Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 Vansæm- andi um- mæli Ömakleg eru þau orð sem í Morgunblaðinu hafa verið höfð eftir Indriða G. Þorsteinssyni um nefnd þá sem skipuð var á sínum tfma til að úthluta starfslaunum og viðbótarritlaunum úr Launa- sjóði rithöfunda. Nefndin úthlut- aði í fyrsta skipti á þessu ári (1976) eftir þeim reglum sem menntamálaráðherra setti henni, og hef ég engan heyrt impra á því að hún nyti ekki trausts höfunda, enda brá svo við að lokinni þeirri úthlutun að engar skammir hóf- ust í blöðunum, aldrei þessu vant. Nú er hinsvegar verið að freista þess að vekja tortryggni höfunda með því að blása það upp eins og einhverja stórsynd, að á eyðublöð- um sem rithöfundum er ætlað að útfylla nefndinni til glöggvunar er m.a. spurt um tekjur höfunda samkv. skattframtali síðasta árs. Það á að vera brot á reglugerð- inni. Vitaskuld er enginn fótur fyrir því, og næsta undarlegt að hvetja höfunda til að hundsa slíka spurningu, rétt eins og þeir séu einhverjir hátekjuipenn sem þurfi að fela tekjur sínar. Rithöfundar hafa aldrei sam- þykkt á neinum fundi, að ekki megi afla upplýsinga um tekjur þeirra, eins og gefið er í skyn I orðum Indriða. Þeir deildu á sín- um tíma um það hvaða reglum skyldi fylgja, en óþarft er að rifja upp þær deilur, enda koma þær nefndinni ekkert við. Henni koma einungis við þær reglur sem menntamálaráðherra að lokum setti, og samkvæmt þeim er henni heimilt að óska eftir þeim upplýs- ingum sem hún telur sig þurfa, og fyrrnefnd spurning bendir ekki til annars en að nefndin vilji vera eins réttsýn og unnt er, þegar um vandasama úrskurði kann að vera að ræða. Erfitt er að sjá hvernig nokkur maður á að geta tekið að sér verk í þágu rithöfunda, ef nefnd sem úthlutað hefur þannig að enginn finnur nein rök til að álasa henni um pólitlska misbeitingu eða ann- að þessháttar, sem venjulega hef- ur verið á lofti haft, getur samt ekki komist hjá aðkasti I blöðun- um. Og því hripa ég þessar Ifnur, að ég blygðast mín fyrir að þegja úr því enginn annar hefur orðið til að andmæla þessum vansæm- andi árásum. Jón Óskar. —Guðbjartsmálið Framhald af bls. 44 sem heimilt er aðyfirheyra vitni í einu samkvæmt lögum. Að sögn Steingríms hefur það komið fram í framburði allra vitna sem fyrir dóminn hafa verið kallaðir, að þeir telja næsta vfst að gildra hafi verið lögð fyrir Guðbjart Pálsson bifreiðastjóra og hann ginntur til Keflavíkur þannig að handtaka mætti hann þar. Tvær stúlkur eiga ð hafa orðið Guðbjarti samferða til Suðurnesja, að sögn hans og bif- reiðastjóra þess sem ók honum. Steingrímur var að því spurður hvort þessar tvær stúlkur væru komnar í leitirnar, en hann kvaðst ekki vilja staðfesta það að svo stöddu. _____ — Starfa hjá Framhald af bls. 44 ílengzt í ríkiskerfinu með fram- haldsráðningarsamningum til ákveðins tíma í senn. í ljós hefur komið að 62 af þessum óheimiluðu stöðum hafa verið teknar inn á launaskrá hjá launa- deild fjármálaráðuneytisins, en laun 96 greidd með öðrum hætti hjá viðkomandi stofnunum. Flestir starfsmenn ríkisins eru í tengslum við menntamálaráðu- neytin, og eru þeir nokkuð á fjórða þúsund. Tæplega 2500 starfa við stofnanir sem falla und- ir samgönguráðuneytið, rösklega 2 þúsundir undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið rúm- lega 1200 undir dóms- og kirkju- málaráðuneytiö. — Myndir Framhald af bls. 44 inn lesið fréttina um málið i Mbl. í gær. Hins vegar vantar manninn plastpoka, sem var í farangri hans og ætlaði hann að gæta að hvort sá væri ekki ennþá í afgreiðslu Flugfélagsins. Sigurgeir mun að sjálfsögðu senda manninum, Páli Rúnari Elfassyni, sérstaka stækkaða ljós- mynd i þakklætisskyni fyrir skil- vfsina. — Peres veitir Framhald af bls. 1. hann hafi lítinn möguleika. Lengi hefur verið talið að Dayan muni reyna að komast aftur til áhrifa ef aðstæður eru góðar. Búizt hefur verið við þvf að Peres mundi reyna að keppa við Rabin um leiðtogastöðuna síðan þeir börðust um völdin eftir að frú Golda Meir sagði af sér i kjöl- far deilna sem risu vegna frammi- stöðu stjórnarinnar f október- stríðinu 1973. Peres er yfirleitt talinn her- skárri í afstöðu sinni en Rabin. Rabin reynir ð halda völdum sín- um f flokknum með stuðningi gamalreyndra flokksleiðtoga sem ráða flokkskerfinu og þar á meðal er frú Meir sem er enn í fullu fjöri þótt hún sé 78 ára. — Bólusetning Framhald af bls. 2 læknir að þessi fjöldi tilfella væri mjög lítill miðað við heildina. Bóluefni er væntanlegt eftir áramót, en þó sagði Skúli að hugsanlegt væri að ákvörðun um allsherjarbólusetningu barna yrði endurskoðun með tilliti til þess að aðeins er bóluefni til við A- og C-stofni, en f öllum tilvikum sem greind hefðu verið, hefði verið um B-stofn að ræða. — Baska sleppt Framhald af bls. 1. Lopez-Andujar, fannst undir áhrifum eiturlifja f bifreið skammt frá bænum San Sebastian. Lfðan hans er góð en hann er þreyttur eftir vístina hjá mann- ræningjunum sem kalla sig glæpa- mann og segjast ekki vera úr skæruliðasamtökum Baska, ETA. Jafnframt hefur ekkert heyrzt frá forseta ríkisráðsins, Antonio Mariá de Oriol y Urquijo, sem er á valdi maoista úr samtökunum Grapo, sfðan ftrekuð var sú krafa fyrir tveimur dögum að allir pólitískir fangar yrðu látnir lausir. Stjórnin hefur ekkert aðhafzt til þess að ganga að kröfu mann- ræningjanna. Lopez-Andujar var hafður í lok- uðu herbergi mestallan tfmann sem hann var í haldi, undir áhrif- um eiturlifja og með hettu á höfði. Hann var skilinn eftir f bíl sem mannræningjarnir opnuðu með þvi að brjóta eina rúðuna. Eigandi bílsins fann hann og fór með hann til lögreglunnar. — Menten Framhald af bls. 1. stjórnin væri sannfærð um að hún breytti í anda stjórnarskrár- innar og mannréttindayfirlýsing- ar Evrópu. Búizt er við að ákvörðun stjórn- arinnar fái bæði hrós og gagn- rýni. Mál Mentens hefur vakið mikinn úlfaþyt f Hollandi og stjórnin þar hefur sætt harðri gagnrýni vegna þess. Menten var handtekinn 7. desember nálægt Ziirich samkvæmt handtökutil- skipun frá Interpol. Hann hafði flúið frá Hollandi þegar hann var varaður við því að til stæði að handtaka hann. Svissneska stjórnin sagði að Menten hefði verið framseldur Hollendingum geng loforði um að hann yrði ekki framseldur ríkis- stjórn í einhverju þriðja landi og er talið að þar með hafi verið átt við Sovétríkin. Samkvæmt sviss- neskum lögum er ekki hægt að lögsækja menn fyrir glæpi sem eru meira en 20 ára gamlir en samkvæmt áður ábentri tilskipunl frá 1965 má reka menn úr landi sem grunaðir eru um glæpi gegn mannkyninu. Hins vegar þýðir brottvfsun samkvæmt svissneskum laga- skilningi að menn séu fluttir til þess lands sem þeir kjósa. Þessi skilningur var staðfestur í yfirlýs- ingu sem stjórnin gaf á þingi í maí. „Fyrir kemur í lífi einstaklinga eða ríkisstjórnar að bókstafur lag- anna nær ekki yfir allt,“ sagði Furgler dómsmálaráðherra sem verður forseti Sviss á næsta ári. Hollenzki dómsmálaráðherran, Andreas van Agt — sem keppir að því að verða forsætisráðherra — hefur verið f Sviss sfðan Ment- en var handtekinn til að berjast fyrir framsali hans. Yigal Allon, utanríkisráðherra Israels, hefur skorað á Svisslendinga að senda Menten til Hollands. — Olíuleki Framhald af bls. 1. Chambers, foringi í standgæzl- unni. Ríkisstjóri Massachusetts-ríkis, Michael Dukakis, hefur beðið Ford forseta að lýsa yfir neyðar- ástandi á stönd rfkisins þannig að yfirvöld í Massachusetts fái að- stoð frá stjórninni í Washington til að f jarlægja olíuna. Svar hefur ekki borizt frá Washington, en Duakis segir að afkoma 30.000 fiskimanna geti komizt í hættu af völdum meng- unar á miðum við Georgsbanka, sem ná yfir 6.500.000 hektara svæði undan strönd Nýja Englands og eru meðal auðugustu fiskimiða heims. Umhverfissérfræðingar óttast mest að olían sökkvi til botns í stað þess að fljóta og dreifast og ógni þar með hrygningarstöðvum þorsks, ýsu, humars og lúðu. Haf- fræðingar fylgjast með olíubrák- inni um borð í rannsóknarskipi. Skipstjórinn á Argo Merchant, sem er 18.743 lestir, George Papadopoulos, og sjö af yfirmönn- um skipsins mættu. í dag fyrir rétti í Boston og gáfu skýrslu um strandið á sandrifinu. Vitna- leiðslur taka nokkra daga. — Carillo Framhald af bls. 1. heimildir í stjórninni hefðu staðfest fréttina. Heimildir í kommúnista- flokknum herma að leiðtogi katalónska kommúnistaflokks- ins, Gregorio Lopez Raimundo, hafði verið handtekinn um leið og Carrillo. Þeir komu báðir fram á blaðamannafundinum. — Borgarstjórn Framhald af bls. 18 og sagði að álitsgerðin væri kannski dálitið í sósíallskum anda. Líf unglinganna væri skipu- lagt út í yztu æsar, og bar við þetta stæði hluti Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðubandalagið. Alfreð sagði að skýrslan væri ekki unnin í samráði við hin frjálsu félög og nú væri kominn tími til að endurskoða hlut æskulýðsráðs í æskulýðsstarfi í Reykjavik. Lauk síðan þeim umræðum, sem sjá má voru skoðanir skiptar um málið. — Maðurinn sem þeir... Framhald af bls. 23 þeim löndum þar, sem þeir sátu. I Ungverjalandi sátu þeir í tvær ald- ir og árið 1699 tóku Austurríkis- menn við. Þeir réðu Ungverja- landi allar götur fram að 1918. Þá urðu Ungverjar loks sjálfstæðir. En eftir sem áður var náttúrulega við margan vanda að etja. Ástandið og aðferðirnar Árið 1931 gekk ég í sósíaldemó- kralaflokkinn. Eg var ekki marx- isti og hef aldrei verið. En sósíal- demókrataflokkurinn var eini heiðarlegi flokkurinn i landinu. Hann barðist gegn lénsstefnu, fas- isma og kommúnisma en fyrir sjálfstæði Ungverjalands. Örlög- um sósíaldemókrata í Ungverja- landi eftir stríð verður kannski bezt lýst með því að segja sögu Arpad Szakasits. Þar kemur hvort tveggja vel í ljós, ástandið og að- ferðirnar. Arpad Szakasitz var sósíaldemó- krati. Árið 1947 gerðu kommúnist- ar hann að forseta lýðveldisins Ungverjalands. Hann hafði rit- stýrt eina ungverska blaðinu, sem sagði sannleikann í heimsstyrjöld- inni síðari. Hann var í andspyrnu- hreyfingunni, þegar Þjóðverjar réðust inn í landið og í stríðslok var hann aðalritari sósíaldemó- krataflokksins. Árið 1947 voru ein- ar 200 þúsundir sovézkra her- manna í Ungverjalandi. Og leyni- þjónustan hafði alltaf augun og eyru opin. Hver sá, sem tók til máls í óþökk stjórnvalda, hvarf samstundis sporlaust. Það var enginn sími á skrifborði Szakasitz. Og þeir, sem komu til að hafa tal af honum hittu einnig fyrir mann út leyniþjónustunni; fylgdist sá með öllu, sem fram fór. Þegar ég kom til Szakasitz gat ég taiið lögreglumanninn á það að bregða sér frá. Szakasitz opnaði glugga, hallaði sér út um hann og benti mér að gera slikt hið sama. Skrifstofan var full af hljóðnem- um. „Ég get ekkert sagt,“ hvíslaðí hann. „Ég er fangi þeirra.“ Hann fór til Moskvu og kvartaði við Molotov. Hann var hvattur til þess að beita sér gegn ungverskum kommúnistum, „sem óhlýðnuðust bersýnilega skipunum frá Moskvu". Ég var sjálfur viðstadd- ur á ritstjórninni, þegar hann sagði frá þessu. Hann var sann- færður um að Stalin vildi í raun og veru koma á lýðræði í Ungverja- landi. Það var ljóst, að Sovétmenn höfðu hann að leiksoppi. Auðvitað kom að því, að hann var tekinn höndum. Var hann sak- aður um njósnir fyrir fasista. 1956 var hann látinn laus. Hann ritaði mér þá óðara og hittumst við í veitingastað einum. Þá sagði hann mér upp alla sögu', og bað mig láta hana ganga. „Þegar þú kemur til Vesturevrópu," sagði hann, „verð- úrðu að leita uppi leiðtoga allra sósíaldemókrataflokkanna, Guy Mollet, Saragat, Pietro Nenni, Hansen og hina og segja þeim, hvernig fór fyrir okkur. Segðu, að eins fari fyrir þeim, ef þeir taki höndum saman við kommúnista. Segðu þeim, að kommúnistar muni reyna að mynda með þeim stjórn undir sauðargæru „alþýðufylking- ar“, en fljótlega upp úr því verði öllum sósíaldemókrötum varpað í fangelsi eða þeir fái þaðan af verri örlög.“ Um sjálfstæði kommúnista- flokka; „Ég geri mér engar grillur nú fremur en áður um stjórnmála- menn. Bæði borgaraflokkarnir og kommúnistar eru á eftir tímanum. Ég get ekki sett traust mitt á stjórnmálaflokka, sem létu sem ekkert væri i mörg ár meðan Stal- ín og Krústjoff frömdu grimmdar- verk sín og beittu Tékkóslóvaka og Ungverja ofbeldi. Nú vilja komm- únistar telja mönnum trú um það, að freir séu óháðir Krémlverjum. En hvers vegna risu þessir flokkar ekki upp til andmæla, þegar Sovét- menn neituðu kommúnistaflokk- unum í Ungverjalandi og Tékkó- slóvakíu um sams konar sjálf- stæði? Tilgangurinn hinn sami Nú kann svo sem að vera, að Enrico Berlinguer, leiðtogi ítalskra kommúnista, haldi, að hann geti komið á sjálfstæðum og óháðum kommúnisma. En kæmist hann til valda og reyndi að fram- kvæmda hugsjónirnar, sem hann lætur nú í veðri vaka, væru dagar hans i stjórnmálum þar með taldir, að ég held, og rétttrúaðir kommún- istar skytu fljótlega upp kollinum. Hver er annars munurinn á stalin- isma og kommúnisma flokkanna i Frakklandi og Italíu? Ég held, að meðulin verði að telja mismun- andi, — en tilgangurinn sé hinn sami og allt sjálfstæðistalið ein- ungis áróðursbragð. Samt finnst mér, að það hefði* átt að hafa kommúnista með í stjórn. Ég vildi auðvitað ekki, að þeim yrðu fengin ráðuneyti, sem fara með her- og lögreglumál. Það væri glæfraspil um öryggi ríkisins. En þeir hefðu mátt fá að sýna, hvað þeir gátu á öðrum sviðum. italir eru í klípu. Kristilegi demókrataflokkurinn er gjörspillt- ur flokkur. Hann sér um sina, eignamennina, en lætur fátækling- ana, mikinn þorra manna, borga brúsann. Páfinn gerði engar at- hugasemdir við þessar yfirsjónir; aftur á móti varaði hann menn við kommúnistum. Það gerðu Banda- ríkjamenn lika. Og kommúnistum var ekki hleypt í stjórn. En Banda- ríkjamenn, sem hleyptu Sovét- mönnum alla leið að Saxelfi og leyfðu þeim að hirða háifa Evrópu, eru þess ekki umkomnir að leggja Evrópumönnum reglur um stjórn- armyndun." Um hugmyndafræði; „Ég dreg í efa, að sá mikli vandi, sem nú steðjar að, verði leystur með að- ferðum frjálshyggju í þeirri mynd, sem er á henni núna. Og ég held, að það sé rétt hjá Solsjenitsin, að stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafi brugðizt hugsjónum sinum. Á undanförnum árum, raunar iengi, hefur hnignunar orðið vart hvar- vetna. Sovétmenn ráða ferðinni í austri, en Bandaríkjamenn í vestri og þar dansa menn stöðugt um gullkálfinn. Við erum svo langt leiddir, að einhver umskipti hljóta að verða fyrr eða síðar. Ella eigum við okkur ekki viðreisnar von. Við höfum gert marxistum hægt um vik, en það þarf þó ekki að leiða til kommúnisma, ef við erum á verði. Enn meta flestir Vesturlanda- menn efnisleg gæði meir en ann- að, en siðmenning, sem byggist á eftirsókn eftir slíkum gæðum, stenzt ekki til lengdar. Maður varð þess oft var í fangabúðunum, að þeir, sem höfðu einungis efnisleg gæði í heiðri urðu sjúkdómum og næringarskorti fyrr að bráð en hinir, sem lifðu mikið i andanum." Um afdrif mannúðarstefnu: Blóðugasta öldin „Öft er ekki hægt að gera sér grein fyrir þróun mála, nema hæfilega langt sé liðið frá því, að þau voru efst á baugi. Ég reyndi þetta í „Sögu mannúðarstefnu". Þar rek ég bæði það, sem úrskeiðis gekk og áunnizt hefur. Á fjórum öldum drap rannsóknarrétturinn 200 þúsund manns eða um það bil, en á fáeinum árum tókst Hitler og Stalin að útrýma einum 30 milljón- um. Og Bandaríkjamenn sprengdu kjarnorkusprengju yfir Hiroshima og bökuðu ótrúlegar þjáningar fjölda fólks, sem þjáðist kappnóg fyrir. Af þessu varð síðari kynslóð- um ljóst, að sú veröld, sem við byggjum, er reist á sandi. Allt er forgengilegt. En það hefur víst ekki öllum skilizt enn, þótt róm- verska keisaradæmið Iiðaðist í sundur þegar árið 476 e.Kr. Öldin, sem nú er að líða, er mesta blóðöld í sögunni. Það er sorgleg stað- reynd og hún ætti að verða ungu kynslóðunum að kenningu. Ungt fólk hefur uppi andmæli gegn mörgu því, sem við hinir eldri höfum í heiðri. Og við verð- um að játa, að það er rétt hjá því, að við höfum ekki staðið sérlega vel í stykkinu. Nú er það von mín, að unga fólkinu takist að binda enda á þá þróun, sem enn heldur áfram. Eftir 30 ára stríðið var allt i kaldakoli. Þá tók ungt fólk í taum- ana og „sneri við blaðinu". Þeir, sem skoða bækur útgefnar á árun- um 1680—1700 og bera þær saman við bækur útgefnar fyrir þann tíma sjá undir eins, að einhvers konar vakning hefur orðið þarna fyrir aldamótin. Við skulum vona, að þetta gerist aftur. Ella er ég hræddur um, að mannúðarstefna eigi sér ekki viðreisnar von. Og ef svo færi, er hætt við því, að við sjSlfir ættum okkur ekki viðreisn- ar von.“ — Grethe Holmen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.