókum hans. Hann settist nú að í London ásamt félögum sínum úr rithöfundasam- tökunum, sem einnig voru orðnir útlægir. Gerðist hann ritstjóri mál- er alltaf að yrkja. Fjórða ljóðabók hans kom út í fyrra. En ljóð eru viðkvæmar bókmenntir og þola ekki miklar sviptingar milli mála; einnig verða ljóðskáld að vera mjög nákomin tungumálinu, sem þau yrkja á, og næm á það. Faludy yrkir ljóð sín þess vegna enn á ungversku. Þau eru gefin út í Um sögulega þróun kemst Falu- dy svo að orði: „Vandamálin eiga sér djúpstæðar orsakir. Allt bygg- ist á fortíðinni og hana verða menn að þekkja til þess að þeir megi skilja nútímann og geti lagt á ráðin um framtíðina. Herseta Tyrkja spillti allri siðmenningu í Framhald á bls. 24. GRETHE HOLMEN segir frá skáldinu og frelsishetjunni GEORGE FALUDY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.