Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 25 — Jan Egil Framhald af bls. 42 er nógur timi til þess að setja heimsmet einhvern timan síðar, sagði Storholt. Einna mesta athygli vakti sigur Storholt í 3000 metra hlaupinu, en þar varð hann fyrir þvi óhappi að hrasa þegar hann var ræstur. Hollendingurinn Kleine sem hljóp með honum, var þvi búinn að ná góðu forskota er Storholt náði sér á strik. Eftir einn hring var þó Storholt búinn að vinna það forskot upp, og siðan stakk hann Hollendinginn algjörlega af. Tími Storholts í hlaupinu var 4:11,22 mín en Keine hljóp á 4:15,17 min. Um helgina fór einnig fram al- þjóðlegt skautamót i Inzell, en brautin þar þykir sú bezta sem völ er á og hefur verið vettvangur margra heimsmeta á undanförn- um árum. í þessari keppni varð það Svfinn Johan Granath sem vakti mesta athygli en hann hljóp 500 metra á 38,34 sek. og 1000 metra á 1:16,90 mfn. — Efnilegir Framhald af bls. 42 mundsson, FH, sem stökk 1,92 m. Er það alveg við hans bezta, en nokkrum dögum áður hafði hann stokkið 1,94 m. Það má segja um Guðmund að hann er eitt okkar mesta hástökksefni um þessar mundir, og haldi hann sig við þessa grein og æfi hana skynsam- lega, þá má búast við að hann verði von bráðar komin vel yfir 2 metrana. Hann hefur allt til að bera, en til að árangur náist þarf að æfa rétt og vel. Auk þessara þriggja stukku svo þeir Jón S. Þórðarson, ÍR, 1,86 m og Öskar Thorarensen, ÍR, 1,63 m. Ingunn Einarsdóttir, ÍR, stökk með karl- mönnunum og fór hæst 1,50 m. Hefur hún gert betur f haust. ágás — Bókmenntir Framhald af bls. 16 og annarra staðreynda. Lofs- vert er að svo ungur fræðimað- ur, sem sira Ágúst er, skuli vera búinn að viða að sér svona miklu efni og vinna úr því á þennan aðgengilega hátt. Ef framhald verður á þessu verki hans mun það tæpast fara fram- hjá þeim sem bækur lesa. I rauninni er þetta tilvalin „jóla- bók“ frá flestu sjónarhorni séð. Þá má ekki láta undir höfuð leggjast að nefna að margar gamlar og dýrmætar myndir eru f bókinni, ágætlega prent- aðar. I bókarlok er heimildaskrá sem fyrr getur og skýringar á kirkjulegum hugtökum sem fyrir koma f textunum. Nafna- skrá hefði gert þetta að ennþá betri bók. — Viðlaga- trygging Framhald af bls. 20 lagatryggingar. Við úrlausn þeirra mun hún fara að þeim lög- um og reglugerðum, sem nú gilda um Viðlagasjóð, enda eru ákvæði þeirra sérstaklega sett vegna nátt- úruhamfaranna í Vertmanna- eyjum og Norðfirði. Að lokum finnst mér ástæða að víkja að þvf mikla starfi, sem stjórn Viðlagasjóðs hefur unnið á starfstfma sinum. — Miklir fjár- munir hafa um sjóðinn farið og úrlausnarefni stjórnar hans snert jafnt vandræði einstakra fjöl- skyldna sem framtíð heilla byggð- arlaga. Auðvitað sýnist sitt hverjum, þegar margir eiga í hlut og miklum fjármunum er deilt út á grundvelli tjónamats. Stjórn Viðlagasjóðs hefur lokið öllum meiriháttar úrskurðarefnum, sem á hennar borð hafa komið. Um leið og ég þakka stjórninna störf hennar, vil ég ítreka það, sem ég áður sagði, að stjórn Viðlaga- jólamarkaðnum ^AIIt til jólanna^ Jólakúlur | Jólaskreyt- ingar allskonar Jólatré o.fl. Næg bílastæði Opið kl. 10—22 daglega |bíómaual Gróóurhúsið v/Sigtún sími 36770 tryggingar tslands tekur við óleystum úrlausnarefnum Við- lagasjóðs." — Sjúkra- tryggingar Framhald af bls. 20 anna af sjúkrahúsvist, og að gerð- ar verði tillögur, sem stefna að jöfnuði, komi það í ljos, að um verulega hagsmuni sé þarna að tefla. Nauðsynlegt er talið að inn- heimta á árinu 1977 gjald hlið- stætt sjúkratryggingagjaldi því, sem innheimt var 1976 skv. ákvæðum 3. gr. laga 95 31. desem- ber 1975. Lagt er til að eftirgreindar breytingar verði lögfestar á álagningu og innheimtu gjaldsins frá þvf, sem var 1976: 1. Álagning gjaldsins fylgi sömu reglum og álagning útsvars, þannig að aðrir greiði ekki þetta gjald en þeir, sem útsvar greiða. Af þessu leiddi m.a. það, að af- sláttur eða niðurfelling á álögðu útsvari hefur f för með sér tilsvar- andi afslátt eða niðurfellingu á sjúkratryggingagjaldinu. 2. Innheimtumenn rfkissjóðs hafi innheimtuna með höndum i stað álagningaraðila útsvara. í meðferð Alþingis var 49. gr. frumvarpsins umorðuð svo: „Þegar uppgjör sjúkrasamiaga fyrir árið 1977 liggur fyrir, skal Tryggingastofnun rikisins kanna hver breyting héfur orðið á út- gjöldum hvers sjúkrasamlags vegna þessara laga og gera tillög- ur um hvernig jafna megi þá kostnaðarbreytingu. Frá gildis- töku laganna áætlar Trygginga- stofnun ríkisins útgjöld sjúkra- samlaga þeirra vegna og greiðir ársfjórðungslega inn á reikning þeirra samlaga, er fyrir útgjöld- um verða, jafnháa upphæð og hinni áætluðu útgjaldaaukningu nemur. Með reglugerð skal kveða nánar á um tilfærslu fjármuna. Við ákvæði til bráðabirgða bætist nýr liður: 3. Lög þessi skal endurskoða fyrir árslok 1978.“ — Lánsfé Framhald af bls. 20 m.kr. á næsta ári, auk þess sem önnur ný viðfangsefni hafa bætzt á lánsfjáráætl- unina og endurskoðun kostnaðaráætlana og verk- áfanga einstakra fram- kvæmda hefur leitt til auk- innar lánsfjárþarfar. Um þessi atriði er nánar fjallað í lánsf járáætluninni. IÍURLIÍA- SIÍYimjR! '=3Sj 48 Hrk 11 I BANKASTRÆTI ^ *a*-14275 l/>\ . LAUGAVEGUR -21599

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.