Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 LESTRARKVER HWDA HEI.DRI MANNA BÖRNUM raiJf numuta »!• »ww» L'M RT.UROFIÐ ftg tknnn'X fwrJil <K»W»S Asmvst M4*X, í béhmrnt«TnrM. «W-íí>w y n>>xf>^unt I»r*»w F«íé#i*i», > A* .ílfchrta* 9Hna í«frn»*« **olhwiu«<rfc«f«. iOtoœxt* PA«3« .................... !R30, tijö Dífíkiw Jrut tÍM>r»p Sr&*tx CM»(MU «* «*»»««••» fmital. Stafrofskver *»*<* Minni manns böruuœ, •l t« ,itn» «ná*»i »*»»*■ •i «»*»*»*» Á þessari mynd sjást tvö lærdómskver. Hið efra er „Lestrarkver handa heldri manna börnum“, samið af Rasmusi Rask, að tilhlutan Hins íslenzka bókmenntafélags, og gefið út f Kaupmannahöfn árið 1830. Kverið handa „heldri manna börnum“ fjallar um stafrófið og annað þar tilheyrandi. Neðra kverið er aftur á móti „Stafrófskver handa Minni manna börnum, með nokkrum rjettritunarreglum og dálitlu ávarpi til hinna „minni manna“ frá útgefara Ingólfs". Gefið út I Reykjavfk árið 1853. Sögusýning verkalýðshreyfingar: , ,Rey nt að grípa niður í stéttabar áttuna...” Þann 12. desember síðastliðinn lauk sögusýn- ingu verkalýðshreyfingar- innar, sem haldin var i Listasafni ASÍ í tilefni af sextíu ára afmæli Alþýðu- sambands Islands. Tilgang- ur sýningarinnar að sögn þeirra er stóðu að henni, var að bregða upp myndum af baráttusögu íslenzkrar verkalýðshreyfingar og að- stöðu íslenzks verkafólks á fyrri áratugum. Einnig átti sýningin að bregða upp mynd af starfi verkalýðs- samtakanna og pólitískri baráttu stjórnmálasam- taka verkalýðsins. Á sögusýningunni voru myndir úr atvinnulífi lið- inna ára, svo og sýnishorn af málgögnum verkalýðs- ins á ýmsum tímum og sér- stök kynning á dreifiratum og fregnmiðum, sem sjald- séðir eru nú á dögum. Það sem vakti sérstaka athygli blaðamanns Morgunblaðs- ins var albúm eitt með þrjú hundruð ljósmyndum, sem Sigurður Guttormsson ánafnaði Sögusafni ASÍ. Sigurður Guttormsson ferðaðist um landið vítt og breitt á kreppuárunum eða tímabilinu milli 1930— 1940 og tók myndir af hý- býlum alþýðufólks. Á sýningunni voru einn- ig fyrstu eintök af tímarit- inu Nýja ísland, Alþýðu- blaðinu gamla og Dags- brún, blaði jafnaðar- manna. Sögusýningarnefnd skip- uðu Stefán Ögmundsson, Helgi Skúli Kjartansson, Ólafur R. Einarsson og Hjörleifur Sigurðsson. Myndir þær, sem hér fylgja, eru smá sýnishorn af sýningu þessari. Þetta er mynd af kolateikningu á maskfnupappfr, eftir Jón Engilberts. Myndin er gerð árið 1934 og nefnist „Kröfuganga". Nýbygging við Hlemm MISTÖK urðu við birtingu mynda f Morgunblaðinu fyrir nokkru af teikningum að byggingu, sem rísa á við Hlemm f stað biðskýlis sem þar er, en framkvæmdir við hina nýju byggingu eiga að hefjast á næsta ári. Myndirn- ar birtast þvf hér að nýju en teikningarnar að byggingu þessari eru gerðar á teiknistofu Gunnars Hanssonar, Suðurlandsbraut 4. Ljósaperuþjófar í Kópavoginum EINHVERJIR óknyttapilt- ar varðast ganga lausum hala í Kópavoginum, því hér líta menn inn á rit- stjórnina þessa dagana og kvarta undan því að nokk- uð hafi verið um það að perum sé stolið úr ljósa- seríum sem hengdar hafa verið utan á hús nú skömmu fyrir jólin. Þannig kom einn af Kársnesbrautinni til okkar í gær, og sagði að öllum perum í seríunni hans hefði verið stolið frá hon- um kvöldið áður. „Það versta við þetta er, að það var gert alveg fyrir framan nefið á manni, þ.e. serían er á svölunum og f jölskyld- an var saman komin í stof- unni, sagði sá óheppni. Sagðist hann vilja vara fólk við þessum prökkur- um, og vera á verði fyrir piltum sem bjóða litaðar Ijósaperur til sölu, því þær eru sennilega illa fengnar. NVLEGA var staddur hér á landi dr. Hans Otto Jung frá Riides- heim f Þýzkalandi, en fyrirtæki hans framleiðir og selur vfn, bæði áfeng og óáfeng, og hafa þau óáfengu vfn verið á boðstólum hérlendis um nokkurra ára bil. Blm. Morgunblaðsins hitti dr, Jung að máli og innti hann fyrst eftir þvf, hvers vegna vínfram- leiðandi f einu helzta vfnhéraði Þýzkalands hefði tekið upp á þvf að framleiða alkóhóllaus vfnföng. „Afi minn, Carl Jung, átti vín- garð og seldi uppskeru sína. Hann stofnaði fyrirtækið 1868 og seldi f fyrstu eingöngu áfeng vin. Seinna, þegar aldur tók að færast yfir viðskiptavini hans urðu þeir sumir hverjir að hætta allri neyzlu áfengis og reyndi hann þá að finna aðferð til að nema alkó- hólið burt úr víninu. Sú aðferð var seinna fullkomnuð af föður mfnum, sem fékk einkaleyfi árið 1908. Er hér um að ræða eðlis- fræðilega vinnslu vínsins. Það er vert að taka fram, að við notum ævinlega gæðavfn til fram- leiðslunnar. öll okkar rauðvín koma t.d. frá Frakklandi — en hvítvínin eru þýzk. Hvaða tegund- ir notaðar eru fer bæði eftir ár- gerð og verði, en þær eru alltaf fyrsta flokks, hvort sem um er að ræða hvftvfn, ráuðvfn, kampavín eða rósavín." —„Mörgum kann að þykja und- arlegt að taka alkóhólið burt úr víninu, en óáfeng vín eru til margs nytsamleg. Fjöldi fólks get- ur alls ekki neytt áfengis af heiU brigðis- eða trúarástæðum, eða einfaldlega vegna þess að það er „Alkó- hólið sjálft er nú alveg bragð- laust” bindindisfólk. Margir nota vfn til matargerðar en það er dýrt til lengdar. Þá koma oftlega upp kringumstæður, sem valda því, að ekki er æskilegt að neyta áfengra drykkja. Tökum sem dæmi sjálf- an mig. Ég hefi mikið yndi af að drekka góð vín — ekki sízt með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.