Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 Húsnæði óskast Danskur verkfræðingur óskar eftir að taka á leigu hús eða íbúð búna húsgögnum í átta mánuði frá miðjum október. í heimili eru tveir fullorðnir og einn hundur. Vinsamlegast snúið yður til Iðnþróunarnefndar, Lækjargötu 12, R. — símar 16299 og 16377. Skagfirska söngsveitin heldur aðalfund sinn mánudaginn 30. septem- ber kl. 20.30 að Hótel Esju 2. hæð. Venjuleg aðalfundarströf. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Söngfólk Getum bætt við fáeinum góðum karla og kven- röddum í kór Neskirkju. Hafið samband við söngstjórann Reynir Jónasson í kirkjunni á sunnudag, mánudag og þriðjudag kl. 6 — 7 e.h. Framleiðsla — Fyrirtæki. Vil kaupa lítið fyrirtæki sem framleiðir seljan- lega vöru. Tilboð sendist Mbl. fyrir 30. þ.m. merkt: Framleiðsla 7483. Bílar og vagnar til sölu Benz vörubifreið 1313 árg. '70. Benz vörubifreið 1518 með framdrifi árg. '66. 4 stk. Ford Transit Pick-up sendibifreiðar árg. '72. Ford Bronco árg. '66. Opel Comandore árg. '67. Vagnar: 2 stk. 20 tonna stólvagnar með sturt- um. 1. stk. beislisvagn 1 2 tonna með sturtum. Uppl. í síma 18420 — 21380. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA: INNKAUPASTJÓRI óskast til starfa nú þegar, eða eftir samkomulagi. Viðskiptafræði eða tæknimennt- un nauðsynleg. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri, simi 1 1765. KLEPPSSPÍTALINN: HJÚKRUNARKONUR óskast til starfa á hinar ýmsu deildir í fullt starf, eða einstaka kvöld- og næturvaktir. Upplýsingar veitir forstöðukona. FÓSTRA óskast til starfa á dagheimili fyrir börn starfsfólks, nú þegar, eða eftir samkomulagi. STARFSSTÚLKA óskast á skóladagheimilið, nú þegar. AÐSTOÐARMENN óskast við hjúkrun nú þegar. Unnið er á vaktavinnu.Upplýsingar um stöður þessar veitir forstöðukona i sima 381 60. ÞVOTTAHÚS RÍKISSPI'TALANNA: AÐSTOÐARMAÐUR óskast nú þegar. Upplýs- ingar veitir forstöðukonan, simi 38160. KÓPAVOGSHÆLIÐ: TRÉSMIÐUR óskast til starfa nú þegar, eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðumaður, simi 41500. LANDSPÍTALINN: AÐSTOÐARLJÓSMÓÐIR óskast til starfa á fæðingargangi FÆÐINGARDEILDAR. Upplýsingar veitir yfirljósmóðir, sími 24160. Reykjavík 20. september, 1 974. SKRIFSTOFA Rí KISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765 NEMENDUR FA EKKI BÆKURNAR Kennarar við Hagaskóla hafa sent blaðinu eftirfarandi undir fyrirsögninni: Eitthvað er að, en enginn veit hvað. Undanfarin ár hefur farið fram á vegum skólarannsóknar- deildar menntamálaráðuneytis gagnger endurskoðun á náms- efni gagnfræðastigs I stærð- fræði og eðlisfræði. SýnilegUr árangur: Stærðfræði. 7. bekkur— bók ekki tilbúin. 8. bekkur — bók til. 9. bekkur — bók ekki tilbúin. 10. bekkur — bók ekki tilbúin. Þetta þýðir að 3 árgangar nemenda eiga að hefja „nám“ í þeirri grein sem oft hefur reynst þyngst í skauti við vor- próf, bókarlausir. Bílar til sölu Land Rover árgerð 1972 og 1973 Volkswagen Microbus árg. '71, '72, '73, '74. Til sýnis frá og með mánudeginum 23. septem- ber. Tilboð óskast. Bílaleiga Loftleiða. Til sölu er málverk eftir Kristínu Jónsdóttur Málverkið sem er af danskri kirkju, var á Kunsternes Efterársudstilling í Kaupmannahöfn 1917. Þeir, sem áhuga hafa sendi tilboð merkt „Mál- verk — 7481" á afgreiðslu Mbl. fyrir 26. sept. Karate — Karate Síðasti innritunardagur á byrjendanámskeið þriðjudaginn 24. sept. kl. 8 —10 e.h. Þátttaka takmörkuð. Þjálfari Ken Takefusa 2. dan. Karatefélag Reykjavíkur. Laugavegi 1 78, 3. hæð, (gengið inn Bolholtsmegin). Frá Nemendasambandi Samvinnuskólans Vetrarstarfið er að hefjast, félagar at- hugið eftirfarandi: 1. Kynningardansleikur, verður í Silfur- tunglinu 22. þ.m. kl. 21.00. 2. Árshátíð verður haldin 4. okt. í Súlnasal Hótel Sögu. Fjölbreytt dag- skrá. 3. Aðalfundur verður haldinn í Hamra- görðum laugardaginn 5. okt. kl. 14.00. Stjórnin. Til sölu á hagstæðu verði 46 sæta Scania Vabis fólksflutningabifreið, yfirbyggð í bílasmiðjunni '64. Á sama stað 44 sæta fólksflutningabifreið árg. '58 sem mögu- leikar væri á að innrétta sem rúmgott bílhýsi er gengi fyrir eigin vélarafli. Uppl. í síma 99-4291. Tilkynning til hluthafa Iðnaðarbanka íslands h.f. Þann 30. sept. n.k. fellur niður forkaupsréttur hluthafa að nýju hlutafé sbr. bréf bankans dags. 1. júní 1 974. Þeir hluthafar, sem áhuga hafa á nýju hlutafé, eru minntir á að tilkynna það bankanum án tafar. Iðnaðarbanki íslands h. f. Varðandi eðlisfræðibók fyrir 7. bekk er það upplýst að papp- írinn í hana fari í skip 16. sept- ember, en kennsla á að hefj- ast fimmtudaginn 12. septem- ber. Haustið 1972 kom eðlisfræði- bók fyrir 9. bekk út eftir rúm- lega 2 mánaða kennslu. Eins og eðlilegt er, hafa fræðsluyfirvöld lagt á það áherslu undanfarin ár, að kenn- arar undirbyggju starf sitt í upphafi .• skólaárs, gerðu kennsluáætlanir og miðuðu þær við námsskrá skólarann- sóknardeildar menntamála- ráðuneytisins hverju sinni. Reynslan hefur þvf miður orðið sú, að námsskrár frá ráðuneyti hafa borist seint og illa í skól- ana. Ut yfir tekur þó, þegar það fréttist á skotspónum að nem- endur sem koma í 7. bekk á þessu hausti skuli útskrifast eftir 3 ára nám, en samt liggur engin áætlun fyrir, er skólar hefjast 10. sept., hvernig þetta verk eigi að vinnast. Þessi vinnubrögð fræðsluyf- irvalda hljóta að vekja undrun og hneykslun og spilla öllum áætlunum og skynsamlegum vinnubrögðum. Er þá skýlaus krafa kennara að skýringar komi tafarlaust og bætt verði úr þessu ástandi hið skjótasta. — Islendingar Framhald af bls. 14 „Hvað voruð þið lengi á Þóru- stöðum?“ „Þar vorum við í 7 ár, og 1956 giftum við okkur, þá vorum við í smátíma í húsi á Eyrarbakka, en settumst síðan að á Sólvangi 1963. Við höfum lítið hugsað um að flytjast út, og aldrei rætt um það í alvöru. Hér erum við gróin föst, og ástæðan fyrir því meðal annars, hvað ég kann vel við mig á Islandi er að ég þoli illa hita,“ segir Rut. „Hvernig hafið þið hagað ykkar búskap hér?“ „Fyrst í stað var búskapurinn heldur lltill, en eftir því sem árin hafa liðið hefur hann orðið meiri. Um tíma stunduðum við vinnu á Eyrarbakka, en fáumst nú ein- göngu við búskapinn, sem saman- stendur af kúm og kartöflurækt." „Er það ekki rétt Rut, að þú leikir á kirkjuorgelið hér og stjórnir kirkjukórnum?“ „Jú, það geri ég. Ég byrjaði fljótlega að syngja í kórnum eftir að ég kom hingað og þá fékk ég áhuga á að spila á orgelið. Krist- inn Jónasson, sem leikið hafði á orgelið í 40 ár, vildi hætta og ég tók við. Ennfremur kenni ég við tónlistarskólann á Stokkséyri og Eyrarbakka." „En leggur þú enn rækt við grasafræðina?" „Því miður hefur hún að mestu dottið niður. Að vísu hef ég nokkurt samband við útlendinga, sem hingað koma og aðstoða þá. Mér finnst hægara að koma tón- listinni við, því hún er svo mikið á sunnudögum, en þá er minna um búverkin.“ „Finnst ykkur íslendingar öðruvísi en fólk í Evrópu al- mennt?“ „Það er erfitt að dæma um það. Að okkar mati eru þeir eða rétt- ara sagt „við“ ekkert öðruvísi. Við verðum bæði að viðurkenna, að þegar við komum hingað í upp- hafi var aldrei litið á okkur sem útlendinga, og það var okkur mik- ils vifði." — Þ. Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.