Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 40
RUGIVSinCRR «g,„-*22480 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 GNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 „Fyrirmy ndarnemendur ” — segir skólastjóri Hagaskóla um tvo kínverska pilta sem sækja skóla hans ÞAÐ ER fremur óalgengt, aö Kfnverjar sitji á skólabekk hér uppi á Isiandi. Tveir piltar frá Alþýðulýðveldinu Kfna, 18 og 19 ára, munu f vetur stunda nám við Hagaskólann f Reykja vfk. Þeir heita Sje Yun Laing og Sjö Yun Gang, og eru hér á vegum kfnverska sendiráðsins. „Þetta eru eins miklir fyrir- myndarnemendur og hægt er' að óska sér,“ sagði Björn Jóns- son skólastjóri Hagaskólans f samtali við Mbl. „Þeir hafa náð ótrúlega góðri leikni í íslenzku. Þeir dvelja hér í skólanum mestan part úr deginum, eru í tímum eða dvelja á bókasafn- inu. Þeir taka mjög vel eftir öliu sem fram fer, blanda geði við aðra nemendur og eru óþreytandi að spyrja þá spurn- inga. Krökkunum þykir þetta nýstárlegt og þau taka þeim ákaflega vel“. Kínversku piltarnir hafa dvalizt hér í nokkra mánuði. Þeir voru um tíma í sveit og einnig unnu þeir um tíma hjá Trésmiðjunni Víði. Kínversku sendiráðsmönnunum þótti nauðsynlegt að koma þeim í ís- lenzkan skóla, svo þeir gætu Framhald á bls. 39 Á brisl- ings- veiðar við Orkn- eyjar Morgunblaðið hefut fregnað, að eitt fslenzkt skip, Börkur frá Nes- kaupstað, muni fara á brislings- veiðar f haust, en mikið er um brisling á þeim tfma vestur af Orkneyjum. Færeyska aflaskipið Krúnborg var um tfma á brisl- ingsveiðum á þessum slóðum f fyrrahaust og gekk vel. Börkur mun að Ifkindum landa aflanum til bræðslu f Neskaupstað. Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur sagði í viðtali við Mbl. f gær, að brislingur væri ekki þekktur hér við land, en hinsvegar er mikið af honum við Noreg, inn um allt Eystrasalt og við Skotland. Skotar t.d. veiða hann mikið á Morayflóa á haustin. Töluvert virðist vera f kringum Orkneyjar af þessum fiski og virðist það hafa farið vax- andi. Brislingurinn, sem er nauðalfkur millisfld, er um 20 sm að stærð. Hann verður kynþroska tveggja ára og það, sem er ein- kennandi við hann, er, að hann virðist hrygna hálft árið, sem er mjög langur hrygningartfmi. Fyrir áfalli SVaflandinu DANSKA flutningaskipið Elfas Kleis er nú á leið til Reykjavíkur með danska eftirlitsskipið Maagen í togi. Maagen, sem var að koma úr eftirlitsferð frá Græn- ' landi varð fyrir miklu áfalli um 230—240 SV af landinu f gærdag, en þá var aftakaveður á þessum slóðum. Guðmundur Sigurjónsson sigur- vegari alþjóðaskákmótsins á Costa Brava. honum, og vonandi verður hér framhald á,“ sagði Friðrik Ólafs- son stórmeistari, þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann í gærmorgun og leitaði álits hans á árangri Guðmundar. Friðrik sagði, að greinilegt væri, að Guðmundur væri nú mikið að sækja í sig veðrið. Hann hefði teflt af miklu öryggi á þessu móti, að vísu gert mörg jafntefli í upphafi, en þá tefldi hann við sterkustu mennina. Þrír sterkir stórmeistarar hefðu tekið þátt í mótinu, en það væru Quinteros, Anderson og Pomar. Þá væru þeir Skreiðinselst hægt til Ítalíu Búizt við verðhækkunum í Nígeríu HEYRZT hefur, að skreiðarkaup- menn á Italfu haldi að sér hönd- um f skreiðarkaupum um þessar mundir og sala gangi mjög hægt. Mun sölutregðan meðal annars stafa af hinu geysiháa verði sem nú er á skreiðinni þar, en verð á Italfuskreið hefur hækkað um allt að 85% frá því f fyrra. Bragi Eiríksson forstjóri Skreiðarsamiagsins sagði f sam- tali við Mbl. f gær, að ftalskir' kaupendur hefðu keypt skreiðina á þessu verði, en að vfsu hægt. Hinsvegar væri til mjög Iftið af skreið f landinu aðeins hefðu ver- ið framleidd 1200—1300 tonn af skreið á þessu ári. Þessa dagana væri verið að meta þetta magn og margt benti til þess, að það yrði gott, þar sem veður til skreiðar- verkunar hefði verið gott. Verið er að senda 5000 pakka af skreið til Nígeríu á næstunni, en meira er ekki til. Er búizt við verðhækkunum á þeim markaði á næstunni, og sagði Bragi, að menn vonuðu, að innflutningur á skreið til Nígeríu yrði gefin frjáls á næsta ári, og með þvi væri viss vandi leystur. Guðmundiir sigraði á Costa Brava Guðmundur Sigurjónsson bar sigur úr býtum á skákmótinu á Costa Brava á Spáni, en þvf lauk f fyrrakvöld. Guðmundur hlaut 7'A vinning af ellefu mögulegum. Kurajica frá Júgóslavfu hlaut jafnmarga vinninga, en Guð- mundur hafði hagstæðari stiga- tölu. Guðmundur, sem er alþjóð- legur meistari, mun að minnsta kosti hljóta hálfan stórmeistara- titil fyrir þennan árangur, en ekki er vfst, að hann nái algjörum stórmeistaratitli, þar sem aðeins 3 stórmeistar tóku þátt f mótinu. Sfðasta og ellefta umferðin var tefld f fyrrakvöld, og þá tefldi Guðmundur við Haman frá Dan- mörku. Gekk Guðmundi vel f skákinni og varð Haman að gefast upp f 38. leik. „Þessi árangur Guðmundar sýn- ir, að þetta hefur alltaf búið í Tatai og Kurajica sterkir skák- menn. Benda mætti á það, að Kurajica hefði orðið jafn Spasskí að vinningum á skákmótinu í Solingen fyrr á þessu ári. Þá sagði Friðrik, að Guð- mundur hefði öðlazt hálfan stór- meistaratitil á Reykjavíkur- mótinu 1970, en þvf miður væri sá titill fallinn úr gildi, þar sem Guð- mundur hefði ekki náð nægilega góðum árangri s.l. 3 ár, en titillinn gildir í þann tíma. En þessi árangur er eflaust upphafið að öðru meira, og nú hefði Guð- mundur fengið mjög góða auglýs- ingu, sem væri mikils virði og margvíslegir möguleikar opnuð- ust honum nú. Og síðast en ekki sízt öðlaðist hann sjálfstraust. Ekki vissi Friðrik f hvaða móti Guðmundur tæki þátt næst, en hann hefur m.a. fengið tilboðum að taka þátt í móti, sem fram fer í Sovétríkjunum í nóvember og desember. Um sjálfan sig sagði Friðrik, að hann færi til Madrid á Spáni f nóvember. Þar tekur hann þátt í stórmeistaramóti, sem stendur Framhald á bls. 39 Saltfiskur lækkar um allt að 30 % í ver ði Óvissaríkjandi í markaðslöndunum „ÞAÐ er nú komið fram, sem ég óttaðist. Verðlækkun hefur orðið á saltfiski f öllum viðskiptalönd- um okkar við Miðjarðarhafið, og nemur hún 10—30%. Sfðustu orð mfn á aðalfundi Sölusambands fslenzkra fiskframleiðenda f vor voru, að nú væru ýmsar blikur á lofti, og nú er sem sagt komið óveður úr blikunni, þó að sjórinn sé fær enn þá,“ sagði Tómas Þor- valdsson, stjórnarformaður S.I.F. þegar Morgunblaðið ræddi við hann f gær. Tómas er nýkominn, ásamt Helga Þórarinssyni, fram- kvæmdastjóra S.I.F., úr söluferð til Portúgal, Spánar, Italfu og Grikklands. Hann sagði, að þeir hefðu nú boðið helmingi meira magn af sumarsöltuðum fiski en þekkzt hefði á þessum árstíma áður, og samkomulag hefði náðst um sölu á 7000 lestum af saltfiski til þessara landa. „Því miður er mikið af smáfiski í þessu“, sagði Tómas, „stór hluti af þessum fiski er verkaður úr ís, þ.e. fiskur, sem togararnir hafa komið með. Þessi fiskur er slæmur í mati og því engin sér- stök gæðavara. Markaðarnir eru yfirfullir af smáfiski og því er verðlækkunin eðlilega mest á honurn." „Sjálf verðlækkunin nemur frá 10—30% eftir tegundum, en trú- að gæti ég, að meðaltalsverðlækk- unin næmi rösklega 20%. Lækk- unin hefur orðið minnst á þeim tegundum, sem við eigum ekki til f landinu. Ástæðuna fyrir verð- lækkunum má rekja til erfiðleik- anna í þessum lömdum, en kaup- geta almennings hefur víða minnkað þar,“ sagði Tómas. HVALVERTÍÐINNI lauk í fyrra- kvöld. Þá höfðu borizt á land hjá Hvalstöðinni f Hvalfirði 365 hval- ir, en í fyrra veiddust 452. Ástæð- an fyrir þessum samdrætti í hval- ■veiðunum er, að í sumar gekk engin sandreyður á miðin, og er ekki vitað, hvernig á því stendur. Afurðamagnið er mjög svipað og í fyrra, því þeir hvalir, sem Afskipanir á saltfiski, sem sam- komulag náðist um sölu á, eiga að hefjast á næstunni, en magnið á allt að afhendast í haust. veiðzt hafa í sumar, eru allir af stærri gerðinni, en sandreyður, sem hingað til hefur verið stór hluti aflans, telst til smærri hvala. Veður til hvalveiðar var yfir- leitt gott í sumar, nema hvað sept- ember mánuður er búinn að vera slæmur. Starfsmenn Hvals h.f. í Hvalfirði eru nú að ljúka við að bræða og taka til fyrir veturinn. 365 hvalir núna — 452 í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.