Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 JltaQgtsitMfaftifr Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands í lausasólu 35.00 kr eintakið hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Markmið bráðabirgða- laga þeirra, sem ríkis- stjórnin setti í fyrradag um ráðstafanir í sjávarútvegi, er að tryggja rekstur fiski- skipaflotans, sem var að því kominn að stöðvast við lok vinstri stjórnar. Áður en gengisbreytingin kom til framkvæmda var halla- rekstur bátaflota og tog- araflota áætlaður um 1300—1400 milljónir króna á ársgrundvelli. Með bráðabirgðalögunum standa vonir til, að rekstur bátaflotans verói nokkurn veginn hallalaus — þótt þar sé að vísu teflt á tæp- asta vað — miðað víð núverandi aðstæður. Rekstrarvandamál togar- anna hafa hins vegar ekki verið leyst með þessum bráðabirgðalögum að öðru leyti en því, að gert er ráð fyrir að tryggja rekstur þeirra um sinn með greiðsl- um úr gengishagnaðar- sjóði. Bráðabirgðalögin gera ráð fyrir því, að fiskverð hækkí að jafnaði um 11%. Með þeirri fiskverðs- hækkun er leitazt við að rétta hlut sjómanna gagn- vart landverkafólki, en þýðingarmest, en sam- kvæmt þeim verður olíu- verð til fiskiskipanna óbreytt frá því, sem verið hefur. Það kostar um 1500 milljónir króna að halda því óbreyttu, og er sá kostnaður greiddur með tilfærslum innan sjávarút- vegsins sjálfs. Við síðustu gengisbreytingu hækkuðu að sjálfsögðu ýmsir út- gjaldaliðir útgerðarinnar, og er þeim útgjaldaauka mætt með hækkun á gréiðslum til stofnfjársjóðs fiskiskipa, en sú ráðstöfun tryggir annars vegar betur skil útgerðarmanna á greiðslum afborgana og vaxta af stofnlánum og hins vegar eflir hún Fisk- Bráðabirgðalögin leggja aukin útgjöld á fiskvinnsl- una í landinu, en staða fisk- vinnslurínar batnaði veru- lega við gengisbreyt- inguna. Þeim útgjalda- auka, sem fiskvinnslan tekur á sig nú, má segja, að sé mætt með auknum greiðslum til hennar úr Verðjöfnunarsjóði fisk- iðnaðarins. Á blaðamannafundi þeim, sem Matthías Bjarnason, sjávarútvegs- ráðherra, efndi til í fyrra- dag, er hann tilkynnti um útgáfu bráðabirgðalag- anna, tók hann skýrt fram, að þessar ráðstafanir einar út af fyrir sig mundu ekki lýsti sjávarútvegsráð- herra, að viðræður hefðu farið fram við bankastjórn- ir Seðlabanka, Landsbanka og (Jtvegsbanka og hefði niðurstaðan orðið sú, að rekstrarlán til útgerðar- innar mundu hækka um 50%. Mun það vafalaust greiða fyrir útgerðar- rekstrinum. Ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar hefur, frá því að hún tók við, verið önn- um kafin við að undirbúa og gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir stöðvun atvinnulífsins, en segja má með nokkrum rétti, að það hefði stöðvast þegar sl. vor, ef stærstu viðskiptabank- arnir hefðu ekki tekið ákvörðun um að halda því gangandi með stórfelldri skuldasöfnun við Seðla- bankann. Á stuttum tíma UTGERÐAR- REKSTUR TRYGGÐUR fiskverð hefur ekki hækk- að frá áramótum og aug- ljóst, að gera þurfti ráð- stafanir til að leiðrétta hlut sjómanna. Fyrir útgerðina sjálfa er ákvæði bráðabirgðalag- anna um olíuverð sjálfsagt veiðasjóð, en traust af- koma hans er í raun undir- staðan að áframhaldandi uppbyggingu fiskiskipa- flota landsmanna. Þá er með bráðabirgðalögunum tryggt á ný, að vátrygg- ingasjóður fiskiskipa geti sinnt hlutverki sínu. nægja til þess að mæta erfiðleikum sjávarútvegs- ins. Ráðherrann benti á, að ríkisstjórnin hefði ekki haft tíma til að undirbúa frekari aðgerðir, enda hefur hún setið að völdum J um aðeins nokkurra vikna I skeið. En jafnframt upp-1 hefur ríkisstjórninni tekizt að koma í veg fyrir stöðvun og má segja, að það sé mik- ið afrek út af fyrir sig. Eftir helgina má svo gera ráð fyrir, að gefin verða út bráðabirgðalög um lág- launabætur og fleira. Tak- izt með þeim að bæta hag þeirra lægst launuðu í þeirri óðaverðbólgu, sem geisað hefur og tryggja frið á vinnumarkaðnum, má með sanni segja, að ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks hafi á skömmum tíma sannað tilverurétt sinn. í ReykiaYÍkurbréf ♦ *»♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 21. september* ♦ ♦ • • • ♦♦* Islenzkhand rit í Svíþjóð Þær upplýsingar, sem birtust í Morgunblaöinu sl. miövikudag og m.a. voru hafðar eftir forstöðu- manni Árnastofnunar, aö um 300 íslenzk handrit séu geymd í Stokkhólmi og 50 í Uppsölum, hafa vakið mikla athygli. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnasafns, segir m.a.: „Mörg þessara handrita yrðu að teljast mjög merkileg svo sem „íslenzka hómelíubókin", sem væri elzta fslenzka heillega handritið frá því um 1200. Þá væri ennfremur að finna konungasagna handrit í Stokkhólmi og í Uppsölum gæti að finna elzta handrit, sem til væri af Snorra-Eddu. Af þessu mætti sjá, að þessar bækur væru ekki síður merkilegar en þær, sem Danir væru nú að afhenda Islendingum," eins og komizt er að orði í fréttinni. Athygli ritstjóra Morgunblaðs- ins beindist að máli þessu þegar blaðinu hafði borizt ritlingur nokkur eftir sænskan rithöfund, Herman Stolpe að nafni, en í for- mála fyrir ritlingi þessum getur höfundur þess, að „eitt merkasta handritið, sem vitað er um í konunglega bókasafninu í Stokk- hólmi, er blað úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Er þetta eina blaðið, sem vitað er um úr þessari bók, því hin munu hafa brunnið í brunanum mikla í Kaupmanna- höfn 1728. Talið er að þegar brun- inn varð hafi þetta blað verið komið á safn í Stokkhólmi og mun það hafa verið 1682,“ eins og segir í frétt Morgunblaðsins. Stolpe segir í formála sínum um þetta dýrmæta blað úr Heimskringlu, að aðilar í Svíþjóð hafi viljað fá þvf framgengt, að það yrði fært íslenzku þjóðinni að gjöf í tilefni 1100 ára afmælis þjóðarinnar nú á þessu ári og með því móti hafi Sviar getað fylgt fordæmi Dana, sem nú væru í óðaönn að afhenda tslendingum handritin. „Því miður hefðu viðkomandi stjórn- völd hafnað þessari beiðni og því liggi blaðið úr Heimskringlu Snorra ennþá í Stokkhólmi,“ eins og enn segir í fyrrnefndri frétt Morgunblaðsins. Þá sneri Morgunblaðið sér einnig til Per Olof Sundman, hins þekkta sænska rithöfundar, en hann hefur haft áhuga á því, að fslenzk handrit í sænskum söfn- um yrðu afhent íslendingum aftur og spurði hann um mál þetta. Per Olof Sundman segir m.a. í svari sínu, að hann og ýmsir fleiri hafi reynt fyrr á þessu ári að fá því framgengt, að íslend- ingum yrði færð sem gjöf blaðið úr Heimskringlu handritinu og þá í tilefni 1100 ára afmælis íslands- byggðar. Yfirmenn Þjóðskjala- safnsins í Stokkhólmi hafi af ein- hverjum ástæðum verið algjör- lega á móti þessu og sagt að engin handrit, hverrar þjóðar sem þau væru, mætti flytja úr landi. Sfðar i svari sfnu segir Per Olof Sundman ennfremur: Þetta mál hefur legið í láginni hér um ára- bil og tel ég, að svo verði í nokk- urn tíma enn, enda hafa Islend- ingar ekki farið fram á, að þeim verði afhent þessi handrit. Hins vegar má telja öruggt að farið verður að reifa málið að nýju og ég verð ekki ánægður fyrr en handritin verða komin til Islands, því þar eiga þau heima. „Ég er hjartanlega sammála Per Olof Sundman um að handrit- in eigi hvergi heima nema á Islandi,“ segir Vilhjálmur Hjálm- arsson menntamálaráðherra í samtali við Mbl. í gær. Ummæli Per Olof Sundmans og Hermans Stolpes vekja að sjálf- sögðu mikla athygli á islandi. Danir eru drengir góðir, var eítt sinn haft að orðtaki á islandi, og þegar höfð er hliðsjón af við- brögðum sænskra yfirvalda við þeim óskum góðra Svía að af- henda íslenzka dýrgripi íslend- ingum aftur á 1100 ára afmæli byggðar á íslandi verður hlutur Dana betri en nokkru sinni og ekki sízt sá drengskapur, sem þeir sýndu frændum sínum hér á landi. Svíar mættu vissulega fara að fordæmi þeirra. Engin þjóð á Norðurlöndum hefur nú betri að- stæður til að varðveita íslenzk fornhandrit en Islendingar sjálf- ir. Viðbrögð sumra sænskra áhrifamanna nú á þjóðhátíðarár- inu eru því ekki vansalaus, svo að ekki sé dýpra tekið í árinni. Per Olof Sundman segir, að ósk um afhendingu handritanna hafi ekki enn borizt frá Islendingum. Hér með er hún borin fram og verður fylgzt rækilega með við- brögðum frænda okkar f Svíaríki. „Þetta er brjálæði” Einnig hefur sú fregn vakið mikla athygli hér á landi þegar það fréttist að sovézk stjórnvöld óku myndlistarsýningu í útjaðri Moskvu burt með vörubflum og jarðýtum. Athyglisverð eru við- brögð íslenzkra listamanna. Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari sagði um atburð þennan: „Þetta er brjálæði. Það er ekki hægt að nota annað orð yfir það. Það er ekki hægt að hindra rás listanna með ofbeldi, listin er menning- armál, og ég er þeirrar skoð- unar, að menningarmálum eigi ekki að vera stjórnað af blá- köldum pólitíkusum. Pólitíkus og tölvur geta aldrei stjórnað listum og það á við hvar sem er i heim- inum. Á meðan við tölum um frelsi mannsins, þá á það frelsi ekki sízt að ná til listanna, frjálst lff og frjáls list eru óaðskiljan- leg.“ Finnur Jónsson listmálari sagði: „Það ná engin orð yfir svona aðfarir. Þetta er svo sví- virðilegt og bjánalegt — ekki að- eins gagnvart listamönnunum sjálfum, heldur þjóðinni allri. Maður skilur þetta ekki.“ Einar Hákonarson listmálari sagði m.a.: „En ég lýsi fullkom- inni fyrirlitningu minni á þessu athæfi í Sovétrfkjunum. Sovét- menn hafa alltaf sent það sama á alþjóðlegar listsýningar, alveg frá byltingunni, þ.e. sósfalrealism- ann. Þetta gerist alltaf í einræðis- ríkjum, t.d. Þýzkalandi nazis- mans. Það er alltaf búin til ein- hver uppsoðin klassík, sem á sér svo engan hljómgrunn í veruleik- anum.“ Og Örlygur Sigurðsson listmál- ari segir m.a.: „Þetta er það, sem við höfum alltaf vitað um frelsi listamanna f þessum allsherjar þrælabúðum þar eystra. Atburður sem þessi kæmi örugglega ungum íslenzkum lista- mönnum á óvart, ef hann gerðist t.d. hér á Skólavörðuholti og sýn- ingin þar yrði brott numin með öskubílum og listamennirnir sjálfir settir f varðhald. Við kunn- um ekki að meta tjáningarfrelsið hér á landi fyrr en við missum það. Því ber að vera á varðbergi, það gæti svo farið, að hægt væri að útrýma öllum íslenzkum lista- mönnum og listaverkum á einum eftirmiðdegi, ef við hugsum ekki okkar ráð í tíma.“ Aldrei er nógsamlega minnt á mikilvægi þeirrar staðreyndar, sem Örlygur Sigurðsson bendir nú einnig á í sambandi við mynd- listarhneykslið í Moskvu, að „við kunnum ekki að meta tjáningar- frelsið hér á landi fyrr en við misstum það. Því er betra að vera á varðbergi." Jólabókin 800 kr. dýrari en í fyrra Og frá Sovétríkjunum höldum við aftur heim til íslands og lítum á menningarmálin hér frá ann- arri hlið. Það hefur ekki sízt vakið mikla athygli, hvernig Þjóðvilj- inn lýsti á dögunum viðskilnaði vinstri stjórnarinnar og hvernig hann hefði komið niður á menningarfyrirtækjum og bóka- útgáfum á íslandi. I forsfðugrein Þjóðviljans er sagt frá erfiðleik- um í bókaútgáfu, miklum kostn- aðarhækkunum og samdrætti i út- gáfu bóka, eins og það er orðað. Þetta er árangur efnahagsöng- þveitis vinstri stjórnarinnar. Þjóðviljinn segir m.a., að kostnaðarhækkanir hafi orðið slíkar, að jólabókin muni hækka um 800 kr. og horfur séu á sam- drætti f bókaútgáfu. Og einn helzti menningarviti Þjóðviljans gefur vinstri stjórninni svofelld eftirmæli í blaði sínu í síðustu viku: „En því miður er dapurleg reynsla af opinberri byggingar- starfsemi f þágu menningarstofn- ana alls konar. Landsbókasafn og Háskólabókasafn eru að kafna úr andarteppu og þjóðskjalasöfn nánast á vergangi. Sjónvarp og útvarp kúldrast í leigu- húsnæði og þegar uppgangs ár eru þá má ekki byggja yfir slíkar stofnanir til að „auka ekki þensluna á vinnumarkaði" og „keppa ekki um vinnuafl" við undirstöðu atvinnuvegina. Þegar sfðan á að fara að spara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.